Juliet Mitchell - Bylting Sem Ekki Sér Fyrir Endann Á

You might also like

Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 42

Tímarit.

is
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Þekkingarveita í allra þágu

Eftirfarandi grein var sótt af Tímarit.is þann 25. september 2016 klukkan 17:46.

Titill
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
Höfundar
Mitchell, Juliet, (1940)
Sigurður Ragnarsson (1943)
Tímarit
Tímarit Máls og menningar
32. árgangur 1971
3.-4. tölublað
Bls. 193-233
Vefslóð
http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000558296

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn á og rekur Tímarit.is. Safnið áskilur sér engan rétt á því
myndefni sem birtist á vefnum. Öll endurnot á stafrænum myndum af efni sem fallið er úr höfundarrétti
eru heimil án endurgjalds eða leyfis frá safninu.
Birting á Tímarit.is á efni í höfundarrétti er skv. samningi við rétthafa. Safnið á því ekki höfundarrétt
að efni sem birt er á vefnum. Öll endurnot, bæði á texta og stafrænum myndum, á efni sem enn er í
höfundarrétti eru því óheimil án leyfis viðkomandi rétthafa.
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR . 32. ÁRG. 1971 J " T i 34. HEFTI . DES.

Juliet Mitchell

Bylting sem e k k i sér f yrir endann á

Þjóðfélagsleg staða kvenna er frábrugðin því, sem gerist um alla aðra félags-
hópa. Þetta má rekja til þess, að hér er ekki um að ræða eina sérstaka félags-
einingu við hlið margra annarra, heldur helming stórrar heildar, mannkyns-
ins sjálfs. Konunnar þarf við og ekkert getur leyst hana af hólmi. Af þessu
leiðir, að ekki er unnt að arðnýta hana á sama hátt og aðra félagshópa. Enda
þótt allt mannlegt félag eigi að nokkru rót sína í konunni, gegnir hún skop-
litlu hlutverki í félags- og stjórnmálum og eins í efnahagslífinu. Konan er því
í senn frumþáttur og aukageta í mannlegu félagi og einmitt þetta hefur orðið
henni afdrifaríkt. I heimi karlmannsins á konan við engu betri kjör að búa
en kúgaður minnihluti, en tilvera hennar markast ekki einungis af því, sem
þar gerist. Hvort tilverustigið um sig réttlætist af hinu og öll mótmæli falla
dauð og ómerk. I háþróuðu iðnaðarþjóðfélagi eru störf kvenna aðeins sára-
lítill þáttur efnahagsstarfseminnar í heild. Það er þó einmitt með starfi sínu,
að maðurinn umskapar náttúrlegt umhverfi sitt og skapar samfélag. Þar til
bylting verður á skipan framleiðslunnar mun aðstaða kvenna í veröld karl-
mannsins ráðast af aðstöðu þeirra á atvinnusviðinu. En konum stendur til
boða sérstakur starfsvettvangur: fjölskyldan. Fjölskyldan birtist okkur, á
sama hátt og konan sjálf, sem einn hinna óumbreytanlegu þátta sköpunar-
verksins, en er að sjálfsögðu afsprengi menningarþróunarinnar. Gerð og hlut-
verk fjölskyldunnar ræðst ekki af neins konar lögbundnum óumflýjanleika og
engu fremur gildir þetta um skapgerð eða stöðu kvenna. Ríkjandi hugmynda-
fræði er ætlað að innræta okkur, að þessi tilteknu félagslegu form séu eðli-
legir og óumflýjanlegir þættir sköpunarverksins. Hvorn þáttinn um sig má svo
vegsama fjálglega sem hugsjónalegt keppimark. Hin „sanna" kona og hin
„sanna" fjölskylda eiga að vera ímyndir friðar og fullnægju, enda þótt of-
beldi og örvænting geti í báðum tilvikum setið í fyrirrúmi. Þær aðstæður, sem

13 TMM 193
Tímarit Máls og menningar
mönnum virðast hafa verið búnar þegar í upphafi, má með ýmsum hætti gera
eftirsóknarverðari en það hlutskipti að berjast ótrauður fyrir auknum menn-
ingarþroska alls mannkyns. En það, sem Marx eitt sinn reit um hina borgara-
legu þjóðsögn um gullaldartímabil fornaldar, á fullkomlega við um stöðu
konunnar: „ . . . á vissan hátt virðist hinn bernski heimur f ornaldarmanna
vera fullkomnari, og þetta er rétt, ef viðmiðun okkar er hið fullmótaða, form-
ið og hin agaða takmörkun. Hinn forni heimur veitir okkur fullnægju á af-
mörkuðu sviði, en nútíminn lætur okkur eftir ófullnaðar þrár eða þá að sú
fullnægj a, sem hann býður upp á, er auvirðileg og grófgerð."

Hvaö segir nm konnna í sósíalískum fræðum?


Undirokun konunnar og þau vandamál, sem henni eru tengd, voru ofarlega
í huga hugsuða sósíalismans á öldinni sem leið. Þeim var einnig ljós nauðsyn
þess, að konur öðluðust frelsi. Þetta er hluti af hinni klassísku arfleifð bylt-
ingarhreyfingar nútímans. Engu að síður er nú svo komið hér á Vesturlönd-
um, að sósialistar skipa þessu atriði á hinn óæðri bekk eða láta það jafnvel
liggja alveg milli hluta, er þeir ræða vandamál og viðfangsefni hreyfingar
sinnar. Kannski hefur ekkert annað jafnmikilvægt málefni orðið gleymsk-
unni jafnrækilega að bráð. Um England er það að segja, að menningararf-
leifð heittrúarstefnunnar, sem ætíð hefur átt sterk ítök innan vinstrihreyfing-
arinnar, varð þess valdandi, að viðhorf, sem í eðli sínu eru ihaldssöm, náðu
mikilli útbreiðslu meðal fjölmargra, sem að jafnaði teljast „framsæknir" í
skoðunum. Sígilt dæmi um slíka afstöðu má finna í eftirfarandi ummælum
Peters Townsend, sem telja verður næsta furðuleg: „Sósíalistar hafa frá
fornu fari látið fjölskylduna sem slíka lönd og leið, eða þeir hafa beinlínis
reynt að veikja stöðu hennar. Að yfirvarpi hafa þeir haft ásakanir um arf-
geng forréttindi og eins hefur því verið barið við, að fjölskylduböndin legðu
hömlur á viðleitni einstaklingsins til að vera hann sjálfur. Þær öfgafullu til-
raunir sem gerðar hafa verið til að skapa samfélög, sem hafi einhvern annan
grundvöll en fjölskylduna, hafa mistekizt hrapalllega Helzta leiðin til að
öðlast fullnægju í lífinu er að vera einn af fjölskylduhópi, og eignast sjálfur
fjölskyldu. Þ a ð getur ekkert áunnizt við að dylja þennan sannleika." 1
Hvernig má það vera að slík gagnbylting skuli hafa gerzt? Hvernig stend-
ur á því, að þau vandamál, sem lúta að stöðu konunnar í þjóðfélaginu hafa
1
Peter Townsend: A Society for People, í Convicúon. Ritstj. Norman Mackenzie 1958
(119—120).

194
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
hjúpazt eins konar bannhelgi í umræðum sósíalista nú á tímum? August Bebel
skrifaði á sínum tíma bókina Die Frau und der Sozialismus (1883), og var
hún eitt af undirstöðuritum þýzka Sósíaldemókrataflokksins við upphaf þess-
arar aldar. Þar segir á einum stað: „Allir sósíalistar gera sér grein fyrir því,
hvernig verkamaðurinn er háður atvinnurekandanum, og þeir eiga erfitt með
að skilja, að aðrir, og þá einkum atvinnurekandinn sjálfur, skuli ekki gera
sér grein fyrir þessu. En þessir sömu sósíalistar gera sér oftlega ekki grein
fyrir því, hvernig konan er háð karlmanninum, vegna þess að hér er á viss-
an hátt verið að koma við kvikuna í honum sjálfum." Augljóst er, að þessi
viðleitni til að skýra vandamálið á sálfræðilegum og siðferðilegum forsend-
um er ófullnægjandi. Hér verður að leggjast dýpra og leita skýringa í þjóð-
félagsgerð þeirri, sem mótað hefur ástandið. Ef skoða ætti þetta vandamál
út í hörgul, mundi það krefjast yfirgripsmikillar sögulegrar rannsóknar, en
slíks er enginn kostur hér. En það má með nokkrum rétti halda því fram, að
skýringarinnar á því, hvernig sósíalískum umræðum um það vandamál, sem
hér er fjallað um, hefur hnignað, sé ekki einvörðungu að leita í hinni sögu-
legu framvindu, heldur öðru fremur í þeirri staðreynd, að sú umræða, sem
frumkvöðlar sósíalismans höfðu uppi um efnið í ritum sínum, hvíldi á veik-
um forsendum. I hinum merku fræðiritum fyrri aldar var vissulega um efnið
fjallað og lögð áherzla á mikilvægi þess, en höfundarnir höfðu ekki fram að
færa neina frœðilega lausn á vandanum. Enginn þeirra, sem hefur fj allað um
þetta efni síðan, hefur megnað að rjúfa þá sjálfheldu, sem viðfangsefnið þá
komst i.
Af eldri sósíalískum höfundum var það Fourier, sem var ákafasti og fjöl-
orðasti málsvari kvenfrelsis og frjáls kynlífs. Eftirfarandi ummæli hans eru
alkunn: „Það má ávallt ráða þær breytingar, er verða kunna á einhverju
söguskeiði, af því, hvernig frelsisbaráttu kvenna miðar fram á við, því að
sigur mannlegs eðlis á ómannlegri grimmd kemur skýrast í ljós í sambandi
konunnar við karlmanninn, í afstöðu hins veikburða gagnvart hinum sterka.
Af því, hversu vel konum hefur orðið ágengt að losa sig við þær viðjar, sem
þjóðfélagið hefur reyrt þær í, má nokkuð ráða um það, hve frelsi manna al-
mennt er víðtækt í því sama þjóðfélagi." 1 Marx vitnaði með velþóknun til
þessara ummæla í riti sínu Die heilige Familie. En eins og vænta mátti í þessu
æskuverki hans, lagði hann í þau altækari og heimspekilegri skilning. Marx
leit ekki á frelsun konunnar einungis sem frelsi, er fæli í sér aukinn mann-
1
Charles Fourier: Théorie des Quatre Mouvements, í Oeuvres Complétes (1841). Til
vitnun í Karl Marx: Die heilige Familie (1845).

195
Tímarit Máls og menningar
legleika í þeim þegnlega skilningi, að hið mennska yrði ómennskri grimmd
yfirsterkara, heldur taldi hann innsta kjarna málsins felast í upprætingu hins
dýrslega fyrir tilverknað hins mannlega, í menningarframvindu á kostnað
upprunaleikans. Hér víkur Marx nokkuð frá skoðun Fouriers, sem tengdi
frelsun konunnar fyrst og fremst frelsi henni til handa á sviði kynlífs. Marx
segir á einum stað: „Samhand karls og konu er eðlilegasta samband sem tek-
izt getur milli tveggja mannvera. Slíkt samhand gefur því nokkra vísbend-
ingu um að hvaða marki eðlislæg hegðun manns sé gædd mennsku inntaki og
eins um það, að hve miklu leyti hinn mennski eðlisþáttur skapgerðar hans
sé honum runninn í merg og bein, þ. e. um það, hvort hann sé í raun uppi-
staðan í innsta eðli hans." Þetta er dæmigert viðfangsefni í æskuritum Marx.
Hugmyndir Fouriers komust aldrei út yfir stig hins útópíska siðaboðskapar.
Marx tók upp hugmyndir hans, umbreytti þeim og aðlagaði þær heimspeki-
legri gagnrýni sinni á sögu mannkynsins. En Marx hélt fast við þá hlutfirrtu
hugmynd Fouriers, að þjóðfélagsstaða kvenna væri marktækur vitnisburður
um það, hve langt hinni félagslegu framvindu væri komið. I reynd hefur
þetta í för með sér, að vandamálið verður einungis táknræns eðlis — við gef-
um því algilt inntak, en sviptum það um leið sértæku eðli sínu. Tákn koma
í stað einhvers eða eru leidd af einhverju öðru. I æskuritum sínum lítur Marx
á konuna sem mannfræðilega einingu og skoðar hana sem algerlega sértækt
tilverufyrirbæri. Sjónarhorn Marx er annað í síðari verkum hans, þar sem
hann fjallar um fjölskylduna, því að þar lítur hann svo á, að þetta fyrirbæri
verði að skoða í réttu samhengi rúms og tíma: „ . . . það kemur ekki fram
nein gagnrýni á hjónabandið, eignarréttinn og fjölskylduna, vegna þess að
hér er einmitt um að ræða þær burðarstoðir, sem forræði borgarastéttarinn-
ar hvílir á, og það er einmitt sú mynd, sem þessi fyrirbæri taka á sig, sem
gera borgarann að borgara . . . í hinum borgaralegu siðgæðisviðhorfum birt-
ist í altækri mynd ein hliðin á viðhorfi borgarans til lífsins og tilverunnar. í
raun og veru er ekki unnt að tala um fjölskylduna sem slíka. Á yfirstandandi
skeiði borgaralegra þjóðfélagshátta mótast fjölskyldan af því, að hún er
borgaraleg. Tengiafl hennar eru leiðindi og peningar, sem fela þó jafnframt í
sér upplausn fjölskyldunnar í borgaralegu þjóðfélagi, enda þótt fjölskyldan
verði sem fyrirbæri til framvegis. Auvirðileiki fyrirbærisins á sér andhverfu
í þeirri skinheilögu skrúðmælgi og botnlausu hræsni, sem einkennir hina
opinberu hugmyndafræði á þessu sviði . . . Innan verkalýðsstéttarinnar þekk-
ist hugtakið fjölskylda alls ekki . . . Heimspekingar 18. aldar gengu af fjöl-
skylduhugtakinu dauðu, af því að sú fjölskylda, sem um var að raeða, var þeg-

196
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
ar í hraðri upplausn, þar sem menningin var lengst á veg komin. Hin innri
fjölskyldutengsl höfðu rofnað, og þeir sérstöku þættir, sem fjölskylduhug-
takið var ofið af, t. d. hlýðni, foreldraást, hjúskapartryggð, höfðu raknað.
Hinn raunverulegi kjarni fjölskyldulífsins, sem ræðst af eignafyrirkomulag-
inu, skarpri afmörkun gagnvart öðrum fjölskyldum og sambýlisþröngvun,
hélzt óhaggaður, en þar réðu úrslitum atriði eins og tilvist barna, gerð nú-
tíma borgarsamfélags, fjármagnsmyndunin og fleira. Þetta hefur þó ekki
gerzt áfallalaust, því að fjölskyldan er í tengslum við framleiðsluskipanina,
sem vilji hins borgaralega samfélags hefur engin áhrif á, en fjölskyldan er
hins vegar óhjákvæmileg forsenda hennar." 1 Enn síðar lét Marx svo ummælt
í Das Kapital: „Að sjálfsögðu er engu minni fjarstæða að álíta hið germansk-
kristna fjölskylduform algilt og óumbreytanlegt en að halda því fram, að
slíkt eigi við um fjölskylduskipan Forn-Grikkja, Rómverja hinna fornu og
þjóða Austurlanda, því að segja má að í öllum þessum tilvikum sé um að
ræða ákveðin stig sögulegrar framvindu." 2 Þ a ð , sem einkum vekur athygli
í þessu sambandi, er, að fjallað er um vandamál kvenna einungis sem einn þátt
allsherjarúttektar á fjölskyldunni. Þessi skoðunarháttur er ýmsum erfiðleik-
um bundinn, enda kemur það fram í því, að athugasemdir Marx um örlög
hinnar borgaralegu fjölskyldu bæði í þessu riti og eins öðrum (t. d. Komm-
únistaávarpinu) eru með nokkrum opinberunarbrag. Lítil söguleg rök lágu til
grundvallar staðhæfingunni um, að fjölskyldan væri í reynd að leysast upp
og hennar gætti ekki lengur sem slíkrar innan verkalýðsstéttarinnar. Af ofan-
sögðu má sjá, að Marx fjallar í æskuverkum sínum um konuna með almennu
heimspekilegu orðalagi, en í verkum hans frá efri árum gætir miklu meira
athugasemda um fjölskylduna og stöðu hennar í ólíku sögulegu samhengi. Er
hér um alvarlegt misræmi að ræða. Hvor tveggja skoðunarhátturinn mótað-
ist að sjálfsögðu af könnun Marx á efnahagslífinu og eignamynduninni í þjóð-
félaginu.

Framlag Engels
Þ a ð kom í hlut Engels að binda þessar kenningar í kerfi, en það gerði hann
að Marx látnum í riti sínu Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og rík-
isins. Engels lýsti því yfir, að misrétti kynjanna væri ein elzta andstæðan í
sögu mannkynsins. Fyrstu stéttaandstæðurnar „myndast samfara því, að and-
stæður þróast milli karla og kvenna, er búa í sérhjúskap, og stéttarkúgun
*Karl Marx: Deutsche Ideologie 1845—1846.
2
Karl Marx: Das Kapital (1867).

