Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 32

ÁRSSKÝRSLA​ 2017-2018

-​ fyrir aðalfund​ -
Reykjavík, 20. febrúar 2018
10. aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2018
Haldinn á Hótel Cabin, við Borgartún 32 þann 20. febrúar kl. 20:00

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
1. Skipun fundarstjóra og ritara, fundarsetning
2. Skýrsla stjórnar 2017-2018: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
4. Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
5. Tillögur um breytingar á samþykktum
6. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
7. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
8. Kosning skoðunarmanna
9. Önnur mál

FRÁFARANDI STJÓRN 2017-2018


Aðalstjórn:

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (formaður), Guðrún Bryndís Harðardóttir (gjaldkeri), Hafþór Ólafsson,
Jóhann Rúnar Sigurðsson, Ólafur Garðarsson, Róbert Þ. Bender (ritari), Vilhjálmur Bjarnason
(varaformaður).

Varastjórn:

Pálmey Helga Gísladóttir, Guðrún Indriðadóttir, Þórður Björn Sigurðsson og Stefán Stefánsson,
Ámundi Hjálmar Loftsson, Þórarinn Einarsson, Ragnar Unnarsson.

FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR 2018


Framboð til aðalstjórnar:

☐ Ásthildur Lóa Þórsdóttir ☐ Einar Valur Ingimundarson ☐ Guðrún Harðardóttir


☐ Hafþór Ólafsson ☐ Pálmey Gísladóttir ☐ Róbert Bender
☐ Sigríður Örlygsdóttir ☐ Sigurbjörn Vopni Björnsson ☐ Vilhjálmur Bjarnason

Framboð til varastjórnar:

☐ Björn Kristján Arnarson ☐ Guðrún Indriðadóttir ☐ Jóhann Rúnar Sigurðsson


☐ Ragnar Unnarsson ☐ Stefán Stefánsson ☐ Þórarinn Einarsson
SKÝRSLA STJÓRNAR 2018
Skýrsla stjórnar níunda starfsár Hagsmunasamtaka heimilanna, 30. maí 2017 til 20. febrúar 2018,
fyrir 10. aðalfund samtakanna, 20. febrúar 2018.

Starfstími þessarar stjórnar er óvenju stuttur. Stjórnin var kjörin á aðalfundi þann 30. maí í fyrra og
hélt sinn fyrsta fund þann 8. júní.

Á fyrrnefndum aðalfundi var samþykkt breyting á samþykktum þess efnis að þaðan í frá skyldi halda
aðalfund eigi síðar en í lok febrúar ár hvert. Af þessu leiðir að núverandi stjórn hefur einungis starfað
í 9 mánuði.

Stjórnarfundir og aðrir fundir

Haldnir hafa verið 24 stjórnarfundir frá síðasta aðalfundi og 6 opnir spjallfundir en þeir eru haldnir
einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina fyrir félagsmenn.

Stjórnarmenn hafa sótt opna fundi hjá Sósíalistaflokknum, Flokki fólksins og hjá Framsóknarflokknum
auk þess að funda með þingflokki Flokks fólksins.

Fulltrúar samtakanna hafa sótt fundi EAPN á Íslandi (Evrópskra félagasamtaka gegn fátækt) og
Húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs og Velferðaráðuneytisins.

Stærsti viðburður vetrarins var þegar Hagsmunasamtökin tóku þátt í borgarafundi um verðtryggingu
og okurvexti sem var haldinn í Háskólabíó, 7. okt. þegar 9 ár voru frá hruni. Formaður HH hélt erindi
ásamt formanni VR, formanni VLFA, Seðlabankastjóra og Ólafi Margeirssyni doktor í hagfræði.

Í janúarmánuði áttu fulltrúar samtakanna fund með forsætisráðherra og gerðu grein fyrir sínum
sjónarmiðum varðandi málefni lántakenda í tengslum við endurreisn bankanna, auk þess sem þau
fóru fram á að forsætisráðherra myndi beita sér fyrir því að gerð yrði rannsóknarskýrsla um þær
aðgerðir sem stjórnvöld stóðu fyrir í kjölfar hrunsins. Forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, var
afhent skjal þar sem þeir þættir sem rannsaka þyrfti voru nánar tilgreindir. Þó Katrín hafi tekið erindi
okkar vel hefur ekkert svar borist enn.

Átak í kynningarmálum

Skömmu áður en ljóst var að kosið yrði að nýju til Alþingis Íslendinga haustið 2017, hafði stjórn HH
samþykkt aðgerðaáætlun til að kynna þau mannréttindabrot sem áttu sér stað gagnvart
lántakendum í eftirleik hrunsins og við endurreisn bankanna. Sú aðgerðaráætlun var rétt komin í
gang þegar ríkisstjórnin féll. Hana þurfti því að endurskoða frá grunni, enda til lítils að þrýsta á
stjórnmálamenn sem eru á kafi í kosningabaráttu og jafnvel ekki á leiðinni á þing aftur.

Hluti af aðgerðaráætluninni fólst í því að vekja athygli á málstað okkar með birtingu auglýsinga og
þrjár slíkar höfðu þegar birst áður en stjórnin féll. Ein þeirra var viðvörun til neytenda vegna
endurfjármögnunar lána og tvær til kynningar á baráttumálum samtakanna. Það var í farvatninu
að birta þá þriðju um baráttumál samtakanna þegar ríkisstjórnin féll.
Stjórn samtakanna ákvað að beita sér fyrir því að baráttumál þeirra yrðu í umræðunni í
aðdraganda kosninga og að draga fram annars vegar ábyrgð og hins vegar aðgerðarleysi
stjórnmálamanna gagnvart slæmri stöðu neytenda og ofurvaldi banka- og fjármálafyrirtækja.

Það féll vel að þeim tilgangi að standa við áður ákveðna auglýsingu með yfirskriftinni „við
ákærum“ á 9 ára „afmæli“ hrunsins þann 6. október 2017 þar sem tíundaðar voru ákærur á
hendur þeim sem bera ábyrgð á ýmsum aðgerðum sem brutu gegn stjórnarskrárvörðum
réttindum lántakenda og neytenda.

Daginn fyrir kosningar birtu samtökin svo auglýsingu þar sem kjósendur voru hvattir til að kjósa
hagsmuni heimilanna og síðast en ekki síst birtist auglýsing frá samtökunum þann 27. janúar, þar
sem þau ítrekuðu áskorun sína til forsætisráðherra um að standa að rannsókn á endurreisn
bankanna með hliðsjón af neytendarétti, samningsrétti og stjórnarskrárvörðum réttindum
lántakenda, ásamt öðrum áhrifum hrunsins á samfélagið. Auglýsingarnar voru samtals sjö talsins
og hafa vakið athygli á málstað samtakanna, þó athyglin mætti að ósekju vera mun meiri.

Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar

Andvaraleysi fjölmiðla gagnvart baráttu Hagsmunasamtakanna er rannsóknarefni út af fyrir sig. Í


hvaða lýðræðisríki í heiminum gætu samtök á borð við Hagsmunasamtökin birt heilsíðuauglýsingu í
víðlesnasta dagblaði landsins og sakað fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra,
starfandi Seðlabankastjóra og allan Hæstarétt, um stórfelld mannréttindabrot gagnvart almenningi
án þess að fjölmiðlar myndu hlaupa upp til handa og fóta og fara að spyrja spurninga?

Jú, þetta land er Ísland! Viðbrögð fjölmiðla voru svo til engin, eitt viðtal í Harmageddon og þar með
var það upp talið.

Engu að síður hafa fulltrúar HH verið í þó nokkrum viðtölum við fjölmiðla á tímabilinu og sendar hafa
verið út 6 fréttatilkynningar til fjölmiðla (sjá nánar í annál stjórnar). Formaður og varaformaður hafa
jafnframt skrifað nokkrar greinar sem vakið hafa athygli.

