Download as doc, pdf, or txt
Download as doc, pdf, or txt
You are on page 1of 16

HÁSKÓLI ÍSLANDS Próf í sýklafræði

Læknisfræði 02.01.30-986

Laugardagur 18. desember 1999, 9-13

Spurningar 1-50, 50%.


Veljið þann lið, aðeins einn, sem best á við hverja spurningu eða staðhæfingu hér á
eftir, með því að setja hring um viðeigandi bókstaf.

1. Hver eftirtalinna fullyrðinga um bakteríuveggin er RÖNG?


A. Bakteríuveggurinn verndar bakteríur gegn osmótískum þrýstingi.
B. Aðal byggingareining veggsins eru fjölsykrur
C. Gram jákvæðar bakteríur hafa umfangsmeiri peptídóglýkan en Gram neikvæðar.
D. Gram neikvæðar bakteríur hafa fitufjölsykrur (lipopolysaccharides).
E. Penisillín getur stöðvað myndun peptídóglýkans.

2. Allir eftirtaldir hlutar tilheyra bæði Gram jákvæðum og Gram neikvæðum bakteríum, NEMA
einn, hver er það?
A. Flagella
B. Peptídóglýcan (murein)
C. Pilus
D. Utanfrymisbil (periplasmic space)
E. (Innri) frumuhimna

3. Bakteríufjölda má meta með mismunandi hætti. Hver eftirtalinna aðferða metur aðeins líftölu
(viable count)?
A. Talning í smásjá
B. Þynning, sáð á föst æti
C. Geislamerktar bakteríur
D. Grugg (turbidity)
E. Frumuflæðisjá (flow cytometry)

4. Við framkvæmd næmisprófa er margs að gæta. Hvert eftirtalinna atriða er RANGT?


A. Gæta verður þess að lesa prófið af innan 10 tíma.
B. Næmisskífan skal snerta vel agaryfirborðið.
C. Rakastig agarsins skal vera rétt og yfirborðið þurrt.
D. Sýrustig verður að vera rétt.
E. Þéttni jóna svo sem calcium og kaliumjóna verur að vera rétt.

5. Hvaða þrýstingur, hitastig og tími er heppilegastur til sótthreinsunar í gufusæfi?


A. 100 °C í 20 mín. við eðlilegan þrýsting
B. 100 °C í 60 mín. við eðlilegan þrýsting
C. 121 °C í 20 mín. við hækkaðan þrýsting
D. 121 °C í 60 mín. við hækkaðan þrýsting
E. 80 °C í 80 mín. í lofttæmi

6. Efni úr frumuvegg klasasýkla (S. aureus) er notað í eina tegund skyndigreiningarprófa. Hver
eru prófin?
Próf í sýklafræði 2 18. desember 1999

A. Latex próf.
B. Co-agglutinations próf.
C. Elisa-próf.
D. Genaþreifarapróf (gene-probes).
E. Keðjufjölföldunarpróf (PCR).

7. Hvert eftirtalinna atriða á ekki við um exotoxin?


A. Þau eru neutraliseruð af antitoxinum.
B. Þau eru frumubundin og flæða illa.
C. Þau eru oftast prótein.
D. Þau valda sterkri ónæmissvörun.
E. Þau þola ekki langa suðu.

8. Serumþynningarpróf (serum bactericidal test) eru framkvæmt þegar mikilvægt er að þekkja


drápshæfileika sýklalyfsins á sýkingarstað. Þetta á við í einni eftirtalinna sýkinga:
A. Hjartaþelsbólgu (bacterial endocarditis)
B. Heimakomu (erysipelas)
C. Lungnabólgu (pneumonia)
D. Bráða nýrnabólgu (acute pyelonephritis)
E. Stífkrampa (tetanus).

9. Hver eftirtalinna baktería er líklegust til að valda sýkingum tengdum aðskotahlutum?


A. Staphylococcus aureus
B. Staphylococcus epidermidis
C. Corynebacterium diphtheriae
D. Shigella dysenteriae
E. Vibrio cholerae

10. Hver eftirtalinna baktería á aðalheimkynni sitt í nefinu?


A. Haemophilus influenzae
B. Streptococcus pneumoniae
C. Moraxella catarrhalis
D. Streptococcus pyogenes
E. Staphylococcus aureus

11. Hver eftirtalinna staðhæfinga um eðlilegu bakteríuflóruna er RÉTT?


A. Moraxella (Branhamella) catarrhalis er oft í eðlilegu flóru nefkoksins.
B. Í ristlinum er mest af bakteríunni E. coli.
C. Óeðlilegt er að finna Candida albicans í leggöngum.
D. Meðganga hefur ekki áhrif á eðlilega örveruflóru legganga.
E. Sýklalyf hafa lítil áhrif á munnflóruna.