197
Tímarit Máls og menningar
hefst samlímis kúgnn karlmannsins á konunni." 1 Engels var skyggn á ýmis
meginatriði, enda þótt hann reisti margar af kenningum sínum á mannfræði-
rannsóknum Morgans, sem voru helzti ónákvæmar. Kjarninn í hinni efna-
hagslegu skoðunaraðferð Engels er arfgengið. Arfgengi í móðurætt, sem var
upprunalegt, breyttist samfara aukinni auðsöfnun í arfgengi í föðurætt. Ekk-
ert eitt atriði varð konunni slíkur fjötur um fót sem þetta. Nú fer trúlyndi
eiginkonunnar að skipta höfuðmáli, og einkvænið festir sig óafturkallanlega
í sessi. I hinni kommúnísku ættfeðrafj ölskyldu er eiginkonan opinber þjón-
ustumaður, í einkvæni þjónar hún undir einn einstakan aðila. Engels tekst
fyrirhafnarlítið að láta líta svo út sem tengja megi öll vandamál konunnar
hæfni hennar til starfa. Þess vegna leit hann svo á, að frumforsendan fyrir
kúgun konunnar væri veikir líkamsburðir hennar. Arðránið á henni hefst
því um leið og horfið er frá sameignarskipan til einkaeignar. Ef það er ó-
hæfni konunnar til starfa, sem veldur réttleysi hennar, hlýtur starfshæfni að
færa henni frelsið: „ . . . frelsun konunnar og jafnrétti karla og kvenna getur
ekki orðið að veruleika á meðan konum er meinuð þátttaka í skapandi starfi
og þeim markaður bás við húslegar sýslanir í eigin þágu. Frelsun konunnar
verður því aðeins möguleg, að konan eigi þess kost að taka í ríkum mæli
þátt í skapandi starfi á borð við aðra þjóðfélagsþegna og málum þá jafn-
framt þannig skipað, að heimilisstörfin verði eins og hvert annað hjáverk."
Eða, eins og segir annars staðar: „ . . . Frumforsendan fyrir frelsun konunn-
ar er, að allar konur taki aftur til starfa við almenn framleiðslustörf . . .
Þetta táknar svo aftur, að hver einstök fjölskylda getur ekki lengur sem slík
verið efnahagsleg grundvallareining í þjóðfélaginu." Lausnarorð Engels á
þessum vanda er því í beinum tengslum við greiningu hans á því, með hvaða
hætti kúgun konunnar hafi komizt á. Þegar Marx og Engels ræða í ritum
sínum um stöðu konunnar, fjalla þeir um þetta mál sem sérstakan þátt í tengsl-
um við víðtækari umræður um fjölskylduna. Staða fjölskyldunnar ræðst
hins vegar af því, að þeir líta einvörðungu á hana sem bakhjarl einkaeignar-
réttarins. Úrlausnir þeirra gera því ýmist að mótast af þeirri áherzlu, sem
þeir langt um of leggja á hinn efnahagslega þátt vandans, eða þær verða að
flokkast sem hugsmíðar án rótfestu í heimi veruleikans.
Bebel, sem var lærisveinn Engels, freistaði þess að finna afstöðu sinni
fastan grundvöll með því að rannsaka kúgun konunnar sem sjálfstætt fyrir-
bæri, í stað þess að líta einfaldlega á vandamálið sem fylgifyrirbæri þróunar
fjölskyldunnar og einkaeignarinnar: „Allt frá upphafi vega hefur kúgun
^Friedrich Engels: Uppruni jjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríldsins (1884).

198
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
verið sameiginlegt hlutskipti kvenna og verkalýðs. . . . Konur voru fyrstu
mannverurnar, sem fengu að kenna á ánauðarfjötrunum, þær voru þrælk-
aðar áður en þrœlahald varð til."1 Bebel var sammála þeim Marx og Engels
um, að réttleysi konunnar ákvarðaðist að verulegu leyti af veikum líkams-
burðum hennar. Hann lagði einnig áherzlu á mikilvægi erfðaskipanarinnar, en
tefldi að auki fram líffræðilegum þætti — móðurhlutverkinu, sem hann kvað
ráða mestu um, hve konur væru efnalega háðar körlum. En Bebel fór líkt og
forverum hans; hann varð að láta við það sitja að lýsa yfir að sósíalisminn
einn gæti tryggt jafnrétti kynjanna. Hugmyndir hans um framtíðina voru
óljós draumsýn án nokkurra tengsla við lýsingu hans á fortíðinni. Hann
leiddi einnig hjá sér að ræða, hvernig settu marki skyldi náð og hafnaði af
þeim sökum í bjartsýni viljahyggjumannsins, sem lætur veruleikann lönd og
leið. Lenín kom fram með fjölmargar ábendingar um einstök atriði málsins,
en hann reisti skoðanir sínar á hugmyndaarfi, sem hreinlega fól í sér þá
fyrirfram viðurkenndu skoðun, að sósíalismi þýddi frelsun konunnar, án þess
að nokkur tilraun væri gerð til að sýna fram á í einstökum atriðum, hvernig
þetta skipulag myndi breyta þjóðfélagsstöðu kvenna: „Ef konur fást ekki til
sjálfstæðrar þátttöku bæði í stjórnmálum almennt og eins í hvers konar öðr-
um opinberum málum, stoðar ekkert að tala um traust og fullgilt lýðræði,
hvað þá sósíalisma." 2
Þ a ð hefur verið, og er, hugsjón og keppimark sósíalista að stuðla að frelsi
kvenna, en kvenfrelsishugsjónin hefur samt verið eins og villiblóm í vermi-
reit sósíalískrar hugmyndafræði og ekki átt þar sinn eðlilega sess.

Hitt kynið
Það, sem sagt hefur verið hér að framan, á ekki við um hið mikla rit
Simone de Beauvoir, Hitt kynið, sem er merkasta rit um þetta efni, sem enn
hefur séð dagsins ljós. Höfundur beinir athygli sinni einkum að stöðu kvenna
á umliðnum öldum. En í eftirmála að bókarlokum er með fremur óljósum
orðum látin í ljós sú skoðun, að sósíalisminn muni hér leysa allan vanda og
kemur sú yfirlýsing eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Helzta fræðilega nýj-
ungin, sem de Beauvoir kom fram með, var, að bræða saman annars vegar
þær skýringar á undirokun konunnar, sem leggja áherzlu á hinn efnahagslega
þátt, og hins vegar þær, sem leggja mest upp úr hlutverki hennar við viðhald
kynstofnsins og reyna síðan að gefa sálfræðilega túlkun á þessu samræmda
1
August Bebel: Die Frau und der Sozialismus (1883), bls. 7.
2
V. I. Lenin: Verkefni örágastéttarinnar í byltingunni (1917).

199
Tímarit Máls og menningar
viðhorfi. „Maðurinn sannar sjálfum sér, að hann sé frjáls einstaklingur og
gerandi í umhverfi sínu með því að snúast gegn viðhorfum og vilja annarra.
Það, sem greinir manninn frá dýrunum, er einmitt, að hann skapar og upp-
götvar (ekki að hann æxlast), en hann reynir að losna undan þeirri kvöð,
sem frelsið leggur honum á herðar, með því að öðlast falskan „ódauðleika"
í börnum sínum". Yfirdrottnun karlmannsins yfir konunni gegnir tvíþættu
hlutverki. Annars vegar heldur hann með þeim hætti í viðjum vitundarlífi
annarrar persónu, sem endurspeglar vitund hans sjálfs, og á hinn bóginn á
konan að ala honum börn, sem hann er örugglega faðir að (óttinn um rang-
feðrun). Um þessar hugmyndir má segja að hér er greinilega talsvert feitt á
stykkinu. En hugmyndirnar eru ótímabundnar með öllu. Það liggur engan
veginn í augum uppi, með hvaða hætti sósíalisminn ætti að geta mildað hina
djúpstæðu þrá alls lifanda eftir því hlutgerða frelsi, sem de Beauvoir álítur,
að sé aðalorsök þess að eignaskipanin er svo rammbundin erfðum, en það er
einmitt erfðafyrirkomulagið, sem er helzta undirrótin að þrælkun kvenna.
Raunar hefur de Beauvoir gagnrýnt þetta viðhorf bókarinnar eftir að hún
kom út, á þeim forsendum, að það bæri keim af hughyggju: „Ef ég væri
núna að semja fyrra bindi bókarinnar, myndu skoðanir mínar mótast í rík-
ari mæli af viðhorfi efnishyggjunnar. Ég myndi reisa hugmyndina um kon-
una sem hinn aðilann og þau maníkeisku rök, sem af því leiðir, á lögmálum
framboðs og eftirspurnar, í stað þess að tala á huglægan hátt og að óathug-
uðu máli um samvizkustríð. Viðhorfsbreyting í þessa átt þarf ekki að leiða
til neinnar breytingar á þeirri röksemdafærslu, sem á eftir kemur." En jafn-
hliða því að de Beauvoir beitir huglægri og sálfræðilegri skýringaraðferð,
reynir hún að nálgast vandamálið með tilstyrk hins hefðbundna efnahags-
lega skoðunarmáta. Þetta veldur því, að meðíerð hennar á efninu í fyrra
bindi ritsins einkennist sterklega af þróunarhyggju, en í þessu bindi er að
finna eins konar yfirlit yfir liðnar aldir. Þar er gerð grein fyrir því, hvernig
þjóðfélagsstaða kvenna hefur breytzt bæði í tíma og rúmi og aðallega tekið
mið af eignaskipaninni og áhrifum hennar á stöðu kvenna. Til viðbótar þessu
fjallar de Beauvoir um ýmsa efnisþætti, sem telja má sagnfræðilega í ákveðn-
um skilningi — goðsögnina um kvenmynd eilífðarinnar, persónugerðir
kvenna á umliðnum öldum, kvenpersónur úr bókmenntaverkum — en þessi
atriði hafa ekki nein veruleg áhrif á grundvallaratriði í röksemdafærslu
hennar. Þær vonir, sem hún gefur um frelsun konunnar í bókarlok, eru ekki í
neinum tengslum við ákveðin söguleg þróunarferli.
Af framansögðu sést, að þau klassísku rit, sem til eru um þau vandamál,

200
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
er lúta að þjóðfélagsstöðu kvenna, nálgast viðfangsefnið fyrst og fremst frá
efnahagslegri hlið málsins og leggja því áherzlu á, að réttleysisstaða kvenna
ákvarðist hreinlega af þeim þjóðfélagsstofnunum, sem einkaeignarrétturinn
hvílir á. Líffræðilegir eignleikar kvenna leggjast á sömu sveifina, því að þeir
ráða veikri stöðu þeirra sem starfsmenn og framleiðendur og valda því, að
þær teljast mikilvæg eign vegna hlutverks síns í æxluninni. Nýjasta og ítar-
legasta greinargerðin um efnið íærir báðar þesar skýringar í samfelldan
sálfræðilegan búning. Rammi þessarar umræðu mótast af þróunarsjónarmið-
um, en innan hans skortir allmjög á, að fjallað sé um framtíðarhorfur og
framtíðarmöguleika á sannfærandi hátt. I rauninni er ekkert látið í ljós um
þetta umfram staðhæfingu þess efnis, að frelsun konunnar hljóti að verða
„óhjákvæmilegur þáttur" í framkvæmd sósíalismans.
Hvaða leið er til út úr þessum ógöngum? Eina leiðin hlýtur að felast í
því að gefa gaum að fjölbreytileikanum í þjóðfélagsstöðu konunnar. Hér
þarf að ganga miklu rækilegar til verks en áður hefur verið gert og gera upp
einstaka þætti dæmisins, sem saman mynda flókna — ekki einfalda — heild-
armynd. Þessi afstaða táknar, að við höfnum hugmyndinni um, að unnt sé
að gera sér grein fyrir þjóðfélagslegri stöðu konunnar með einfaldri af-
leiðsluályktun út frá efnahagsskipan þjóðfélagsins eða með því að finna eitt-
hvert þjóðfélagslegt meðaltalsgildi. Við verðum þvert á móti að líta á við-
fangsefnið sem sértækt fyrirbæri, sem samsett er úr ólíkum þáttum, er saman
mynda eina heild. Breytileg þjóðfélagsstaða kvenna á ýmsum öldum stafar
þá einfaldlega af því, að þessir ólíku þættir hafa raðazt saman með ýmisleg-
um hætti í tímans rás. Þetta minnir á niðurstöður Marx í ritinu Efnahagsleg
gerð hins forkapítalíska þjóðfélags. Þar sýnir hann með rannsókn sinni á
efnahagskerfinu fram á, hvernig framleiðsluöfiin fléttast saman með marg-
víslegum hætti í stað þess að gefa hreint yfirlit um efnahagsþróunina. Þjóð-
félagsstaða konunnar er alltaf margræð, vegna þess að hún ákvarðast á hverj-
um tíma í heild sinni af mörgum þáttum. Hér skulu taldir nokkrir meginþætt-
irnir: Framleiðslukerfi, æxlun, kynlíf og félagsmótun barna. Af því, hvernig
þessir þættir raðast saman, ræðst sú „flókna heildarmynd", sem við fáum af
stöðu konunnar, en einstakir þættir þessarar heildarmyndar kunna að hafa
öðlazt sérstakt „gildi" á einhverju skeiði sögunnar. Þess vegna verðum við
að athuga hvern einstakan þátt út af fyrir sig til þess að geta gert okkur grein
fyrir því, hvernig heildarmyndin lítur út núna og hvernig megi breyta
henni. I köflunum, sem hér fara á eftir, er ekki ætlunin að rekja þróun ein-
stakra þátta þessa máls út frá sögulegu sjónarmiði. Þeim er einungis ætlað

201
Tímarit Máls og menningar
að flytja nokkrar almennar hugleiðingar um hin margvíslegu hlutverk
kvenna og tengsl þeirra innbyrðis.

Framlciðslan
Allt frá upphafi vega hefur hinn líffræðilegi mismunur kynjanna og verka-
skipting þeirra virzt tengd órjúfanlegum böndum. Konur eru aflminni og
smærri en karlar og líkamsgerð þeirra, ásamt ýmsum sálrænum og líffræði-
legum efnaferlum, virðist með þeim hætti, að þær af þeim sökum dugi síður
til starfa en karlar. Á það er jafnan lögð áherzla, hvernig yfirburða líkams-
kraftar karlmannsins gerðu honum kleift að sigrast á erfiðleikum umhverfis-
ins meðan konunni var þetta fyrirmunað. Það, sem hér er sagt, gildir að
vísu einkum um hin elztu tímaskeið mannkynssögunnar. Eftir að konunni
hafði einu sinni verið lögð á herðar sú þjónustukvöð að gegna eins konar
varðveizluhlutverki, á sama tíma og karlmaðurinn var landnemi í skapandi
starfi, var henni markaður bás til frambúðar. Hlutskipti hennar varð ná-
tengt fyribærum, sem njóta verndar: einkaeigninni og börnunum. Allir þeir
sósíalistar, sem nefndir hafa verið hér að framan og um efnið hafa fj allað —
Marx, Engels, Bebel og de Beauvoir, líta svo á, að upphaf og viðhald undir-
okunarinnar á konunni megi tengja tilkomu einkaeignarréttarins, en þá þegar
var ljóst orðið, að konur væru síður til líkamlegrar erfiðisvinnu fallnar en
karlar sakir minni líkamsburða. En veikari líkamsburðir konunnar hafa þó
aldrei orðið þess valdandi, að hún hafi ekki gengið að störfum (og hér er
uppeldi barna alls ekki haft í huga sérstaklega); það á einungis við um á-
kveðin störf, að konur hafi ekki stundað þau, og þetta gildir um tiltekin
þjóðfélög. Sú hefur verið raunin meðal frumstæðra þjóða og í menningar-
ríkjum fornaldar, í þjóðfélögum Austurlanda jafnt og í evrópsku miðalda-
þjóðfélagi og enn undir hagkerfi kapítalismans, að konur hafa ætíð innt af
hendi verulegan fjölda starfa (og er hér alls ekki tekið djúpt í árinni). Vand-
inn er aðeins að kveða á um, hvers kyns störf hér er um að tefla. Jafnvel á
okkar dögum eru heimilisstörf geysi tímafrek og umfangsmikil, séu þau
mæld á sama kvarða og störf í atvinnulífinu. Allavega er óhætt að staðhæfa,
að það er ekki líkamsbygging kvenna, sem ræður því, hvort þeim skuli ein-
vörðungu eða að mestu leyti markað starfssvið ambáttar í heimahúsum. I
mörgum akuryrkjusamfélögum hafa konurnar unnið að jarðræktinni til
j afns við karlmenn og stundum meira en þeir.

