Á Mörkum Lífs Og Dauða

You might also like

Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 15

Á MÖRKUM LÍFS OG DAUÐA

Hugrenningar um ást, stríð og örlög í


norrænum fornbókmenntum
SUNNA

Ritgerð fyrir námskeið Karlar, konur og skrímsli hjá Háskóla Íslands

Bókin er sett með 10,8 pt Alphabetum Unicode á 16 pt fæti:


http://guindo.pntic.mec.es/jmag0042/alphaeng.html

© Antonio Costanzo 2012


Á MÖRKUM LÍFS OG DAUÐA

Hugrenningar um ást, stríð og örlög í norrænum fornbókmenntum

Viðfangsefni þessa rits er til að varpa ljósi á nokkur hugtök um konur


í norrænum fornbókmenntum. Orðavalið „hugtök um konur“ er eitt og
sér óljóst og þarf betri skilgreiningu. Með þessu orðafari er vísað til
frumminna sem í norrænum fornbókmenntum koma oftast nær við
veraldlega kvenmenn eða við yfirnáttúrulegar og kvenlegar verur. Svo
ber að geta þess að slík flokkun eftir karllægu og kvenlægu gildi er í sjálfu
sér ekki aðgreining eftir líffræðilegum kynjunum enda er hún heldur
hugræn og táknræn1.
Hugtök þau sem rætt verður um í þessu riti eru eftirfarandi:
spádómsgáfa og fjölkynngi annars vegar, ást, frjósemi, stríð og dauði hins
vegar. Til að einfalda lýsingu á umfjöllun kýs ég að flokka ofannefndu
hugtökin í tvö kerfi, ég nefni „hugtakakerfi A“ það sem er sett saman af
hugtökunum spádómsgáfu og fjölkynngi og „hugtakakerfi B“ sem er sett
saman af hugtökunum ást, frjósemi, stríði og dauða. Þar að auki vel ég
konur og kvenleg goðmögn úr fornnorrænum bókmenntum sem fulltrúa
beggja hugtakakerfa. Sem fulltrúa A, vel ég Grímur tvær úr Fóstbræðra
sögu, Ingigerði úr Hrólfs sögu Gautrekssonar, Guðrúnu Ósvífursdóttur úr
Laxdæla sögu, Nornir úr Völuspá og Frigg Óðins konu sem kemur við í
ýmsum heimildum. Sem fulltrúa B, vel ég Freyju og Dísir sem koma víða
í fornbókmenntum og Valkyrjur, einkum Valkyrjurnar þrjár úr
Völundarkviðu. Nokkrar þessara persóna hafa að vísu einkenni sem gætu

1Til að átta sig betur á slíku hugtaki kann að vera gagnlegt að vekja athygli á því að
kínverska flokkun í Yang og Yin, karllægu og kvenlegu gildin stangast ekki á við að
karlmaður gæti falið í sér ákveðið hlutfall af Yin, kvenlæga gildinu sem gæti jafnvel
verið býsna stórt.
staðsett þær bæði í A og B. En þó kemur fyrir að oftast nær augljósari
einkenni þeirra flokka þær svo sem hér að framan hefur verið gert.
Ofannefndu hugtakakerfin tvö hafa við fyrstu sýn ekkert eða lítt
sameiginlegt. Markmið þessa rits er að sýna að þau bæta reyndar hvort
annað upp, síðar verða færð rök til þess að sýna að sú staðreynd býr yfir
efnisföstu hugmyndakerfi. Til að koma í veg fyrir misskilning þykir mér
vert að nefna að niðurstöður minnar umfjöllunar komi varla við umræðu
um átrúnað á gyðjurnar tvær, Frigg og Freyju á Norðurlöndum. Rit þetta
varðar heldur erkitýpískar og óhlutstæðar hugmyndir. Í þessu samhengi
skiptir litlu að fræðimenn hafi leitt í ljós að þessum goðmögnum hafi verið
ruglað saman þegar leið að lokum heiðni. Þetta vandkvæði snýst um
trúarbragðasögu á Norðurlöndum en varðar ekki þessa umfjöllun þar sem
hennar tilgangur er að skilgreina hugtök á sviði hugmyndafræði. Þar af
leiðandi eru mínar niðurstöður óháðar máli um uppruna Friggjar og
Freyju eða með öðrum orðum hvort þær séu sama gyðja sem hafi síðar
klofnað í tvær eða upprunalega tvær frábrugðnar gyðjur sem síðar runnu
saman.