Þjónusta við félagsmenn

Mánaðarleg fréttabréf hafa verið send félagsmönnum, þar sem þeim er gerð grein fyrir verkefnum
og markmiðum stjórnarmanna.

Skrifstofa samtakanna hefur að jafnaði verið opin 2-3 daga í viku og jafnframt verið tekið á móti
fyrirspurnum og erindum símleiðis og í gegnum tölvupóst.

Yfir 200 erindum hefur verið svarað frá félagsmönnum sem leitað hafa eftir upplýsingum og
ráðleggingum um réttindi neytenda og ýmis atriði sem huga þarf að í viðskiptum við lánveitendur.

Löggjafarmálefni og umsagnir

Á starfsárinu sendu samtökin Alþingi og ráðuneytum umsagnir um 7 frumvörp og frumvarpsdrög.

Auk þess áttu samtökin frumkvæði að gerð þingsályktunartillögu um fullgildingu valfrjálsrar bókunar
við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, og breytingartillögu við
skattafrumvarp í tengslum við fjárlög 2018 varðandi skattlagningu endurgreiðslna vegna ólöglegrar
gengistryggingar.

Einnig var frumvarp um afnám verðtryggingar byggt á tillögum samtakanna lagt fram á haustþingi
2017.

Þá má nefna að samtökin áttu frumkvæði að endurskoðun reglugerðar um óréttmæta viðskiptahætti


sem nú stendur yfir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með hliðsjón af tillögum samtakanna.

Að frumkvæði samtakanna hefur nú verið lögð fram fyrirspurn til ráðherra húsnæðismála um
uppgreiðslugjöld á lánum Íbúðalánasjóðs, en fleiri slíkar fyrirspurnir og skýrslubeiðnir eru í bígerð.

Málarekstur

Hæstaréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi sínum í máli nr. 243/2015, að tilskipun EES
um neytendalán hefði verið rangt innleidd hér á landi hvað varðar upplýsingaskyldu um kostnað við
verðtryggingu. Innleiðing slíkra reglna er á ábyrgð ríkisins en vanræksla eða röng innleiðing leiðir
jafnan til skaðabótaskyldu. Af þeim sökum hefur undanfarið ár verið unnið að undirbúningi
skaðabótamáls. Sá undirbúningur er á lokastigum og er gert ráð fyrir því að málið verði þingfest nú í
febrúarmánuði.

Í ágúst 2017 samþykkti stjórn HH að samtökin myndu standa straum af kostnaði við áfrýjun
dómsmáls sem gæti orðið fordæmisgefandi um endurútreikning gengistryggðra lána í samræmi við
neytendarétt. Málinu hefur verið áfrýjað og er þess nú beðið að það komist á dagskrá Hæstaréttar.

Neytendastofa birti þann 15. desember 2017 ákvörðun í kvörtunarmáli HH gegn Brú lífeyrissjóði, þar
sem fallist var á kvörtun samtakanna í öllum atriðum. Auk þess kom fram af hálfu Neytendastofu að
við meðferð málsins hefði komið í ljós að full ástæða væri til frekari athugunar á viðskiptaháttum
lánveitenda við markaðssetningu neytendalána og fasteignalána til neytenda.

Þann 30. janúar 2018 sendu HH erindi til 15 erlendra eftirlitsstofnana þar sem óskað var eftir liðsinni
þeirra við rannsókn á afdrifum týndra skuldabréfa sem neytendur höfðu gefið út til íslensku
bankanna. Jafnframt er rekið dómsmál um slíkt tilvik af hálfu félagsmanns í samtökunum, sem hefur
nú verið áfrýjað til Landsréttar.

Þá eru fyrir dómstólum ýmis mál sem félagsmenn standa að. Þar á meðal mál þar sem reynir með
endanlegum hætti á lögmæti yfirdráttarheimilda án skriflegs samnings, gildi skilmálabreytinga
gengistryggðra lána, veðsetningu á eignarhluta meðeiganda fasteignar, lánsveð, málsmeðferð við
nauðungarsölur og ýmislegt fleira.

Félagsmenn og aðrir þátttakendur

Skráðir félagsmenn eða heimili eru nú 8.600 talsins og um 9.200 notendur eru á facebook síðu
samtakanna.
Áskoranir, markmið og framhaldið

Með hliðsjón af framangreindu er óhætt að segja að þó að starfstími stjórnar hafi verið stuttur hafi
hann samt verið mjög viðburðaríkur; bæði vegna verkefna og aðgerða sem Hagsmunasamtökin hafi
ráðist í, sem og vegna mikilla hræringa á hinu pólitíska sviði.

Baráttan sem við öll höfum staðið í, hvort sem er sem Hagsmunasamtökin sjálf eða sem
einstaklingar, hefur verið alltof löng og ströng. Henni þarf að fara að ljúka!

Á fyrstu fundum fráfarandi stjórnar var tekin ákvörðun um að samtökin myndu auka sýnileika baráttu
sinnar og það var samstaða um að beina kastljósinu að ábyrgð stjórnmálamanna auk þess sem við
skilgreindum forgangs- og baráttumál Hagsmunasamtakanna með skýrari hætti en áður.

Eins og öllum viðstöddum er kunnugt um er svo til allt starf samtakanna unnið í sjálfboðavinnu. Við
erum með með tvo starfsmenn í 50% og 30% stöðugildum, en enginn í stjórn þiggur laun fyrir sín
störf og allir stjórnarmenn eru í fullri vinnu fyrir utan störf sín fyrir samtökin.

Þess má einnig geta að báðir starfsmenn Hagsmunasamtakanna, Matthildur Sigurgeirsdóttir sem er á


skrifstofunni og heldur utan um reksturinn og Guðmundur Ásgeirsson sem sér um lögfræðihliðina
okkar, skila bæði mun meiri vinnu en starfshlutfall þeirra segir til um og eiga þau bæði skilið að fá
þakkir og heiður fyrir sitt framlag. Án þeirra ættu stjórnarmenn erfitt með að sinna sínum þætti, með
öðrum störfum.

Ég segi þetta eingöngu til að benda á að þó að bæði starfsmenn og allir í stjórn


Hagsmunasamtakanna séu öll af vilja gerð, þá getum við ekki sinnt öllu því sem við myndum vilja. Því
var tekin ákvörðun um að einfalda og skerpa baráttumál samtakanna og að þau ættu ekki að hafa
afskipti af málefnum sem ekki tengdust þeim.

Baráttumál Hagsmunasamtakanna eru þríþætt:

1. Afnám verðtryggingar á lánum heimilanna.

2. Rannsókn á því sem gert var eftir hrun og afleiðingar þeirra aðgerða á þá sem höfðu tekið
ólögleg verðtryggð og gengistryggð lán.

3. Að fólk geti lifað hófsömu og mannsæmandi lífi af launum sínum og að framfærslukostnaður


sé rétt reiknaður.

Allt sem Hagsmunasamtökin hafa tekið þátt í í vetur hefur verið metið út frá því hvort það stuðli að
eða styrki málstað okkar í baráttunni fyrir þessum málum.

Barátta okkar fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði fer aðallega fram á þremur vígstöðvum:

Hún fer í fyrsta lagi fram fyrir dómstólum, í öðru lagi snýr hún að stjórnsýslunni og því að fá
stjórnmálamenn til að taka ábyrgð á stöðunni og ráðast í nauðsynlegar lagabreytingar til að bæta
réttindi neytenda, og í þriðja lagi þurfum við að ná eyrum og athygli almennings, því að á meðan
almenningur vaknar ekki eru stjórnmálamenn nokkuð rólegir.

