Eraserhead Analysis 2017

You might also like

Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 4

Fáfnir Fjölnisson KML

Eraserhead

Eftir David Lynch


Fáfnir Fjölnisson KML

Ég sá Eraserhead fyrst þann 17. September síðastliðin, ég bauð tveim vinum mínum með mér í Bíó Paradís sem
var að sýna myndina sem hluti af Meistaravetri Svartra Sunnudaga prógraminu sínu. Eftir sýninguna þá voru við
öll sammála að þetta hafði verið ein óþægilegasta mynd sem við höfðum séð, ekki bara út af innihaldinu í
myndinni, en líka vegna þess að við fengum sæti framarlega til hliðar þannig að okkur var nokkuð illt í hálsinum
við endan á myninni. Einnig heyrði ég í öðrum áhorfendum eftir myndina og það sem ég man best eftir var
einhver sem sagði að þetta hafði verið mjög góð mynd en hann vildi aldrei sjá hana aftur. Eftir þessa upplifun þá
þurfti ég eiginlega að skrifa um myndina.

Eraserhead kom út árið 1977 og var fyrsta mynd David Lynch í fullri lengd. Lynch gaf út sínu fyrstu stuttmynd
árið 1966, þá aðeins 20 ára gamall, síðan þá hefur hann leikstýrt níu myndum í fullri lengd, framleitt tvær
sjónvarpsseríur, þó annari var aflýst eftir aðeins þrír þættir voru sýndir vegna þess að serían var allt of skrýtin, og
get ótalmargar stuttmyndir. Í gegnum feril sinn þá hefur Lynch hlotið fjölmargra verðluna og viðurkenningar, til
dæmis þá lýsti The Guardian honum sem besta leikstjóra okkar tíma [1]. Lynch er aðallega þekktur fyrir
súrréalískar myndir sínar og oft má finna óþægilega sýn af þægilegum aðstöðum í myndum hans, eins og hvernig
Eraserhead sýnir fjölskyldulíf og barnseignir sem algjöran hrylling, hvernig allir íbúar smábæjarins Twin Peaks
eiga dimm leyndarmál eða hvernig stuttmyndin hans frá 2002 ‚Rabbits‘ tekur nokkuð venjulegt fjölskyldulíf eins
og maður myndi sjá í svokölluðum sitcom þáttum og gerir það að martraðarkenndri paródíu bara með hljóði,
tímasetningu og sviðsetningu [2]. Lynch er einnig þekktur fyrir að aldrei vilja útskýra neitt um myndir sínar, sem
dæmi þá sagði hann í viðtali að Eraserhead væri trúarlegasta myndin hans og þegar hann var beðinn um að
útskýra það þá neitaði hann og hélt viðtalinu bara áfram. [3]

Stemningin í myndini er eins og í martröð, myndin er öll svarhvít og er í svokallaðri „industrial“ stillingu. Í
gegnum alla myndina er stanslaust drunandi hljóð og eru önnur hljóð ýkt á hátt sem fellur einhverstaðar á milli
gamans og óþæginda. Sviðsetningin fellur inn í undarlegt millistig af kunnulegu umhverfi með ókunnuluegum
smáatriðum, sem dæmi má líta á íbúðina hans Henry, allt sem ætti að vera þarna er þarna; rúm, skúffur, skápar,
plöntur og svoleiðis, en allt er eitthvað pínu undarlegt. Það eru engir pottar utan um plönturnar, þær eru bara
gróðursettar í moldarhrúgum, Henry geymir pott fullan af vatni í einni skúffunni sinni og setur smápeninga í
pottin af og til, o.s.fv. Nánast öll myndin gerist í íbúðinni hans Henry, og því má finna mörg smáatriði í
leikmyndinni. Það sem setur stemninguna mest í gegnum myndina er barnið, sem Jack Nance fór að kalla Spike
og ég mun kalla hann það sama héðan í frá, og hljóðið sem ég minntist á fyrr. Það sem festir Spike í hausnum á
mér eftir að ég sá myndina er að David Lynch hefur aldrei sagt hvernig þeir gerðu leikmunin, hann hefur bara
sagt hluti eins og að það hafi fæðst einhversstaðar nálægt eða að þeir fundu það við götuna, til að halda þessari
dulúð um barnið þá var bundið fyrir augun á sumum þeirra sem unnu við myndina áður en tökur byrjuðu svo þeir
gátu ekki skoðað hlutinn of vel. Algeng ágiskun er að Spike hafi verið að hluta til samansettur úr dauðri kanínu
eða kálfafóstri. Stemningin er það sem virkilega heldur myndinni uppi og festir hana í huganum þínum eftir
áhorfið.

Myndin fer í gír þegar Henry Spencer, söguhetjan okkar, fer í matarboð til tengdaforeldra sinna og fréttir af því
að hann hafi barnað Mary, kærustu sína og að barnið hafi fæðst svo vanskapað að læknarnir eru ekki eini sinni
vissir hvort að þetta sé barn, í næsta atriði kemur barnið sjálft í ljós og við það byrjar myndin almennilega.