Spádómsgáfa og fjölkynngi

Hér verður farið að taka til athugunar þær persónur sem eru í tengslum
við hugtakakerfið A.
Víða koma við fornnorrænar bókmenntir konur sem hafa þann mátt
að spá mönnum framtíðina eða valda umskiptum í örlögum þeirra. Konur
þessar þrífast sérstaklega vel í Íslendinga sögum þar sem mæðir á
mergðinni. Til að mynda, má nefna að í Fóstbræðra sögu eru tvö slík dæmi
enda koma við söguna tvær konur sem ganga undir sama nafni, það er að
segja, Grímu. Þykir vert að vekja athygli á að nöfn þessi bera þann blæ
að vera heldur táknræn en „sönn“. Nafnið Gríma hæfir vel fjölkunnugri
konu þar sem það vísar á grugguga hugarlund þeirra, marglyndi sem vart
er að kanna.
Fyrr beini ég sjónum að Grímu í Ögri, móður Þórdísar. Við sjáum
Grímu þessa í sögunni biðja Kolbak sinn þræl að refsa Þormóði fyrir þá
svívirðingu sem hann fremur með því fífla Þórdísi (texti Möðruvallabókar,
ÍF VI. bindi):

Þat var einn dag at Þormóðr var í Ǫgri, at Gríma mælti við Kolbak: „Ek vil
senda þik inn á bœi með veft, er hafa skal í vef þann er þar er ofinn.“ [...] En
Gríma lét vindurnar koma í meðal stakka Kolbaki. Hon fór hǫndum um hann
allan ok svá klæði hans.

Eins og Helga Kress hefur bent á í grein sinni Óþörfum unnustum


(bls. 13), veftur sem nefndur er í sögu getur hugsanlega verið skírskotun
til örlagavefjarins. Ef þessi athugasemd er rétt eins og mér virðist vera, er
Gríma hér að hrófla við örlagaþráðum Þormóðs í því skyni að lokka hann
í gildru og vinna honum sneypu. Ekki þarf að rýna dýpra í frásagnir
Fóstbræðra sögu er varða Grímu í Ögri til að hafa glöggt fast fyrir sjónum
að um vel hæfa konu í fjölkynngi er að ræða. Við sjáum hana í áframhaldi
á sögunni gera Kolbak ósýnilegan og þegar hún selur hann Ingólfi
Austmanni sýnir mátt sinn á veðurfar:

En Gríma hafðisk á landi uppi við um daginn ok minnisk á þau in fornu kvæði,
er hon hafði í barnœsku sinni numit. Í því bili fellr andviðrit, þat er áðr hafði
lengi á legit.

Annars vegar sýnir nafna hennar í Grænlandi ekki síður að búa yfir
margvíslegum hæfileikum. Sú Gríma á heima í Eiríksfjarðarbotni og er
einnig sögð fjölkunnug. Þegar Þórdís frá Löngunesi er á leiðinni til
Eiríksfjarðar, ber það í Eiríksfjarðarbotni að Gríma lætur illa í svefni. Við
beiðni Þormóðar um að vekja hann, svarar Gamli, maður hennar Grímu
á þennan hátt (texti Flateyjarbókar):

„Eigi vill Gríma, at hon sé vǫkt, þótt hon láti illa í svefni, því at jafnan verðr
hon þá þeirra hluta vís, er henni ber nauðsyn til at vita.“

Um morguninn bíða þau Gríma eftir komu búmanna þar sem hún
hefur séð för þeirra í draumi. Svo er bætt við í frásögn Hauksbókar:

Gríma sat á þreskeldi ok spann garn ok kvað nǫkkut fyrir sér, þat er aðrir skildu
ekki.