202
Byltíng sem ekki sér fyrir endann á
Líkamsgerð og nauðung
Til grundvallar mestu af því, sem hin klassísku fræðirit hafa að geyma um
það efni, sem hér er til umræðu, liggur sú almenna skoðun, að meginvaki
þeirrar þróunar, sem leitt hefur til undirgefnisaðstöðu kvenna, sé fólginn í
þeirri staðreynd, að konur eru miður fallnar til líkamlegrar erfiðisvinnu en
karlar. En með þessari skýringu er sagan raunar ekki nema hálfsögð og tæp-
lega það. Jafnvel þótt gengið sé út frá þessari viðmiðun, sýnir sagan okkur,
að sá undirgefnissess, sem konur skipa, ákvarðast miklu fremur af vanhæfni
kvenna til valdbeitingar en af skertri starfsgetu þeirra. Það á við um flest
þjóðfélög, að konur hafa staðið karlmönnum að baki í þeirri list að heyja
bardaga engu síður en í að vinna erfiðisvinnu. Karlmaðurinn er ekki bara
búinn því afli, sem þarf til að takast á við náttúruöflin, heldur getur hann
einnig haft í fullu tré við samferðarmenn sína. Þáttur félagslegrar nauðung-
ar í þeirri opinskáu verkaskiptingu kynjanna, sem reist hefur verið á grund-
velli líffræðinnar, er miklum mun meiri en menn vilja almennt kannast við.
Þetta má að sjálfsögðu ekki skilja svo, að um beina árás sé að ræða. I frum-
stæðu samfélagi dylst engum, að konur eru frá náttúrunnar hendi lítt fallnar
til veiða. I akuryrkjusamfélögum, þar sem félagsskipanin mótast jafnan af því,
að konur skipa hinn óæðri sess, kemur engu að síður í þeirra hlut að annast
jarðvinnslu og ræktun, sem ekki er neitt áhlaupaverk. Beita þarf nauðung, til
þess að þetta geti átt sér stað. I þeim menningarsamfélögum, sem lengra eru á
veg komin og búa við flóknari atvinnu- og félagsskipan, fara veikari líkams-
burðir konunnar að nýju að verða atriði, sem máli skiptir. Konur eru vita
gagnslausar við að heyja styrjöld eða við að reisa borgir. En við upphaf
iðnaðaraldar í nútímaskilningi öðlast nauðungin gildi enn á ný. Um þetta
atriði fór Marx svofelldum orðum: „Vélvæðing gerir hlut vöðvaafls minni,
og að því leyti til er hún forsenda þess, að unnt sé að kveðja til starfa fólk,
sem búið er litlum líkamskröftum eða hefur ekki tekið út fullan líkamlegan
þroska, ef það aðeins er snart í snúningum. Þetta var ástæðan til þess, að
hinir kapítalísku stóriðjuhöldar sóttust svo mjög eftir að fá konur og börn
til starfa allt frá upphafi." 1
René Dumont hefur vakið athygli á því, að á mörgum svæðum í hitabelti
Afríku striti konur á okkar dögum myrkranna á milli, en karlmenn slæpist.
Það arðrán, sem þarna á sér stað, á sér engar „náttúrlegar" orsakir. Það er
engan veginn óhugsandi, að konur í afrískum bændasamfélögum nútímans
vinni stritvinnu sína vegna þess eins að hún helgast af venjubundnum hug-
1
Karl Marx: Das Kapital I.

203
Timarit Máls og menningar
myndum um hlutverkaskiptingu kynjanna í þjóðfélaginu og óvíst með öllu
hvort ótti við refsingu af hendi karlmannsins ræður þar nokkru um. í þessu
sambandi þarf einnig að athuga, að tengsl þess, sem nauðung heitir, og nauð-
ungarþola eru önnur en tengslin milli arðræningja og arðrændra, þau eru
fremur af pólitískum en efnahagslegum toga. Þegar Marx fjallaði um nauð-
ungina, komst hann svo að orði, að eigandinn færi meðþrælinn eða ánauðar-
bóndann eins og „ólífræna náttúruafurð, til orðna við sjálfsæxlun". í þessari
afstöðu felst sú skoðun, að verkalýðurinn sé hliðstætt fyrirbæri við aðra
náttúrlega hluti, t. d. nautgripi eða jarðveg: „Hinar upphaflegu framleiðslu-
afstæður birtast í eðlilegri mynd sem sjálfar tilveruforsendur framleiðandans,
alveg á sama hátt og hann er í lífi gæddum líkama sínum, sem er ekki hans
smíð, þótt líkami þessi hafi endurnýjazt og þroskazt fyrir hans tilverknað." x
Þessi ummæli eiga fullkomlega við um þjóðfélagsaðstöðu konunnar. Því fer
einmitt svo víðsfjarri, að veikir líkamsburðir leysi konur undan þeirri kvöð
að vinna að framleiðslustörfunum, því að félagslegt umkomuleysi þeirra
verður þess valdandi í ofangreindum tilvikum, að hlutskipti þeirra verður
hlutskipti vinnuþrælsins.
Höfundar þeir, sem um þessi efni hafa fjallað, hafa þó undantekningar-
laust ekkert skeytt um þessi augljósu sannindi, og hefur þessi afstaða leitt
til óréttmætrar bjartsýni í spám þeirra um framtíðina. Þessi bjartsýni ætti
sér stað í veruleikanum, ef undirgefnisstaða kvenna ætti einungis rót sína að
rekja til þeirrar líffræðilegu staðreyndar, að konur eru lítt fallnar til líkam-
legrar erfiðisvinnu. Ef sú væri raunin, myndi tilkoma háþróaðrar véltækni,
sem létti oki hins líkamlega erfiðis af fólki, gefa fyrirheit um frelsisheimt
konunnar. Um eitt skeið litu ýmsir jafnvel svo á, að sjálf iðnvæðingin
•hringdi inn nýja frelsisöld konum til handa. Til vitnis um þetta eru m. a.
eftirfarandi ummæli Engels: „Frumforsenda þess, að konur fái öðlazt frelsi,
er, að konur upp til hópa hefji að nýju störf í atvinnulífinu Þetta hefur
orðið kleift fyrst nú með tilkomu nútíma stóriðju, sem gerir ekki aðeins að
veita fjölda kvenna möguleika á þátttöku í atvinnulífinu, heldur beinlínis
hrópar á þátttöku þeirra jafnhliða því að hún stefnir að því að gera heimilis-
störfin líka að venjulegu atvinnustarfi." 2 Umsögn Marx um iðnaðarþjóð-
félagið á bernskuskeiði er jafnsönn — eða ósönn — þótt hún sé heimfærö
upp á þjóðfélag sjálfvirkninnar: „ . . . augljóst er, að það hlýtur að efla stór-
lega mannlegan þroska, ef einstaklingar af báðum kynjum og á öllum ald-

^Karl Marx: Ejnahagsleg gerð hins forkapítalíska þjóðfélags.


2
Friedrich Engels: Vppruni jjölskyldunnar ...

204
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
ursskeiðum eiga aðild að hinum starfandi hópi í þjóðfélaginu og allar ytri
aðstœður eru hagstœðar. Þetta snýst þó upp í ranghverfu sína og tekur á
sig mynd illkynjaðrar spillingar og þrældóms innan vébanda hinna sjálf-
sprottnu og harðýðgislegu framleiðsluhátta kapítalismans, þar sem verka-
maðurinn er skilyrtur af framleiðsluferlinu í stað þess að vera herra þess." 1
Tilkoma iðnverkafólks sem stéttar og tilkoma sjálfvirkni í framleiðslu veitir
hvort tveggja fyrirheit um að konur muni öðlast frelsi til jafns við karla —
en hér er aðeins um fyrirheit að ræða.
Á því leikur enginn minnsti vafi, að konan hefur ekki enn öðlazt frelsi í
þeim skilningi, sem hér er átt við, þrátt fyrir alla iðnvæðingu, og gildir
þetta jafnt um lönd í austri sem vestri. Það er rétt, að á Vesturlöndum
flykktust konur um eitt skeið til þátttöku og starfa í ört vaxandi iðnaði
þessara landa, en brátt komst á eins konar jafnvægi í þessum efnum og síð-
ustu áratugi hefur konum við iðnaðarstörf fjölgað mjög óverulega. De
Beauvoir vonaði, að sjálfvirknin myndi skipta algerlega sköpum í þessu
efni með því að jafna til fulls aðstöðumun kynjanna að því er varðaði lík-
amsburði. En setji maður traust sitt á slíkar vonir, ætlar maður tækninni sem
slíkri sjálfstætt hlutverk, og fær það engan veginn staðizt sé málið skoðað
í ljósi sögunnar. Afleiðingar sjálfvirkni í kapítalísku þjóðfélagi gætu hugs-
anlega orðið þær, að þeim færi stöðugt fjölgandi, sem misstu atvinnu sína
vegna þess að „kerfið" þyrfti ekki lengur á þeim að halda. Slík þróun myndi
bitna á konum öðrum fremur, af því að þær urðu seinni til þátttöku í atvinnu-
lifinu en karlar og eiga sér þar ekki eins traustan sess, en þessi þróun væri
ekki öndverð þeirri hugmyndafræði, sem hið borgaralega þjóðfélag hvílir á.
Mætti þá segja um hlutdeild kvenna í atvinnulífinu, að lítið var en lokið er.
Tæknilegir þættir þessa máls lúta þeim lögmálum, sem samfélagsgerðin setur
þeim, og það mun mestu ráða um framtíðarstöðu kvenna í atvinnulegum efn-
um.
Þótt við vísum til þess, að konur hafi veikari líkamsburði en karlar, gefur
það, ekki fremur nú en áður, neina viðhlítandi skýringu á því, hvers vegna
konur sitja ekki við sama borð og karlar í atvinnulegum efnum. Nauðungin
er vægari en áður var, því að hún hefur þokað fyrir ákveðinni hugmynda-
fræði, sem bæði kynin aðhyllast. I athugasemdum, sem Viola Klein gerði
við niðurstöður skoðanakönnunar, sem hún framkvæmdi meðal kvenna, er
vinna utan heimilis, komst hún m. a. svo að orði: „I svörum kvennanna við
spurningum okkar vottar hvergi fyrir þeirri afstöðu, að konum beri jafn-
iKarl Marx: Das Kapital I.

205
Tímarit Máls og menningar
rétti við karla, hvorki að það komi fram berum orðum eða á annan hátt;
viðhorfin bera jafnan með sér, að það sé engan veginn sjálfsagt að konur
hafi „rétt til starfs"." Ef konum er meinuð þátttaka í framleiðslustarfseminni
eða þær kjósa sér sjálfar það hlutskipti að standa utan við hana, mun þeim
ekki einu sinni takast að skapa sjálfar frumforsendurnar fyrir frelsun sinni.

Æxlunin
Sú staðreynd, að konur hafa á liðnum öldum komið lítt við sögu sjálfrar
framleiðslustarfseminnar, á ekki aðeins rót sína að rekja til veikra líkams-
burða og þeirrar nauðungar, sem þær hafa verið beittar, heldur kemur hér
einnig til það hlutverk, er þær gegna varðandi æxlunina. Konurnar ganga með
börnin og ala þau í heiminn, og þetta gerir það að verkum, að þær verða að
taka sér leyfi frá störfum öðru hverju, en hér er þó ekki um neitt úrslitaatriði
að ræða. Nær lagi væri að segja, að í kapítalískum þjóðfélögum að minnsta
kosti, felist í þætti konunnar í æxluninni eins konar óhlutkennd samsvörun
við það hlutverk, sem karlmaðurinn gegnir í framleiðslustarfinu. Samkvæmt
hinum almennu hugmyndum á eðlileg köllun kvenna að vera í því fólgin að
ala börn, annast uppeldi þeirra og sjá um heimilið. Skoðun þessi hefur orðið
rótgróin, vegna þess að svo hefur virzt sem fjölskyldan sé alltaf undirstöðu-
eining í mannlegu samfélagi. A því leikur enginn vafi, að marxistar hafa í
skrifum sínum um þetta efni tekið of létt á þeim vanda, sem sprettur af
þessu atriði. Engum hefur tekizt að gæða vígorðið um „afnám" fj ölskyldunn-
ar neinu raunhæfu inntaki og er það glöggt til vitnis um þann vanda, sem
við er að glíma, auk þess sem það sýnir merkingarleysi hugtaksins. Það
tómarúm, sem þannig hefur skapazt, hafa svo Townsend og hans nótar fyllt
með hefðbundnum viðhorfum á borð við þau, sem getið var hér að framan.
Það er altæk og ótímabundin líffræðileg staðreynd, að konan gengur með
og elur börnin. Af þessu leiðir eðli málsins samkvæmt, að ekki virðist unnt
að beita hinni sögulegu rannsóknaraðferð marxismans á þetta fyribæri. Það
hefur svo aftur augljóslega í för með sér, að fjölskyldan muni sem slík verða
til alltaf og alls staðar, jafnfvel þótt hún taki á sig ýmsar myndir. Ef menn
viðurkenna þennan skilning, leiðir slík afstaða óhj ákvæmilega til þess, að þeir
hinir sömu verða að játa því, að hinni þjóðfélagslegu undirgefnisstöðu
kvenna verði ekki breytt, af því að hún stjórnist af staðreyndum lífsins. Má
þá einu gilda, þó að á það sé lögð tilhlýðileg áherzla, að konunni sé sómi að
sínu hlutskipti, þótt það sé af öðrum toga en hlutur karlmannsins (varð-

206
Bytting sem ekki sér fyrir endann á
andi þetta atriði má benda á boðskap kynþáttaofstækismanna í Suðurríkjum
Bandaríkjanna um jafnrétti samfara aðskilnaði). Orsakasamhengið verður
því sem hér segir: Konan verður að ganga með og ala börn, hún er bundin
fjölskyldunni, hún tekur lítt eða ekki þátt í atvinnulífinu eða opinberum mál-
um og býr við kynferðislegt misrétti.
Fjölskylduhugtakið er kjarninn í þessari rökleiðslu. Sú hugmynd, að
hugtókin „fjölskylda" og „samfélag" séu, þegar öllu er á botninn hvolft,
samstæðrar merkingar, stendur víða föstum fótum og sama má segja um þá
skoðun, að ekki sé unnt að grundvalla háþróað nútímasamfélag á öðru en
frumfjölskyldunni einni. Þessi atriði verða því aðeins brotin til mergjar, að
við berum fram spurninguna um, hvað átt sé við með fjölskyldu — eða öllu
heldur hvaða hlutverki konan gegni í fjölskyldunni. Sé þetta gert, sjáum við
vandann í alveg nýju Ijósi. Við okkur blasir sú augljósa staðreynd, að staða
konunnar innan fjölskyldunnar markast af þremur þáttum og gildir þá einu,
hvort um er að ræða fjölskyldu í frumstæðu samfélagi, fjölskyldu, er býr við
lénska þjóðfélagshætti, eða fjölskyldu í borgaralegu samfélagi. Þeir þrír
þættir, sem hér um ræðir, eru æxlun, kynlíf og félagsmótun barnanna. Hin
sögulegu þróunarferli hafa leitt til þess, að þessir þrír þættir eru nátengdir
innan hverrar nútímafjölskyldu, enda þótt engin eðlislæg tengsl séu á milli
þeirra. Það er alls ekki alltaf að kynforeldri annist uppeldi barns eða barna
sinna (ættleiðing). Við þessar aðstæður skiptir meginmáli, að umræða okkar
beinist ekki að einhverju óskilgreindu fjölskylduhugtaki, heldur að því að
brjóta til mergjar þá ólíku þætti, sem það er gert af á líðandi stund. Hitt er
svo annað mál, að innan tíðar kann gerð þess að hafa breytzt og vera orðin
öll önnur. Oftlega hefur verið á það bent, að æxlunin virðist undirorpin
óumbreytanleikanum og óháð rás timans — líffræðilegt fyrirbæri fremur en
sögulegt. Þetta er þó blekking ein sé grannt að gáð. Hið rétta í málinu er, að
„æxlunarafstæðurnar" breytast ekki í samræmi við „framleiðsluafstæðurn-
ar", því að þær geta í reynd haldist óbreyttar, þótt framleiðsluafstæðurnar
þróist stig af stigi. Hingað til hafa „æxlunarafstæðurnar" verið skilgreindar
út frá þeim náttúrlegu lögmálum, sem ekki varð við ráðið. Að þessu leyti
var hér um að ræða líffræðilegt fyrirbæri, sem laut sínum eigin lögmálum.
Meðan æxlunin laut einvörðungu sínum náttúrlegu lögmálum, gat auðvitað
ekki hjá því farið, að konur væru ofurseldar því hlutskipti að vera tæki til
fullnægingar tilteknum samfélagsþörfum. Hvernig sem á málin er litið, er
ljóst, að þær réðu ekki lífi sínu nema að nokkru leyti. Þær áttu þess engan
kost að velja um, hvort eða hversu oft þær vildu ala börn (nema hvað hægt

207
Tímarit Máls og menningar
var að láta eyða fóstri oftar en einu sinni). Líf þeirra réðst að verulegu leyti
af líffræðilegum ferlum, sem þær höfðu engin áhrif á.