Það eru margir sem segja að dómstólar séu okkar eina leið til réttlætis, og það er mikið til í því en þó
ekki allt, eins og ég mun koma nánar að á eftir.
Það er við rammann reip að draga fyrir dómstólum, því margoft hefur sýnt sig að dómskerfið á Íslandi
er gjörspillt, og henti það ekki „kerfinu“ eða fjármálaöflunum, skipta lög það litlu máli. Réttindi
neytenda eru algjörlega hunsuð af dómurum en þeir eiga margir mikla skömm fyrir og ættu að segja
af sér fyrir gróf brot í opinberu starfi. Við höfum dæmi um marga dóma sem styðja þessar
fullyrðingar, þó ekki verði farið í það hér á þessum vettvangi.

Án þess að gera lítið úr mikilvægi dómsmála, þá malla þau hægt og þegar lög og reglur eru ekki virt af
dómurum er lítil von um réttlæti úr þeirri átt. Það var því tekin ákvörðun um það innan stjórnar að
beina kastljósinu að ábyrgð stjórnmálamanna því það er staðreynd að með aðgerðum sínum eða
aðgerðarleysi, bera þeir beina ábyrgð á því hvernig staða neytenda er á fjármálamarkaði.

Það eru alþingismenn sem setja lögin og búa til regluverkið sem dómstólar fara eftir – eða eiga að
fara eftir. Það er hlutverk alþingismanna að lagfæra og leiðrétta lög og það er engan veginn
réttlætanlegt að þeir geti firrt sig ábyrgð á skelfilegum afleiðingum gerða sinna og vísað
fórnarlömbum sínum, sem jafnvel eru að missa heimili sín að ósekju, á dómstóla til að leita réttar
síns.

Nei, stjórnmálamenn bera ábyrgð og við eigum ekki að gefa þeim færi á því að fela sig á bak við illa
samin lög og rangláta dómara.

Það er einnig ljóst að vekja þarf almenning til vitundar um það sem er að gerast og gera baráttu
okkar sýnilegri og láta það sem áður hefur verið unnið á bak við tjöldin verða sýnilegt almenningi.

Dropinn holar steininn. Við í stjórn HH fáum oft að heyra að þetta eða hitt sem við erum að reyna að
gera hafi ekkert að segja, að stjórnmálamenn muni aldrei gera neitt og að dómstólar muni aldrei
dæma okkur í vil. Það er erfitt að mæla gegn þessum orðum því reynsla okkar sem í þessari baráttu
stöndum af stjórnmálamönnum og dómurum, er alls ekki góð.

En á sama tíma þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ef við gerum það, þá fyrst erum við búin að tapa. Við
munum því halda áfram að berjast í trausti þess að dropinn holi steininn.

Verkefnin framundan eru mörg. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að berjast fyrir afnámi
verðtryggingar og réttindum neytenda á fjármálamarkaði, enda er það kjarninn í okkar baráttu. Í
þeim tilgangi munum við á næstunni fylgja stíft eftir áskorun okkar til forsætisráðherra um rannsókn
á eftirmálum hrunsins og áhrif á heimilin og neytendarétt. Í haust eru 10 ár frá hruni og það er
staðreynd sem við munum hamra á allt þetta ár – það er löngu komin tími til að neytendur njóti
vafans, sem svo sannarlega er fyrir hendi, í þessari baráttu.

Að auki er þegar hafin vinna við það að leita eftir stuðningi stéttar- og verkalýðsfélaga við
áskoruninni um gerð rannsóknarskýrslu á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Það eru hræringar í
verkalýðshreyfingunni og takist okkur að fá stuðning hennar, er aldrei að vita hvað getur gerst.

Fyrr eða síðar mun eitthvað eftir láta. Við skulum muna að þó Róm hafi ekki verið byggð á einum
degi, þá tókst almenningi með þrautseigju að fella kommúnismann í Evrópu og gott ef það tók ekki
bara einn dag fyrir Berlínarmúrinn að falla þegar það fór loksins að hrikta í honum.

Það er allt okkar megin í þessari baráttu og að lokum mun réttlætið sigra.

Þess vegna höldum við áfram að berjast!


