Grikklandsverkefni

You might also like

Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 1

Fáfnir Fjölnisson SAG303

Grikklandsverkefni

1. Hvor vefurinn telur þú að sé áreiðanlegri og hvers vegna?

Eftir að hafa rennt aðeins yfir báðar vefsíður þá er ég nokkuð viss um að Theoi sé áreiðanlegri
þegar að það kemur að góðum heimlidum. Aðalega myndi ég segja að það væri vegna þess
að Theoi er með mjög langan og flottan heimlidalista sem er léttilega aðgengilegur í FAQ
hluta síðunnar, listinn minnist líka á hve miklar upplýsingar eru af goðsögnum í hverri bók og
bendir líka á vissar aðrar hemilidir sem bækurnar innihalda t.d.

„APULEIUS. The Golden Ass. Translation by Walsh, P. G.


The World Classics. Oxford: Oxford University Press.
(Notes: Myth content medium. Ancient fantasy tale of witches, magic, includes story of Cupid and Psyche.)“

Einnig bar ég saman nokkrar greinar hjá hvorri síðu um sig og svo virðist vera að
GreekMythology.com sé meira um að segja sögur Grikkjana beint án þess að fara í smáatriðin
um tengingar eða hvaðan þær koma o.s.fv. og í rauninni sé ég ekkert að því, það er fínt að
hafa aðgang að einhverju sem segir bara söguna í stuttu máli fyrir þá sem vilja. Sjálfur myndi
ég aldrei nota það, ég vil fara inn í djúpu laugina í sambandi við fög sem ég hef mikin áhuga á.

2. Veldu þér títan, goð, eða einhverja aðra gríska goðveru af öðrum hvorum vefnum

Hýdran kemur fyrst á sjónarsvið skáldskapsins í goðsögunni af Herakles, sem var einn af þeim
mörgum börnum sem Seifur átti með mennskum konum, og er það önnur þraut Heraklesar
að fella skrímslið. Sú þraut reynist vera flókin því ekki einungis er Hýdran með ótal mörg
höfuð (Alkaeus sagði níu en Simonides minnist að þau séu fimmtíu talsins), heldur einnig vaxa
tvo önnur fyrir hvert eitt sem er skorið af, en Herakles drepur ófreskjuna að enda með aðstoð
Jalaosar er þeir brenna sárin á hálsum Hýdrunar áður en ny höfuð geta vaxið. Þó Eruysþeus
konungur sætti sig ekki við frammistöðu Heraklesar því hann fékk aðstoð. Hýdran, líkt með
öllum skrímslum úr Grískri goðafræði hefur verið notuð sem myndlíking í einverri endursögn,
til dæmis þá notaði heimspekingurinn Platón hana sem myndlíki við rökdeilur þar sem að
fyrir hver rök sem þú færir þá geta tvo ný komið upp hjá þeim er þú rökræðir við.

Ég valdi Hýdru Lernæans mýrinnar fyrir mína umfjöllun því mér hefur alltaf fundið þetta
skemmtileg hugmynd á skrímsli og gæti að vissu verið forfaðir sagnana um Ormana miklu í
öðrum vestrænum goðsögnum.

You might also like