Varnir gegn getnaSi


Það var ekki fyrr en á 19. öldinni, að fundnar voru upp haldgóðar að-
ferðir til að koma í veg fyrir getnað. Hér var um nýjung að ræða, sem nú
hefur sannað heimssögulegt gildi sitt. Það er þó ekki fyrr en nú, eftir að
pillan kom til sögunnar, að mönnum er að verða ljóst, hve alger umskipti
eiga að geta átt sér stað í þessum efnum. Nú loksins hafa þau atvik gerzt, að
ekki á að vera ókleift að breyta „æxlunarháttunum". Um leið og konur verða
algerlega frjálsar að því að eignast börn eða láta það vera (hvernig er að-
staða þeirra í þessum efnum hér á Vesturlöndum, jafnvel nú á tímum?), fær
þessi athöfn alveg nýtt gildi. Hér eftir á þetta ekki að þurfa að vera megin-
hlutverk og eina köllun konunnar, heldur verður hér um það að ræða að
fullnægja einni ósk af mörgum.
Að hyggju Marx sýnir sagan okkur, hvernig maðurinn umbreytir náttúr-
unni stig af stigi og breytir þá um leið sjálfum sér — mannlegu eðli sínu —
í samræmi við breytta framleiðsluhætti. Nú eru fyrir hendi tæknilegar for-
sendur fyrir því að gæða eðlilegasta þátt mannlegra samskipta nýju, mennsku
inntaki. Sú yrði í reynd afleiðing breyttra æxlunarhátta.
Við eigum enn langt í land að ná því marki. Það varðar enn við lög í
Frakklandi og á ítalíu að selja og dreifa hvers konar tækjum eða töflum til
að koma í veg fyrir getnað. Það er einungis efnaður minnihluti í nokkrum
vestrænum ríkjum, sem nýtur þeirra forréttinda að eiga aðgang að töflum í
þessu skyni. Þær framfarir, sem hafa átt sér stað í þessum löndum, hafa þó
verið með íhaldssömum blæ sem vænta mátti, og konan að vissu leyti orðið
þolandi í því sambandi. Pillan er bara framleidd handa konum, svo að þær
eru eins konar „tilraunadýr" á þessu sviði, enda þótt báðum kynjum sé vissu-
lega málið skylt.
Það atriði þessa máls, sem yfirskyggir öll önnur, er, að tilvist nærtækra og
öruggra aðferða til að koma í veg fyrir getnað, mun verða til þess að rjúfa
hið nána samhengi, sem hefur verið milli kynlífs og æxlunar, en borgarastétt
vorra tíma reynir af öllum mætti að viðhalda þessu samhengi til réttlætingar
á tilveru fjölskyldunnar.

208
Bylting sem ekki sér jyrir endann á
Æxlun og framleiðsla
Nú á tímum er æxlunin í þjóðfélagi okkar oft eins konar dapurleg eftir-
öpun framleiðslu. Vinna í þjóðfélagi kapítalismans táknar firringu verka-
lýðsins, sem með félagslegri framleiðslu skapar vöru, sem kapítalistinn síðan
kastar eign sinni á. En þessi vinna getur samt stundum haft í sér fólgið
skapandi starf, átt sér tilgang og vakið til ábyrgðar, jafnvel þótt arðránseðli
umhverfisins leyni sér ekki. 1 móðurinni gefur oft að líta skopmynd af ein-
hverju viðlíka. Menn meðhöndla barnið — hina líffræðilegu afurð — eins og
það væri hlutkennd vara. Foreldrishlutverkið verður eins konar uppbót fyrir
vinnuna, og í því starfi, sem því fylgir, er barnið skoðað sem nokkurs konar
afurð, sem móðirin hefur skapað á sama hátt og verkamaður býr til vöru.
Auðvitað hverfur barnið ekki í þess orðs fyllstu merkingu, en firring móð-
urinnar getur verið miklu þungbærari en sú firring, sem verkamaðurinn
verður fyrir, þegar auðmagnseigandinn kastar eign sinni á vöruna, sem
verkamaðurinn hefur framleitt. Engin mannvera getur skapað aðra mann-
veru. Það felur í sér hlutfirringu að tala um líffræðilegan uppruna einhverrar
tiltekinnar persónu. Sem sjálfráða einstaklingur hlýtur barnið óhj ákvæmilega
að rísa gegn allri þeirri viðleitni, sem beinist að því í sífellu að umskapa það
og gera það að eign foreldrisins. Menn skoða eignir sem útvíkkun á sjálfinu.
Þetta á alveg sérstaklega við um það að eiga barn. Allt, sem barnið gerir, er
þess vegna ógnun við móðurina sjálfa, en hún hefur afsalað sér sjálfræði
sínu með því að misskilja hlutverk sitt í æxluninni. Vart mun geta uggvæn-
legri áhættu en þá, sem í því felst að reisa líf sitt á slíkum grunni.
Það má skilgreina konuna út frá þeim eiginleika hennar að ganga með
og ala börn, en það er ekki hægt að miða neina skilgreiningu við óvirkni
hennar í framleiðslustarfi. Slík skilgreining getur þó aðeins orðið lifeðlis-
fræðileg. Meðan móðurhlutverkið heldur áfram að vera athvarf hennar og
kemur í stað frumkvæðis og skapandi starfs, og heimilin gegna áfram því
hlutverki að sjá karlmönnum fyrir stað, þar sem þeir geta slakað á þöndum
taugum sínum, mun engin breyting eiga sér stað. Meðan þetta ástand varir,
munu konur áfram verða rígbundnar á klafa tegundarinnar og lúta allækum
og náttúrlegum aðstæðum hennar.

Kynlífið
Yfir kynlífinu hefur frá fornu fari hvílt strangari bannhelgi en yfir nokkru
öðru í lífi kvenna. Erfitt hefur reynzt með afbrigðum að skilgreina, hvað
felist í hugtakinu frjálst kynlíf, og hver tengsl séu á milli slíks frelsis og
14 TMM 209
Tímarit Máls og menningar
kvenfrelsis. Raunin hefur líka orðið sú, að einungis örfáir sósíalískir höf-
undar hafa lagt í að taka þessi atriði til umræðu. Það var Fourier einn, sem
taldi þessar tvær víddir frelsisins algerlega samstæðar, og hann lýsti með
ljóðrænum orðum kynlífsparadís, þar sem skipti voru höfð á mökum (fram-
leiðslusamfélögin frægu). Um langa hríð fóru ekki fram neinar umræður,
sem því nafni má nefna, um þetta efni innan heimshreyfingar kommúnista,
og var það mest fyrir áhrif „hins sósíalíska siðgæðis" í Ráðstjórnarríkjun-
um. I þessum efnum var Marx ekki eins frjálslyndur og Engels og aðhylltist á
yngri árum hefðbundin viðhorf til þessara mála: „ . . . hinn andlegi kjarni
hjónabandsins er fólginn í því að hefja kynhvötina í æðra veldi með því að
tengja hana einhverjum sérstökum aðila, og jafnframt táknar hjónabandið,
að reistar eru lagalegar skorður gegn alræði eðlishvatanna. Upp af hjú-
skapnum spretta þau tilfinningalegu tengsl, sem veita manneðlinu fullkomið
aðhald og gæða lífið siðrænni fegurð." 1
Engu að síður liggur alveg ljóst fyrir, að frá upphafi vega hefur ekki verið
litið á konuna sem ættmóður eða framleiðanda einvörðungu, heldur engu
síður sem tæki til svölunar kynferðislegum fýsnum karlmannsins. Þegar öllu
er á botninn hvolft, má miklu fremur heimfæra gildandi reglur um eignar-
hald upp á kynlífið en upp á framleiðslustarfsemi eða æxlun. Orðaforði okk-
ar nútímamanna um kynferðismál er óljúgfróðast vitni um þetta, þar
birtist fullkomin orðaskrá hlutgervingarinnar. Síðar á ævinni gerði Marx sér
auðvitað mætavel grein fyrir þessu: „Hjúskapur . . . er ótvírætt eitt dæmi
um óskoraðan einkaeignarrétt." 2 En hvorki Marx né arftakar hans reyndu
nokkurn tímann að setja sér fyrir sjónir, hverjar afleiðingar þetta hefði fyrir
sósíalismann eða hvaða áhrif þetta hefði á allar tilraunir til að kanna þjóð-
félagsstöðu kvenna á viðhlítandi hátt. I tengslum við ofangreind ummæli
lagði Marx áherzlu á, að kommúnismi myndi engan veginn fela í sér „þjóð-
nýtingu" á konum sem hverri annarri samfélagseign. Hann leiddi hins vegar
hjá sér að ræða málið nokkuð frekar.
Niðurstaða mín hér að ofan gefur tilefni til nokkurra athugasemda um
málið frá sögulegu sjónarmiði. Sósíalistar hafa að vísu þagað þunnu hljóði
um þessi mál, en það hafa frjálslyndir hugmyndafræðingar svo sannarlega
ekki gert. Nýlega kom út bók, sem ber titilinn Eros Denied, og er hún samin
af Wayland Young. Hann heldur í bók sinni fram þeirri skoðun, að í menn-
1
Karl Marx: Chapitre de mariage í Oeuvres philosophiques I, bls. 25 (Oeuvres com-
plétes, ed. Molinor).
2
K a r l Marx: Kommúnismi og einkaeignarréttur.

210
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
ingarsamfélögum Vesturlanda hafi kynlífið verið reyrt í slíkar ófrelsisviðjar,
að slíks séu engin dæmi annars staðar á byggðu bóli. Young er talsmaður
aukins frjálsræðis á sviði kynlífsins, og hann gerir í bók sinni allrækilegan
samanburð á ástandi þessara mála í nútímaþjóðfélagi og þeim viðhorfum,
sem ríkja meðal Austurlandaþjóða og einkenndu menningarsamfélög forn-
aldar. Það hlýtur þó að vekja nokkra athygli manna, að í bók sinni víkur
hann alls ekkert að stöðu kvenna í þessum ólíku samfélögum, og hann gerir
heldur enga grein fyrir þeim margbreytilegu hjúskaparháttum, sem þar hafa
tíðkazt. Af þessu leiðir, að öll málafylgja Youngs líkist einna mest hreinni
rökþraut; hún sýnir okkur í öfugri speglun þá sósíalísku umræðu um þjóð-
félagsstöðu kvenna, sem lætur hjá líða að taka til meðferðar vandamál þau,
sem tengd eru frjálsræði á sviði kynlífsins og inntaki þess. Það er raunar
laukrétt, að ýmis austurlenzk menningarsamfélög og menningarsamfélög í
fornöld (og ekki sízt frumstæðar þjóðir) hafa aðhyllzt miklu meira frjáls-
ræði á þessu sviði en viðgengizt hefur á Vesturlöndum, en fáránlegt er að
ætla, að hér sé um að ræða gildismat, sem sprettur upp af sjálfri samfélags-
gerðinni á þessum stöðum, og að unnt sé að yfirfæra það á önnur samfélög. Ef
málið er skoðað niður í kjölinn, kemur í ljós, að í mörgum þeirra samfélaga,
er bjuggu við frjálsræði í kynferðismálum, var þetta frjálsræði aðeins á
yfirborðinu, en undir því duldist eigingjarnt fjölkvæni, þannig að hið
meinta frjálsræði var í reynd órækur vitnisburður um forræði karlmannsins.
Þetta kynferðislega frelsi birtist okkur líka oft á eðlilegan og máttugan hátt
í ýmsum listaverkum og þarf engan að undra það, þar eð það voru karlmenn
fyrst og fremst, sem sinntu listsköpun. Þessi listaverk fela svo að margra máli
í sér algilda mynd af mannlegum samskiptum í viðkomandi samfélagi. En
slík afstaða leiðir út í hreinar ógöngur. I þessum efnum er engan veginn
mest aðkallandi að rekja söguleg dæmi á einfeldningslegan og ábyrgðar-
þrunginn hátt, heldur er sú þörfin brýnust, að menn reyni að gera sér ein-
hverja grein fyrir því, hvort um fylgni er að ræða í einstökum þjóðfélögum
milli víðsýni og frjálslyndis í kynferðismálum annars vegar, og þeirrar virð-
ingar, sem konur njóta hins vegar í sömu þjóðfélögum. Nokkur atriði liggja
alveg í augum uppi. Sjálf söguþróunin lýtur díalektískum lögmálum í miklu
ríkari mæli en áhangendur frjálslyndisstefnunnar vilja vera láta í skrifum
sínum. Otakmarkað, lögleyft fjölkvæni -—• að ekki sé minnzt á þá „kynvæð-
ingu" menningarinnar, sem því er samfara, jafngildir ótvírætt því að svipta
konur ákvörðunarrétti yfir sjálfum sér og býður því harðvítugri kúgun heim.
Kínverskt þjóðfélag í fornöld birtir okkur skýra mynd af því ástandi, sem

211
Tímarit Máls og menningar
skapast við slikar aðstæður. Wittfogel hefur lýst takmarkalausri harðstjórn
hinna kínversku fjölskylduœttfeðra (pater familias), sem eru „hálfopinberir
löggæzlumenn innan ættsveitar sinnar." 1 Þegar einkvænið hélt síðar innreið
sína á Vesturlöndum, fór því fjarri, að tilkoma þess horfði aðeins til heilla.
Það átti eftir sem áður langt í land, að jafnræði skapaðist milli kynjanna.
Engels greip vissulega á kýlinu, er hann reit eftirfarandi o r ð : „Tilkoma ein-
kvænis táknar alls ekki, að söguþróunin hafi náð því marki að sætta karla
og konur, hvað þá að það feli í sér æðsta stig slíkra sátta. Einkvænið leiðir
þvert á móti í ljós undirokun annars kynsins á hinu og boðar stórfelldari
átök milli kynjanna en nokkur dæmi eru til um áður á forsögulegum tíma." 2
En eftir að kristindómurinn breiddist út á Vesturlöndum, tók einkvænið á
sig mjög sérstæða mynd þar um slóðir. Það hélzt nú í hendur við algerari
bælingu kynferðislífsins en dæmi voru til áður. Viðhorf kristindómsins
á þesu sviði, eins og það var túlkað af Páli postula, var kvenþjóðinni ótví-
rætt fjandsamlegt, enda sprottið upp úr jarðvegi gyðingatrúarinnar. Þegar
stundir liðu fram, varð einkvænið meira í orði en á borði, og enda þótt mikið
orð hafi á síðari tímum farið af meinlætasemi manna á tímum lénsskipulags-
ins, tíðkaðist það ósjaldan, að jafnhliða því að einkvænisreglan var í heiðri
höfð, leyfðist í reynd allverulegt fjöllyndi í ástamálum, að minnsta kosti inn-
an yfirstéttarinnar. En það frjálsræði á sviði kynlífsins, sem hér var um að
ræða, var aðeins til marks um yfirdrottnun karimannsins. I Englandi áttu
afdrifaríkustu umskiptin á þessu sviði sér stað á 16. öld, er hin herskáa hreyf-
ing Kalvínstrúarmanna var að rísa á legg og markaðsbúskapurinn að ryðja
sér til rúms í atvinnulífinu. Um þetta farast Lawrence Stone orð á þessa leið:
„Þó að til annars væri ætlazt opinberlega, var það svo í reynd á fyrri hluta
16. aldar, að brezki aðallinn lifði „fjölkvænislífi", og margir aðalsmenn létu
sig ekki muna um að búa við margar konur, hverja á eftir annarri, enda þótt
opinbert bann lægi við skilnaði . . . En á síðari hluta 16. aldar fór gagnrýni
Kalvínstrúarmanna á hinni siðferðislegu tvöfeldni að hafa sín áhrif á al-
menningsálitið, sem snerist nú öndvert gegn opinberum frillulifnaði." 3 Kapí-
talisminn, og þær kröfur, sem hin rísandi borgarastétt bar fram, mörkuðu
konum nýtt hlutverk, starf eiginkonu og móður. Réttarstaða kvenna batnaði.
Snarpar umræður fóru fram um þjóðfélagsstöðu þeirra. Menn urðu sammála
um að fordæmanlegt væri að berja konu sína. „Karlmaður af borgarastétt er

iKarl Wittfogel: Oriental Despotism (1957).