ANNÁLL STJÓRNAR 2017-2018

30.05.2017 Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2017


08.06.2017 Stjórnarfundur HH nr. 14/2017 - Ásthildur Lóa Þórsdóttir valin formaður
15.06.2017 Stjórnarfundur HH nr. 15/2017
15.06.2017 Nýr formaður kveður sér orðs á facebook: Litið virðist á almenning sem fóður fyrir fjármálakerfið
15.06.2017 Formaður HH í viðtali hjá RÚV um hagræðingu matvöruverslana á verðkönnunum
15.06.2017 HH senda frá sér fréttatilkynningu um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka
16.06.2017 RUV.is greinir frá fréttatilkynningu HH um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka
16.06.2017 Kvennablaðið birtir fréttatilkynningu HH um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka
19.06.2017 HH senda frá sér fréttatilkynningu um nýja stjórn og helstu áherslur hennar
19.06.2017 Mbl.is greinir frá fréttatilkynningu HH um nýja stjórn samtakanna
19.06.2017 Kvennablaðið greinir frá fréttatilkynningu HH um nýja stjórn samtakanna
20.06.2017 Formaður og varaformaður HH í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1
22.06.2017 Stjórnarfundur HH nr. 16/2017
22.06.2017 Stjórn HH samþykkir áætlun um kynningu á mannréttindabrotum gegn heimilum og neytendum
19.06.2017 HH senda Samkeppniseftirlitinu beiðni um gögn varðandi ákvörðun um sátt í máli Landsbankans
29.06.2017 Stjórnarfundur HH nr. 17/2017 (Síðasti fundur fyrir sumarleyfi)
30.06.2017 Ráðherra veitir HH 500.000 kr. styrk fyrir upplýsingaveitu neytenda á fjármálamarkaði
03.07.2017 Varaformaður HH í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um húsnæðismarkaðinn
03.07.2017 Varaformaður HH í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um húsnæðismarkaðinn
11.07.2017 Samkeppniseftirlitið afhendir umbeðin gögn varðandi ákvörðun um sátt í máli Landsbankans
14.07.2017 Varaformaður HH í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um húsnæðismál
20.07.2017 Kvennablaðið birtir grein eftir formann HH um mannrétindabrot og gengislán
01.08.2017 Kvennablaðið birtir grein eftir formann og varaformann HH um brot gegn neytendum
10.08.2017 Stjórnarfundur HH nr. 18/2017
17.08.2017 HH kvarta til Umboðsmanns Alþingis yfir tangarhaldi fjármálafyrirtækja á opinberu samráði
17.08.2017 Stjórn HH samþykkir að vinna drög að þingsályktunartillögu vegna valfrjálsar bókunar við ASFEMR
17.08.2017 Umræðufundur stjórnarmanna og starfsmanna HH
23.08.2017 HH senda erindi til ANR varðandi galla á reglugerð um óréttmæta viðskiptahætti
24.08.2017 Stjórnarfundur HH nr. 19/2017
24.08.2017 Stjórn HH samþykkir að standa straum af áfrýjun fordæmismáls um gengistryggt neytendalán
31.08.2017 Vinnufundur stjórnar HH um stefnumótun og aðgerðaáætlun vetrarins
01.09.2017 Fréttabréf ágústmánaðar sent til félagsmanna með ávarpi nýs formanns
02.09.2017 Fulltrúar HH flytja erindi á stefnumótunarfundi sósíalistaflokksins
06.09.2017 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
06.09.2017 Bréf sent öllum alþingismönnum um mannréttindabrot á íslenskum þegnum
08.09.2017 Fréttatilkynning HH - Viðvörun til neytenda vegna endurfjármögnunar fasteignalána
08.09.2017 Mbl.is greinir frá fréttatilkynningu HH um nýja stjórn samtakanna
09.09.2017 HH birtir auglýsingu í Fréttablaðinu - Viðvörun til neytenda vegna endurfjármögnunar lána
11.09.2017 Formaður HH í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um endurfjármögnun lána
14.09.2017 Stjórnarfundur HH nr. 20/2017
14.09.2017 Stjórn HH samþykkir aðgerðaráætlun um átak í kynningu á baráttumálum HH og mannréttindum
14.09.2017 Fyrirspurn frá blaðamanni New York Times í Bretlandi um fasteignamarkaðinn er svarað
15.09.2017 Fulltrúi HH sækir fund EAPN (European anti poverty network - regnhlífarsamtök gegn fátækt)
19.09.2017 Varaformaður HH í viðtali í Kastljósi RÚV vegn viðvörunar til neytenda um endurfjármögnun lána
21.09.2017 Stjórnarfundur HH nr. 21/2017
21.09.2017 Stjórn HH endurskoðar aðgerðaáætlun vetrarins vegna alþingiskosninga 2018
21.09.2017 Stjórn HH samþykkir þáttöku í borgarafundi um verðtrygginguna þann 6. október
22.09.2017 HH birta auglýsingu í Fréttablaðinu um helstu baráttumál samtakanna (1/3)
25.09.2017 HH senda Alþingi umsögn um skattafrumvarp í tengslum við fjárlög 2018
27.09.2017 HH senda ráðuneyti ábendingu vegna upplýsinga um neytendasamtök á vef stjórnarráðsins
28.09.2017 Stjórnarfundur HH nr. 22/2017
29.09.2017 HH birta auglýsingu í Fréttablaðinu um helstu baráttumál samtakanna (2/3)
30.09.2017 Fréttabréf septembermánaðar sent félagsmönnum
03.10.2017 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
04.10.2017 Fréttabréf sent til félagsmanna vegna borgarafundar
06.10.2017 HH birta heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni "við ákærum!"
06.10.2017 HH senda út fréttatilkynningu undir yfirskriftinni "við ákærum!"
07.10.2017 Borgarafundur í Háskólabíói HH, VR og VLFA: "Guð blessi heimilin - okurvextir og verðtrygging"
07.10.2017 mbl.is fjallar um borgarafund HH, VR og VLFA: "Sagði Seðlabankann besta vin heimilanna"
07.10.2017 mbl.is fjallar um borgarafund HH, VR og VLFA: "Kýs þann sem afnemur verðtryggingu"
09.10.2017 Formaður HH í viðtali hjá Harmageddon á X-inu um auglýsinguna "ég ákæri"
12.10.2017 Stjórnarfundur HH nr. 23/2017
13.10.2017 HH birta auglýsingu í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni "þögn er sama og samþykki" (3/3)
16.10.2017 Fulltrúar HH sækja Húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs og Velferðarráðuneytisins
18.10.2017 HH sendir ritstjórum fjölmiðla bréf um þöggun varðandi afleiðingar hrunsins á heimilin
19.10.2017 Bændablaðið birtir umfjöllun um borgarafund í Háskólabíói og verðtryggingu
19.10.2017 Stjórnarfundur HH nr. 24/2017
25.10.2017 Kvennablaðið birtir tilkynningu frá HH um hvaða flokkar styðja afnám verðtryggingar
26.10.2017 Stjórnarfundur HH nr. 25/2017
26.10.2017 HH senda erindi til Neytendastofu um viðbrögð við dómi Hæstaréttar nr. 623/2016
27.11.2017 HH birta auglýsingu í Fréttablaðinu með skilaboðum til kjósenda fyrir alþingiskosningar 2018
01.11.2017 HH beina sérstakri hvatningu til stjórnmálaflokka sem aðhyllast afnám verðtryggingar
02.11.2017 Stjórnarfundur HH nr. 26/2017
03.11.2017 Fréttabréf nóvembermánaðar sent félagsmönnum
06.11.2017 HH beina áskorun til stjórnmálaflokka í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður
06.11.2017 Formaður HH í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um landslagið í stjórnmálum
07.11.2017 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
16.11.2017 Stjórnarfundur HH nr. 27/2017
17.11.2017 HH sækir um styrk til Velferðaráðuneytisins
17.11.2017 Fulltrúar HH funda með þingflokki Flokks fólksins í Alþingishúsinu
23.11.2017 Stjórnarfundur HH nr. 28/2017
27.11.2017 Kvennablaðið birtir grein eftir formann HH um vafasama starfshætti dómstóla
30.11.2017 Stjórnarfundur HH nr. 29/2017
01.12.2017 HH funda með lögfræðingi HH vegna stefnunnar í skaðabótamáli verðtryggingarinnar
01.12.2017 Kvennablaðið birtir grein eftir varaformann HH um neyðarástand á húsnæðismarkaði
01.12.2017 Formaður HH sækir opinn fund hjá Framsóknarflokknum
03.12.2017 Fréttabréf desembermánaðar sent félagsmönnum
05.12.2017 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
14.12.2017 Stjórnarfundur HH nr. 30/2017
15.12.2017 Neytendastofa birtir ákvörðun nr. 55/2017 í kvörtunarmáli HH gegn Brú lífeyrissjóði
16.12.2017 HH senda Alþingi umsögn um skattafrumvarp í tengslum við fjárlög 2018
16.12.2017 HH senda Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um borgaralaun
16.12.2017 HH senda Alþingi umsögn um þingsályktunartillögu um valfrjálsa bókun við ASEFMR
18.12.2017 HH birta fréttatilkynningu um ákvörðun Neytendastofu nr. 55/2017 um Brú lífeyrissjóð
18.12.2017 Ruv.is fjallar um ákvörðun Neytendastofu í kvörtunarmáli HH gegn Brú lífeyrissjóði
18.12.2017 Vb.is fjallar um ákvörðun Neytendastofu í kvörtunarmáli HH gegn Brú lífeyrissjóði
18.12.2017 Starfsmaður HH í viðtali á Útvarpi Sögu um ákvörðun Neytendastofu nr. 55/2017
22.12.2017 Breytingartillaga við skattalög um skattfrelsi endurkrafna lögð fram að frumkvæði HH
28.12.2017 Visir.is birtir grein eftir formann HH um meðferð dómskerfisins á skuldamálum heimila
29.12.2017 Breytingartillaga HH um skattfrelsi endurkrafna felld með 33 atkvæðum gegn 15
04.01.2018 Stjórnarfundur HH nr. 1/2018
06.01.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um stimpilgjald
06.01.2018 HH senda Alþingi umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um lögbann o.fl.
06.01.2018 HH senda samgönguráðuneytinu umsögn um drög að lagafrumvarpi um lögheimili
07.01.2018 Fréttabréf janúarmánaðar sent félagsmönnum - áramótaávarp formanns
09.01.2018 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
15.01.2018 Fulltrúar HH funda með forsætisráðherra og kynna helstu áherslur samtakanna
17.01.2018 HH senda forsætisráðherra bréf til eftirfylgni fundar um helstu áherslur samtakanna
18.01.2018 Rúv.is greinir fá umsögn HH við frumvarp um afnám stimpilgjalda af húsnæðiskaupum
18.01.2018 Stjórnarfundur HH nr. 2/2018
22.01.2018 Laganefnd HH fundar um endurskoðun samþykkta HH og mótar breytingartillögur
25.01.2018 Stjórnarfundur HH nr. 3/2018
27.01.2018 HH birta auglýsingu í Fréttablaðinu með áskorun um rannsókn á eftirmálum hrunsins
28.01.2018 HH senda forsætisráðherra og alþingismönnum áskorun um rannsókn á eftirmálum hrunsins
29.01.2018 HH senda frá sér fréttatilkynningu um áskorun til stjórnvalda um rannsókn á eftirmálum hrunsins
29.01.2018 Hringbraut.is greinir frá áskorun HH um rannsókn á eftirmálum hrunsins
29.01.2018 Eyjan.is greinir frá áskorun HH um rannsókn á eftirmálum hrunsins
29.01.2018 Formaður HH í viðtali á Bylgjunni um áskorun um rannsókn á eftirmálum hrunsins
29.01.2018 Fulltrúar HH í viðtali á Útvarpi Sögu um áskorun um rannsókn á eftirmálum hrunsins
30.01.2018 HH senda erindi til 15 erlendra eftirlitsstofnana vegna týndra skuldabréfa íslensku bankanna
01.02.2018 Stjórnarfundur HH nr. 4/2018
04.02.2018 Fréttabréf febrúarmánaðar sent félagsmönnum - Ákall til grasrótarinnar!
05.02.2018 Hagsmunasamtök heimilanna boða til aðalfundar 2018
06.02.2018 HH halda opinn spjallfund á kaffihúsi í Reykjavík
08.02.2018 Velferðaráðuneytið samþykkir að veita Hagsmunasamtökum heimilanna 1,5 milljón króna styrk
08.02.2018 HH senda fyrirspurn til Hagstofunnar um breytingar á grunni vísitölu neysluverðs
11.02.2018 HH senda Neytendastofu ábendingu vegna upplýsinga um hagsmunaaðila á vef stofnunarinnar
14.02.2018 Breska fjármálaeftirlitið staðfestir móttöku erindis HH vegna týndra skuldabréfa
15.02.2018 Stjórnarfundur HH nr. 5/2018
16.02.2018 Hollenska fjármálaeftirlitið svarar erindi HH vegna týndra skuldabréfa
20.02.2018 Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2018
ÁRSREIKNINGUR 2017
- fyrir aðalfund 20. febrúar 2018
Ársreikningur 2017
Hagsmunasamtök heimilanna
kt. 520209-2120
Ársreikningur 2017

