Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 9

Menntaskólinn á Ísafirði

JÍSLE2MG05

Fóstbræðra saga – Verkefnahefti – fyrri hluti


1. kafli

1. Hver er höfundur Fóstbræðra sögu? Það er ekki vitað hver er höfundur Fóstbræðra
sögu

2. Hvað er sagt um þá höfðingja sem Ólafi helga líkaði við? Að þeir séu mest virði af
guði

3. Segðu frá Þorbjörgu digru. Hverra manna er hún? Þorbjörg digra var gift Vermundi,
hún var dóttir Ólafs pá, hún var vitur kona stórlind

4. Hvaða álit höfðu menn á Þorbjörgu digru? Menn voru mjög ánægðir með hana þegar
Vermundur var ekki heima og hún tók að sér mál manna

5. Hvers vegna söfnuðu bændur í Djúpinu liði gegn Gretti Ásmundarsyni? Því hann stal
öllu steini léttara frá öllum

6. Hvers vegna vildi Þorbjörg digra ekki láta taka Gretti af lífi?Því hann átti stóra ætt og
það myndu allir hefna fyrir hann, þótti henni því ekki ástæða til að drepa hann

2. kafli

1. Hver var Hávar sem er minnst á í upphafi kaflans og hvaðan var hann ættaður? Hávar
Kleppson er ættaður af Akranesi

3. Hvað hét kona Hávars og hvaðan var hún ættuð?Kona Hávar hét Þórelfur og ættuð úr
Breiðafirði

4. Hvernig er Þorgeiri Hávarssyni lýst í kaflanum? Honum er lýst sem bráðþroska


manni, stór og sterkur og mikill keppnismaður

5. Hvaðan er Þormóður Bersason? Hann var frá Ísafirði

6. Hvernig er Þormóði Bersasyni lýst í kaflanum? Honum er lýst sem duglegum,


kurteisum meðal manni. Dökkhærður og krullaður

7. Hver var Jöður og hvað er sagt um hann? Jöður bjó á bæ sem hét Skeljabrekka, hann
var höfðingi og mikill garpur, hann var mjög ríkur og réð miklu í héraðinu sem hann bjó í
mönnum líkaði misvel við hann
3. kafli

1. Hvert var viðhorf Þorgeirs til kvenna? Hann var lítill kvennamaður

2. Hvernig er Þorgeiri annars lýst í kaflanum? Honum er lýst sem hrokagikk, dónalegum.
Hann var mikill vexti og sterkur.

3. Hvað segist Þorgeir heita þegar þræll Jöðurs spyr hann nafns? Af hverju skyldi hann
ekki vilja gefa upp rétt nafn? Hann segist heita Vigfús, hann var kominn til að hefna
fyrir föður sinn og vildi fá Jöð sjálfan út til að drepa hann

4. Hvers vegna vildi Jöður ekki bæta Hávar? Því hann var ekki vanur að bæta fyrir víg
sem hann framdi og ef hann myndi bæta fyrir þetta víg þá myndu allir vilja að hann myndi
bæta fyrir

5. Hvað var Þorgeir gamall þegar hann vó Jöður? 15 ára

6. Hvernig tók Þórelfur móðir Þorgeirs fréttunum af vígi Jöðurs? Hvað sagði hún?Hún
var mjög ánægð með son sinn, hún sagði: óbernslegt bragð var það og njóttu heill handa,
sonur minn.

7. Hvar hélt Þorgeir til eftir víg Jöðurs? Til Breiðarfjarðar

8. Hvaða ójafnaðarmenn úr Jökulsfjörðum eru kynntir til sögunnar í lok kaflans?


Ingólfur sviðinn og sonur hans Þorbrandur

9. Hvernig er Sigurfljóð lýst? Hún var ekkja, mjög gáfuð og vinsæl og gat hjálpað
mörgum

10. Hvernig stóð á því að Þorgeir og Þormóður lentu hjá Sigurfljóð? Það var svo vont
veður að þeir komust ekki í burtu á báti sínum

4. kafli

1. Hvert ætluðu Þorgeir og Þormóður að fara þegar þeir fóru frá Sigurfljóð? Norður á
Strandir

2. Hvernig fær Sigurfljóð þá Þorgeir til að ráðast á Ingólf og syni hans? Hún segir að
þeir þykist vera miklir menn en þegar á reynir þá þori þeir ekki, þetta varð til þess að þeir
ákvaður að drepa Ingólf og hans menn