Athyglisvert er að sagan virðist gefa í skyn að kunnátta Grímu í að spá


um óorðna hluti er tengd þeim hæfileika til að skapa framtíðina. Með
öðrum orðum, með því að spinna garn, sýnist Gríma fremja einhverja
dularathöfn í þeim tilgangi að veita Þormóði fullting2.
Enn fleira er að finna í Íslendinga sögum í þeim dúr, þar sem tengsl
milli kunnáttu í að orka á örlög manna og spuna koma ekki fram fyrir
tilviljun heldur næstum því með skipulegum hætti. Einnig hefur Jón
Hnefill Aðalsteinsson í bók sinni Blót í norrænum sið minnt á Guðrúnu
Ósvífursdóttur í Laxdæla sögu sem heilsar upp á Bolla á þennan hátt eftir
að hann hefur vegið Kjartan:

„Misjǫfn verða morginverk; ek hefi spunnit tólf álna garn, en þú hefir vegit
Kjartan.“

2 Í því sambandi hafa fræðimenn vakið athygli á að orðið spá gæti fólgið í sér ekki
einungis þekkingu um óorðna hluti heldur einnig sköpunarmátt, sbr. Nordal bls. 84: spá
var ekki aðeins „fróðleikur um framtíðina“, heldur það, sem skapaði framtíðina
(álög).
Ályktun Jóns Hnefils er sú að Guðrún væri að spila hlutverk
örlagavaldrar kvenveru með því að spinna garn á meðan Bolli vægi
Kjartan. Þess að auki vildi ég vekja athygli á berdreymi Guðrúnar. Einn
vetur dreymir hana fjóra drauma. Vatn hefur merkilegt hlutverk í þessum
draumum. Í fyrsta kastaði hún faldi út á læk, í öðrum rann hringur af
hendi hennar „og á vatn“, í þriðja virðist vatn ekki vera til staðar en
gullhringur sem hún átti „mœtti steini nǫkkurum ok stǫkk í tvá hluti, ok
þótti mér [Guðrúnu] dreyra ór hlutunum“, í fjórða, steyptist hjálmur af
höfði hennar út á Hvammsfjörð. Hún kunni ekki sjálf að ráða draumana
en Gestur Oddleifsson gerði það fyrir hana og kvað hana fjóra menn munu
eiga en við alla myndi hún illt skilja. Svo rætast draumarnir allir þegar
líður á söguna. Ef athugasemd Jóns hittir í mark, má með nokkurri vissu
staðhæfa að hér sé á ferðinni kona með mátt á að orka á óorðna hluti ásamt
ófullkomnum hæfileika til að spá um framtíðina. Það kynni að vera að
Guðrún hafi búið yfir einhverri yfirnáttúrulegri þekkingu sem hún hefði
orðið fullnuma í síðar meir.
Hér ætla ég að taka til athugunar enn eitt dæmi um veraldlega konu
gædda yfirskilvitlegum hæfileikum. Við mætum henni í Hrólfs sögu
Gautrekssonar. Hún hét Ingigerður og var sögð vitur og væn. Hún var
drottning Svía, kona Eiríks konungs og bjó yfir hæfileika til að sjá óorðna
hluti. Hana dreymir tvisvar fyrir komu Hrólfs og manna hans. Bæði
skiptin sér hún fylgjur þeirra, þ. e. a. s. ljón, hvítabjörn, gölt og varga. Í
síðara skiptið sá hún „til sjóvar“ þannig að vatn kemur enn við í tilefni
drauma. En þessi frásögn veitir meiri víðsýni um náttúru draumfara þar
sem við sjáum konu eiga nokkurs konar samskipti við fylgjur manna.
Með öðrum orðum gera draumar henni kleift að nálgast annan,
líkamslausan og efnislausan heim.
Áður enn að binda enda á umfjöllun þeirra persóna er tengdar eru
hugtakakerfinu A, þykir vert að víkja að tveimur atriðum frá sviði
goðsagna. Fyrr skal vekja athygli á Völuspá. Í 19. vísu (sjá útgáfu
Neckels-Kuhns) er drepið á ask Yggdrasils sem stendur yfir Urðar brunni.
20. vísan hljómar á þessa lund:

Þaðan koma meyjar, margs vitandi,


þriár, ór þeim sæ, er und þolli stendr;
Urð héto eina, aðra Verðandi
- scáro á scíði -, Sculd ina þriðio;
þær lǫg lǫgðo, þær líf kuro
alda bǫrnom, ørlǫg seggja.