Hagsmunasamtök heimilanna

kt. 520209-2120

Efnisyfirlit:

Áritun bókhaldsstofu
3
Áritun stjórnar og skoðunarmanna 4
Rekstrarreikningur 5
Efnahagsreikningur 6-7
Skýringar 8-9
Sundurliðanir með ársreikningi 10-11

Hagsmunasamtök heimilanna 2 Ársreikningur 2017


Áritun bókhaldsstofu

Til s t j ó r n a r í H a g s m u n a s a m t ö k u m heimilanna:

Undirritaður hefur aðstoðað við að semja ársreikning fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, vegna ársins 2017.
Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðun, skýringum sem og
samanburð við fyrra ár. Ársreikningurinn er síðan hluti af starfsskýrslu stjórnar til félagsmanna.

Reikningurinn er byggður á bókhaldi samtakanna og öðrum upplýsingum. Ársreikningurinn er í samræmi við


lög, samþykktir samtakanna og góða reikningsskilavenju á Íslandi.
Ársreikningurinn er lagður fram af stjórn samtakanna og á ábyrgð þeirra í samræmi við lög og reglur.

Við ársreikningagerðina var leitast við að leiða fram með glöggum hætti rekstur og efnahag samtakanna og
við þá vinnu voru framkvæmdar þær skoðanir á bókhaldi og uppgjörum fyrri ára sem talið var nauðsynlegt.
Jafnframt var bókhald, staða bankareikninga, uppgjör á ógreiddum kostnaði og launatengdum gjöldum
skoðað í byrjun árs 2018 og stemmt af, til að sannreyna áramótastöður ársreikningsins.

Vísað er í skýringar og sundurliðanir varðandi einstaka liði uppgjörsins.

Framsetning ársreikningsins er í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju og allar upplýsingar sem mér
eru kunnar og ég tel skipta máli koma þar fram.

Hafnarfirði, 15. febr. 2018,

Alþjóðaviðskipti ehf., bókhaldsþjónusta,

Jón Helgi Óskarsson,


viðurkenndur bókari.

Hagsmunasamtök heimilanna 3 Ársreikningur 2017


Áritun stjórnar og skoðunarmanna

U n d i r r i t u n s t j ó r n a r H a g s m u n a s a m t a k a heimilanna

Kjörnir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna, tímabilið 3 1 . maí 2017 til 20. febrúar 2018, staðfesta
hér með ársreikning samtakanna fyrir árið 2017, með undirritun sinni.
Vísað er til skýrslu stjórnar um liðið starfsár, sem fylgir með ársreikningi þessum til aðalfundar.

Hafnarfirði, 15. febr. 2018,


í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna starfsárið 2017 til 2018:

Ásthildur Lóa Þórsdóttir,


formaður,

Vilhjálmur Bjarnason,
varaformaður,

Guðrún Bryndís Harðardóttir,


gjaldkeri,

Róbert Bender,
ritari

Hafþór Ólafsson,
meðstjórnandi,

Jóhann Rúnar Sigurðsson,


meðstjórnandi,

Pálmey H. Gísladóttir,
meðstjórnandi.

Undirritun kjörinna skoðunarmanna H a g s m u n a s a m t a k a heimilanna

Skoðunarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna, undirrita hér með án athugasemda ársreikning samtakanna


fyrir rekstrarárið 2017.

Hafnarfirði, 15. febr. 2018,

Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, Sólveig Sigurgeirsdóttir,


skoðunarmaður, skoðunarmaður.

Hagsmunasamtök heimilanna 4 Ársreikningur 2017


Rekstrarreikningur

Skýr. 2017 2016

Tekjur:
Félagsgjöld 8 14.137.300 1.122.100
Framlög og styrkir 9 610.000 2.700.500
Sérstök fjáröflun 10 3.067.530 0
Málskostnaðarstyrkir 11 58.000 46.500
Tekjur af útseldri þjónustu 12 31.000 62.000
17.903.830 3.931.100

Gjöld:
Aðkeypt vinna til endursölu 13 15.500 31.000
Aðkeypt vinna vegna fjáröflunar 14 1.517.119 0
Þjónustugjöld banka og kortafyrirtækis vegna fjáröflunar 191.836 0
Bankakostnaður v/innheimtu félagsgjalda 1.073.390 31.217
Annar kostnaður v/innheimtu félagsgjalda 0 0
Laun og launatengd gjöld 6/16 6.771.131 5.724.512
Lögfræðiskostnaður 692.320 62.000
Þýðingar 143.766 514.879
Auglýsingar 1.452.040 141.066
Húsaleiga 564.000 564.000
Kannanir og rannsóknir 0 121.110
Árgjöld til samstarfsfélaga 15 25.000 25.000
Annar rekstrarkostnaður 17 744.162 634.368
13.190.264 7.849.152

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld):
Vaxtatekjur og aðrar fjármunatekjur 328.775 433.540
Vaxtagjöld og önnur fjármagnsgjöld 7/18 ( 15.350) ( 11.167)
313.425 422.373

Skattar- og gjöld:
Álagður fjármagnstekjuskattur v/vaxta fyrra árs 5 ( 86.708) ( 60.148)
Uppgjör eldri fjármagnstekjuskatts v/vaxta 5 ( 2.336) 0
Rekstrarafgangur (tap ársins)

4.937.947 ( 3.555.827)

Hagsmunasamtök heimilanna 5 Ársreikningur 2017


Efnahagsreikningur

Skýr. 2017 2016

Eignir

Veltufjármunir:

Fyrirframgreiddur fjármagnstekjuskattur
5 65.735 86.699
Útistandandi kröfur og aðrar skammtímakröfur 3/5 1.033.558 2.336
Bankainnstæður í árslok 4/19 13.818.959 9.457.457
Veltufjármunir alls 14.918.252 9.546.492
Eignir samtals

14.918.252 9.546.492

Hagsmunasamtök heimilanna 6 Ársreikningur 2017


pr. 31. desember

Skýr. 2017 2016

Skuldir og handbært fé

Handbært fé:
Óráðstafað handbært fé félagssjóðs 11.540.574 5.678.272
Óráðstafað handbært fé málskostnaðarsjóðs 2.244.067 3.168.422
Óráðstafað handbært fé alls 13.784.641 8.846.694

Skammtímaskuldir:
Ógreiddur kostnaður 602.716 562.904
Ógreidd laun og launatengd gjöld 6/16 530.895 136.894
Aðrar skammtímaskuldir 5/7 0 0
Skammtímaskuldir alls 1.133.611 699.798

Skuldir alls 1.133.611 699.798


Skuldir og óráðstafað handbært fé samtals

14.918.252 9.546.492

Hagsmunasamtök heimilanna 7 Ársreikningur 2017


Skýringar

Reikningsskilaaðgerðir
1. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.
Einstakir liðir rekstrar og efnahags eru sundurliðaðir hér fyrir aftan en aðrar reikningsskilaaðferðir sem snerta
einstök efnisatriði ársreikningsins eru tilgreindar í skýringum hér á eftir:

F a s t a f j á r m u n i r og á h æ t t u f j á r m u n i r
2. Félagið á enga varanlega rekstrarfjármuni í árslok 2017.