12. Hver eftirtalinna frumuhluta inniheldur EKKI DNA?


A. Litningur
B. Plasmíð
C. Bakteríuveira
D. Transpóson
E. Mesósóm

13. Nýfætt barn varð skyndilega mjög veikt nokkrum dögum eftir fæðingu. Gerð var
mænustunga og vökvinn reyndist vera gruggugur. Daginn eftir hafði ræktast úr honum
Gram-neikv. stafur. Hver eftirtalinna baktería var líklegasta orsök
heilahimnubólgunnar?
Próf í sýklafræði 3 18. desember 1999

A. Enterobacter sakazaki
B. ß-hemolýtiskir streptókokkar grúppa B
C. Listeria monocytogenes
D. Corynebacterum haemolyticum
E. Bacillus subtilis

14. Hver eftirtalinna baktería getur EKKI vaxið sjálfstætt utan frumu (extracellular)?
A. Legionella pneumophila
B. Chlamydia trachomatis
C. Mycobacterium tuberculosis
D. Brucella melitensis
E. Helicobacter pylori

15. Hver eftirtalinna baktería, sem allar valda iðrasýkingum, er líklegust til þess að valda
blóðugum niðurgangi?
A. Salmonella typhimurium
B Campylobakter jejuni
C. Vibrio fetus
D. Shigella dysenteriae
E. Salmonella agona

16. Hvert eftirtalinna atriða á við um Streptococcus pyogenes?


A. Er alltaf næmur fyrir makrólíð sýklalyfjum.
B. Meinvirkni tengist mest fjölsykrungahjúp.
C. Yfirborðsprótein hindra át átfrumna (phagocytosis).
D. Er af Lancefield flokki B.
E. Myndar alpha hemólýsu á blóðagar.

17. Hver eftirtalinna staðhæfinga um Corynebacterium diphtheriae er RÖNG?


A. Er Gram jákvæður stafur
B. Berst einkum milli manna með snertismiti
C. Þarf séræti til greiningar
D. Öll íslensk börn eru bólusett gegn bakteríunni
E. Myndun exotoxíns er einkum tengd meinvikni

18. Hver eru helstu heimkynni Listeria?


A. Nefkok
B. Loftræstikerfi
C. Húð
D. Kynfæri
E. Umhverfi

19. Hver eftirtalinna staðhæfinga um Bordetella pertuss er RÖNG?


A. Vex vel á Bordet-Gengou æti.
B. Veldur eingöngu sýkingum í mönnum.
C. Ræktast helst frá sjúklingum á hóstastigi kíghóstans.
D. Veldur alvarlegustu sýkingum í börnum <1 árs.
E. Er ekki að finna í eðlilegu örveruflóru efri loftveganna.

20. Hver eftirtalinna sýkinga er EKKI dæmigerð fyrir Haemophilus influenzae af hjúpgerð
b?
A. Eyrnabólga (otitis media)
B. Heilahimnubólga (meningitis)
Próf í sýklafræði 4 18. desember 1999

C. Bráð barkaloksbólga (acute epiglottitis)


D. Húðnetjubólga (cellulitis)
E. Bráð liðbólga (acute ifnective arthritis)

21. Hvert eftirtalinna atriða staðhæfinga um berklabakteríuna (Mycobacterium tuberculosis)


er RÖNG?
A. Er loftháð staflaga baktería
B. Vex best við 37°C
C. Þolir illa þurrk
D. Meinvirkni tengist myndun exótoxína
E. Breiðist aðallega út með úðasmiti

22. Hvaða Clostridia tegund veldur "Pseudomembraneous colitis"?


A. C. tetani
B. C. difficile
C. C. botulinum
D. C. perfringens
E. C. sporogenes

23. Hver eftirtalinna sýkinga er líklegust til að vera af völdum loftfælinna (anaerob)
baktería?
A. Sýking eftir ísetningu á gervimjöðm.
B. Sýking í kjölfar bruna.
C. Lungnabólga.
D. Sýking eftir botnlangaaðgerð.
E. Þvagfærasýking.