2
Fr. Engels: Uppruni fjölskyldunnar . . .
3
Lawrence Stone: The Crisis oj Aristocracy (1965).

212
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
ekki að leita að jafningja sínum í konunni, heldur að mótspilara." 1 Stundum
átti það sér stað í félagsheildum á útjaðri samfélagsins, að konur öðluðust
jafnrétti, sem fól í sér eitthvað umfram hlutverk hennar sem konu í markaðs-
þjóðfélagi. Konur nutu oft fullkomins jafnréttis innan róttækra sértrúar-
flokka; Fox hélt því fram, að með endurlausninni kæmist á að nýju það
jafnrétti, sem ríkt hefði fyrir syndafallið. Þessi afstaða leiddi til þess, að kon-
ur í trúfélögum kvekara urðu í raun sjálfra sín ráðandi. En jafnskjótt og sér-
trúarflokkarnir höfðu komið föstu skipulagi á starfsemi sína, var á nýjan
leik farið að boða með auknum þunga nauðsyn fjölskylduaga og hlýðnisaf-
stöðu kvenna. Keith Thomas hefur öldungis rétt fyrir sér, er hann segir, að
hinir róttæku mótmælendur „hafi átt dálítinn þátt í að styrkja stöðu kvenna,
en þó ekki svo neinu verulegu nemi". Húsbóndavaldið stóð óbreytt, og fram-
leiðsluhættirnir í atvinnulífinu stuðluðu að viðhaldi þess. Einkvænið komst á
sem algild og virk meginregla samtímis því að myndbreytingar hins borgara-
lega samfélags skópu þá þjóðfélagshætti, sem við búum við í dag. Tilurð
þessa þjóðfélags táknaði skref fram á við í söguþróuninni, á sama hátt og
raunin varð, eftir að markaðsbúskapurinn komst á, þótt ekki yrði þetta út-
látalaust. Hið lÖgbundna og formlega jafnrétti, sem þjóðfélag kapítalismans
býður upp á og sú „skynsemi" sem kapítalismanum er eiginleg, tók nú engu
síður til hjúskaparsáttmálans en vinnusamningsins. I báðum þessum tilvik-
um dylst hreint arðrán og misrétti undir hulu sýndarjafnræðis. Hitt er svo
jafnrétt, að formlegt jafnrétti á þessum sviðum báðum horfir til framfara,
því að það veitir möguleika til frekari sóknar í jafnréttisátt.
011 aðstaða kvenna í nútímaþj óðfélagi lýtur nýrri móthverfu. Þegar einu
sinni er búið að koma á jafnræði hjúskaparaðila (einkvæni, einveri), skap-
ast þær aðstæður, að frjálsræði á sviði kynlífsins geti eitt sér hugsanlega
stuðlað að frelsi konunnar, en við fjölkvænisaðstæður leiddi slíkt frjálsræði
jafnan af sér það ástand, að konur væru leiksoppar karla með einhverjum
hætti. Við núverandi einkvænisaðstæður þýðir þetta frjálsræði einfaldlega,
að báðum kynjum leyfist nú að víkja frá þeim meginreglum, sem nútíma-
samfélag setur kynlífinu.
Sagan sýnir okkur, að díalektísk þróun hefur átt sér stað. Á tímum, sem
einkenndust af því að fólk bældi niður kynhvöt sína að meira eða minna
leyti, „fórnaði" það möguleikunum á að fullnægja henni, en við þær að-
stæður, sem þannig sköpuðust, komst á meira jafnræði með körlum og kon-
um á sviði kynlífsins. Þetta aukna jafnræði á svo að geta skapað forsendur
1
Simone de Beauvoir: La Longue Marche (1957).

213
Tímarit Máls og menningar
fyrir því að kynlífið verði raunverulega losað úr þeim viðjum, sem það er í,
í þeim tviþætta skilningi að á þessu sviði ríki jafnræði og frelsi, en þetta
tvennt er einmitt inntak sósíalisma.
Sýna má fram á, að þróun sú, sem vikið var að hér að framan, hefur gerzt
í raun og veru. Þetta er hægt með því að skoða, hvernig hin „tilfinningalega
afstaða" hefur hreytzt. Þ a ð var ekki fyrr en á 12. öld, að tilbeiðsla ástarinnar
upphófst sem andsvar við hinum löghundnu hjúskaparformum, og leiddi
jafnframt af sér aukna upphafningu kvenna (riddaraástir). Inntak þessarar
tilbeiðslu ástarinnar varð, er fram liðu stundir, óljósara og tengdist loks
hjónabandinu sem slíku. Hið borgaralega hjónaband (byggt á rómantískri
ást) átti að felast í lífstíSarsambúð, sem grundvallaðist á frjálsu vali. Eftir-
tektarverðasta atriði þessa máls er, að einkvænisskipulagi var komið á hér á
Vesturlöndum mörgum öldum áður en hugtakið ást hlaut nokkra þýðingu.
Upp frá því hefur samfélagið haft þá afstöðu, að þetta tvennt eigi að heyra
saman, en aldrei hefur með öllu tekizt að eyða þeirri spennu, sem þarna er á
niilli. Hér er um fullkomnar andstæður að ræða; annars vegar „hjónaband-
ið", sem stofnað er til að yfirlögðu ráði með hjúskaparsáttmála og svo á hinn
bóginn „ástina", þá sjálfsprottnu tilfinningu, sem lýtur sínum eigin lögmál-
um; menn hafa einmitt vegsamað ástina öðru fremur fyrir það, að ekkert
stenzt fyrir henni, ekki einu sinni vilji mannsins. Dagleg reynsla okkar bend-
ir til þess, að sú skoðun að menn verði ástfangnir aðeins einu sinni á æv-
inni, hafi við lítil rök að styðjast, en einmitt þessi skoðun liggur til grund-
vallar því sjónarmiði, að ástin geti orðið hluti af samningi, sem menn gang-
ast undir að yfirlögðu ráði. Þegar slakað hefur verið á þeim sálrænu og
hugmyndafræðilegu hömlum, sem umlykja kynlífið og halda því í viðjum,
mun þetta verða öllum Ijóst.
Augljóst er, að stærsta skarðið, sem rofið hefur verið í hinn hefðbundna
múr í kynferðismálum, er fólgið í því, að kynmök fyrir hjónaband eru orðin
almennari en áður. I rauninni ríkir það viðhorf í borgaralegu nútímasam-
félagi, að slíkt sé sjálfsagt og eðlilegt. En þetta sama samfélag hefur allt aðra
hugmyndafræðilega afstöðu, þegar hjónabandið á í hlut; makinn á aðeins að
vera einn, og sambúð aðilanna á að vara aevilangt. Menn virðast ekki hafa
gert sér ljósa grein fyrir því, að hin nýju viðhorf til kynmaka fyrir hjónaband
kippa grundvellinum undan ofangreindum hugmyndum um hjónabandið.
Þessi staðreynd kemur mjög skýrt fram í nýlegu bandarísku safnriti, sem
nefnist The Family and the Sexual Revolution: „Um kynmök utan hjónabands
er það að segja, að andófsmennirnir gegn frjálsræði í kynferðismálum hafa

214
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
enn ekki slakað neitt á varðandi þetta atriði, en þeir eiga æ erfiðara upp-
dráttar. Aðalinntak þess kynlífssiðgæðis, sem kristindómur og gyðingdómur
boða, felst í kröfunni um að karlar jafnt sem konur skuli varðveita hrein-
leika sinn, þar til þau giftast og vera maka sínum fullkomlega trú í hjóna-
bandinu. Að því er tekur til kröfunnar um skírlífi fyrir hjónaband, leynir sér
ekki, að ofangreind siðgæðisviðhorf eru á hröðu undanhaldi, og mikill hluti
almennings lítur á áðurnefnt boðorð sem dauðan bókstaf."
Sú frjálsræðisbylgja, sem risið hefur á sviði kynlífsins á okkar dögum, get-
ur við ríkjandi aðstæður átt þátt í að stuðla að auknu frelsi kvenna almennt.
Á sama hátt er hugsanlegt, að hún sé fyrirboði kúgunar af nýju tagi. Hug-
mynd hinnar stranglífu borgarastéttar um konuna sem „mótleikara" karl-
mannsins, hefur skapað frumforsendur þess, að hún megi öðlast frelsi. Þessi
hugmynd er undirstaða þess, að jafnrétti kynjanna hefur verið lögleitt, en
það hefur svo orðið að greiða því verði, að áþjánin hefur aukizt. Á sama hátt
og einkaeignarrétturinn sjálfur hefur orðið hemill á frekari framþróun, hef-
ur reyndin orðið sú, að lögbundið jafnrétti hefur orðið þrándur í götu frek-
ari þróunar í frjálsræðisátt á sviði kynlífsins. Markaðskerfi kapitalismans
hefur í sögulegu samhengi verið forsenda sósíalismans; er þá óhugsandi, að
hjúskaparvenjur hins borgaralega þjóðfélags geti með svipuðum hætti skap-
að forsendur fyrir frelsun konunnar (þó að þeirri skoðun sé gersamlega
hafnað í Kommúnistaávarpinu) ?

Félagsmótunin
Konunni er frá náttúrunnar hendi áskapað að ala börn, en sem uppalandi
þessara barna sinnir hún menningarlegri köllun. Þj óðfélagsleg staða kvenna
ákvarðast ekki hvað sízt af þessu uppeldishlutverki þeirra. Konan á hæfni
sína til að gegna áðurnefndu uppeldishlutverki lífeðlisfræðilegum eiginleik-
um sínum að þakka. Hún getur haft börnin á brjósti, og stundum á hún erfitt
um vik að inna af hendi verulega erfiðisvinnu. Rétt er að taka fram þegar í
upphafi þessa máls, að ekkert sjálfvirkt orsakasamhengi er milli þess að vera
hæfur til að gera eitthvað og þess að hljóta óhj ákvæmilega að gera það.
Lévi-Strauss segir á einum stað: „Undantekningarlaust virðist haga svo til í
mannlegu samfélagi, að konur ali börn og annist þau, en karhnenn einbeiti
sér að veiðum og hernaði. Engu að síður getum við hitt fyrir samfélög, þar
sem þessi mörk eru óskýr; karlmenn ala að vísu aldrei börn, en í mörgum
samfélögum . . . er ætlazt til af þeim, að þeir hegði sér eins og þeir væru að
því." I frásögn Evans-Pritchards af Nuerættbálkinum er einmitt að finna

215
Tímarit Máls og menningar
lýsingu á slíku atferli. Annar mannfræðingur, Margaret Mead, hefur látið þá
skoðun í ljós, að óskhyggja liggi að nokkru til grundvallar þeirri almennu
skoðun, að konunni sé eðlislœgt að vilja annast uppfóstrun barna sinna: „Það
er við hæfi, að móðir óski þess að annast um barn sitt og því höfum við gert
því skóna, að hér væri um að ræða eðliseigind, sem væri ríkari með konum
en körlum, vegna þess að sjálf framþróun mannlífsins hér á jörðu hefði hnig-
ið að því að svo yrði. Við höfum ályktað sem svo, að úr því að karlmenn
fengjust við veiðar, en sú iðja útheimtir framtak, frumkvæði og hugrekki,
hlytu karlmenn að búa yfir þessum sömu skapgerðareiginleikum í krafti kyn-
ferðis síns." 1 Aðalvandinn, sem við er að glíma, er samt ekki fólginn í þeirri
verkaskiptingu, sem hið menningarlega umhverfi hefur komið á meðal okk-
ar varðandi uppeldi hinnar ungu kynslóðar, jafnvel þótt sú verkaskipting
sé næsta rígskorðuð. Meginmáli skiptir, að við gerum okkur ljósa grein fyr-
ir því, hvernig sjálft uppeldisstarfið fer fram og hvað það útheimtir.
Parsons hélt því fram í hinni ítarlegu athugun sinni á þessu efni, að barn-
inu sjálfu væri fyrir mestu að njóta umönnunar tveggja foreldra og ætti þá
annað foreldrið að annast hina sálrænu þætti uppeldisins, en hitt að sinna
þeim þáttum, er sneru að hinu ytra umhverfi. Burðarásar frumfjölskyldunnar
eru tveir, annars vegar sambýli tveggja kynslóða undir forræði annarrar
þeirra, og á hinn bóginn þeir tveir þættir uppeldisstarfsins, sem áður var
getið. Ummæli Parsons um þetta atriði eru mjög í þeim dúr, sem vænta
mátti frá hans hendi. Hann segir: „Að minnsta kosti eitt grundvallaratriði í
tengslum við ytri eigindir félagslegs kerfis — í því tilviki, sem hér um ræðir,
lífeðlisfræðilegur eiginleiki — gegnir úrslitahlutverki að því er varðar að-
greiningu fjölskyldumeðlimanna. Hér á ég við, að sumar lífverur framleiða
brjóstamjólk en aðrar ekki." 2 Parsons og starfsbræður hans fullyrða, að um
alla félagshópa, jafnvel þá frumstæðu ættbálka, sem þau Pritchard og Mead
fjalla um, gildi það, að karlkynsforeldrið sinni þeim hlutum, er að umhverf-
inu snúa, í tengslum við eiginkonuna, móðurina. Móðirin er þó á ákveðnu
þroskaskeiði allt í öllu fyrir barn sitt. Þetta á við um árin, áður en völsa-
skeiðið gengur í garð, en á þessu tímabili tengir barnið vellíðan, vöntun, ást
og umhyggju við hana eina. Að þessum tíma liðnum kemur svo faðirinn í
móðurinnar stað (eða þá einhver annar karlmaður; í kvensiftarsamfélögum
móðurbróðir barnsins). I nútíma iðnaðarþjóðfélagi hafa tvö mismunandi
1
Margaret Mead: Sexual Temperament, í The Family and the Sexual Revolution.
2
Talcott Parsons og Robert F. Bales: Family, Socialization and Interacáon Process
(1956;.

216
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
hlutverk augljóslega mikla þýðingu. Hér er í fyrsta lagi átt við það hlutverk,
sem hinir fullorðnu gegna sem uppistaða æxlunarfjölskyldunnar, og í öðru
lagi er haft í huga hlutverk þeirra sem starfandi manna. Hlutverk fjölskyld-
unnar sem slíkrar endurspeglar stöðu konunnar í fjölskyldunni; starf hennar
þar horfir fyrst og fremst inn á við. Sú persóna, sem á að annast tengsla-
myndun, aðlögun og þroskun sálarlífsins hjá harninu, á varla heimangengt
til að sinna þeim þáttum hinnar félagslegu mótunar, sem að hinu ytra um-
hverfi snúa eða til að gegna fullu starfi. Af þessu Ieiðir, að við verðum að
glíma við áskapaða andúð gegn því, að konur starfi utan heimilis. Parsons
gerir í athugun sinni nákvæma úttekt á þætti móðurinnar í félagslegri mótun
uppvaxandi kynslóðar í bandarísku nútímaþjóðfélagi. Hann lætur þó undir
höfuð leggjast að setja fram nokkur svör við þeirri spurningu, hvort hugsan-
legt sé að leggja önnur viðhorf eða nýjar aðferðir til grundvallar félagsmót-
uninni. Það, sem hefur mest gildi í riti Parsons, er einfaldlega, að hann
leggur svo þunga áherzlu á, að félagsmótun einstaklinganna sé einn af grund-
vallarþáttum hvers þjóðfélags (enginn marxisti hefur til þessa látið neitt frá
sér fara um þessi efni, sem standist samanburð við það, sem Parsons hefur
gert). Meginniðurstöður Parsons eru í stuttu máli þessar: „Hinir hæfustu per-
sónuleikasálfræðingar virðast upp til hópa þeirrar skoðunar, að á bernsku-
skeiði mótist skapgerð manna í megindráttum til frambúðar (að svo miklu
leyti, sem hún er ekki arfbundin), enda þótt mjög sé einstaklingsbundið, hve
persónuleiki fólks er fastmótaður. Persónuleikasálfræðingar eru einnig þeirr-
ar skoðunar, að lífsreynsla fullorðinsáranna eigi ekki verulegan þátt í að
breyta persónuleikagerð manna. Hér mun ekki verða tekin afstaða til deilu-
efna, sem lúta að því, að hve miklu leyti ofangreind viðhorf eru rétt eða við
hvaða aldursmörk það er, sem verulega fer að draga úr sveigjanleika persónu-
leikans. Þ a ð , sem yfirskyggir allt annað í þessu sambandi, er sú staðreynd,
að skapgerð einstaklingsins mótast, meðan hann er á bernskuskeiði og helzt
í megindráttum óbreytt upp frá því." 1

Frumbernskan
Ekki virðist þurfa að deila um ofangreinda niðurstöðu. Einn af mestu og
byltingarkenndustu ávinningum nútíma sálarfræði felst í þeirri uppgötvun, að
reynsla frumbernskuskeiðsins skipti algeru höfuðmáli um þróun sálarlífs
einstaklingsins, þ. e. hin sálrænu mótunaráhrif eru margfalt ríkari en sem
svarar til tímalengdarinnar sjálfrar. Upphaf hinnar byltingarkenndu þróunar
iTalcott Parsons: The Social System (1952).