Hér eru nefndar margsvitandi meyjar er kjósa mönnum örlög og þær


eru settar í tengsl við vatn. Ennfremur er þetta annað dæmi um kvenlegar
verur sem vefja örlaganet manna og tengdar eru við vatn.
Síðari dæmi úr goðsögum varðar Frigg. Í Snorra Eddu er hún sögð eiga
„bœ er Fensalir heita“ og í Lokasennu segir Freyja:

„ørlǫg Frigg hugg ec at ǫll viti,


þótt hon siálfgi segi.“

Hér endurtekur sig enn sama stefið þar sem spádómsgáfa kvenlegrar
veru er sett í tengsl við vatn.
Af öllum þeim dæmum sem athyglinni hefur verið beint að virðist
erfitt að aðskilja fjölkynngi, spádómsgáfu og kunnáttu á að orka á óorðna
hluti. Nokkur tákn koma við aftur og aftur í slíkum frásögnum og fleiri
sem mætti tína í þeim dúr úr fornnorrænum bókmenntum. Meðal allra
þessara tákna sýnist athyglisvert að nefna spuna, sem er samferða þeim
hæfileika til að hrófla við örlagaþráðum og vatn. Vatn virðist eiga brýnt
erindi við spádómsgáfu en um það verður rætt nánar við lokaályktanir.
Freyja, Valkyrjur og Dísir

Nú skal fara yfir þær fornnorrænu heimildir er varða hugtakakerfið B.


Þegar þær eru teknar til yfirferðar ber af öllu gyðjan Freyja. Ástæðan fyrir
því er sú að hún er annars vegar glöggt tákn ástar og frjósemi en hins
vegar er hún tengd við dauða og stríð. Ótalmargir fræðimenn hafa
rannsakað einkenni þessarar gyðju og sett fram ýmsar viðkomandi
kenningar. En nú skal fyrst gefa fornheimildum orðið.
Í Þrymskviðu er sagt frá að jötunn Þrymur steli Mjöllni, Þórs hamri.
Loki flýgur í Jötunheima til þess að heimta hamarinn en hann fær þann
úrskurð sinnar farar að Æsir fái eigi hamarinn aftur „nema hánom [Þrymi]
fœri Freyjo at qván“.
Snorri Sturluson í sinni Eddu segir að smiður nokkur kom til Ása og
bauð fram sína vinnu til að reisa þeim borg en „hann mælti sér þat til
kaups, at hann skyldi eignask Freyju, ok hafa vildi hann sól ok mána.“
Í þessum tveimur tilvikum kemur fram að jötnar reyna með öllum
ráðum að vinna Freyju. Kunnugt er að þeir byggja ófrjóan og kaldan
heim. Ástæðan fyrir því að þeir sækja svo mikið eftir að eignast Freyju
er sem sagt sú að Freyja er gyðja hlýju og frjósemi. Glöggt kemur fram
úr síðara dæmi hvað Freyja táknar og í því sambandi kemur Ingunn
Ásdísardóttir svo að orði (bls. 220):

„[Jötnarnir] vilja... líka sólina og mánann, og hugsanlega má sjá þar hina


raunverulegu ástæðu fyrir ágirnd þeirra á Freyju. Hún ber Brísingamen sem
gæti verið tákn fyrir sólkringluna, þ. e. hið lífgefandi afl veraldarinnar.“

Þessar tvær umræddu goðsögur eru eingöngu lítill hluti af fleiri dæmum
sem finna má í fornnorrænum bókmenntum sem leiða í ljós tengsl Freyju
við frjósemi. Hún er og ástargyðja þar sem ást og frjósemi renna oftast
saman, enda segir Snorri:
Henni líkaði vel mansöngr. Á hana er gott at heita til ásta.