24. Hver eftirtalinna örvera er líklegust til að valda ófrjósemi hjá konum á Íslandi?
A. N. gonorrhoeae
B. E. coli
C. Candida albicans
D. C. trachomatis
E. B. fragilis

25. Hver eftirtalinna baktería er algengasta orsök blöðrubólgu hjá konum á barnseignaraldri?
A. B. fragilis
B. E. coli
C. C. jejuni
D. S. aureus
E. N. gonorrhoeae

26. Hvert eftirtalinna atriða á EKKI við um Staphylococcus aureus?


A. Myndar prótein A.
B. Myndar kóagúlasa.
C. Myndar hyaluronídasa.
D. Myndar ß-laktamasa
E. Myndar M-prótein.

27. Lækna- og lyfjafræðinemar fóru saman í mikla vísindaferð til Norður-Afríku. Hitinn var mikill
og margir dvöldu langdvölum í óhreinni sundlauginni. Á heimleiðinni fengu tveir nemar
einkenni um sýkingu í ytra eyra. Hver eftirtalinna baktería var líklegasta orsökin?
A. Proteus vulgaris
B. Staphylococcus epidermitis
Próf í sýklafræði 5 18. desember 1999

C. Escherichia coli.
D. Pseudomonas aeruginosa
E. Shigella sonneii

28. Læknanemar fóru í vísindaferð til þess að skoða lítið sjúkrahús úti á landi. Ferðin tók 4 tíma og
á miðri leið var boðið upp á öl og rúgbrauð með sviðasultu. Þegar komið var á staðin byrjuðu
kempurnar að veikjast með kviðverkjum, uppköstum og síðan niðurgangi. Hver eftirtalinna
baktería er líklegust til að hafa valdið faraldrinum?
A. Mycobacterium avium.
B. Vibrio cholerae
C. Helicobacter pylori
D. Campylobacter jejuni
C. Staphylococcus aureus

29. Fimmtán ára piltur er lagður á sjúkrahús með háan hita og höfuðverk. Hann er
hnakkastífur og þegar hann er mænustunginn sjást hvít blóðkorn í mænuvökvanum en
engar bakteríur. Nokkrum vikum áður varð hann fyrir bílslysi og höfuðkúpubrotnaði.
Hver eftirtalinna baktería er líklegust til þess að valda heilahimnubólgunni?
A. H. influenzae
B. S. pneumoniae
C. N. meningiditis
D. E. coli
E. L. monocytogenes

30. Ein eftirtalinna baktería olli áður heilahimnubólgu hjá íslenskum börnum yngri en 5 ára. Slíkar
sýkingar heyra nú sögunni til vegna bólusetninga. Hver er bakterían?
A. Neisseria meningitidis
B. Streptococcus pneumoniae
C. Listeria monocytogenes
D. Bacteroides fragilis
E. Haemophilus influenzae

31 Á hvaða aldri er S. pyogenes hálsbólga algengust?


A. 0-1 árs
B. 2-4 ára
C. 5-15 ára
D. 16-20 ára
E. >65 ára

32. Hver eftirtalinna örvera er EKKI mikilvæg orsök hálsbólgu?


A. Streptococcus agalactiae
B. Veirur
C. Streptococcus pyogenes
D. Corynebacterium diphtheriae
E. Arcanobacterium haemolyticum

33. Hver eftirtalinna baktería er líklegri sem orsök spítalalungnabólgu en lungnabólgu utan
sjúkrahúsa?
A. Haemophilus influenzae
B. Escherichia coli
C. Streptococcus pneumoniae
D. Mycoplasma pneumoniae
E. Moraxella catarrhalis
Próf í sýklafræði 6 18. desember 1999

34. Hver eftirtalinna öndunarfærasýkinga er langoftast af völdum veira?


A. Skútabólga (sinusitis)
B. Lungnabólga
C. Bráður bronkítis (acute bronchitis)
D. Eyrnabólga (otitis media)
E. Augnslímubólga (conjunctivitis)

35. Hver eftirtalinna fullyrðinga varðandi sveppi er RÖNG ?


A. Má rækta á tilbúnum ætum
B. Hafa frumuvegg og frumuhimnu
C. Eru dreifkjörnungar
D. Azól sveppalyf hefta vöxt með því að hindra myndun ergósteróls
E. Sýkja menn, dýr og plöntur

36. Hver eftirfarandi fullyrðinga varðandi Malassezia sp. er RÖNG ?


A. Er lítið frumdýr
B. Er sveppur
C. Sýkir húð
D. Veldur brúnum blettum á ljósri húð og ljósum blettum á brúnni húð
E. Má meðhöndla með útvortis lyfjum