217
Tímarit Máls og menningar
á þessu sviði markast af rannsóknum Freuds á hinu frumbernska kynlífi.
Klein gekk síðan feti framar með rannsóknum sínum á lífi barna fyrsta ævi-
árið. Niðurstöður þessara og annarra áþekkra rannsókna hafa haft í för
með sér, að núna vitum við meira en nokkru sinni áður um það, hversu
næmur og viðkvæmur hver einstaklingur er á tímabilinu frá fæðingu fram á
bernskuár. Það ræðst að miklu leyti á fyrstu mánuðum ævinnar, hvernig
skapgerð hvers einstaklings verður háttað á fullorðinsárum. Til þess að því
megi treysta, að skapgerð einstaklingsins verði traust og heilsteypt, þurfa þeir
úr hópi hinna fullorðnu, sem annast félagsmótun barnsins, að sýna því
frábæra umönnun og skilning, auk þess sem hér þarf að vera um sömu per-
sónu að ræða um langan tíma.
Það, sem þannig hefur ótvírætt áunnizt, að því er varðar vísindalega þekk-
ingu á bernskunni, hefur af mörgum verið notað sem rök fyrir þeirri stað-
hæfingu, að móðurskyldurnar hljóti að vera meginviðfangsefni konunnar.
Þessar staðhæfingar hafa orðið háværari samtímis því að hin hefðbundna
fjölskylda hefur meir og meir verið að ganga sér til húðar. Því hefur verið
yfir lýst af Bowlby, sem rannsakaði börn, sem flutt voru frá mæðrum sínum
af öryggisástæðum í heimsstyrj öldinni síðari, að „andleg heilbrigði barna sé
öðru fremur því háð, að ungbörn og börn á bernskuskeiði fari ekki á mis við
þá hlýju, sem er samfara stöðugu og nánu sambandi móður við barn." Síðar
hafa æði margir látið orð falla eitthvað á sömu leið. Þungamiðjan í hug-
myndafræðilegri vegsömun fjölskylduskipanarinnar hefur flutzt til. Áður
beindist hún að því að vegsama hlutskipti móðurinnar vegna þeirrar líffræði-
legu eldraunar, sem hún verður að ganga í gegnum (það eru þjáningarnar
við barnsburðinn, sem gera barnið að svo dýru hnossi o. s. frv.), en nú lof-
syngja menn móðurhlutverkið sem félagslega skyldukvöð. Oft tekur þetta lof
á sig hástemmda og um leið hálfspaugilega mynd: „1 vitund móðurinnar verð-
ur það að gefa barninu brjóst með nokkrum hætti fullgild skapandi athöfn.
Þessi athöfn veitir henni dýpri fullkomnunarkennd og gefur henni hlutdeild í
samlifun með annarri lífveru, og þessi samlifun kemst nær fullkomnun en
nokkuð annað, sem kona getur vænzt að njóta . . . Þó er það svo, að sjálfur
barnsburðurinn fullnægir engan veginn þessari djúpu þörf og þrá . . . Það
verður henni lífið sjálft að vera móðir. Við slíkar aðstæður á konan þess
kost að vera algerlega hún sjálf; hún getur látið öðrum í té ástúð, vernd og
þá takmarkalausu umhyggju, sem mæðrum einum er lagið." 1 Endurtekning-
1
Betty Ann Countrywoman í Redbook (júní 1960).

218
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
arnar, huliðsblærinn, sem einkennir hugsunina, og fáránlegt orðalag, sýnir
það hyldýpi, sem hér er staöfest milli kenningar og veruleika.

Fjölskyldugerðir
Sú hugmyndafræði, sem lýst var hér að framan, á sér að breyttu breytanda
nokkra samsvörun í raunverulegum breytingum, sem orðið hafa á fjölskyldu-
gerðinni. Eftir því sem fjölskyldurnar hafa orðið fámennari, hefur hvert
barn fyrir sig öðlazt meiri þýðingu. Það fer stöðugt skemmri tími í að
gegna hinu eiginlega æxlunarhlutverki, en mikilvægi félagsmótunarinnar og
sjálfs uppeldisstarfsins eykst tilsvarandi. Þau líkamlegu, siðferðislegu og
kynferðislegu vandamál, sem tengd eru æsku og unglingsárum, tröllríða því
borgaralega samfélagi, sem við búum við. Urslitaábyrgðin á öllum þessum
vandamálum hvílir á herðum móðurinnar. Því hefur þróunin orðið sú, að
hið eðlisbundna „móðurhlutverk" hefur þokað um set fyrir því veigamikla
hlutverki, sem móðirin nú gegnir í félagslegri mótun uppvaxandi kynslóðar.
Skömmu fyrir aldamótin síðustu gilti það um enskar mæður, að þær voru
barnshafandi eða með börn á brjósti í samtals 15 ár ævinnar, en núna á síð-
ari hluta 20. aldar fara að meðaltali 4 ár í slíkt. Sú staðreynd, að börn eru
skólaskyld allt frá 5 ára aldri þrengir að sjálfsögðu starfssvið móðurinnar
mjög verulega, eftir að fyrstu og viðkvæmustu ártn eru liðin.
Ástandið einkennist núna af því, að hlutdeild móðurinnar í félagslegri mót-
un barnsins á fyrstu æviárum þess er mun meiri en áður tíðkaðist, en jafn-
framt hefur sá tími af ævi móðurinnar, sem fer í að ganga með og ala börn
stytzt stórlega. Ekki er hægt alveg umsvifalaust að upphefja hið félagsmót-
andi hlutverk móðurinnar sem nýja köllun hennar. Ef menn líta á það sem
eins konar goðsögn, mun ný kúgun spretta upp af því. Við megum ekki gleyma
því, að það er engan veginn sjálfgefið, að ein og sama persónan eigi að ala
barnið og ala það upp. Samkvæmt skoðunum Kleins er sjálft félagsmótunar-
ferlið ætíð hið sama, en það þarf ekki endilega alltaf að vera sama persónan
sem félagsmótunina annast.
Bruno Bettelheim hefur kynnt sér þær uppeldisaðferðir, sem beitt er á
samyrkjubúum í Israel (kibbutz). Hann hefur í því sambandi bent á, að
barn, sem er í umsjá lærðrar fóstru (þótt móðirin hafi það jafnaðarlega á
brjósti), losni við að verða þolandi þeirra alkunnu áhyggna, sem foreldrar
eru haldnir og muni því vafalítið njóta góðs af þessu fyrirkomulagi. Þessi
möguleiki ætti þó alls ekki að verða neinum trúaratriði (Jean Baby kveður

219
Tímarit Máls og menningar

svo sterkt að orði um börn eldri en fjögurra ára, að hann segir „algeran að-
skilnað barns frá móður óhjákvæmilegan, ef tryggja á frelsi beggja a ð i l a " ) . 1
ÁÖurnefhdur möguleiki leiðir hins vegar í ljós, að fjölmargar aðferðir til
félagsmótunar virðast vænlegar til árangurs — og þær þurfa engan veginn
að vera í tengslum við kjarnafjölskylduna né heldur kynforeldrana.

Ályktnnarorð
Niðurstaða undanfarandi hugleiðinga er, að konur geti því aðeins öðlazt
frelsi, að gagngerðar breytingar verði á öllum þeim fjórum afbrigðum fé-
lagslegra tengsla, sem ákvarða þjóðfélagslega stöðu þeirra. Jafnvel þótt til-
teknar úrbætur séu gerðar á einhverju einstöku sviði, er ekkert hægara en að
herða tökin annars staðar, og hvert er þá orðið okkar starf ? Hið eina, sem
gerist, er, að nýjar yfirdrottnunarafstæður skapast. Um þetta ber saga síð-
ustu sextíu ára órækt vitni. Við upphaf þessarar aldar háði herská kvenrétt-
indahreyfing í Bandaríkjunum og Englandi baráttu fyrir kosningarétti
kvenna og í þeim átökum, sem af þessu leiddi, veittist kvenréttindahreyfingin
enn harkalegar að máttarstoðum hins borgaralega þjóðfélags en verkalýðs-
hreyfingin gerði. Þessi stjórnmálaréttindi féllu konum í skaut um síðir. Enda
þótt hér væri um að ræða formlega staðfestingu jafnréttis að lögum i borg-
aralegu samfélagi, leiddi hún ekki til neinna umtalsverðra breytinga á félags-
legri og efnahagslegri stöðu kvenna í samfélaginu. Kosningaréttur kvenna
hafði sáralitlar breytingar í för með sér, þegar hann loks var fenginn, því að
baráttukonurnar reyndust ófærar um að móta ný baráttumarkmið, og margar
úr forystusveit hreyfingarinnar urðu síðar sótsvörtu afturhaldi að bráð.
Þróun mála í Rússlandi eftir byltinguna var mjög á annan veg. Á árunum
milli 1920—1930 voru í Ráðstjórnarríkjunum samþykkt ýmis lög á sviði fé-
lagsmála, sem miðuðu að auknu frelsi konum til handa, einkum í kynferðis-
málum. Hvoru hjóna um sig var gert kleift að fá skilnað formálalaust og sér
að kostnaðarlausu, en þessi ákvæði gerðu hjónabandið í reynd að marklausri
stofnun. Engin börn voru lengur talin óskilgetin og fóstureyðingar voru gefn-
ar frjálsar. Eins og vænta mátti urðu afleiðingar þessarar löggjafar næsta
afdrifaríkar, einkum að því er varðaði framvindu ýmissa félagsmála og þró-
un fólksfjölgunar í landinu. Lögunum var ætlað að gilda í vanþróuðu sam-
félagi, þar sem ólæsi var enn útbreitt, en þetta samfélag stefndi samtímis
markvisst að örri iðnvæðingu, sem hefur að forsendu háa fæðingartölu. Stal-
ínisminn leiddi brátt til þess, að járnagi fyrri tíma hélt á nýjan leik innreið
1
Jean Baby: Un Monde Meilleur (1964).

220
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
sína á þessu sviöi. Erfðaréttur var endurvakinn, mönnum var gert ókleift að
fá skilnað og lögbann lagt við fóstureyðingum. „Ríkið fær ekki staðizt, nema
fjölskyldunnar njóti við. Hjónabandið hefur því aðeins jákvætt gildi fyrir
hin sósíalísku Ráðstjórnarríki, að hjúskaparaðilarnir líti á það sem lífstíð-
arsambúð. Svokallaðar frjálsar ástir eru uppáfinning borgarastéttarinnar og
það fyrirbæri á ekkert skylt við lífsviðhorf þegna Ráðstjórnarríkjanna. Enn-
fremur er þess að gæta, að hjúskapur hlýtur þá fyrst fullt gildi fyrir ríkið,
þegar hjón eignast börn og þau verða aðnjótandi þeirrar reynslu að verða
foreldrar, en því fylgir meiri hamingjukennd en nokkru öðru, sem fólk lifir."
Ofanskráð tilvitnun er tekin úr opinberu málgagni sovézka dómsmálaráðu-
neytisins, og er hún frá 1939. Konur héldu eftir sem áður bæði rétti og skyldu
til starfs utan heimilis, en sá ávinningur, sem þetta fól í sér, hafði ekki verið
aðlagaður hinni upphaflegu viðleitni til að afnema fjölskyldukerfið sem
slíkt og koma á frjálsræði á sviði kynlífsins. Einmitt þess vegna hafa konur
ekki öðlazt neitt eiginlegt frelsi. Við verðum þessi árin vitni að því, hvernig
enn einn flötur þessa máls birtist skýrt í kínversku þjóðlífi. Kínverska bylt-
ingin er nú stödd á svipuðu stigi og sú rússneska, þegar söðlað var um þar í
landi. í Kína er allt kapp lagt á að tryggja konum frelsi til þátttöku í atvinnu-
lífinu. Þessi stefna hefur orðið til þess að efla þjóðfélagsstöðu kvenna stór-
kostlega. En jafnhliða þessu hefur kynlífinu verið sniðinn óheyrilega þröng-
ur stakkur og hafður uppi einstrengingslegur áróður fyrir hreinlífi (þessa
gætir mjög á opinberum vettvangi núna). Þessi afstaða opinberra aðila mót-
ast ekki bara af þeirri þörf, sem er á að fá konur til fjöldaþátttöku í atvinnu-
lífinu, heldur felst einnig í henni djúpstætt menningarlegt uppgjör við sið-
spillinguna og vændið, sem ríkti í Kína í tíð keisarastjórnarinnar og á valda-
tíma Kuomingtangflokksins (það ástand, sem þá ríkti í Kína, átti sér enga
hliðstæðu í Rússlandi fyrir byltinguna). Konur áttu við feikilega áþján að
búa í Kína innan ramma hins gamla þj óðskipulags, og einmitt þess vegna
var hlutdeild kvenna í kínversku byltingunni með eindæmum mikil úti í
sveitaþorpunum. Hvað sjálfa æxlunina snertir, hafa Kínverjar ekki tekið
eftir Sovétmönnum þá dýrkun á móðurinni og móðurhlutverkinu, sem þar
var höfð á oddinum á árunum frá 1930—1950, en til að skýra þá ólíku af-
stöðu nægir að benda á núverandi íbúafjölda Kína. Raunar bendir margt
til þess, að Kína verði eitthvert fyrsta ríkið í heimi, þar sem hið opinbera
gefur öllum þegnum ríkisins kost á að notfæra sér viðurkennd hjálpargögn
til að koma í veg fyrir getnað og sú þjónusta verði þeim að kostnaðarlausu.
Samt er hæpið að búast við sUku „stökki fram á við" meðan iðnþróun

221
fímarit Máls og menningar
landsins er jafn skammt á veg komin og hún ennþá er og óttinn við umsát-
urstilraunir heimsvaldasinna helzt.
Nú sem stendur er þess ekki að vænta, að hægt verði að tryggja konum
raunverulegt frelsi annars staðar en í hinum háþróuðu samfélögum hér á Vest-
urlöndum. En til þess að svo megi verða, þarf að eiga sér stað alger umbreyt-
ing á högum kvenna í þjóðfélaginu. Þessi umbreyting þarf að spanna yfir öll
þau félagslegu tengslakerfi, sem marka konunni bás, og þau verður að
sprengja öll samtímis. Sérhver byltingarhreyfing verður að leitast við að
brjóta til mergjar þær aðstæður, sem ríkja á hverju sviði fyrir sig, og beina
síðan geiri sínum að því tengslakerfi, sem virðist veikast. Slíkt gæti markað
upphaf umbyltingar á breiðum grundvelli. En hvernig er þá vígstaða okkar í
dag í einstökum atriðum?

1. Atvinnulífið
Þegar sósíalistar reyna að gera sér grein fyrir framtíðarhorfum á þessum
vettvangi, hljóta þeir óhj ákvæmilega að taka mið af því, hvernig þeir álíta
að framleiðsluöflin muni þróast á ókomnum árum. Ég hef þegar vikið að
þeim vonum, sem vöknuðu á öndverðri 19. öld, eftir að véltæknin hélt innreið
sína á framleiðslusviðinu. Þær brugðust hrapallega. Á okkar tíð virðist sjálf-
virknin búa yfir tæknilegum forsendum þess að jafna megi algerlega aðstöðu
karla og kvenna í atvinnulífinu að því er líkamsburði varðar. En meðan
efnahagsskipan kapítalismans er við lýði, verður jafnan yfirvofandi hætta
á, að félagslegar forsendur slíkrar aðstöðuj öfnunar bresti, og dæmið snúist
við, þannig að hludeild kvenna í atvinnulífinu minnki samfara því að starf-
andi f ólki f ækkar.
Það, sem sagt var hér á undan, á við um framtíðina, því sé ástand þessara
mála í dag skoðað, yfirskyggir ein staðreynd allar aðrar: Þátttaka kvenna í
atvinnulífinu hefur takmarkazt við ákveðið hlutfall, og þetta hlutfall hefur
ekki tekið neinum breytingum nú um langt skeið. Árið 1911 voru konur 3 0 %
af öllu vinnandi fólki í Englandi, en hlutfallstala þeirra nam 3 4 % á árunum
eftir 1960. Ekki hefur heldur átt sér stað nein veruleg breyting á því, hvaða
störf það eru, sem konur gegna. Afar sjaldan er hér um að ræða störf, sem
binda má við vonir um verulegan starfsframa. Algengast er, að konur vinni
undirtyllustörf í verksmiðjuiðnaðinum eða þá aðstoðarstörf á skrifstofum
(t. d. ritarastörf) og þjóni undir aðra starfsmenn, þ. e. karlmenn. Oft eru
þetta störf, sem útheimta mikla „innri tjáningu", t. d. þj ónustustörf ýmiss
konar. Parsons er ekkert að klípa utan af hlutunum í eftirfarandi ummælum:

222
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
„Uti í atvinnulífinu gegna konur hliðstæðu hlutverki og eiginkona-móðir
innan fjölskyldunnar". Menntakerfið er ein styrkasta stoðin til viðhalds við-
teknum hugmyndum um verkaskiptingu kynjanna. Um þessar mundir er
þannig ástatt í Englandi, að % hlutar allra 18 ára stúlkna eru hvorki við
nám né heldur hljóta þær nokkra sérþjálfun til starfa. Sú verkefnaskipting
foreldra, sem áður var lýst og felur í sér, að faðirinn annast þá þætti, er lúta
aS hinu ytra umhverfi, en móSirin sinnir hinum „innri" þörfum, breytist
ekkert aS marki, þótt konan stundi launavinnu. Þetta stafar fyrst og fremst
af því, aS konur gegna aS jafnaSi ábyrgSarminni störfum en karlar og viS-
horfin í fjölskyldunni mótast af því. MeginniSurstaSa ofanskráSra hugleiS-
inga hlýtur aS verSa sú, aS atvinna — af því tagi, sem konum stendur til
boSa um þessar mundir — hafi ekki fært þeim neitt eiginlegt hjálpræSi.