Skammtímakröfur
3. Meðal skammtímakrafna í árslok er að finna kröfur vegna fyrirframgreiðslu skatta, ofgreiðslu á sköttum
af launum og kr. 1.000.000 sem greitt var inn á lögfræðikostnað vegna skaðabótamáls.

H a n d b æ r t fé
4. Greining á handbæru fé: Heildar óráðstafað handbært fé í árslok 2017 nemur kr. 13784641.

Óráðstafað Samanburður
handbært fé við fyrra ár
Óráðstafað handbært fé, yfirfært f.f. ári 8.846.694 12.402.521
Rekstrarafgangur (tap) ársins 4.937.947 -3.555.827
Aðrar breytingar á handbæru fé 0 0
13.784.641 8.846.694

Þar af greinist fjáröflunarreikningur með eftirfandi hætti


Sundurliðun
Staða fjáröflunar, yfirfærð frá fyrra ári 0
Innborganir frá styrktaraðilum 3.067.530
Posaleiga -21.803
Skuld við félagssjóð v.posaleigu 8.238
Bankakostnaður v.innheimtu -159.479
Þóknun og kostnaður kortafyrirtækis -9.474
Annar bankakostnaður 0
Þóknun vegna útvegun styrktaraðila -1.517.1 19
Annar kostnaður -1.080
Aðrar skuldir við félagssjóð 1.080
Lögfræðikostn. v/Hæstaréttarmál 636/2017 -642.320
Innvextir 11.259
Greiddur fjármagnstekjuskattur -2.247
734.585
Óuppgert við félagssjóð v.posaleiga -8.238
Annað óuppgert við félagssjóð -1.080
Óráðstafað fé fjáröflunarsjós: 725.267

Þar af greinist málskostnaðarsjóður með eftirfarandi hætti:


Sundurliðun Fyrra ár
Málskostnaðarsjóður, yfirfært frá fyrra ári 3.168.422 3.353.595
Framlag úr félagssjóði 0 123.832
Innborgaðir styrkir 58.000 46.500
Innb. frá félagssjóði v/gr.kostn.f.f.ári 0 76.326
Endurgreidd skuld við félagssjóð f.f.ári 0 -25.000
Innvextir bankareiknings 84.551 114.246
Greiddur fjármagnstekjuskattur -16.906 -22.845
Greiddur lögfræðikostnaður -1.050.000 -498.232
Staða málskostnaðarsjóðs skv. banka í árslok: 2.244.067 3.168.422
Óuppgert við félagssjóð v.útl. málskostn 0 0
Óráðstafað fé málskostnaðarsjóðs: 2.244.067 3.168.422

Hagsmunasamtök heimilanna 8 Ársreikningur 2017


Skýringar

Skattamál

5. Fyrirframgreiddur fjármagnstekjuskattur kr. 65735, mun ganga upp í álagningu skattsins pr. 1. nóv. 2018.

Starfsmannamál
6. Tveir starfsmenn voru á launaskrá hjá samtökunum á árinu í 3 0 % og 50% starfshlutföllum, auk viðbótarvinnu.
Samtals fjöldi greiddra vinnustunda á árinu jafngilti 0,85 stöðugildi (0,73 árið áður).
Stjórnarstörf eru ólaunuð samanber 9. grein samþykkta samtakanna.
Um laun og launatengd gjöld vísast að öðru leyti til sundurliðana með ársreikningi.

Hagsmunasamtök heimilanna 9 Ársreikningur 2017


Sundurliðanir með ársreikningi

Skýr. 2017 2016

8. Félagsgjöld:
Félagsgjöld, 2017 @ 3 . 5 0 0 (1835/0 greiðslur) 6.422.500 0
Félagsgjöld, 2016 @ 3 . 5 0 0 (2149/83 greiðslur) 7.521.500 290.500
Félagsgjöld, 2015 og eldri @ 2 . 4 0 0 (82/333 greiðslur) 196.800 799.200
Félagsgjöld, eldri @ 1.800 (0/18 greiðslur) 0 32.400
Endurgreidd og afskrifuð félagsgjöld ( 3.500) 0
Félagsgjöld alls: 14.137.300 1.122.100

9. Framlög og styrkir:
Framlög frá einstaklingum 110.000 117.000
Framlög frá ríkissjóði 500.000 2.100.000
Framlög frá sveitarfélögum 0 480.000
Framlög frá öðrum aðilum 0 3.500
Framlög og styrkir alls: 610.000 2.700.500

10. Sérstök fjáröflun (bakhjarlar HH):


Fjáröflun frá einstaklingum 2.562.530 0
Fjáröflun frá lögaðilum 116.000 0
Fjáröflun með boðgreiðslum 389.000 0
Fjáröflun alls: 4 3.067.530 0

11. Málskostnaðarstyrkir:
Málskostnaðarstyrkir frá einstaklingum 58.000 46.500
Málskostnaðarstyrkir frá öðrum 0 0
Málskostnaðarstyrkir alls: 4 58.000 46.500

12. Tekjur af útseldri þjónustu:


Þjónustutekjur vegna endurútreikninga 31.000 62.000
Tekjur af útseldri þjónustu alls: 31.000 62.000

13. Aðkeypt vinna til endursölu:


Aðkeypt vinna án vsk 15.500 31.000
Aðkeypt vinna til endursölu alls: 15.500 31.000

14. Aðkeypt vinna vegna fjáröflun:


Aðkeypt vinna við fjáröflun án vsk 1.517.119 0
Aðkeypt skrifstofuvinna v.fjáröflun 0 0
Aðkeypt bókhaldsvinna við fjáröflun 0 0
Aðkeypt vinna til endursölu alls: 1.517.119 0

15. Árgjöld til samstarfsaðila:


Árgjald til EAPN 25.000 25.000
Árgjöld til samstarfsaðila alls: 25.000 25.000

16. Laun og launatengd gjöld:


Laun 5.705.365 4.783.342
Launatengd gjöld og annar starfsmannakostnaður 1.065.766 941.170
Laun og launatengd gjöld alls: 6 6.771.131 5.724.512

Hagsmunasamtök heimilanna 10 Ársreikningur 2017


Sundurliðanir með ársreikningi

Skýr. 2017 2016

17. Annar rekstrarkostnaður:


Gjaldfærð áhöld og tæki 11.950 0
Aðkeyptur akstur og annar bifreiðskostnaður 0 0
Símakostnaður 31.150 58.152
Burðargjöld 9.100 14.280
Pappír, prentun og ritföng 50.275 82.704
Ferðakostnaður 0 0
Þjónusta og rekstur tölvukerfis og heimasíðu 77.368 120.235
Bókhaldsaðstoð, reikningsskil og uppgjör 331.168 206.089
Fundir og félagsstarf 233.151 152.908
Annar kostnaður (fært með kostnaði v.fjáröflunar) 1.080 0
Félagsstarf og annar rekstrarkostnaður alls: 745.242 634.368