37. Hver eftirtalinna fullyrðinga varðandi Aspergillus er RÖNG ?


A. Er myglusveppur
B. Smitefni er loftborið
C. Aspergillus í berkjuskoli táknar alltaf sýkingu
D. Er "tækifærissinni" og sýkir aðallega ónæmisbælda einstaklinga
E. Sýkingar verða oftast í lungum

38. Hver eftirtalinna frumdýra er sjúkdómsvaldur í meltingarvegi ?


A. Trichomonas vaginalis
B. Endolimax nana
C. Entamoeba coli
D. Entamoeba hartmanni
E. Giardia lamblia

39. Hver eftirtalinna fullyrðinga varðandi Toxoplasma gondii er RÖNG ?


B. Toxoplasma er gródýr sem smitast með kynmökum
B. Sýking móður á meðgöngu veldur fóstursýkingu í 45% tilvika
C. Toxoplasma gondii er landlægt á Íslandi
D. Sýking er venjulega greind með mótefnamælingum
E. Sýking getur verið einkennalaus

40. Hver eftirfarandi fullyrðinga varðandi malaríu er RÖNG ?


A. Fyrirbyggjandi lyfjameðferð hindrar ekki sýkingu af völdum malaríusníkilsins
B. Tilgangur fyrirbyggjandi lyfjameðferðar er að koma í veg fyrir malaríuköst
C. Ekki hefur enn borið á lyfjaónæmi hjá malaríusníklum
D. Fyrirbyggjandi lyfjameðferð skal yfirleitt haldið áfram mánuði eftir heimkomu frá
landlægum svæðum
E. Algengasti malaríusníkillinn er jafnframt sá hættulegasti
Próf í sýklafræði 7 18. desember 1999

Notið eftirfarandi lykil til þess að svara spurningum 41-50 og setjið viðeigandi bókstaf
sem svar.
A. Staðhæfingin á við 1 og 4.
B. Staðhæfingin á við 2 og 3.
C. Staðhæfingin á við 1, 2, og 3.
D. Staðhæfingin á við alla liðina (þ.e. allir liðirnir réttir).
E. Enginn möguleikanna í A-D á við.
.......................................................................................................................

41. Erfðaflutningar baktería


1. Við transformation flyst DNA milli baktería frítt í lausn
2. Við conjugation flyst DNA milli baktería með bakteríuveirum.
3. Conjugation gerist eingöngu milli skyldra bakteríutegunda.
4. Hluti af transformation er endurröðun DNA inn í litning baktería.
SVAR:_____

42. Smitleiðir
1. Staphylococcus aureus berst oft með snertismiti
2. Streptococcus pneumoniae berst oft með úðasmiti
3. Streptococcus pyogenes berst oft með snertismiti
4. Bordetella pertussis berst oft með úðasmiti
SVAR:_____

43. Neisseria meningiditis:


1. Getur valdið sepsis.
2. Getur valdið heilahimnubólgu.
3. Finnst oft í efri loftvegum heilbrigðs fólks.
4. Sést ekki í ljóssmásjá.
SVAR:_____

44. Escherichia coli.


1. E. coli veldur kossageit.
2. E. coli veldur iðrasýkingum.
3. E. coli veldur nýburasýkingum.
4. E. coli veldur heimakomu.
SVAR:_____

45. Eftirfarandi staðhæfingar eiga við um spítalasýkingar:


1. Þvagfærasýkingar eru algengustu spítalasýkingarnar.
2. Neðri loftvegasýkingar valda flestum dauðsföllum
3. Húðsýkingar eru oftast af völdum S. aureus.
4. Spítalasýkingum hefur farið fækkandi á undanförnum árum
SVAR:_____
Próf í sýklafræði 8 18. desember 1999

Notið eftirfarandi lykil til þess að svara spurningum 41-50 og setjið viðeigandi bókstaf
sem svar.
A. Staðhæfingin á við 1 og 4.
B. Staðhæfingin á við 2 og 3.
C. Staðhæfingin á við 1, 2, og 3.
D. Staðhæfingin á við alla liðina (þ.e. allir liðirnir réttir).
E. Enginn möguleikanna í A-D á við.
.......................................................................................................................

