Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 6

T-306-MERK

Vor 2017

Dæmablað 1

Dæmi 1
1. Merki eru oft sett fram stærðfræðilega sem föll af einni eða fleiri breytistærðum. Þessar
breytistærðir kallast sjálfstæða breytan og í þessum áfanga er sjálfstæða breytan oft tími. Við
notum t til að tákna sjálfstæðu breytuna fyrir samfelld merki, x(t), og n fyrir stakræn merki,
x[n].
𝑎
2. Fyrir oddstætt merki x(t) gildir: ∫−𝑎 𝑥(𝑡)𝑑𝑡 = 0
𝑎 𝑎
Fyrir jafnstætt merki x(t) gildir: ∫−𝑎 𝑥(𝑡)𝑑𝑡 = 2 ∫0 𝑥(𝑡)𝑑𝑡

3. Til að merkið 𝑥[𝑛] = 𝑒 𝑗𝜔0 𝑛 sé lotubundið þarf að gilda:


𝑥[𝑛] = 𝑥[𝑛 + 𝑁0 ]
𝑒 𝑗𝜔0 𝑛 = 𝑒 𝑗𝜔0 (𝑛+𝑁0 ) = 𝑒 𝑗𝜔0 𝑛 ∙ 𝑒 𝑗𝜔0 𝑁0
Til að þessi jafna gangi upp þarf 𝑒 𝑗𝜔0 𝑁0 = 1.
Það þýðir að annaðhvort er 𝜔0 = 0 eða 𝜔0 𝑁0 = 2𝜋
2𝜋
Þ.e. grunnlotan þarf að uppfylla: 𝑁0 = 𝜔0

4. Kerfi með eða án minnis, Andhverfanleg eða óandhverfanleg kerfi, Orsakatengd kerfi, Stöðug
kerfi, Tímaóháð kerfi og Línuleg kerfi.
5. Kerfi sem uppfyllir samlagningareiginleikann og margföldunareiginleikann eru sögð línuleg
kerfi. (Sjá glæru 42 í fyrirlestri 1 eða kafla 1.6.6 í bók).

1
T-306-MERK
Vor 2017

Dæmi 2
Hluti 1

2
T-306-MERK
Vor 2017

Hluti 2

3
T-306-MERK
Vor 2017

Dæmi 3
Hluti 1

𝜋
 x(t) er lotubundið með 𝑁0 =
2

 x(t) er lotubundið með 𝑁0 = 2

𝑇1 𝑁
Það verður að gilda að 𝑇2
= 𝐾
þar sem N og K eru heiltölur.

Þá er x(t) lotubundið með grunnlotuna 𝑇0 = 𝐾𝑇1 = 𝑁𝑇2 .

Hluti 2

 Línulegt, Stöðugt
 Línulegt
 Línulegt, Stöðugt

4
T-306-MERK
Vor 2017

Dæmi 4
Fyrir línuleg kerfi gildir að ef x(t) = 0 fyrir öll t, þá er y(t) = 0 fyrir öll t líka.

Ef kerfi er orsakatengt, þ.e. aðeins háð núverandi gildum og fortíðargildum, þá sést að ef x(t) = 0 fyrir
t < t0 þá verður að gilda að y(t) = 0 fyrir t < t0.

Gefum okkur tvö merki. x1(t) sem hefur útmerkið y1(t) og x2(t) sem hefur útmerkið y2(t).

Ef við segjum að x1(t) = x2(t) fyrir tíma t < t0 þá verður y1(t) = y2(t) fyrir sama tíma t < t0.

Þ.a. x(t) = x1(t) - x2(t) = 0 fyrir t < t0 og y(t) = y1(t) - y2(t) = 0 fyrir t < t0.

 y(t) = ax(t) + b (a og b eru fastar)


Uppfyllir ekki skilyrðið af því þegar x(t) = 0 fæst y(t) = b.
 y(t) = x2(t)

5
T-306-MERK
Vor 2017

Dæmi 5
1. Lotubundið merki er merki sem endurtekur sig með ákveðnu millibili (kallast lota). Grunnlota
er minnsta mögulega gildi á lotu.
2. Ef merki 𝑥(𝑡) = 𝑒 𝑗𝜔0 𝑡 er lotubundið gildir að 𝑥(𝑡) = 𝑥(𝑡 + 𝑇)
𝑒 𝑗𝜔0 𝑡 = 𝑒 𝑗𝜔0 (𝑡+𝑇) = 𝑒 𝑗𝜔0 𝑡 ∙ 𝑒 𝑗𝜔0 𝑇
Til að þessi jafna gangi upp þarf 𝑒 𝑗𝜔0 𝑇 = 1.
Það þýðir að annaðhvort er 𝜔0 = 0 eða 𝜔0 𝑇0 = 2𝜋𝑚, þar sem m er heiltala.
2𝜋𝑚
Þá er 𝑇 = 𝜔0

3. Þrepmerki.
4. Að kerfi „sjái inní framtíðina“. Þ.e. útmerki fyrir tíma t, y(t), er háð einhverju gildi x(t0) þar sem
t0 > t.

You might also like