Nú skal minnast á þau atriði sem koma heim við tengingu Freyju við
stríð og dauða.
Í Grímnismálum er hún sögð eiga heima í Fólkvangi eða með öðrum
orðum á orustuvelli og þar

hálfan val hon kýss hverian dag,


enn hálfan Óðinn á.

Í þessari vísu er bersýnilegt að hún er sett í samband við stríð og dauða.


Í þessu samhengi svipar hún Valkyrjum því hún er sögð kjósa val á velli.
Satt að segja eru ekki að finna fleiri bein slík tengsl í fornbókmenntum.
En fræðimenn hafa á hinn bóginn varpað ljósi á að það séu ótalmörg óbein
tengsl Freyju við dauða (sjá t. d. Ólaf Briem). Hér er ekki rými til að fara
yfir kenningar þeirra sem eru byggðar að nokkru leyti á fornleifafræði.
Á sviði bókmennta er reyndar enn eitt vafasamt dæmi sem gæti staðfest
þessi tengsl og það er dregið úr Egils sögu þar sem Þorgerður dóttir Egils
á leiðinni í dauðann segir við föður sinn (ÍF II. bindi, bls. 244):

„Engan hefi ek náttverð haft, ok engan mun ek, fyrr en at Freyju.“

Fyrr en að beina athygli að Valkyrjum, er vert að koma athugasemd


á framfæri. Mætti undrast að gyðja ástar og frjósemi sé í tengslum við
stríð og dauða. En það er ekki ástæða til að furða sig á þessu þar sem lögmál
náttúru er að ekkert er líf án dauða. Menn og dýr fá daglega fæðu úr
dýraríki og jurtaríki. Plöntur draga hins vegar sína fæðu úr jörðu þar sem
lík auðga samsetningu jarðvegs. Þessa ævarandi hringrás táknar Freyja.
Til að átta sig betur á tengslum Freyju við stríð skal drepið nokkuð á
Valkyrjur og Dísir þar sem þær eru í nánu sambandi við hana. Líkt og
nafnið Valkyrja bendir á og eins og kemur víða í heimildum, er hlutverk
þeirra að kjósa val á orustuvelli. En gefum Völundarkviðu orðið þar sem
bræður þrír, Slagfinnur, Egill og Völundur

snemma of morgin fundo... á vazstrǫndo konor þríar, oc spunno lín. Þar vóro
hiá þeim álptarhamir þeira. Þat vóru valkyrior... Þau bioggo siau vetr. Þá flugo
þær at vitia víga oc kvómo eigi aptr.

Varla gæti lýsing á Valkyrjum verið þýðingarmeiri. Meðal annars


birtast þær í þessu sögubroti í svanslíki og spinna lín. Samkvæmt
vitnisburði Þrymskviðu, á Freyja „flugsham“. Einnig segir Snorri að Hörn
og Vanadís séu aukanöfn Freyju. „Hörn“ hefur verið sett í samband við
„hör“, jurt sem lín er unnið úr þannig að þetta er og vísbending um
tengingu Freyju og Valkyrju. Nafnið „Vanadís“ bendir til þess að Freyja
sé tengd við Dísir. Margir fræðimenn hafa reynt að glöggva sig á þessum
vísbendingum, þeirra á meðal Folke Ström. Þrátt fyrir að þessi gögn séu
lök, telur hann þau næg til að grundvalla þá ályktun að Valkyrjur og Dísir
séu sömu verurnar. Ef svo væri þá væri Freyja ekki einungis Æðsta Dís
(Vanadís) heldur einnig Æðsta Valkyrja. Erfitt er að binda lokaorð við
þessar getgátur er varða sérstaklega trúarbragðasögu, en hér skal leggja
áherslu á hugmyndafræðilegt atriði málsins, nánara tiltekið, það er ekkert
að furða sig á að hugtakið ást sé sett í samband við stríð og dauða.
Augljóst er að samsetningin ást og dauði er eitt uppáhaldsþema
heimsbókmennta og það hefur verið rannsakað í mörgum bókum, til
dæmis í Metafisica del sesso eftir Julius Evola. Hann minnist á frægustu
dæmin tvö, þar er að segja á Romeo og Giulietta hjá Shakespeare og á
Trístan og Ísönd og setur fram þá kenningu að ást getur fært manninn
yfir á yfirskilvitlegan heim við tilteknar aðstæður. Þessi heimur risi
handan við lífið og til að nálgast hann þurfi maður að fylgja ákveðnu ferli
og fremja tilteknar athafnir. En þó flestir villist oftast nær á þessari
hættulegu leið og þeir endi með harmleik og dauða.
Lokaorð: samanburður á hugtakakerfunum tveimur