46. Sjötugur karlmaður hefur verið vægan hita á kvöldin í 4-5 vikur, hósta, uppgang og vaxandi
slappleika. Hann er lagður inn á sjúkrahús í rannsókn. Þegar þú ert á stofugangi færð þú
eftirfarandi niðurstöðu frá sýkladeildinni: Hrákasýni; smásjárskoðun sýnir: epithelfrumur ++,
hvít blóðkorn (+). ræktun gefur: S. pneumoniae ++, H. influenzae +. Hvaða ályktanir getur
þú dregið?
1. Líklega er hann með lungnabólgu af völdum S. pneumoniae.
2. Sýnið er lélegt og ekki hægt að draga neinar ályktanir af því.
3. Ekki er hægt að útiloka lungnabólgu af völdum H. influenzae.
4. Hann er ekki með berkla.
SVAR:_____

47. Þvagfærasýkingar.
1. Þvagfærasýkinagar eru sjaldgæfastar hjá körlum eldri en 65 ára.
2. Þvag er næringarríkt fyrir bakteríur.
3. Þvagfærasýkingar eru algengari hjá nýfæddum drengjum en nýfæddum stúlkum.
4. Meira en 100 bakteríur í ml. þvags benda eindregið til þvagfærasýkingar.
SVAR:_____

48. Staphylococcus aureus.


1. S. aureus veldur matareitrunum
2. S. aureus veldur "Scalded skin syndrome"
3. S. aureus veldur "Pemphigus neonatorum"
4. S. aureus veldur "Toxic shock syndrome"
SVAR:_____

49. Húðsveppir
1. Algengasti húðsveppur á Íslandi er Trichophyton rubrum
2. Mannsæknir húðsveppir sýkja bæði dýr og menn
3. Eru hluti af eðlilegri húðflóru
4. Búast má við að finna húðsveppi allstaðar þar sem fólk gengur berfætt
SVAR:_____

50. Njálgur
1. Greining er gerð með límbandsprófi
2. Sýking getur verið einkennalaus
3. Fullorðnir ormar eru um 0,3 - 1 cm að lengd
4. Sjúkdómsvaldurinn er bandormur af ættkvíslinni Enterobius
Próf í sýklafræði 9 18. desember 1999

SVAR:_____
Próf í sýklafræði 10 18. desember 1999

Spurningar 51-55, 10%.


51. Svarið eftirfarandi spurningu á þann hátt að skíra þá hluta myndarinnar, sem merktir eru með
A

C
D
E
bókstaf, með því að skrifa bókstafinn fyrir framana viðeigandi nöfn í síðari dálkinum.

1._____ Listeria
2._____ Candida
3._____ Bacillus
4._____ Salmonella
5._____ Pneumococcus

Fjögur af atriðunum fimm í dálki I eru öll tengd á einn eða annan hátt. Dragið fyrst hring utan um
tölustafinn, sem er fyrir framan það atriði sem virðist ótengt hinum. Snúið ykkur síðan að dálki II.
Eitt af atriðunum í dálki II er tengt atriðunum fjórum í dálki I. Dragið einnig hring um bókstafinn
fyrir framan það.

52. I: II.
1. Orsök heilahimnubólgu. A. Neisseria gonorrhoea.
2. Orsök nýburasýkinga. B. Listería monocytogenes.
3. Orsök lambaláta. C. E. coli.
4. Gram jákvæður stafur.
5. Orsök hjartaþelsbólgu.

I: II:
53. 1. Hemolysis A. S. aureus
2. Enterotoxin B. S. viridans
3. Orsök matareitrunar C. N. gonorrhoeae
4. Coagulasa jákvæður
5. Gram neikvæður

Tengið saman skyld atriði í fyrsta og öðrum dálki (skrifið bókstaf úr fyrri dálki við viðeigandi
atriði í síðari dálki). Athugið að ekki er víst að nota þurfi alla bókstafi, og einhverja bókstafi
þarf e.t.v. að nota oftar en einu sinni.