2. Æxlunin
Vísindalegar framfarir á sviði getnaðarvarna geta, eins og rakið var hér að
framan, orðið til þess, að ekki þurfi framar að koma til þungunar gegn vilja
hlutaðeigenda, en þannig eru hin uphaflegu tildrög að miklum meirihluta
barnsfæðinga í heiminum núna, jafnvel hér á Vesturlöndum. En hin nýja
tækni viS getnaSarvarnir (pillan) er aSeins á byrjunarstigi og hefur
raunar enn sem komiS er einungis veriS beitt í slíkri mynd, aS þaS staSfestir
þaS ójafnræSi, sem ríkir á sviSi kynlífsins hér á Vesturlöndum. Vænta má
verulegra endurbóta á þeim aSferSum, sem nú er beitt, og enn skortir mjög á,
aS þetta nýja hjálparmeSal nái jafnt til allra stétta og allra landa. Líklegt er,
aS áhrif hinna nýju aSferSa til aS koma í veg fyrir getnaS, muni í iSnríkj-
um okkar tíma einkum verSa af sálfræSilegum toga; konur munu framvegis
áreiSanlega njóta kynlífsins, án þess aS kenna þess kvíSa og þeirrar hvatabæl-
ingar, sem jafnan hefur veriS viS þaS tengd. Hinar nýju aSferSir munu án
efa rjúfa þaS nána samhengi, sem veriS hefur milli kynlífs og barnsburSar.
Enn er of snemmt aS fullyrSa, hversu víStæk áhrif pillan muni hafa til
frambúSar á tíSni fæSinga og fólksfjölgun hér á Vesturlöndum eSa hvort
þau áhrif verSi umtalsverS. Eitt af því, sem mest hefur skotiS skökku viS í
Bandarikjunumhin síSari ár, er einmitt, aS fæSingartalan hefur hækkaS mjög
snögglega. SíSasta hálfan annan áratug hefur hún veriS hærri í Banda-
ríkjunum en í vanþróuðum ríkjum á borð við Indland, Pakistan og Búrma.
Þessi þróun sýnir raunar það eitt, að um þessar mundir er auðveldara um
vik fjárhagslega en áður hefur verið að sjá fyrir stórri fjölskyldu í auðug-
asta ríki heims, enda uppgangstímar. En hér má einnig greina, hversu sterk

223
Tímarit Máts og menningar
félagsleg áhrif hin taumlausa vegsömun á gildi fjölskyldunnar hefur haft. En
nóg um það.

3. Félagsmótunin
Þær breytingar, sem átt hafa sér stað á samsetningu þess hóps, er vinnur í
atvinnulífinu, breytingar á fj ölskyldustærð og á gerð menntakerfisins, hafa
ótvírætt dregið mjög úr mikilvægi fjölskyldunnar og félagsmótandi hlut-
verki hennar, enda þótt áðurnefndar breytingar gangi ærið skammt sé miðað
við ítrustu kröfur. Fjölskyldan gegnir sem skipulagsbundin heild engu veru-
legu hlutverki í hinu pólitíska valdakerfi, hlutdeild hennar í sjálfri fram-
leiðslustarfseminni er skoplítil og fráleitt er að ætla, að ekki sé unnt að að-
laga uppvaxandi kynslóð því þjóðfélagi, sem hún lifir í, nema fyrir milli-
göngu fjölskyldunnar. Virðist ekki annað sýnna en að hún hafi næsta litlu
hlutverki að gegna.
Þessar aðstæður hafa leitt til þess, að málflutningur manna varðandi ofan-
greind atriði hefur upp á síðkastið einkum hnigið að því að árétta, hve mikla
félagssálfræðilega þýðingu fjölskyldulífið hafi fyrir ungbörn jafnt sem hjón.
Um þetta segir Parsons: „Þróunin virðist stefna í þá átt, að innan tíðar
komist á fastan fót fjölskyldur af nýrri gerð, og þær verði öðruvísi tengdar
þjóðfélagsheildinni en áður hefur verið um fjölskylduna. Fjölskylda af þess-
ari nýju gerð mun hafa afmarkaðra hlutverki að gegna en fjölskyldur hafa
haft áður, en af því leiðir engan veginn, að hlutverkið verði veigaminna, því
að þjóðfélagið mun í enn ríkari mœli en tíðkazt hefur hingað til setja traust
sitt á fjölskylduna varðandi framkvæmd ákveðinna meginþátta." Við höfum
áður vikið að því, hve veigamikill sannleikskjarni felst í ábendingunni um
úrslitaáhrif félagsmótunarinnar á barnið. Sósíalistar verða umfram allt að
viðurkenna þessa staðreynd og hafa hana að leiðarljósi við mótun stefnu, sem
leiða á til frelsis konum til handa. Það er allrar athygli vert, að í nýútkomn-
um „framúrstefnuritum" frá hendi franskra marxista (Baby, Sullerot, Tex-
ier) kemur fram viðurkenning á því, um hve mikilvægt málefni hér er að
ræða. Fyrstu þrjú eða fjögur æviárin þurfa börn á stöðugri og kunnáttusam-
legri umönnun að halda. Ekki þarf að leiða neinum getum að því, að þeir,
sem berjast fyrir því að viðhalda fjölskyldugerðinni óbreyttri, muni draga
fram einmitt þetta atriði til rökstuðnings máli sínu (þetta hefur þegar gerzt),
alveg án tillits til þess að fjölskyldan á greinilega minna hlutverki að gegna
á öðrum sviðum en áður var. Auk þess er augljóst, að öll viðleitni til að beina
starfsorku kvenna einhliða að barnauppeldi, er börnum skaðleg. Félagsmót-

224
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
un ungrar kynslóðar er einkar vandasamt verk, og sá, sem hana tekst á hendur,
þarf að búa yfir þroskuðum persónuleika og vera í andlegu jafnvægi. Það er
meira en hæpið, að persóna, sem verður að sæta því að hafa einvörðungu
fjölskylduna að starfsvettvangi, muni geta eflt með sér áðurnefnda eðliskosti.
Ef móðurskyldurnar eiga að taka allan tíma konunnar, verða áhrifin oft
gagnstæð því, sem ætlað var. Áhyggjur og vonbrigði móðurinnar bitna á
barninu og verða því nátengdar. Þótt við gerum okkur í auknum mæli grein
fyrir því, hve félagsmótunin á geysimikilvægu hlutverki að gegna, á sá nýi
skilningur alls ekki að leiða til þess að reynt verði að rígskorða starfssvið
kvenna við móðurhlutverkið í hefðbundnum skilningi, heldur ætti að spretta
upp af þessu endurmat á öllum þáttum þessa máls. Hvað sker úr um hæfni
eða óhæfni einhvers aðila til að annast félagslega mótun einstaklinga, hver
hefur bezt tök á að búa barninu umhverfi, sem tryggir því öryggi og and-
legt jafnvægi?
Um félagssálfræðilegt gildi fjölskyldulífsins fyrir hjónin má segja, að um
þetta atriði eigi við öll hin sömu rök, sem rakin voru hér að framan, nema
hvað þau hafa enn eindregnara gildi í þessu sambandi. Sú trú er fráleit, að
innan vébanda fjölskyldunnar megi skapa friðhelgan reit öryggis og ástúð-
legs innileika, þrátt fyrir það að sú veröld, sem við lifum í, einkennist af
sundrung og öryggisleysi. Það fær með engu móti staðizt að einangra fjöl-
skylduna frá samfélaginu, og þau tengsl, sem myndast milli einstakra fjöl-
skyldumeðlima, hljóta óhj ákvæmilega að endurspegla þær félagslegu afstæð-
ur, sem ráða gerð þess samfélags, sem fjölskyldan er hluti af. Sem griðastað-
ur ber fjölskylda í borgaralegu þjóðfélagi óafmáanlegt svipmót uppruna síns.

4. Kynlífið
Naumast verður hjá því komizt að álykta, að kynlífið sé það svið mann-
legra samskipta þar sem breytingin er hvað örust um þessar mundir. Kyrrstaða
og stöðnun ríkir í dag á Vesturlöndum varðandi atvinnumál, æxlun og fé-
lagsmótun í þeim skilningi, að engin umtalsverð breyting hefur átt sér stað
á þessum sviðum í meira en 30 ár. Enn fremur má segja, að ekki hafi af
hálfu kvenna komið fram neinar víðtækar kröfur um breytingar á þessum
sviðum, því að hin ríkjandi hugmyndafræði hefur gersamlega kæft alla
meðvitaða gagnrýni. Allt öðru máli gegnir um hinar arfteknu hugmyndir
um kynlífið; áhrifavald þeirra í þá veru að hamla gegn því, að menn láti
stjórnast af þeim hughrifum, sem augnabliksaðstæður vekja með þeim, fer
stöðugt þverrandi. Hjónabandið í sinni hefðbundnu mynd á í stöðugt meiri

15 TMM 225
Tímarit Máls og menningar
vök að verjast, vegna þess að öll samskipti manna fyrir hjónaband og innan
þess eru með meiri frj álsræðisbrag en áður tíðkaðist, og á þetta við um
allar stéttir þjóðfélagsins. Sé allt þetta haft í huga, dylst engum, að hjóna-
bandið er veikasti hlekkurinn í þeirri keðju tengslakerfa, sem samfélagið er
ofið úr, og á því mæða fleiri móthverfur en hinum. Eg hef áður í þessum
hugleiðingum vakið sérstaka athygli á því, að þessar móthverfur feli í sér
fyrirheit um framþróun. Þegar komið hefur verið á jafnrétti að lögum, á að
vera unnt að tryggja raunverulegt frelsi á sviði kynlífsins. Til þess að þetta
geti átt sér stað, verður að rjúfa þau tengsl, sem eru milli kynlífsins og ým-
issa þj óðfélagsfyribæra, t. d. barnsburðar og eignarréttar. Hér eru þó ýmis
Ijón á veginum, og niðurstaða þróunar á borð við þá, sem rakin var hér að
framan, gæti einfaldlega orðið sú, að nýkapítalisminn skapaði sér nýtt
hegðunarkerfi og hugmyndafræðilega yfirbyggingu, sem þjónaði undir það.
Þessu til stuðnings má benda á, að eitt helzta aflið að baki þeirri frjálsræðis-
öldu á sviði kynlífsins, sem einkennir okkar tíma, má vafalítið rekja til á-
kveðinna viðhorfsbreytinga meðal málsvara kapítalismans nú á dögum. Það
eru ekki lengur framleiðsla og vinna, sem teljast táknmyndir æðstu verðmæta,
heldur neyzla og skemmtanir. Skömmu eftir 1950 lýsti Riesman viðhorfi
sínu til þessarar þróunar með eftirfarandi orðum: „ . . . tómstundir manna
verða fleiri, en það er bara ein hlið málsins, því að sjálft starfið verður í
mörgum tilvikum auðveldara og síður áhugavert... og gildir þetta um stöð-
ugt fleiri. Eftir því sem starfið krefst minni umhugsunar og einbeitingar,
hlýtur að sækja í það horf, að kynlífið verði burðarás tilverunnar og gagn-
sýri tilveru einstaklingsins jafnt í dagsins önn sem utan hennar. Það verður
farið að líta á kynlíf sem eins konar neyzlu og þetta verður ekki aðeins við-
horf þeirra stétta, sem um aldir hafa átt þess kost að lifa og leika sér, heldur
mun allur fjöldi þeirra, sem nú geta um frjálst höfuð strokið, gera það að
sínu." 1 Sjálft meginatriðið í röksemdafærslu Riesmans lýtur að því, að í
þjóðfélagi, þar sem vinnan er orðin að þjakandi kvöð, bjóði kynlífið eitt
einstaklingnum möguleika á að vera virkur. Það er eini farvegurinn, sem
lífsorka hans getur runnið í, og eina sviðið, þar sem hann fær keppnisþörf
sinni fullnægt. Kynlífið verður í stuttu máli aleinasta vörn manna gegn fargi
aðgerðaleysisins. Marcuse hefur túlkað þetta sama viðhorf af dýpri fræði-
legum þunga í umfjöllun sinni um, hvernig stefna skuli að því að leysa kyn-
lífið úr viðjum þeirrar aleyðingar, sem ógnar því, meðan það þjónar undir
þjóðfélagsgerð, sem reynir að lama vitundarvirkni einstaklinganna með því
1
David Riesman: The Lonely Crotvd (1950).

226
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
að steypa þá alla í sama mót. Borgaralegt nútímaþjóðfélag stendur jafnrétt
eftir, þótt það heimili „frjálsar ástir" fyrir hjónaband og öll umhugsun um
viðhald kynstofnsins sé látin lönd og leið í því sambandi. Þ a ð má jafnvel
bjarga hjónabandinu með því að auðvelda fólki að fá skilnað og örva það til
að giftast aftur, en við það kæmi vel í ljós, hve hjónabandið sem slíkt er
mikilvæg stofnun. Þessar hugleiðingar leiða í ljós svo skýrt sem verða má,
að kynlífið býr um þessar mundir yfir meiri möguleikum til þróunar í
frjálsræðisátt en önnur svið mannlegs lífs, enda þótt það sé engan veginn
einhlítt til árangurs og hæglega megi sníða því þann stakk, að vonir okkar
um ríkari mannleg samskipti verði að engu. Ný form hlutgervingar koma nú
í Ijós, sem kunna að gera frelsi í kynferðismálum að innantómu orðagjálfri.
Við verðum að hafa það hugfast, að frelsi í kynferðismálum mun ekki eitt
saman færa konum það þjóðfélagslega frelsi, sem þær keppa að, enda þótt
ríkjandi viðhorf í þeim efnum liggi betur við höggi en nokkuð annað, ef
knýja á fram umbætur á þj óðfélagslegri stöðu kvenna. Utópismi Fouriers og
Reichs er einmitt í því fólginn að álíta, að kynlífsbylting geti ein sér orðið
upphaf að almennri byltingu í frjálsræðisátt. Lenín hittir naglann á höfuðið
í athugasemd, sem beint var til Clöru Zetkin, þótt hann taki þar að vísu
nokkuð djúpt í árinni. „Það gildir einu hversu ofsafengið og byltingarkennt
frelsi við hljótum á sviði kynlífsins; slíkt frelsi verður aldrei annað en borg-
aralegt fyrirbæri. Hér er framar öllu um að ræða dægradvöl handa mennta-
stéttinni og þeim þjóðfélagshópum, er standa henni næst. Slíkt frelsi á engan
rétt á sér í flokki okkar, meðal stéttvísra baráttumanna verkalýðsstéttarinn-
ar." Við getum því aðeins unnið fullan sigur í frelsisbaráttu kvenna, að bar-
átta okkar miði að því að vinna bug á öllum þeim félagslegu tengslum, sem
valda áþján konunnar. Til þess að þetta megi takast, verða allir vinstrimenn
að uppræta með sér tvö sjónarmið, sem mjög hefur borið á í þeirra röðum:
Endurbótahyggju og viljahyggju.
Endurbótahyggjan kemur nú fram í því formi, að bornar eru fram kröfur
um úrbætur á afmörkuðum sviðum: Sömu laun fyrir sömu vinnu, fleiri dag-
heimili, bætta aðstöðu til endurþjálfunar o. s. frv. Eins og endurbótahyggjan
birtist okkur um þessar mundir af munni forsvarsmanna hennar er hún ger-
sneydd allri rótnæmri gagnrýni á núverandi þjóðfélagsstöðu kvenna og hún
á sér engan draum um raunverulegt frelsi þeim til handa (þótt sú hafi verið
raunin fyrrum). Endurbótahyggjan einkennist af hálfvelgju og hún leitast við
að lappa upp á núverandi ástand, þannig að hæpið er að telja hana enn
hvata til framþróunar í réttindabaráttu kvenna.

