Krossaspurningar Lyfjafræði II

You might also like

Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 11

Krossaspurningar Lyfjafræði II

Hjartalyf – allar týpur


Fyrsti flokkurinn í Vógen Williams flokkun arrythmíulyfja eru natríum ganga blokkar
Satt – bls. 45 Condensed
Sjá mynd bls. 44 Condensed
Fyrsti flokkur
Na+ ganga blokkar
Draga úr hraða afskautunar
Lídókain og disopýramíð
Annar flokkur
Beta-blokkar
Draga úr sympatískum áhrifum
Hægja á afskautun og endurskautun
Propranólól, atenólól
Þriðji flokkur
K+ ganga blokkar
Hægja á endurskautun
Amíódórón, sótalól
Fjórði flokkur
Ca2+ ganga blokkar
Lengja tornæmistímabil
Verapamíl

7. Um betablokka gildir: Rétt Rangt

a. Sérhæfðir beta-1 blokkar eru gagnlegir við handskjálfta


Ósatt – þeir mundu bara virka á hjartað
Bls. 4/4 Andadrenvirk lyf 4.nóv MJ
b. Sérhæfðir beta-1 blokkar eru frekar notaðir hjá sjúklingum með astma en ósérhæfðir
Satt – beta 2 blokkar geta valdið bronchospasma
Ekki alveg staðfest en nokkurn veginn
Bls. 2-3/4 Andadrenvirk lyf 4.nóv MJ
c. Betablokkar minnka losun reníns í nýrum
Satt – þetta stuðlar enn frekar að minnkun á blóðþrýstingi
Bls. 1/4 Andadrenvirk lyf 4.nóv MJ
d. Þeir geta valdið samdráttum í útlimaæðum
Satt – getur stuðlað að claudio intermittens
Þetta gerist reyndar frekar vegna kölkunar, ekki beta verkun ein og sér
Einnig er þetta vegna óheftrar alfa-verkunar
Alfa þrengir og við beta-blokkun er ekkert sem víkkar á móti
Þetta er samt ekki alveg staðfest
Hins vegar getur þetta líka verið ósatt
Beta-blokkar draga úr myndun reníns en renín stuðlar að samdrætti í æðum
Því ættu blokkarnir að stuðla að víkkun æða
e. Þeir eru oft notaðir við gláku
Satt – stuðla að minnkun augnvökva og létta þannig á þrýstingi
Bls. 4/4 Andadrenvirk lyf 4.nóv MJ
12. Takið afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga um meðferð á háum
blóðþrýstingi: Rétt Rangt

a. ACE blokkarar eru kjörlyf við meðferð háþrýstings hjá sjúklingum með nýrnabilun
Satt – nýrnabilun og próteinmigu, líka ARB (angiotensin receptor blokkar)
Bls. 47 Condensed
b. Draga má úr aukaverkunum blóðþrýstingslyfja með því að gefa saman fleiri en eitt lyf í senn
Ósatt – það er frekar talað um að skipta um lyfjaflokk ef það koma aukaverkanir
Lausnaleit fyrir háþrýstingslyf 2.nóv MJ+GÞ
c. Nítröt eru einn af fjórum helstu lyfjaflokkum sem notaðir eru við meðferð háþrýstings
Ósatt – Beta-blokkar, þíazíð, ACE-hindrar og ATII hindrar
Þeir eru notaðir við takttruflunum – einna helst stabílli angínu
d. Blóðþrýstingslækkandi áhrif þíasíða aukast stöðugt með hækkandi skömmtum
Ósatt – eru með flat dose-response curve
Bls. 37 At a Glance
e. Þíasíð geta valdið hækkun á kalíum, þvagsýru og blóðsykri
í sermi
Ósatt – Veldur hækkun á þvagsýru og blóðsykri en lækkun á kalíum
Veldur hins vegar hækkun á kalsíum
Bls. 37 At a Glance
Bls. 63 Condensed

13. Um kalsíum blokkara gildir eftirfarandi: Rétt Rangt

a. Þeir víkka kransæðar


Satt – þeir víkka allar æðar. Þessi verkun þeirra er ástæða þess að þeir eru notaðir við
hjartaöng.
Bls. 3/6 Hjartaöng 10.nóv GÞ
b. Fót og handkuldi er algeng hjáverkun við töku þeirra
Ósatt – flushing og bjúgur við hendur og fætur er aukaverkun
Það getur varla þýtt að manni verði kalt þar
Þetta er hins vegar aukaverkun beta-blokka – kannski verið að hanka mann á því
Bls.47 Condensed
Bls. 37 At a Glance
c. Þeir hægja allir verulega á hjartslætti
Ósatt – þeir hægja kannski aðeins
Ekki staðfest samt
Bls. 39 At a Glance
Bls. 3/6 Hjartaöng 10.nóv GÞ
d. Þeir eru notaðir jöfnum höndum við meðferð á háþrýstingi og
hjartaöng
Satt – Bls. 39 At a Glance
e. Þeir valda æðavíkkun og bjúgsöfnun á útlimum
Satt – er samt eina raunverulega aukaverkunin og þykir ekki stórvægileg
Bls. 47 Condensed
Bls. 39 At a Glance
Astmi og langvinnir lungnateppusjúkdómar
Beta1 eða beta2 blokkar notað gegn astma Rétt Rangt
Blokkar eru ekki notaðir við astma heldur adrenvirk lyf
Beta-2 agónistar eru notaðir við astma til að víkka út slétta vöðva
berkjunnar
Astmi 17nóv GG – glæra 19