54. Sníkjudýrasýkingar
A. Sýking í meltingarvegi manna 1. _____ Toxocara canis/Toxocara cati
B. Sýking í innri líffærum manna 2. _____ Taenia saginata
Próf í sýklafræði 11 18. desember 1999

C. Sýking í meltingarvegi hunda og katta 3. _____ Trichuris trichiura


D. Sýking í rákóttum vöðvum nautgripa 4. _____ Cryptosporidium parvum
E. Sýking í húð 5. _____ Enterobius vermicularis

55. Heimkynni baktería


A. Meltingarvegur 1. _____ Streptococcus viridans
B. Kæliturnar/loftræstikerfi 2. _____ Haemophilus influenzae
C. Jarðvegur 3. _____ Legionella pneumophila
D. Nefkok 4. _____ Clostridium tetani
E. Munnur 5. _____ Clostridium perfringens

1. B
2. D
3. D ??
4. A
5. C
6. B
7. B
8. A??
9. B
10. E
11. A
12. E
13. A
14. B
15. D
16. C
17. B
18. E
19. C
20. A
21. C og D
22. B
23. D
24. D
25. B
26. E
27. D
28. E
29. B
30. E
31. C
32. A
33. B
34. B
35. C
36. A
37. C
38. E
39. A
40. C
41. A
42. D
43. C
44. B
45. C
46. B
47. B
48. D
49. A
50. D
51.
1. C
2. B
3. D
4. C
5. A
52.
5 og B
53.
5 og A
54.
1. B
2. D
3. A
4. A
Próf í sýklafræði 12 18. desember 1999

5. A
55.
1. E
2. D
3. B
4. C
5. A og C

Spurningar 56-62, 40%

56 (12%) Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae)


Lýsið bakteríunni í stuttu máli. Segið frá því hvað gerir hana sjúkdómsvaldandi og hverjar
eru helstu sýkingar af völdum hennar. Segið einnig í stuttu máli frá pneumókokkabóluefnum
og fyrir hverja þau eru ætluð.

57. (8%) C. trachomatis.


Segið frá lífsferli sýkilsins og lýsið stuttlega þeim sjúkdómsmyndum, sem hún veldur.

58. (5%) Hjartaþelsbólga


Hvaða sýklar valda oftast hjartaþelsbólgu. Lýsið sjúkdómsmyndum og aðferðum við
bakteriólógiska greiningu.

59 (5%) Tannáta (caries)


Af hverju er sagt að Streptococcus mutans valdi tannátu?

60. (4%) Heilahimnubólga


Nefnið helstu orsakir og lýsið stuttlega faraldsfræði þeirra.

61. (3%) Candida


a) Hver eru aðalheimkynni Candida albicans?
b) Candida getur sýkt húð. Hvaða líkamshlutar eru oftast sýktir? Hvernig skal taka húðsýni
m.t.t svepparæktunar?
c) Candida getur líka valdið sýkingum í innri líffærum. Hvaða sjúklingar fá helst slíkar
sýkingar? Hvaða þrjár ólíkar rannsóknaraðferðir má nota til að greina djúpar sýkingar af
völdum Candida?

62. (3%) Lús


a) Hvað heitir höfuðlúsin? Á hverju nærir hún sig? Hvað lifir hún lengi utan líkamans?
b) Bera höfuðlús og flatlús sjúkdóma á milli manna?
c) Hvaða lúsategund(ir) er(u) landlæg(ar) hér á landi? Hvernig skal greina lúsasýkingar?
Próf í sýklafræði 13 18. desember 1999

SVÖR!
56 (12%) Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae). Lýsið bakteríunni í stuttu máli.
Segið frá því hvað gerir hana sjúkdómsvaldandi og hverjar eru helstu sýkingar af
völdum hennar. Segið einnig í stuttu máli frá pneumókokkabóluefnum og fyrir hverja
þau eru ætluð

Pneumococcar eru með algengustu sýkingarvöldum manna.


 Heimkynni: Nefkokið, einkum hjá börnum undir 6 ára
 Gram jákvæðir diplókokkar,eru α-hemólýtískir og optochin næmir
 Er algengasta orsök miðeyrabólgu, skútabólgu og lungnabólgu en getur einnig farið í
liði, peritoneum, hjartalokur, heilahimnur og gallgöngin
o önnur algengasta orsök heilahimnubólgu
o sepsis í kjölfar lungnabólgu er algengt
 Berst með lofti (úða) milli manna
 Helstu varnir okkar gegn þeim eru m.a. bifháraþekja og milta
 Lyfjaónæmi fer hratt vaxandi, því mikill hagnaður af bólusetningum
Virulence faktorar:
1. Anti-phagocýtísk kapsúla úr pólýsakkaríði (sem er þó er antigenísk), um 90 tegundir
þekktar
2. Extracellular próteasi sem klýfur IgA (á hinge svæðinu) og hindrar framgang
ónæmiskerfisins að sýkingunni
3. Pneumolysin- intracellular, himnuskemmandi toxín
4. Autolýsín- brýtur peptíðakrosstengingu í eigin frumuvegg, sem eykur losun
pneumolýsins og veldur massívri bólgusvörun
Bóluefni, eru aðallega hugsuð fyrir börn, eldra fólk (yfir 60 ára), ónæmisbælda og þá sem
hafa misst milta:
 23-gilt bóluefni. Gegn 23 algengustu hjúpgerðum kapsúlunnar. Er T-frumu óháð,
vekur ekki minnisfrumur og því mjög lélegt hjá ungum börnum. C.a. 60-70% vörn
 7-gilt. 7 hjúpgerðir með diphtherie eða tetanus toxoid sem gera það T-frumuháð og
ónæmisvekjandi í ungum börnum. Lækkar marktækt hlutfall þeirra sem bera þessar
hjúpgerðir.
 Aðrir hugmyndir sem nefna má eru gegn pneumolýsini en þá þyrfti bara eitt bóluefni
sem virkaði fyrir allar ~90 hjúpgerðirnar