3. Af hverju sváfu þeir Ingólfur jafnan í fötum? Því þeir áttu sökótt við marga menn og
vildu ávallt vera reiðubúnir
4. Hvaða kosti buðu þeir Þorgeir og Þormóður þeim Ingólfi? Annað hvort að skila öllu
fé sem þeir hafi stolið eða berjast fyrir fénu eins og karlmenn

5. Hvað eiga þeir sameiginlegt Þormóður og Þorgeir annars vegar og Ingólfur og


Þorbrandur hins vegar? Þormóður og þorgeir voru sanngjarnir í orustum sínum en
Ingólfur og Þorbrandur voru illir og ósanngjarnir í sínum

5. kafli

1. Af hverju ætli þeir Þorgeir og Þormóður hafi bannað förunautum sínum að berjast að
berjast við þá Ingólf? Því þeir vildu sjálfir yfirbuga þá

2. Hvernig voru aðstæður þeim Þorgeiri óhagstæðar í bardaganum? Það var svo dimmt
að þeir sáu illa hvað þeir voru að gera

3. Hvernig bregst Sigurfljóð við vígi þeirra Ingólfs? Hún var ánægð með þá

4. Hvernig deilir Sigurfljóð á Vermund fyrir störf hans sem goða? Hún vill meina að
þetta hafi þurft að gerast og Vermundur ætti að vera ánægður með að þetta var unnið fyrir
hann

5. Hvaða skilyrði setti Vermundur fyrir því að halda frið við þá Þormóð og Þorgeir?
Hann fékk silfurpeninga hjá Sigurfljóð og vildi að þorgeri myndi halda sig frá Ísafirði

6. Hver var kona Vermundar og hvernig hafði hún komið við sögu áður? Þorbljörg digra
var kona hans og menn voru mjög ánægðir með hana þegar Vermundur var ekki í
héraði og hún réði því sem þurfit.

7. Hvernig var hegðun þeirra fóstbræðra eftir vígin? Hvers konar mynd dregur höfundur
upp af þeim? Þeri voru hjá Sigurfljóðu og hjálpuðu henni yfir veturinn fara svo á
strandir og þar eru allir hræddir við þá, þar ráða þeir ríkjum

8. Hvaða líkingu notar höfundur við að lýsa ótta manna við þá fóstbræður? Það voru allir
hræddir við þá eins og ef óargadýr kæmist í fénað

9. Hvert halda þeir fóstbræður er þeir skilja um haustið? Þormóður fer til föður sins á
ísafjörð en Þorger suður á reikjanes

6. kafli

1. Hvers konar maður er Þorkell í Gervidal? Hann var friðsamur maður, átti stórt bú en
var lítið fyrir mannblendni. Hann átti þrjár konur

2. Hvað er sagt um Butralda? , Að hann væri einfari, mikill og stór og sterkur, frekar
ljótur, skapstór, mikill bardaga maður og bráður
3. Af hverju leist Þorkatli illa á að hafa þá báða í húsum sínum Þorgeir og Butralda?
Hann var viss um að þeir myndu berjast þar sem Butralda var vinur Vermudnra sem var ekki
vinur Þorgeirs

4. Hvað verður til þess að Þorgeir vegur Butralda?

5. Af hverju reyndu fylgdarmenn Butralda ekki að hefna hans? Þeir þorðu því ekki því
þeir voru hræddir við Þorgeir

6. Hvað finnst þér um dáð Þorgeirs? Veit ekki hvort þetta var dáð eða hræðsla, hann var
ógnvegjandi við allt og alla

7. kafli

1. Hvernig er Þorgils á Lækjamóti kynntur? Sem miklum manni og sterkur, vopnfimur


og góður búþegn

2. Hvað finnst þér um ágreining þeirra Þorgeirs og Þorgils? Þeir eru þannig lagað að
rífast um hvor þeirra fær meira af hvalnum, hvor þeirra er stærri og sterkari.

3. Hvaða dóm fékk Þorgeir fyrir vígið á Þorgilsi? Hann var sekur skógarmaður

4. Af hverju skilja leiðir þeirra Þorgeirs og Þormóðar í lok 7. kafla? Þeir vildu athuga
hvort þeir gætu fundið aðra menn sem væru eins sterkir og þeir voru, ákváðu því að láta reyna
að það.

