Netkerfi Heimila

You might also like

Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 11

NETKERFI HEIMILA

Alexander Örn Hlynsson

VMA
VSMV3NT03
Inngangur
Internetið snýst um það að senda gögn á milli nettengdra tækja en til þess að það sé hægt þurfa
tækin að vera með Internet Protocol address eða IP-tölu. Til eru tvær gerðir af IP-tölum, version 4
eða IPv4-tölur og version 6 eða Ipv6-tölur en munurinn á þeim felst eingöngu í því hversu stór
talan er. Í IPv4-tölum er notast við tugakerfið, táknað með stöfunum 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9. IPv4-
tala getur verið á bilinu 0 til 4294967295 eða samtals 232 tölur og er hún geymd í 4 bætum í tölvum
(32 bitum). Oftast er þessari tölu skipt niður á einfaldara form þar sem búið er að skipta 32 bitunum
niður í fjórar 8 bita tölur. Því er IP-talan í rauninni fjórar tölur með punkt á milli sín á bilinu 0 til
255. Dæmi um IPv4-tölu er 172.16.254.1 (Stefán Þorvarðarson, 2012).

IPv6-tala getur verið á bilinu 0 til 3,40∙1038 eða samtals 2128 tölur og er því mun stærri en IPv4-
tala. IPv6-tala er geymd í 16 bætum í tölvum (128 bitum). Þessum bitum er skipt niður í átta blokkir
af 16 bitum með tvípunkt á milli þeirra. Í IPv6-tölum er notast við sextándakerfið en ekki
tugakerfið, táknað með stöfunum 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, A, B, C, D, E og F. Þannig styttist formið
á þeim þegar þær eru skrifaðar niður en á sama tíma komast meiri upplýsingar fyrir í hverjum staf
með því að nota sextándakerfið. Dæmi um IPv6-tölu er 2001:0DB8:AC10:FE01:0:0:0:0 sem má
rita sem 2001:0DB8:AC10:FE01:: (Stefán Þorvarðarson, 2012).

1
Grundvallarmunurinn á ljósleiðara og ljósneti er sá að ljósleiðari býður almennt upp á sama hraða
upp og niður, að hámarki 1 Gb fyrir almennan kúnna, fyrir stærri tengingar þá eru fyrirtæki sem
eru í umfangsmeiri verkefnum farinn að komast í 10 Gb eða meira ef það á við. Ljósnetið býður
hins vegar eingöngu upp á allt að 100 Mbit/s niður en 25 Mbit/s upp. Með ljósleiðaratækninni þá
liggur ljósleiðari alla leið frá ISP/þjónustuaðila inn í hús viðskiptavinar og tengist þar í ljósbreytu
eða SFP module. Router tekur svo við sem endapunktur með mögulegan hraða upp á 1 Gb upp og
niður frá heimili/fyrirtæki. Ljósnetið hinsvegar byggist á DSL tækni með ljósleiðara í bakenda.
Það er frá ISP/þjónustuaðila er ljósleiðari frá miðjuvirki sem liggur í húskassa sem getur verið
töluverða vegalengd frá húsi viðskiptavinar. Endahraði fer svo eftir því hversu langt viðskiptavinur
er frá húskassa því notast er við kopartækni inn í hús þar sem þarf DSL router til að taka við
merkinu. Niðurhals og upphals hraði ákvarðast þess vegna af þeirri vegalengd sem koparinn liggur.
Hraðinn minnkar eftir því sem leiðin á kopar línunni er lengri (Einstein, 2012).

2
Meginmál
Gerð nettengingar:
Gerð nettengingar hjá mér er ljósleiðari og er hún keypt frá Tengir með Vodafone sem ISP, í húsinu
eru lagðar CAT5e lagnir í öll herbergi og stofu og koma þær lagnir inn við rafmagnstöflu í sér
CAT5e tengibretti. Sjá mynd.

Stærð nettengingar:
Stærð tengingarinnar er 1 Gb sem er keypt hjá Vodafone. Hraðapróf skilaði eftirfarandi
niðurstöðum (sjá mynd).

Það sem hefur áhrif á svona hraðapróf eru öll tæki sem eru tengd við staðarnetið hvort sem um
ræðir mobile tæki eða staðbundin tæki. Þegar þau tæki eru í gangi éta þau alltaf upp bandvídd til
að sinna sínum þjónustum og notkun.

Netbúnaður

Á heimilinu er notast við eftirfarandi Unifi búnað, til að tryggja stöðugleika á neti og þráðlausri
þjónustu við íbúa.

3
Routerinn heitir Unifi Edgerouter 4 en á þessum router er Console port ásamt USB, eth0, eth1,
eth2 og eth3 sem er SFP port. USB port má nota fyrir prentara eða harðan disk þar sem routerinn
býður upp á prentþjón og FTP þjón. Eth portin eru öll nothæf sem routing eða switchport. Í dag þá
er SFP module úr router yfir í auka switch.