57. Clamydía trachomatis. Segið frá lífsferli sýkilsins og lýsið stuttlega þeim sjúkdómum
sem hún veldur.
Er nauðabundinn innanfrumusýkill sem hefur ekki eigin orkubúskað og deyr því utan frumu
Lífsferill:
 Elementary body getur borist milli frumna, hefur frumuvegg og sér um að sýkja,
“lifir” utanfrumu á metabólískt óvirku formi, fer inn í frumu með phagocytosu,
virkjast þar og verður =>
 Reticulate body (enginn frumuveggur, stærri), sem er virkt form, fruman skiptir sér
ört, sum afkvæmin verða áfram virk og skipta sér en önnur verða Elementari bodies
sem sýkja svo aðrar frumur.
4 megin sýkingar
1. Augu: trachoma (ein algengasta orsök blindu í dag), conjuctivitis
2. Klamydía: non-gonococcal urethritis, sýking í kynfærum, þvagrás og/eða endaþarmi,
algengasti kynsjúkdómurinn á Íslandi
3. Lymphogranuloma venereum: sársaukafull bólga í náraeitlum
Próf í sýklafræði 14 18. desember 1999

4. Annað: lungnabólga í nýburum/ónæmisbældum og Reiter’s syndrome (arthritis,


conjuctivitis og urethritis)

58. Hjartaþelsbólga. Hvaða sýklar valda oftast hjartaþelsbóldu (endocarditis). Lýsið


sjúkdómsmyndum og aðgerðum við bakteriológíska greiningu.
Bólga í innanþeli og lokum hjartans. Sýking yfirleitt af völdum transient bacteremiu úr eigin
flóru.
Helstu valdar:
1. Viridans streptococcar
2. Enterococci
3. Group G og F streptococci
4. Staphylococcus epidermidis
5. Staphylococcus aureus
6. Diphtherioids
7. Haemophilus og aðrir gram neikv.
8. Pseudomonas aeruginosa
9. Streptococcus pyogenes (rheumatic fever)
Sjúkdómsmyndun: Akút endocarditis er fulminant; hár hiti og toxicity
Subakút: hitavella, nætursviti, þyngdartap.
Almennt: Breytt hjartahljóð, stækkað milta
Bakteriologisk greining: blóðprufa og blóðræktun mikilvægust. Oft fáar bakteríur (~1-20/mL)
og því erfitt að greina.

59. Tannáta (caries). Af hverju er sagt að Streptococcus mutans valdi tannátu?


S. mutans og S. sobrinus colonisera glerung tannanna en sýkja bara við ákv. áreiti eins og
sykurneyslu. Þeir mynda mikið af mjólkursýru (lactic acid), jafnvel við pH <5,0 og þrífast
vel í tannskemmdum.
Tilraun sýndi fram á:
 S. mutans+sykur => Tannskemmd
 S.mutans => Engar tannskemmdir
 Sykur => Engar tannskemmdir

S. mutans
 Framleiðir óleysanlegan pólýsakkaríð/mutan frumuvegg.
 Festir sig við glerung
 Framleiðir mjólkursýru þegar nóg er af súkrósa og kolvetnum
 Þolir lágt pH
 Notar ammóníak til að búa til amínósýrur í tannsteini (dental plaque)
 lífefna- og faraldsfræðiegar sennenir staðfesta aðalhlutverk S. mutans og S. sobrinus í
tannskemmdum