8. kafli

1. Hvers vegna vó Þorgeir Torfa og hvað finnst þér um það? Hann drepur hann því Torfi
heyrði ekki í þorgeiri þegar hann reyndi að kalla á hann. Þetta lýsir illskunni og
yfirganginum sem er í Þorgeiri finnst mér

2. Hvers vegna vó Þorgeir sauðamanninn á Hvassafelli? Því hann hafði tekið hestinn
hans

3. Hirðmaður hvaða konungs var Þorgeir? Ólafs konungs

4. Hverju spáði konungur um Þorgeir þegar þeir hittust? Hann spáði því að hann væri
ekki alvondur og vildi hann í sitt lið

5. Hvernig reyndist Þorgeir konungi? Hann reyndist konungi vel


9. kafli

1. Hvar dvaldi Þormóður lengstum á meðan Þorgeir var í förum og hvernig líkaði honum
það? Hann fór til Bersla föður síns á Laugaból og var hjá honum í nokkra vetur

2. Hvað var sagt um Grímu? Gríma bjó á Ögri, var ekkja og átti stórt fjárbú, hún var klár
kona og göldrótt

3. Hvaða skoðun höfðu menn almennt á göldrum á þessum tímum? Þeim fannst það í
lagi

4. Hvaða erindi átti Þormóður heim til Grímu? Hann kom til að hitta dóttir hennar
Þórdísi

5. Hvað fannst Grímu um heimsóknir Þormóðs og hvað bað Gríma hann að gera? Henni
fannst heimsóknir hans ekki skynsamlegar því hann stæði í vegi fyrir öðrum mönnum sem
vildu mögulega biðja Þórdísi að giftast sér, nema að hann sjálfur myndi biðja hennar þá
myndi gríma gefa honum dóttir sína

6. Hvernig brást Þormóður við beiðni Grímu? Hann sagðist ekki vilja giftast

7. Hvernig ber Þormóður sig þegar hann kemur heim og hvað segir það okkur um hann?
Honum fór að leiðast því það var ekkert um að vera, hann þurfti alltaf að hafa fólk í
kringum sig

10. kafli

1. Hvað býður Gríma Bersa að gera til að árétta sakleysi sitt vegna verka Kolbaks? Hún
býður Bersa að koma inn hjá sér og rannsaka heimilið

2. Hvers vegna sáu Bersi og menn hans ekki Kolbak? Því Gríma hafði sétt hulinshjálm á
Kolbak til þess að menn sæu hann ekki

3. Hvaða afleiðingar höfðu áverkar Kolbaks fyrir Þormóð? Sári gréru illa og var hann
lengi að jafna sig

4. Hvaða dóm hlaut Kolbakur? Hann var sekur skógarmaður

5. Hvað varð um Kolbak? Hann fór með skipi ingólfs til noregs

11. kafli

1. Hvert voru Þormóður og menn hans að fara þegar þeir lentu í Arnardal? Þeir voru að
fara til Bulungarvík að sækja fisk
2. Hvað hét húsfreyjan í Arnardal og hvað hét dóttir hennar? Katla hét húsfreyjan og
dóttir hennar Þorgbjörg

3. Hvernig er dótturinni lýst? Hún var kurteis og grönn stúlka, svart hár og svartar
augabrúnir

4. Hvað varð til þess að nafnið Kolbrúnarskáld festist við Þormóð? Því hann orti til
Þorbjargar/kolbrúnar eins og dóttirin var kölluð

5. Hvað gaf Katla Þorgmóði að launum fyrir kvæðið? Hún gefur honum hring

6. Af hverju var Þórdís reið út Þormóð? Því hún leit svo á að Þormóður hafði náð sér í
nýja kærustu og ort til hennar ljóð

7. Hvernig sefaði Þormóður reiði Þórdísar? Hann sagðist hafa ort ljóð til hennar en ekki
Kolbrúnar, snéri ljóðinu þannig að það passaði við þórdísi

8. Hvað varð til þess að Þormóður eignaði Þorbjörgu Kolbrúnarkvæðið á nýjan leik?
Þorgbjörg birtist honum í draumi og lét hann vita að ef hann myndi ekki gangast við ljóðinu
þannig að hann segið sannleikan um hvern það væri ort myndu bæði augun í honum springa,
svo Þormóður þorði ekki annað en að segja sannleikan um ljóðið fyrir framan fullt af fólki
Annar þáttur - Þorgeir Hávarsson
12. kafli

1. Hvernig er Hækils- Snorra lýst í kaflanum? Hann er mikill maður vexti og sterkur,
hann var grimmdarlegur í útliti og skapmikill.

