Draugahúsið Mikla Lokaritgerð

You might also like

Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 2

Fjölbrautaskólinn við ÍSLEGR05

Haustönn 2022 Helgi S. Helgason

Draugahúsið mikla

Víkingur Atli
Kristinsson

2408062660
Fjölbrautaskólinn við ÍSLEGR05
Haustönn 2022 Helgi S. Helgason

Þegar ég var 13 ára fór ég með æskulýðsfélaginu í Grensáskirkju í vettvangsferð. Ég fór með
kirkjunni í ferð upp í Árbæjarkirkju til þess að fara í draugahús. Við byrjuðum á því að hittast
í kirkjunni. Þegar allir voru komnir lagði ég ásamt hópnum af stað og gengum að
strætóskýlinu. Við tókum strætó nr. 4 sem stoppar við Árbæjarkirkju. Þegar við vorum komin
á leiðarenda var ég fyrstur út úr strætó og beið eftir hinum meðan þeir voru að koma sér út.
Þegar allir voru loksins komnir út lagði ég af stað ásamt hinum úr hópnum. Þegar við vorum
loksins komin að Árbæjarkirkju var tekið mjög vel á móti okkur.

Ég beið í röð í um það bil 20 mínútur og þá var loksins komið að mér. Á meðan ég var að
bíða í röðinni var ég mjög kvíðinn og stressaður. Ég var svo hrikalega hræddur að einn af
leiðtogunum þurfti að halda í höndina á mér.

Draugahúsið var eins og völundarhús og það var mjög draugalegt og dimmt. Ég og


leiðtoginn fórum fram og til baka á meðan draugar svifu um í kringum mig og gáfu frá sér
drungaleg hljóð, Uppvakningar gripu í fæturna á mér. Þegar ég fór inn og á meðan ég var inni
byrjaði ég að anda mjög ört og skjálfa í fingrunum og beinunum af hræðslu. Ég var inni í
draugahúsinu í um það bil hálftíma og svo þegar ég var alveg að verða búinn og að verða
kominn út þá leið mér eins og að vampíra hefði komið og bitið í sköflunginn á mér og ég
hefði dottið ofan á hana. Þegar ég náði loksins að losa mig frá vampírunni þá hljóp ég út á
harða spretti. Mér fannst virkilega gott að komast út í birtuna.

Ég var með óþægilega og vonda tilfinningu í maganum í marga daga eftir þetta. Nokkrum
dögum seinna hugsaði ég með sjálfum mér að ég hafði ekkert þurft að vera svona hrikalega
hræddur inni í draugahúsinu en ég er ennþá mjög myrkfælinn.

Víkingur Atli
Kristinsson

2408062660

You might also like