60. Heilahimnubólga. Nefnið helstu orsakir og lýsið stuttlega faraldsfræði þeirra.


Orsakir:
Nýburar
1. L. monocytogenes
2. E. coli og aðrar enterobacteriaceae
3. Streptókokkar af gerð B.
Börn og Fullorðnir
1. Neisseria meningitidis
2. H. influenzae
3. S. pneumoniae
Eldra fólk
Próf í sýklafræði 15 18. desember 1999

1. Listeria monocytogenes
2. Neisseria meningitidis
M. tuberculosis og Leptospira valda ekki jafn bráðum heilahimnubólgum. Hjá AIDS
sjúklingum getur Cryptococcus neoformans valdið heilahimnubólgu.
Færri nýburar deyja sem hafa fengið sýkinguna í fæðingu en þeir sem fengu hana í gegnum
fylgjuna

Smit:
1. Smit getur borist blóðleiðina
2. Getur borist eftir aðgerðir eða slys
3. Getur borist beint frá höfuðholum
4. Smit getur sest að í aðskotahlutum
5. Verður oft við mænuástungu, þá komast bakt beint frá húð/umhverfi og inn í CSF

61. Candida.
a. Hver eru aðalheimkynni Candida albicans?
Aðalheimkynni Candida eru í slímhúð manna, m.a. í munni og hálsi, meltingarvegi og þvag-
og kynfærum. Finnst ekki á húð.

b. Candida getur sýkt húð. Hvaða líkamshlutar eru oftast sýktir? Hvernig skal taka
húðsýni m.t.t. svepparæktunar
Þeir líkamshlutar sem eru sýktir eru í raun allt nema hár, þ.m.t. húð, slímhúð, neglur
(fingraneglur oftar en táneglur), táfitjar og iljar, blóð og innri líffæri, bleijusvæði barna, undir
brjóstum á sjúklingum. Fólk sem vinnur með sykurrík efni (berjatínslu, konfektgerð...) fær
stundum sýkingu í kringum naglrót og mjög feitt fólk getur fengið sveppasýkingu í fellinga.
Svo komast sveppir inn fyrir húðina með æðaleggjum.
Taka skal húðsýni þar sem sveppasýking er líflegust. Skafa frekar en nota strok-nota
dauðhreinsað glas
 Á nöglum-sem mest upp í nöglina
 Á húð-á jaðri blettsins (sýking grær frá miðju og út)
 Táfitjar-hreistrun, sprungur

c. Candida getur líka valdið sýkingum í innri líffærum. Hvaða sjúklingar fá helst slíkar
sýkingar? Hvaða þrjár ólíkar rannsóknaraðferðir má nota til að greina djúpar sýkingar
af völdum Candida?
Fólk fær almennt aðra af tvenns konar sýkingum:
Húðar og slímhúðarsýkingar, áhætturþættir:
1. Lífeðlisfræðilegir (aldur, þungun, húðraki)
2. Ónæmisbæling (HIV, ónæmisgallar, neutropenia)
3. Lyf (sýklalyf, ónæmisbæling, pillan)
Djúpar sýkingar, áhættuþættir:
1. Neutropenia (blóðmergssjúkdómur, eða cancer lyf)
2. Ífarandi aðgerðir (skurðaðgerðir, þvagleggir, æðaleggir)

Aðferðir til að greina sýkingar: myndgreining, vefjasýni, blóðvatnspróf (+ómskoðun).


Blóðræktun er oft falskt neikvæð við djúpar sýkingar.

62. Lús
a. Hvað heitir höfuðlúsin? Á hverju nærir hún sig? Hvað lifir hún lengi utan líkamans?
Pediculus humanis capitis. Blóði úr hársverði sem hún sýgur upp. 1-2 daga, þolir ekki kulda
og deyr í frysti, deyr líka í þvottavél. Eggin lifa í 1 dag í durrki en allt að viku í röku
andrúmslofti
(lifir annars í 30 daga og verpir 300 eggjum á þeim tíma
Próf í sýklafræði 16 18. desember 1999

b. Bera höfuðlús og flatlús sjúkdóma á milli manna?


Nei, bara flatlús (Rickettsia og Borrelia)
c. Hvaða lúsategund(ir) er(u) landlæg(ar) hér á landi? Hvernig skal greina
lúsarsýkingar?
Höfuðlús og flatlús (phthirus pubis (f’þírus))- ekki fatalús
Skoða skal hársvörðinn eftir sjáanlegum lúsum og niti, skoða í góðu ljósi og kemba í hvítt
handklæði. Hægt að skoða svo í smásjá

You might also like