Aðalpersóna myndarinnar er Henry Spencer, leikinn af Jack Nance. Henry er örvæntingar og kvíðafullur
meðalmaður, eða eins nálægt meðalmanni og maður kemst í þessari martröð sem hann býr í, hann einkennist
aðalega af hárinu sínu sem stendur út í loft alla myndina og umkomulausa svipin á andlitinu sínu. Það eina sem
hann vill í gegnum myndina er að komast undan Spike og lífi sínu sem foreldri. Henry sjálfur er mjög
afskiptalaus og forlátur, hann virðist bara láta hluti gerast og tekur nánast engar ákvarðanir í gegnum myndina, í
flestum atriðum ráfar hann bara soldið um íbúðina sýna og fiktar í hlutum með þennan umkomulausa svip á sér,
það breytist nálægt lokum myndarinnar, þegar hann tekur eitt af fáu ákvörðunum í myndinni. Við vitum mjög
lítið um líf Henry fyrir myndina, það eina sem við fáum að vita er að hann vinnur í verksmiðju við prentun og
hann er í fríi eins og er. Draumar Henrys koma mikið fyrir í myndinni og eru hver furðulegri en sá sem kom á
Fáfnir Fjölnisson KML

undan, í draumum sínum hittir hann Konuna í ofninum, söngkonu sem virðist tákna vilja hans í gegnum
myndina.

Flestar aukapersónur í myndinni eru bara þarna í eitt eða tvö atriði, að Spike utantöldum, Kærastan hans Henry
er hún Mary X, og er hún kynnt í sama atriði og byrjar söguna, semsagt atriðið þegar Henry fer að heimseikja
tengdarforeldra sína, þau Herra og Frú X. Atriðið heima hjá þeim gefur okkur sýn inn í daglegt líf hjá fólki í
veröld Eraserhead, Mary er sú af þessari fjölskyldu sem kemst næst því að vera eðlileg, en maður mundi halda að
samband hennar og Henry er ekki beint það besta, þau eru nokkuð vandræðaleg og óörugg saman. Hr. X reynir
bara að tala um hnén sín og er síbrosandi á meðan að Frú X reynir að kissa Henry beint eftir að hún sagði honum
frá barninu hans. Spike er örugglega það sem flestir muna eftir úr myndinni og nær að vera bæði viðbjóðslegur
og sorglegur á sama tíma, manni líður illa við að horfa á hann, maður fer að halda að hann búi í stöðugum
sársauka og að halda honum á lífi sé nánast pynting. Einnig má minnast á hinar tvær konurnar í lífi Henry sem
eru Fallega Konan í næstu íbúð og Konan í ofninum. Þær báðar tákna þrá Henrys fyrir eitthvað annað úr lífinu en
það sem hann hefur núna, sjálfur sá ég Fallegu Konuna sem þrá Henrys fyrir ást og hvernig að með Spike í lífi
hans þá mun hann ekki fá sá ást sem hann þráir, sem sést þegar hann sér hana með öðrum manni og hausinn hans
verður að Spike í einu skoti. Konan í ofninum virðist bara vera til í draumum hans Henry og hún syngur lagið
„In Heaven“ og í einu atriði kremur hún verur sem minna á Spike, sem segir okkur annaðhvort að Henry vilji
deyja og komast til Himna til að sleppa frá Spike eða að líf án Spike væri himnaríki. Svo er líka Maðurinn í
hnettinum og ég hef ekki hugmynd um hvað hann gæti táknað.

Eini óvinur Henrys eru aðstæðurnar hans og mögulega Maðurinn í hnettinum, það eina sem ég get sagt um það
er að í byrjun myndarinna sjáum við myndlíkingu á getnaði Spikes og Maðurinn tekur í einhverjar stangir sem að
gæti verið það em gerir Spike svona hvernig hann er, en á sama tíma þá gæti hnötturin bara verið móðurlífið og
Maðurinn erfðarefnin sem ráða hvernig við erum, David Lynch er ekkert sérlega skýr á þessum hlutum.

Fyrstu kaflaskiptin koma þegar Henry fer að heimsækja tengdarforeldra sína og lærir af barninu sínu, næstu
myndu vera þegar Spike veikist, um sama leiti þá er Fallega Konan kynnt og Mary fer heim til foreldra sinna í
nokkur atriði, seinustu kaflaskiptin eru eftir Eraserhead atriðið sjálft, drauminn hans Henry um að missa höfuðið
og að strokleður eru gerð úr heilanum hans. Hápunktar Henrys eru fáir, nánast engir, þeir einu sem mér dettur í
hug er þegar hann heldur framhjá Mary með Fallegu Konunni, því það virðist vera eina skiptið í myndinni sem
Henry fær eitthvað að losna undan Spike og svo í lok myndarinnar þegar hann tekur sá ákvörðun að drepa
barnið. Helsti lágpunktur hans myndi vera beint eftir hann vaknar frá Eraserhead drauma atriðinu, hann sér
Fallegu Konuna með öðum manni.
Fáfnir Fjölnisson KML

Heimildir

[1] https://www.theguardian.com/film/features/page/0,11456,1082823,00.html Guardian viðurkennir Lynch sem


besta leikstjóra okkar tíma, 2007

[2] https://www.youtube.com/watch?v=GxKPBLjHAEA Stuttmynd Lynch að nafninu Rabbits, 2002

[3] https://www.youtube.com/watch?v=luB1IGrS89g Viðtal við Lynch í BAFTA leikhúsinu í London

You might also like