2. Minnir þessi lýsing á aðrar mannlýsingar í bókinni?

3. Af hverju reiddist Snorri? Því hestar Þorgeirs fóru inn á túnið hjá honum

4. Hvað finnst þér um víg Þorgeirs á Snorra? Er meðhöndlun hans á hesti Þorgeirs næg
ástæða? Nei alls ekki, enn og aftur lýsit þetta hrottaskap þessara félaga

5. Hafa hestar komið við deilumál áður í sögum? Hvernig? Já. Þegar Bjarni tók ófrjálsri
hendi hest Þormóðs til að reka feð heim að húsi

13. kafli

1. Hvaða erindi bað Ólafur Þorgeir að sinna fyrir sig á Íslandi? Hann bað hann að hefna
fyrir hirðmann sinn og láta íslendinga vita að þeir abbast ekki upp á menn konungs

2. Við hvað starfar Þorgeir í þessum kafla? Hann vinnur fyrir noregs konung

3. Hvaða verk vann Þorgeir að Hrófá í Steingrímsfirði? Hann drap Þórð af fyrirskipan
konungs

4. Hver varð uppvís að stuldi á Reykhólum þennan vetur? Veglágur

5. Hvert fór Þorgeir með Veglág? Að Laugabóli í Laugardal til Þormóðs og Bersa, þeir
áttu svo að koma honum úr landi

6. Segðu í stuttu máli frá því þegar Þormóður og Þorgeir tíndu hvannir á Ströndum? Þeir
fara saman að tína hvannir, Þormóður fór upp og átti Þorgeir að koma á eftir honum
upp með hvönnina þegar aurskriða fellur og hann fellur nánast fram af bjarki, nær þó
að hanga á einni hvannarrót. Hann vildi ekki kalla eftir hjálp en þegar Þormóður var
orðinn þreyttur á að bíða kallar hann eftir honum. Hann heyrir strax að hann það var
ekki allt í lagi og fer því niður og hjálpar honum upp.

7. Af hverju kallaði Þorgeir ekki á hjálp þar sem hann hékk? Hann vildi ekki vera minni
maður en Þormóður. Vildi geta bjargað sér sjálfur

8. Hvernig bar Þorgils á Reykhólum þá saman við Gretti Ásmundsson? Hann segir Gretti
myrkfælinn, þormóð guðhræddan en þorgeir ekki hræddur við neitt

9. Hvar var Þorgeir þetta sumar? Hann var sumarið á Orkneyjum

10. Hvað varð um Veglág? Hann fór til Skotlands og varð þjófur og síðan drepinn
14. kafli

1. Af hverju vildi Illugi Arason ekki flytja Þorgeir til Íslands? Hann sagði að Þorgeir
væri óvinsæll á íslandi eftir að hafa unnið mörg illvirki og vildi því ekki taka hann með

2. Hverju spáði Ólafur fyrir Þorgeiri ef hann leyfði honum að fara til Íslands? Hann
spáði því að hann myndi deyja

3. Hvert hélt Þorgeir þegar hann kom til Íslands? Hann fór á Reykhóla

4. Hvaða hæfileikum var Helgi Selseista búinn umfram aðra menn? Hann var mjög
sprettharðu

15. kafli

1. Hvað bað Illugi Þorgeir að gera fyrir sig? Hann bað Þorgeir að fara og gera skip hans
tilbúið

2. Hvernig leysti Gautur Sleituson eldiviðarvanda sinn? Hann tekur skaptið af spóti
Þorgeris og skjöld og brennur það

3. Hver urðu örlög Gauts? Hann var klofin í herðar niður

16. kafli

1. Hver réði yfir skipunum sem komu að landi rétt eftir víg Gauts? Þorgrímur Einarsson
og Þórarinn Þorvaldsson

2. Hvað lagði Þorgeir til við þessa aðkomumenn og hvernig tóku þeir því? Hann biður
þá að koma rólega að höfn og ekki sýna yfirburði og þeir tóku því vel

3. Hversu margir voru aðkomumennirnir? Fjórir tugir af mönnum

4. Hvers vegna skiptu aðkomumennirnir um skoðun og ákváðu að ráðast á Þorgeir? Því


Þórarinn var frændi Gauts og þegar hann heyrði að Þorgeir hafði drepið hann þá skipti hann
um skoðun

17. kafli

1. Hversu marga menn vó Þorgeir í þessum lokaátökum?14 manns

2. Hvað var sérstakt við hjarta Þorgeirs? Það var mjög lítið
3. Hvaða kenningu setti höfundur um sambandið milli stærðar hjarta og hugrekkis? Að
þeir sem hafa lítð hjarta seu hugprúðari en þeir sem eru huglausir.

You might also like