Nú víkur að lokaorðum. Hér að framan hef ég fjallað um gildi


hugtakakerfa A og B hvort í sínu lagi. En hvað getur maður ályktað um
tengsl þessara tveggja kerfa? Eru þessi kerfi virkilega aðskilin eða bæta
þau hvort annað upp? Með öðrum orðum, leiða þau af einni og sömu
uppsprettu?
Í raun og veru tel ég nokkuð augljóst að það eru engin skýr mörk á
milli þeirra. Ef maður tekur Valkyrjur Völundarkviðu til athugunar,
verður ekki framhjá því litið að þær eru bæði tengdar við stríð og spuna.
Lítt þarf svo að efast að lín það er þær spunnu vísar til spuna örlagaþráða.
Þetta tengir á hugmyndafræðilegan hátt Valkyrjur við Grímur tvær í
Fóstbræðra sögu, Guðrúnu Ósvífursdóttur, Frigg og allar þær kvenverur
sem ýmist kunna örlög manna eða hafa þann mátt að hrófla við
örlagaþráðum þeirra.
Vatn er tákn sem tengir fast hugtakakerfin tvö hvort við annað.
Valkyrjur þær er bræðurnir þrír mæta í Völundarkviðu sátu við vatn og
þar sem þær kjósa val á orustuvelli, virðist vera líklegt að þær taki einnig
þátt í spuna örlagavefjar bardagamanna. Á hinn bóginn er vatn einnig
tákn spádómsgáfu enda höfum við fundið það í Völuspá í sambandi við
nornirnar þrjár er líf kuru alda börnum og lögðu örlög seggja. Þess að
auki, býr Frigg í Fensölum svo að hún er einnig tengd vatni og vatn
kemur við í draumum Guðrúnar Ósvífursdóttur. Af þessum dæmum má
sjá að vatn tengir hugtakakerfin tvö, eða nánara tiltekið mátt á örlögum
(sjá Nornir, Frigg og Guðrúnu), og stríð og dauða (sjá Valkyrjur)3.

3Vatn tengir á táknrænan hátt einnig hugtök hugtakakerfis B innbyrðis. Af örófi alda
er vatn tákn bæði frjósemi og dauða ekki einungis á Norðurlöndum þar sem framdar
voru mýrafórnir (líka mannfórnir) til að auka frjósemi. Vötn sem tóku við þessum
fórnum hlutu að vera ginnheilög, áfangastaðir dauðra manna.
Ennfremur skal minnast á að vatn tengir líka spádómsgáfu og dauða.
Annars vegar voru vötn til forna dauðra manna heimur. Dáið fólk er fast
tengt við náttúru. Hinir dánu hafa upplifað bæði þennan heim og hinn,
svo að tengsl þeirra við örlög eru nánari. Hins vegar eins og fram kemur
í Hrólfs sögu Gautrekssonar sér Ingibjörg fylgjur manna. Þetta ber það
merki að þegar konur spáðu þurftu að renna auga á ósýnilegan heim, á
þann heim þar sem tíminn er fastur, á þann heim sem hlýtur að vera
dauðraheimur.
Hér virðist svo vera sannað að ekki er hægt að aðskilja hugtök sem
spádómskunnáttu, fjölkynngi, ást frjósemi, dauða og stríð. Þegar betur er
að gáð koma fram alls konar hugmyndafræðileg tengsl sem hafa gert kleift
að persónum sem voru fulltrúar þessara einkenna í forn norrænum
bókmenntum hafa verið ruglað saman. Dæmigert í þessu tilefni eru
gyðjurnar tvær, Frigg og Freyja4.