18. Vextir og fjármagnsgjöld:


Ýmis vaxtagjöld ( 10.510) ( 8.812)
Vextir og önnur fjármagnsgjöld alls: ( 10.510) ( 8.812)

19. Handbært fé:


Bankareikningar félagssjóðs hjá Sparisjóði S-Þingeyinga 10.840.307 6.289.035
Fjáröflunarreikningur hjá Sparisjóði S-Þingeyinga 4 734.585 0
Málskostnaðarreikningur hjá Sparisjóði S-Þingeyinga 4 2.244.067 3.168.422
Handbært fé alls: 13.818.959 9.457.457

Hagsmunasamtök heimilanna 11 Ársreikningur 2017


SAMÞYKKTIR 2017
- fyrir aðalfund 20. febrúar 2018

Eftirfarandi samþykktir voru samþykktar með breytingum á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna 27. apríl.
2010, 31. maí 2012, 15. maí 2014, 21. maí 2015 og 30. maí 2017. Þær eiga uppruna sinn að rekja til
stofnsamþykkta samtakanna frá 15. janúar 2009 með þeim breytingum sem samþykktar voru á aðalfundi 2009.
1. gr. Heiti, varnarþing og félagssvæði

● Samtökin heita Hagsmunasamtök heimilanna, skammstafað HH.


● Heimili samtakanna, skrifstofa og varnarþing er í Reykjavík.
● Félagssvæði samtakanna nær til alls landsins.

2. gr. Forsendur

● Samtökin eru frjáls og óháð stjórnmálaflokkum og öðrum hagsmunaaðilum.


● Samtökin starfa á lýðræðislegum grunni með það að leiðarljósi að félagar hafi jafnan rétt til
áhrifa.

3. gr. Tilgangur

● Samtökin eru vettvangur fyrir fólkið í landinu til að verja og bæta hagsmuni heimilanna í
landinu.
● Samtökin eru málsvari og talsmaður félagsmanna í umræðu um hagsmuni heimilanna til
skemmri og lengri tíma.

4. gr. Markmið

● Markmið samtakanna er að beita sér fyrir lagabreytingum og / eða lagasetningum til varnar
og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.
● Markmið samtakanna er að stuðla að leiðréttingu veðlána heimilanna vegna forsendubrests,
jafna ábyrgð milli lántaka og lánveitenda, bæta réttarstöðu neytenda í lánaviðskiptum og
stuðla að réttlátum og sanngjörnum lánskjörum fyrir neytendur.
● Markmið samtakanna er að efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt.
● Samtökin vinna að tilgangi sínum og markmiðum eftir öllum lögmætum leiðum og með
réttmætum samtakamætti.

5. gr. Aðild og úrsögn

● Aðild að samtökunum er einstaklingsbundin og miðast við að lágmarki 18 ára aldur.


● Umsókn um aðild skal vera skrifleg, til dæmis með rafrænni skráningu á heimasíðu
samtakanna, fyllt út á félagsfundi og/eða með öðrum skriflegum sannanlegum hætti. Sama á
við um úrsögn úr samtökunum.

6. gr. Aðalfundur

● Starfsár og reikningsár félagsins er almanaksárið.


● Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna. Aðalfund skal halda fyrir lok
febrúarmánaðar ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagsmenn samtakanna. Boða skal
til aðalfundar með tölvupósti og opinberri tilkynningu á heimasíðu samtakanna,
www.heimilin.is, með minnst 14 daga fyrirvara. Fundargögn skulu vera aðgengileg
félagsmönnum minnst 3 dögum fyrir fund. Stjórn er heimilt að verða við óskum félagsmanna
um fundarboðun með pósti greiði viðkomandi félagsmaður sendingarkostnað sem hlýst af
fundarboðun.
● Framboð til stjórnar skal berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Hafi ekki borist nægur
fjöldi framboða innan þess frests skal fundarstjóri óska eftir framboðum á aðalfundi.
● Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning varamanna
6. Kosning skoðunarmanna
7. Önnur mál
● Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Stjórn er heimilt að bjóða öðrum áheyrn með
fundarsetu.
● Á aðalfundi skal stjórn gefa skýrslu ársins um starf og árangur samtakanna.
● Ársreikning skal staðfesta með áritun meirihluta aðalstjórnar að minnsta kosti. Formaður og
gjaldkeri skulu ávallt staðfesta ársreikning með áritun sinni. Ársreikning skal leggja fyrir á
aðalfundi.
● Heimilt er að halda fundi með rafrænum hætti. Þá er heimilt að atkvæðagreiðsla fari fram
með rafrænum hætti.
● Stjórn er heimilt að boða til aukaaðalfundar ef fyrir liggja brýn málefni sem ekki geta beðið
reglulegs aðalfundar, eða ef 20% félagsmanna fara fram á slíka boðun með tillögu um
dagskrá.

7. gr. Almennir félagsfundir og vinnufundir

● Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem stjórn samtakanna telur ástæðu til. Boða skal til
félagsfundar með að lágmarki þriggja daga fyrirvara.
● Stjórn skal ætíð boða til félagsfundar innan 14 daga komi fram ósk um það frá meirihluta
stjórnarmanna eða 20% félagsmanna.
● Vinnufundir skulu kynntir á heimasíðu félagsins.

8. gr. Afgreiðsla mála

● Á aðalfundum og öðrum félagsfundum ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða nema


annað sé tekið fram í samþykktum þessum. Komi fram ósk um skriflega atkvæðagreiðslu skal
orðið við því.
● Heimilt er að atkvæðagreiðsla fari fram með rafrænum hætti. Þá er heimilt að hafa opið fyrir
atkvæðagreiðslu í allt að þrjá daga frá lokum fundar.
● Heimilt er stjórn að efna til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um málefni án þess að fyrst
hafi verið boðað til fundar nema samþykktir kveði á um annað.

9. gr. Stjórn

● Stjórn samtakanna skal skipuð minnst 10 en mest 14 manns, þar af 7 aðalmönnum og 3-7
varamönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi samtakanna. Stjórnin kýs sér formann,
varaformann, ritara og gjaldkera á fyrsta stjórnarfundi að loknum aðalfundi.
● Stjórnarmaður sem setið hefur full fimm kjörtímabil skal taka hlé á stjórnarsetu í það minnsta
eitt kjörtímabil. Að því loknu getur viðkomandi boðið sig fram til stjórnarsetu á ný. Ákvæðið
gildir ekki um kjörtímabil varamanna.
● Stjórnarstörf eru ólaunuð, svo og þau verkefni sem stjórnarmenn taka að sér fyrir samtökin.
Þó er heimilt að greiða fyrir útlagðan kostnað sem til fellur vegna rekstrar samtakanna.
● Stjórnin skal koma saman til fundar að minnsta kosti mánaðarlega og skal hún halda
fundargerðir. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir
þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar tveir stjórnarmenn óska þess.
● Stjórnarmenn skulu boða forföll, komist þeir ekki á stjórnarfund. Nú sækir aðalmaður ekki
stjórnarfundi um tveggja mánaða skeið. Afsali hann sér þá sæti sínu í stjórn, nema um
lögmæta ástæðu sé að ræða, taki sæti síðasta manns í varastjórn og fyrsti varamaður taki sæti
í stjórn í hans stað.