227
Tímarit Máls og menningar
Viljahyggjan lætur hins vegar stjórnast af hálfgerðri óskhyggju og hún
leiðir menn út í að bera fram altækar kröfur: Fjölskylduna á að leysa upp,
afnumdar skulu allar hömlur á sviði kynlífsins og aðskilja skal börn frá for-
eldrum sínum með valdboði. Engin von er til, að kröfur á borð við þessar
hljóti nokkurn umtalsverðan stuðning nú sem stendur. Þær geta einungis
orðið værðarvoð, sem menn hvíla við, í stað þess að takast á við fræðilega
greiningu ástandsins og úrlausn raunhæfra viðfangsefna. Sú herskáa afstaða
og þau einstrengingslegu viðhorf, sem viljahyggjan elur af sér, hljóta eðli
sínu samkvæmt að verða þess valdandi, að viðfangsefnið verður utanveltu í
almennum umræðum um stjórnmál.
Hver er þá hin rétta byltingarsinnaða afstaða til viðfangsefnis okkar? Hún
verður óhjákvæmilega að fela í sér bæði stefnumótun í dægurmálum og kröf-
ur um grundvallarbreytingar á ríkjandi ástandi. Við verðum að koma fram
með heildstæða ganrýni á öllum þeim félagslegu þáttum, sem ráða stöðu kon-
unnar í þjóðfélaginu, án þess að nokkur þessara þátta gæðist neins konar
blætiseðli í meðförum okkar. Við höfum kynnzt því, hvernig iðnþróun í nú-
tímaþj óðfélagi grefur smátt og smátt undan fj ölskyldunni sem samnefnara
fjölþættra mannlegra athafna, mannfjölgunar, félagsmótunar, kynlífs og
framfærslu, svo að nokkuð sé nefnt. Þessi ólíku athafnasvið hafa einangrazt
hvert frá öðru, enda þótt reynt hafi verið að hamla gegn því og dylja, hvert
þróunin hefur stefnt með því að hafa uppi háværan áróður fyrir hinu mikil-
væga hlutverki fjölskyldunnar. Þessi aðgreining athafnasviða, sem hér hefur
verið bent á, verður sá sögulegi grunnur, sem við munum reisa á ítrustu
kröfur okkar, því að einmitt slík aðgreining er mælikvarði á, hvort þjóðfélag
er þróað eða frumstætt (en í frumstæðu þjóðfélagi er allt félagslegt atferli
samtvinnað).
Af framansögðu hlýtur að leiða, að í baráttunni verðum við að hafa á
reiðum höndum samstæðar kröfur, sem taka til allra þátta vandans. Það næg-
ir hvergi nærri að skoða hvern hinna fjögurra þátta, sem ráða stöðu kvenna,
út af fyrir sig. Það eru hin sérstöku tengsl þeirra, sem marka konunni bás
innan kerfisins. Um þessar mundir á fjölskyldan þrídeildu hlutverki að gegna
í borgaralegu þjóðfélagi. Hún á að mynda umgerð um kynlífið, æxlunina og
félagsmótun uppvaxandi kynslóðar (og á þessum sviðum liggur starfsvett-
vangur kvenna), en atvinnulífið er svo hin víðari umgerð um allt þetta (og
þar eiga karlmenn ætt og óðul). Þessa samfélagsgerð má, ef grannt er skoðað,
greinilega rekja til efnahagsafstæðna þjóðfélagsins. Um þessar mundir er

228
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
félagsleg staða kvenna skilgreind þannig, að þær séu ekki félagsverur (þ. e.
„náttúrubörn"). Meginundirrót þessa er, að konur hafa naumast átt þess kost
að taka þátt í framleiðslustarfsemi (sem er félagsleg athöfn), heldur hefur
þeim verið markaður þröngur og einhæfur starfsvettvangur innan ákveðinnar
einingar (fjölskyldunnar), en það, sem bindur hana saman, er einmitt hin
eðlisbundni þáttur hvers hlutverks. Af þessu leiðir, að allar baráttuhreyf-
ingar fyrir kvenfrelsi hljóta að verða að leggja höfuðkapp á að einbeita sér
að þeim vanda, sem tengdur er efnahagslífinu, þ. e. að því að gera konur að
fullgildum aðilum á vinnumarkaðinum. Hinir sósíalísku brautryðjendur
gerðu sína meginskyssu, þegar þeir reyndu að láta líta svo út sem úrbætur í
efnahags- og atvinnumálum myndu sjálfkrafa leysa allan annan vanda. Því
var það, að jafnframt því, sem þeir báru fram kröfuna um þátttöku kvenna
í atvinnulífinu, bergmáluðu þeir hið merkingarlausa vígorð um að fjölskyld-
an skyldi leyst upp. Kröfur um úrbætur í efnahags- og atvinnumálum sitja
enn í fyrirrúmi, en þær þarf að aðhæfa samræmdri stefnumótun, sem tekur
til hinna þáttanna þriggja. Þær aðstæður geta hvenær sem er komið upp, að
einhver þessara þátta verði í brennidepli virkrar baráttu. Meginkrafan í at-
vinnumálum á ekki að vera um rétt til starfa eða um sömu laun fyrir sömu
vinnu (hinar gömlu aðalkröfur endurbótasinna), heldur eigum við að krefj-
ast jafnréttis til allra starfa. Nú sem stendur vinna konur yfirleitt störf, sem
ekki krefjast sérmenntunar eða störf, sem lítið reyna á sköpunarhæfni ein-
staklingsins, og flest eru störf þessi í þj ónustugreinum. Má með nokkrum
sanni skoða þau sem eins konar „útvíkkun" á verksviði kvenna innan fjöl-
skyldunnar. Mikill meirihluti útivinnandi kvenna starfar við framreiðslu,
hreingerningar, hárgreiðslu, almenn skrifstofustörf eða vélritun. Konur í
verkalýðsstétt eiga því í ákveðnum tilvikum auðveldara um vik að skipta um
vinnu en karlmenn úr sömu stétt, vegna þess að þeim standa opin lægri störf
en körlum í ýmsum hvítflibbagreinum. Aðeins tvær af hverjum hundrað kon-
um, sem starfa utan heimilis, gegna stjórnunar- eða forstjórastörfum og tæp-
lega fimm af þúsundi gegna sérfræðistörfum, sem krefjast háskólamenntunar.
Aðeins lítill hluti útivinnandi kvenna (25%) eru félagar í stéttarfélögum, og
margar þeirra fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg iðjustörf. Árið 1961
voru meðallaun kvenna, sem störfuðu í iðnaðinum, innan við helmingur
þess, sem karlar báru úr býtum við slík störf. Jafnvel þótt tekið sé tillit til
þess, að hér er að nokkru um hluta úr starfi að ræða, er augljóst, að atvinnu-
rekendur hafa í þessu tilviki gullið tækifæri til aukins arðráns.

229
Tímarit Máls og menningar

Menntakerfið
Hið gegndarlausa misrétti, sem konur eru beittar í atvinnulífinu, á að mestu
rót sína að rekja til aðstæðna, sem liggja utan við atvinnulífið. Verður
menntakerfið þar þyngst á metunum. Baráttan fyrir jafnrétti á vinnumark-
aðinum ætti í Bretlandi að beinast fyrst og fremst að því að krefjast jafn-
réttis innan menntakerfisins, því að núna er það menntakerfið, sem á lang-
mestan þátt í að vinza stúlkur úr til að gegna hinum óæðri störfum í þjóð-
félaginu. Um þessar mundir á það að heita svo, að piltar og stúlkur búi við
jafna námsaðstöðu allt til 15 ára aldurs. í hópi þeirra, sem halda áfram
námi eftir þann aldur, eru piltar þrefalt fleiri en stúlkur, og þær eru einungis
fjórðungur háskólastúdenta. Ekkert hendir til, að þær séu að bæta hlut sinn
að þessu leyti. Hlutfallstala stúlkna af heildartölu háskólastúdenta hefur ekki
breytzt frá því, sem var á árunum milli 1920—1930. Konur munu ekki öðl-
ast jafnrétti við karla á vinnumarkaðinum, fyrr en þetta misrétti hefur ver-
ið leiðrétt. Oþarft er að taka fram, að ekki dugar að breyta útvalningarkerf-
inu einu saman, heldur þarf sjálft inntak menntunarinnar að breytast, en hún
hefur í reynd innrætt stúlkunum að gæta þess að setja ekki markið of hátt í
þeim efnum. Um þessar mundir gegnir menntakerfið líklega lykilhlutverki að
því er varðar möguleikana á að ná skjótum árangri í jafnréttisbaráttu kvenna
á sviði atvinnulífsins.
Því aðeins að jafnrétti ríki í atvinnulífinu verður hægt að gera fram-
leiðslustarfsemina óháða æxluninni og fj ölskyldunni. En til þess að þetta geti
gerzt, verður jafnframt að fá framgengt ýmsum kröfum, sem ekki eru af
efnahagslegum toga. Það verður að tryggja, að ekki sé reynt með þvingun-
um að njörva saman æxlun, kynlíf og félagsmótun. Stjórnmálahreyfing sósí-
alista hefur frá fornu fari haft uppi þá kröfu, að hin „borgaralega fjölskylda
skuli leyst upp". Þessu vígorði hljótum við að vísa á bug núna, vegna þess
að það geymir hreina merkingarleysu. Það krefst alls, sem í þessu tilviki þýð-
ir að krefjast nálega einskis, og krafan, sem það ber fram, felur ekkert í sér
nema neikvæði, því að ekki er reynt að setja fram neina samfellda hugmynd
um, hvað komið geti í staðinn. Veikleiki kröfunnar, sem í vígorðinu felst,
kemur glöggt í ljós, ef við berum þessa kröfu saman við kröfuna um afnám
einkaeignarréttar á framleiðslutækjunum, en afneitun einkaeignarréttarins
bendir í sjálfri sér fram til þess, sem koma á í staðinn, félagslegs eignarhalds.
Ástæðan fyrir því, að viðhorf sósíalista til fjölskyldunnar stóð allt frá upp-
hafi völtum fótum, var að aldrei var gerð nein úttekt á fjölskyldunni í þeim

230
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
skilningi að reynt væri að brjóta til mergjar mismunandi svið fjölskyldu-
lífsins. Hún var persónugerving heildstæðs veruleika. Hlutfirring hugmynd-
arinnar um „afnám" fj ölskyldunnar svarar til hins hlutfirrta inntaks í hug-
takinu fjölskylda. Höfuðkeppimarkið í baráttu sósíalista á sviði jafnréttis-
málanna á ekki að vera að afmá fjölskylduna sem slíka, heldur að koma á
jafnrétti kynjanna. Náist það keppimark, munu afleiðingarnar ekki verða
síður rótnæmar, en þær verða jákvæðar og áþreifanlegar og munu því marka
söguþróunina sínum rúnum. Það mun aldrei verða komið á jafnrétti milli
karla og kvenna, meðan núverandi fj ölskyldugerð viðhelzt. En ekkert mun
ávinnast í jafnréttisáttina með hreinum stjórnunaraðgerðum í því skyni að
leysa fjölskylduna upp, því að jafnréttið mun komast á einvörðungu fyrir
þunga hinnar sögulegu þróunar, sem mun rjúfa tengslin milli einstakra þátta
í lífi og viðfangsefnum fjölskyldunnar. Krafa allra byltingarsinna á að vera
sú, að hinir ólíku þættir verði leystir undan oki blindrar samhæfingar, sem
meinar hverjum einstökum þeirra að njóta sín. Ef höggvið verður á hin fyrri
tengsl milli kynlífs og æxlunar, verður létt af kynlífinu þeirri firringu, sem
er samfara þungun gegn vilja hlutaðeigenda (eða ótta við að til slíkrar
þungunar komi). Æxlunin verður þá ekki lengur háð tilviljuninni einni eða
blindum orsakalögmálum. Þess vegna hlýtur það að vera alger grundvallar-
krafa á hendur ríkisvaldinu, að það láti þeim, sem þess óska í té ókeypis
getnaðarvarnartöflur. Af sömu sökum eigum við að styðja að því, að létt
verði af lagabanni gegn sambúð fólks af sama kyni (þ. e. kynvillu) — en slík
sambúð leiðir auðvitað ekki til æxlunar. Rétt er að gagnrýna einarðlega þá
afturhaldssömu herferð, sem hafin hefur verið á Kúbu gegn slíku sambýli,
og sömu afstöðu ætti að taka, ef slikt gerðist annars staðar. Áþekk yrðu á-
hrifin, ef hið lögfræðilega hugtak „óskilgetinn" yrði hreinlega numið úr lög-
um, eins og gert hefur verið í Svíþjóð og Ráðstjórnarríkjunum, því að slík
lagabreyting myndi opinberlega rjúfa samhengið milli hjúskapar og foreldr-
isstöðu.

Frá náttúrlegu samfélagi til menningarsamfélags


Eins og fram hefur komið hér að framan vekur félagsmótunin ýmis vanda-
mál, sem glíma þarf við. Börn þurfa á ástúð og umhyggju móður að halda
fyrstu æviárin, en af því leiðir engan veginn að við hljótum í þessum efnum
að búa alla framtíð við þann arfhelga ramma hjónabands/fjölskyldu, sem
nú tíðkast. Því fer mjög fjarri. Megineinkenni þess fjölskyldu- og hjúskapar-
fyrirkomulags, sem við búum við um þessar mundir, er, hversu einrœtt það

231
Tímarit Máls og menningar
er. Það er einungis ein skipulagsbundin heild, sem getur myndað umgerðina
um samlíf og samskipti kynja og aldurshópa. Margir virðast halda að hér
finnist enginn meðalvegur. Hið ríkjandi kerfi í þessum efnum jafngildir því,
að maður afneiti lögmálum lífsins. Mannleg reynsla ætti að hafa kennt okk-
ur, hve samband karls og konu og samskipti uppvaxandi kynslóðar við hina
eldri geta tekið á sig óendanlega margbreytilegar myndir. Nægir að benda
á í því sambandi, að mikill hluti þeirra fagurbókmennta, sem mannkynið
hefur skapað, var saminn einmitt til að syngja þessum margbreytileika lof og
dýrð. Sú mynd, sem við okkur blasir í þessum efnum í þjóðfélagi kapítal-
ismans, er einföld og steinrunnin. Það hvílir á okkur eins og þrúgandi farg,
hve viðteknir sambýlishættir okkar eru einhæfir og snauðir að lífi. I öllum
þjóðfélögum verða að vera til einhverjar fastmótaðar og almennt viður-
kenndar reglur um samskipti fólks. En alls engin rök liggja til þess, að ekki
megi viðurkenna nema eitt sambúðarform að lögum, meðan fjöldi fólks býr
saman í margs konar „löglausri" sambúð. Sósíalismi á ekki, sé hann rétt skil-
inn og framkvæmdur, að fela í sér afnám fjölskyldunnar sem slíkrar, heldur
viðleitni í þá átt að skapa nýjar og fjölbreytilegri umgerðir um þau marg-
háttuðu félagslegu samskipti, sem í dag verða hvað sem tautar og raular að
fara fram innan vébanda fjölskyldunnar. Upp af slíku myndu spretta marg-
vísleg sambýlisform og stofnanir, og fjölskyldan yrði eitt þeirra. Við slíkar
aðstæður yrði allt tal um afnám hennar marklaust hjal. Hjón myndu búa
saman eða dveljast fjarri hvort öðru, þau myndu búa saman til langframa
með börnum sínum og einstæðir foreldrar gætu alið upp börn sín sjálf.
Einnig ætti að greiða fyrir því, að börn gætu alizt upp hjá kjörforeldrum í
stað kynforeldra og ættmennahópinn ætti að stækka. Ollu þessu og ýmsu til
viðbótar á að vera hægt að finna stað innan þess ramma, sem mannkynið
mun sníða lífi sínu hér á jörðunni, en ætíð verður að taka mið af þeirri stað-
reynd, að svo er margt sinnið sem skinnið.
Það getur ekki þjónað neinum tilgangi að vera í þessu spjalli að reyna að
útlista í einstökum atriðum, hvað á að vera hægt að gera. Það væri í anda
hughyggjunnar að fara að draga upp mynd af framtíðinni í löngu máli og
bæri auk þess vitni um afturvirkan þankagang. Sósíalismi er verðandi, þ. e.
breytiþróun. Ekkert er andstæðara sögulegum skoðunarhætti en að gera sér
fastmótaða mynd af framtíðinni. Sérhvert sósíalískt þjóðfélag hlýtur að
mótast af gerð þess kapítalíska þjóðfélags, sem fyrir var, og af því, hvernig
endalok þess urðu. Um þetta hefur Marx sagt: „I hverju eru framfarir fólgn-
ar, ef ekki því, að maðurinn eigi þess kost að beita sköpunarhæfni sinni til

232
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
fulls. Þetta gerist þá án nokkurs ytri tilverknaðar á grundvelli undangeng-
innar sögulegrar þróunar, en sú þróun, sem er markmið í sjálfu sér, hefur
gert hann að því, sem hann er. Eg á hér við, að maðurinn þrói með sér alla
sína mannlegu hæfileika í þeim mæli, að þeir verði ekki mældir á neinn
þann kvarða, sem áður hefur þekkzt. Hvað er það, sem hér gerist, ef ekki
það, að maðurinn býr þannig í haginn fyrir sig, að hann þarf ekki framar
að endurnýja sjálfan sig í ákveðinni mynd, heldur raungerir hann sjálfan
persónuleika sinn? Hann reynir undir slíkum kringumstæðum ekkert til að
halda áfram að vera samur sem forðum, heldur verður persóna hans eilíf og
alger verðandi." Sú frelsun konunnar, sem sósíalisminn á að tryggja, verður
ekki afsprengi skynseminnar sérstaklega, heldur eitt af afrekum mannlegs
anda á langri vegferð mannkyns frá náttúrlegu samfélagi til menningar. En
sú vegferð er sem mynd af sögunni og þjóðfélaginu.
SigurSur Ragnarsson þýddi.

233

You might also like