4 Hægt er svo að styðja að tengsl hugmyndakerfa A og B eru órjúfanleg með því að taka
fram að í Miðjarðarhafi voru í gamla daga tvær bækistöðvar véfrétta, það er að segja Delfi
í Grikklandi og Cuma á suður-Ítalíu (Magna Graecia). Svo ber til að það goð er veitti
goðsvör var Apollon. Tákn hans var svanur (sjá t. d. Gunnar Dal bls. 27) og véfréttir
hans í Cuma voru miðlað af prestynju, þeirri er kölluð var Sybilla Cumana. Fræðimenn
hafa oft leitt hana í samband við norrænu Völu en svo að ég viti, hefur ekki enn verið
vakin athygli á að Valkyrjur birtast einnig í svanslíki og að Apollon sé einnig tengdur
við svan. Eru fleiri tengsl á ferðinni?
Heimildaskrá

Frumheimildir

Egils saga Skallagrímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Hið Íslenzka Fornritafélag. II.
bindi. Reykjavík – 1933.

Fóstbræðra saga í Vestfirðinga sögum. Björn. K. Þórólfsson og Guðni Jónsson gáfu út.
Hið Íslenzka Fornritafélag. VI. bindi. Reykjavík – 1943.

Hrólf saga Gautrekssonar í Fornaldarsögum Norðurlanda. Guðni Jónsson og Bjarni


Vilhjálmsson sáu um útgáfuna. III. bindi. Bókaútgáfan Forni. Reykjavík – 1944.

Laxdæla saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið Íslenzka Fornritafélag. V. bindi.
Reykjavík – 1934.

Snorra Edda. Búið hefur til prentunar Magnús Finnbogason. Bókaverzlun Sigurðar
Kristjánssonar. Reykjavík – 1952.

Völuspá og Völundarkviða í Die Edda, die Lieder des Codex Regius nebst verwand-
tern denkmälern herausgegeben von Gustav Neckel. I. Text. Dritte, umgearbeitete
Auflage von Hans Kuhn. Carl Winter Universitätsverlag. Heidelberg – 1962.

Völuspá. Sigurður Nordal gaf út. Helgafell. Reykjavík – 1952.

Aðrar heimildir

J. Evola. Metafisica del sesso. Edizioni Mediterranee. Roma 1996.

Gunnar Dal. Grískar goðsögur. Sögur af guðum, gyðjum, hetjum, skrímslum og


mennskum mönnum. Nýja Bókafélagið. Reykjavík – 2000.

Ingunn Ásdísardóttir. Frigg og Freyja. Kvenleg goðmögn í heiðnum sið. Hið íslenska
bókmenntafélag. Reykjavíkur Akademían. Reykjavík – 2007.

Jón Hnefill Aðalsteinsson. Blót í norrænum sið: Rýnt í forn trúarbrögð með
þjóðfræðilegri aðferð. Háskólaútgáfan. Reykjavík – 1997.
H. Kress. Óþarfar unnustur og aðrar greinar um íslenskar bókmenntir. Bókmennta-
og listfræðistofnun Háskóla Íslands. Reykjavík – 2009.

Ólafur Briem. Vanir og Æsir. Studia Islandica 21. Heimspekideild Háskóla Íslands og
Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík – 1963.

F. Ström. Diser, Nornor Valkyrjor: Fruktbarhetskult och sakralt kungadöme i


Norden. Kungl. vitterhets historie och antikvitets akademiens handlingar. Filologisk-
filosofiska serien 1. Stockholm – 1954.

You might also like