Switch heitir Unifi Edgeswitch 8 150W 8 porta Gb POE switch með 2 SFP portum. Þessi switch
styður POE (Power Over Ethernet) og veitir þessi switch straum yfir netlagnir í þráðlausu punktana
sem eru á heimilinu.

4
Á heimilinu er notast við 1 Unifi AP – AC In Wall og 1 Unifi AP – HD In Wall. Þeir fá straum
og netsamband yfir 1 CAT5e streng hver úr POE switch.

1 Edge router X og 1 Unifi AP – AC In Wall er settur upp í öðru húsi sem er um 2 KM frá mínu
heimili. VLAN er á milli þessara heimila, routerinn á mínu heimili sér um að fæða internet yfir
VLAN til þeirra og má segja að okkar router sé ISP fyrir það heimili. Allur þráðlausi búnaðurinn
talar svo við miðjustýringu (Unifi Cloud Key) sem fær líka straum úr POE switch. Unifi Edge
switch og edge router eru svo stakir og engin miðjustýring að sjá um þá.

5
Ytri tala og þjónustur

Ytri ip talan hjá okkur er núna þegar þetta er skrifað 88.149.105.133 en hún er Dynamic og breytist
ef router er endurræstur til dæmis. Einu þjónusturnar sem koma yfir internet tenginguna eru Internet
og IPTV. Enginn heimasími er í notkun og hefur ekki verið í nokkur ár.

Innranet

Þegar innranetið er skoðað í gegnum CMD með skipuninni “ipconfig/all” sést hvaða IP-tölur og
net er verið að úthluta. Hjá mér er innranetið sett upp sem 192.168.2.0 net með subnetmask
255.255.255.0, routerinn er svo default gateway með töluna 192.168.2.254. Routerinn gegnir líka
hlutverki DHCP þjóns með range 192.168.2.100 - 192.168.2.254. Nafnaþjónar í úthlutun eru
1.1.1.1 sem aðal nafnaþjónn og 8.8.8.8 sem seinni nafnaþjónn.

6
WiFi
Þráðlausanetið er á sér Ap‘s (Access Points) því enginn AP er innbyggður í router. Öryggi á okkar
neti er WPA2-Personal, tíðnin á 2.4GHZ er stillt á 1 og á 5GHZ er tíðnin á 46[44].

Búnaður
Á mínu heimili er alveg þó nokkuð af tölvubúnaði í notkun, sjá mynd.

7
Slóðir á netbúnað framleiðanda:
https://www.ui.com/edgemax/edgerouter-x/
https://www.ui.com/edgemax/edgerouter-4/
https://www.ui.com/edgemax/edgeswitch-8-150w/
https://inwall-hd.ui.com/
https://inwall.ui.com/
https://www.ui.com/unifi/unifi-cloud-key/

8
Lokaorð
Internetið snýst um það að senda gögn á milli nettengdra tækja en til þess að það sé hægt þurfa
tækin að vera með IP-tölu. Til eru tvær gerðir af IP-tölum, IPv4-tölur og Ipv6-tölur, en munurinn
á þeim er hversu stór talan er. Aðalmunurinn á ljósleiðara og ljósneti er sá að ljósleiðari býður
almennt upp á sama hraða upp og niður, um 1 Gb, en ljósnetið býður hins vegar eingöngu upp á
allt að 100 Mbit/s niður en 25 Mbit/s upp. Netbúnaðurinn sem við töldum upp hér og tæknin sem
liggur að baki er það sem við myndum kalla hefðbundinn búnaður að því undanskildu að þráðlaus
punktur og switch er ekki innbyggður í router, uppsetning og stillingar er sú/þær sömu og í öðrum
búnaði en bara með öðru útliti. Í flestum tilfellum myndi duga að vera með 1 router með innbyggðu
WiFi en það er mismunandi eftir húsum, byggingarstíl og byggingarefni sem er notast við. Stundum
hentar betur að vera með stakan router, switch og þá möguleikann á að geta dreift access points á
fleiri staði til að fá betra samband í húsinu. Tæknin er sú sama og þarf grunnþekkingu á þeim
aðgerðum sem ég framkvæmdi til að fá þær upplýsingar sem þurfti til að klára þetta verkefni eins
og „ipconfig skipunin“. Notast var við „advanced IP scanner“ til að fá upplýsingar um tengdan
búnað á staðarneti og svo var „inssider“ frá Metageek notaður við að fá helstu upplýsingar um WiFi
netið.

9
Heimildaskrá
Einstein. (2012, 27. mars). Hver er munurinn á ljósneti og ljósleiðara? Sótt af
https://einstein.is/2012/03/27/hver-er-munurinn-a-ljosneti-og-ljosleidara/

Stefán Þorvarðarson. (2012, 5. september). Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar


felast í henni? Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25316

10

You might also like