10. gr. Verkefni stjórnar

● Stjórn samtakanna fer með æðsta vald í málefnum þeirra milli aðalfunda. Hún undirbýr
aðalfund og aðra félagsfundi. Formaður boðar til stjórnarfunda með sannanlegum hætti.
Stjórnarfundir eru lögmætir ef mættur er meirihluti stjórnarmanna.
● Við afgreiðslu mála á stjórnarfundum fer hver stjórnarmaður með eitt atkvæði og ræður
einfaldur meirihluti atkvæða. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns fundarins.
Varamaður hefur aðeins tillögurétt á stjórnarfundi nema hann leysi af stjórnarmann.
● Stjórn semur stefnuskrá hvers starfsárs. Stjórn skal hafa yfirumsjón með daglegri starfsemi
samtakanna eða ræður sérstakan aðila til þess og til sértækra verkefna.
● Stjórn setur nefndum samtakanna reglur þar sem fram kemur hlutverk nefndanna.
● Fastráðnir starfsmenn samtakanna skulu ekki samhliða gegna trúnaðarstörfum fyrir
stjórnmálasamtök.
● Í samþykktum þessum eru stjórnmálasamtök skilgreind sem flokkar eða samtök sem bjóða
fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Trúnaðarstörf fyrir stjórnmálasamtök eru
störf í stjórnum, ráðum og nefndum og önnur sambærileg störf á vegum eða í þágu
stjórnmálasamtaka. Formlegir talsmenn stjórnmálasamtaka, frambjóðendur þeirra,
starfsmenn og kjörnir fulltrúar teljast einnig gegna trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálasamtök.

11. gr. Staðbundnar deildir og nefndir

● Félagsmönnum er heimilt að stofna staðbundnar deildir sem starfa sjálfstætt á ákveðnum


svæðum landsins, en þó eftir samþykktum og stefnuskrá samtakanna.
● Innan samtakanna starfa málefnanefndir sem annast upplýsingaöflun, greiningu, úrvinnslu og
málefnauppbyggingu einstakra málefna samkvæmt stefnuskrá.
● Stjórn skipar formenn nefnda.
● Stjórn hefur heimild til að skipta út formönnum nefnda ef þurfa þykir.
● Aðeins félagsmenn geta verið nefndarmenn. Nefndarmönnum er þó heimilt að leita sér
sérfræðiaðstoðar og álits utan samtakanna.
● Nefndarstörf eru ólaunuð.

12. gr. Fjármál

● Stjórn ber fram tillögur um félagsgjöld til samþykktar á aðalfundi.


● Gjaldkera er heimilt með fyrirfram samþykki stjórnar að endurgreiða stjórnarmönnum eða
nefndarmönnum sannanlega útlagðan kostnað vegna sérstakra verkefna í þágu félagsins.
● Stjórn er heimilt að stofna til kostnaðar innan fjárhagsramma samtakanna vegna daglegs
reksturs, fundahalda og aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar.
● Samtökunum er heimilt að taka við frjálsum fjárframlögum frá öðrum en stjórnmálaflokkum /
hreyfingum og fjármálastofnunum. Fjárframlög veita fjárveitanda ekki rétt til ítaka eða áhrifa í
samtökunum. Samtökunum er heimilt að sækja um styrki í opinbera sjóði.
● Berist samtökunum frjáls fjárframlög er stjórn heimilt, innan fjárframlaga, að stofna til
kostnaðar vegna húsnæðisleigu vegna aðalfunda og almennra félagsfunda og aðkeyptrar
sérfræðiaðstoðar, þjónustu eða vöru.
● Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn úr hópi félagsmanna.

13. gr. Breytingar

● Samþykktum þessum verður ekki breytt nema breytingatillaga hafi verið rædd á aðalfundi og
að minnsta kosti 2/3 fundarmanna séu samþykkir tillögunni. Fyrirhuguð breyting skal kynnt í
fundarboði og liggja fyrir í fundargögnum.

14. gr. Slit

● Samtökunum verður aðeins slitið með samþykki eftir umræðu á löglega boðuðum aðalfundi.
● Geta skal sérstaklega tillögu um félagsslit í fundarboði. Tillagan telst samþykkt, ef 2/3 hlutar
fullgildra félagsmanna eru á aðalfundi og 2/3 fundarmanna greiða tillögunni atkvæði sitt. Ef
ekki eru nægilega margir félagsmenn á fundinum, skal boða til aukaaðalfundar innan
mánaðar. Við boðun þess fundar skal þess sérstaklega getið, að fyrir fundinum muni liggja
tillaga um félagsslit. Á aukaaðalfundi þarf tillagan stuðning 4/5 hluta atkvæðisbærra mættra
félaga til að hljóta samþykki óháð mætingu.
● Heimilt er að atkvæðagreiðsla fari fram með rafrænum hætti.
● Verði samtökin lögð niður, skal eignum þeirra ráðstafað til líknarstarfa.

Athugasemdir:

Samþykktir þessar voru lagðar fyrir á stofnfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 15. janúar 2009
og þar lagt í hendur stjórnar að útfæra frekar og þær samþykktar af stjórn þann 4. febrúar 2009. Á
öðrum aðalfundi samtakanna, 27. apríl 2010 voru samþykktar breytingar á 4. grein (Markmið) og 6.
grein (Aðalfundur). Á fjórða aðalfundi samtakanna 31. maí 2012 voru samþykktar breytingar á 9.
grein (Stjórn) og 10. grein (Verkefni stjórnar). Á sjötta aðalfundi samtakanna 15. maí 2014 voru
samþykktar breytingar á 9. grein (Stjórn). Á sjöunda aðalfundi samtakanna 21. maí 2015 var
samþykkt að bæta nýrri málsgrein við 6. gr. (Aðalfundur). Á níunda aðalfundi samtakanna 20. maí
2017 var samþykkt breyting á 6. gr. (Aðalfundur). Samþykktirnar hafa verið uppfærðar til samræmis
við þessar breytingar.
TILLAGA UM FÉLAGSGJÖLD 2018
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna leggur til að félagsgjöld 2018 verði 3.500 kr.

TILLÖGUR AÐ BREYTINGUM SAMÞYKKTA


Eftirfarandi tillögur að breytingum á samþykktum Hagsmunasamtaka heimilanna voru kynntar í
fundarboði aðalfundar samtakanna 2018.

☐ ​Firmaritun félagsins

• Við 1. mgr. 9. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Firma félagsins ritar meirihluti stjórnar.

Skýringar: Tillagan felur ekki í sér efnislega breytingu heldur aðeins formfestingu á þeirri meginreglu
félagaréttar að meirihluti stjórnar sé til þess bær að rita firma félagsins.

☐ ​Fimm ára hámark stjórnarsetu

• 2. mgr. 9. gr. falli brott.

Skýringar: Samkvæmt núgildandi ákvæði 2. mgr. 9. gr. mega stjórnarmenn ekki sitja lengur í stjórn
samtakanna en fimm óslitin kjörtímabil samfellt. Lagt er til að sú takmörkun verði afnumin.

☐ ​Mætingarskylda stjórnarmanna

• Í stað orðsins „Afsali“ í 3. málsl. 5. mgr. 9. gr. komi: Fyrirgerir.

• Í stað orðsins „taki“ hvar sem það kemur fyrir í 3. málsl. 5. mgr. 9. gr. komi: tekur.

Skýringar: Samkvæmt meginreglum félagaréttar hvílir almennt sú skylda á stjórnarmönnum félaga að


mæta á löglega boðaða stjórnarfundi nema þeir boði forföll af lögmætum ástæðum. Reglan þjónar
meðal annars þeim tilgangi að draga skýrar línur um ábyrgð stjórnarmanna og skapa svigrúm til að
bregðast við forföllum með því að kalla til varamenn. Þetta hefur verið formfest í samþykktum HH
með því að vanræksla á mætingar- og tilkynningaskyldu leiði til þess að viðkomandi stjórnarmaður
missi sæti sitt í aðalstjórn og færist niður í sæti síðasta varamanns. Tillaga þessi felur ekki í sér neina
efnislega breytingu á þeirri reglu heldur einungis að orðalag ákvæðanna verði gert réttara og skýrara.

TILNEFNING SKOÐUNARMANNA
Skoðunarmenn reikninga gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi 2018:

☐ Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir

☐ Sólveig Sigurgeirsdóttir

You might also like