Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 2

REGLUR

Um útlán til sjóðfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna


ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga

1. gr. Gildissvið: Reglur þessar gilda fyrir allar deildir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og
Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

2. gr. Lánsréttur: Hver sá sem greiðir eða hefur einhvern tíma greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins eða Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga á rétt á lífeyrissjóðsláni. Sama gildir um þá sem átt gætu
aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, þótt svo þeir hafi aldrei greitt til sjóðsins (Aðilar að
stéttarfélögum opinberra starfsmanna).

3. gr. Lánsupphæðir og lánskjör: Hámark lánsfjárhæðar er að jafnaði kr. 4.000.000.00.


Umsækjendur geta þó fengið hærra lán að undangengnu sérstöku mati á greiðslugetu sinni auk þess
sem gerðar eru ríkari kröfur varðandi mat á veðhæfni eignar. Verði heildarskuld vegna nýs láns og
eldri lána innan við 4 milljónir kr., ber umsækjanda að skila upplýsingum um tekjur og skuldir sbr. 2.
mgr. 6. gr. reglna þessarra. Óski umsækjandi eftir láni umfram þessi mörk, þarf hann að skila
nákvæmara mati á greiðslugetu sinni frá viðskiptabanka sínum eða öðrum til þess bærum aðila og mun
lífeyrissjóðurinn í því tilfelli meta lánshæfi umsækjanda samkvæmt sömu reglum og gilda hjá
Íbúðarlánasjóði. Sömu reglur um sérstakt greiðslumat gilda sé umsækjandi ekki eigandi þess veðs sem
boðið er fram og lán er hærra en 1 milljón kr.
Lánstími er 5-30 ár að vali lántakanda.- Ársvextir eru nú 6,54% og breytilegir samkvæmt
ákvörðun stjórna sjóðanna. Lánin eru verðtryggð m.v. neysluverðsvísitölu.

4. gr. Gjalddagar og afborganir: Gjalddagar eru 1-2-3-4-6 eða 12 á ári skv vali lántakanda.-
Lántakandi getur valið milli láns með jöfnum afborgunum og láns með jöfnum greiðslum vaxta og
afborgana (annuitetsláns).-

5. gr. Veðtrygging: Lán er veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Nýja lánið ásamt lánum sem framar
standa í veðröð mega að hámarki vera 65% af fasteignamati eignarinnar. Í stað 65% af fasteignamati
má þó miða við 55% af sölumati löggilts fasteignasala sem skal valinn í samráði við starfsmenn
sjóðsins. Lántakandi greiðir kostnað við slíkt sérmat ef til þess kemur. Skerða má lánsupphæð eða fella
lánveitingu niður með öllu ef fasteignamat hins framboðna veðs er lægra en 3 milljónir. Sama gildir ef
eignir eru mjög gamlar eða ef þær eru á markaðssvæðum þar sem hús eru ill- eða óseljanleg.
Þegar sótt er um lán umfram 4 milljónir gilda jafnframt þær reglur að lánveitandi mun meta
sérstaklega eða krefjast sérstaks mats á veðhæfni framboðinnar eignar, m.a. m.t.t. aldurs og ástands
hennar og markaðar fyrir íbúðarhúsnæði þar sem hún er.
Hús í smíðum telst veðhæft sé lagt fram fokheldisvottorð og brunatryggingar-vottorð, ásamt
sölumati sbr. 1. mgr., og er þá miðað við 60% matsupphæðar.
Lánveitandi má hverju sinni krefjast mats á fasteign, álíti hann sérstaka ástæðu til þess. Ef talin er
þörf á frekari upplýsingum um veðið, er jafnframt heimilt að krefjast fyllri gagna áður en til
lánveitingar kemur.
Eigandaveðleyfi: Sé lántakandi ekki eigandi að þeirri fasteign sem fram er boðin til tryggingar, þarf
að skila þar til gerðu eyðublaði, undirrituðu af veðleyfisgjafa, þar sem hann staðfestir að hann hafi
kynnt sér efni þess.- Einnig nægir að veðleyfisgjafi útbúi sérstaka yfirlýsingu um að honum sé ljós sú
ábyrgð, sem á hann getur fallið vegna veðheimildarinnar.
Ef veðleyfi er veitt vegna láns umfram kr. 1.000.000.00. skal yfirlýsing veðleyfisgjafa fela í sér að
hann hafi kynnt sér tilskilið greiðslumat sem umsækjandi þarf að leggja fram skv. 3. gr.

1
6. gr. Lánsumsókn og afgreiðsluháttur: Lánsumsókn skal vera skrifleg. Áður en lánið er afgreitt
skal umsækjandi skila veðbókarvottorði um þá eign sem veðsetja skal. Jafnframt skal fylgja vottorð
um fasteignamat og brunabótamat, sé eign ekki metin sérstaklega.
Umsækjandi þarf að útfylla og skila sérstöku eyðublaði um áætlaða greiðslubyrði og tekjur.
Heimilt að synja um lánveitingu liggi það ljóst fyrir að umsækjandi ræður ekki við þá skuldbindingu
sem lántakan hefði í för með sér.

7. gr. Afgreiðslufrestur lífeyrissjóðslána er 1/2 mánuður frá því að umsókn ásamt fullnægjandi
fylgigögnum berst.

8. gr. Uppgreiðsla: Lántakandi má greiða lán sitt upp hvenær sem er á lánstímabilinu ef hann óskar
þess.

9. gr. Lántökukostnaður: Lántökugjald er 1,5% fyrir þá sem ekki hafa greitt iðgjald til sjóðsins á
síðustu 6 mánuðum, en 1% fyrir þá sem greitt hafa í einn eða fleiri mánuði af síðustu 6 og fyrir þá sem
fá greiddan lífeyri hjá sjóðnum.

10. gr. Innheimtugjöld: Tekin eru eftirfarandi gjöld vegna innheimtu lífeyrissjóðslána:

Tilkynningar- og greiðslugjald (hver seðill) kr. 200.00


Ítrekun - 300.00
Lokaaðvörun - 400.00
Innheimtubréf lögfræðings - 4.000.00
Greiðsluáskorun - 3.000.00
Uppboðsbeiðni - 2.000.00
Mót við uppboð - 3.000.00
Kröfulýsingar - 2.000.00

11. gr. Endurskoðun: Útlánareglur skulu endurskoðaðar eigi sjaldnar en tvisvar á ári.

Reykjavík, 8. júlí 2002.

Um vexti

Vextir verða endurskoðaðir fjórum sinnum á ári, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október, eða frá 1.
hvers mánaðar.
Við vaxtaákvörðun verði horft til meðalávöxtunarkröfu húsbréfa (BH 22) síðustu þrjá mánuði áður
en ákvörðun um vaxtabreytingu er tekin.
Vextir útlána LSR og LH verði að jafnaði 0,25 - 1,0 prósentustigi yfir meðalávöxtunarkröfu
húsbréfa síðastliðna þrjá mánuði.
Samþykkt í september 2000.

You might also like