22. Eftirfarandi fullyrðingar eiga við um barkstera til innöndunar: Rétt Rangt

a. Salmeteról og formóteról eru dæmi um slík lyf


Ósatt – þettu eru langverkandi berkjuvíkkandi beta-agónistar
Astmi 17nóv GG – glæra 30
b. Langvarandi notkun þeirra leiðir oftast til almennra hjáverkana af völdum stera
Satt/Ósatt – það þarf háa skammta til að ná almennum aukaverkunum
Astmi 17nóv GG – glæra 36
c. Lyf þessi á ekki að nota nema við lífshættulegum astma
Ósatt – eru notuð við meðalslæmum astma
Astmi 17nóv GG – glæra 31
d. Það tekur þau nokkra daga að ná fullri verkun
Ósatt – tekur 2-4 vikur að hafa áhrif
Astmi 17nóv GG – glæra 32
e. Meira en helmingur þessara lyfja fer niður í maga þótt þau séu notuð til innöndunar
Satt – 80% fer niður í maga en þaðan út í systemíska kerfið
Astmi 17nóv GG – glæra 35

23. Eftirfarandi fullyrðingar eiga við um teófyllín: Rétt Rangt

a. Það hefur berkjuvíkkandi áhrif


Satt – eru primarily bronchodilators en hefur þó ekki kröftug berkjuvíkkandi áhrif
Bls. 61 Condensed
Langvinnir lungnateppusjúkdómar 17nóv GG – glæra 37
b. Ekki er fullþekkt á hvern hátt það verkar
Satt – Er talið vera vegna fosfódíesterasa hindrunar, hindrar niðurbrot cGMP og cAMP og
stuðlar þannig að slökun sléttra vöðva
Bls. 61 Condensed
Langvinnir lungnateppusjúkdómar 17nóv GG – glæra 37
c. Það er heppilegt til innöndunar
Ósatt – Theophylline er gefið í töflum en aminophylline, skylt lyf er gefið iv
Bls. 61 Condensed
Langvinnir lungnateppusjúkdómar 17nóv GG – glæra 38
d. Það getur valdið alvarlegum hjartsláttartruflunum
Satt – aðalaukaverkanirnar tengjast hjartanu og meltingarveginum
Bls. 61 Condensed
Langvinnir lungnateppusjúkdómar 17nóv GG – glæra 39
e. Tiltölulega stutt bil er á milli blóðþéttni sem þarf til lækninga og þeirrar sem getur valdið
eiturverkunum
Satt – “Note that there is a narrow window between therapeutic and toxic doses”
Bls. 61 Condensed
Langvinnir lungnateppusjúkdómar 17nóv GG – glæra 41
Bólgueyðandi verkjalyf
Acetýlscystein er gefið við parasetamóleitrun
satt – Bólgueyðandi verkjalyf 30nóv GG - glæra 28

2. Hver eftirtalinna atriða eiga við bólgueyðandi verkun salílyfja? Rétt Rangt

a. Blokkun á cýklóoxígenasa
Satt – Bólgueyðandi verkjalyf 30nóv GG – glærur 5 og 6
b. Blokkun á lípóoxígenasa
Ósatt - Bólgueyðandi verkjalyf 30nóv GG – glæra 5
c. Hömlun á aðlímingu hvítfrumna að æðaþeli við bólgusvörun
Ósatt – Það eru sykursterar sem gera það, sýnist salílyf ekki hafa áhrif á þetta
Sterahormónar 23nóv GG – glæra 11
Óstaðfest.
d. Hömlun á umbrotum TNFα við bólgusvörun
Ósatt – held þetta sé bara bull, kannski sykursteravirkni
Þetta er verkun infliximab sem er einstofna mótefni gegn TNF-alfa
Bls. 43 Condensed
Gigtarlyf og ónæmisbælandi lyf 30nóv GG – glæra 25
Auranófín gerir þetta líka – gullsambandið sem notað er við gigt
Gigtarlyf og ónæmisbælandi lyf 30nóv GG – glæra 20
Óstaðfest.
e. Hömlun á íferð hvítfrumna í vefi við bólgusvörun
Satt – væntanlega þar sem aðalverkunin er að hefta æðavíkkun.
Bólgueyðandi verkjalyf 30nóv GG – glæra 10
Óstaðfest.
Ég held að að þetta sé ósatt!

3. Hverjar eftirfarandi fullyrðinga um verkjadeyfandi verkun


aspiríns er réttar? Rétt Rangt

a. Verkar á my viðtæki í heilastofni samhliða morfíni ó


b. Blokkar cýklóoxígenasa í mænu og heilastofni og eykur
með því verkun morfíns ó
c. Hefur einungis verkjadeyfandi verkun við bólgusvörun ó
d. Forlyf aspiríns, lýsýlaspirín, er lyf í fyrstu röð við
mígrenihöfuðverk ó
e. Verkjadeyfandi verkun aspiríns uppgötvaðist af tilviljun
í tannlæknastól ó ?

Gigtar- og ónæmisbælandi lyf

28. Um ónæmisbælandi lyf gildir Rétt Rangt

a. Lyfið cyclosporín hamlar virkni T eitilfruma


Satt – ciclosporin hamla tjáningu IL-2 sem er nauðsynlegur vaxtarþáttur T-fruma
Bls. 43 Condensed
Gigtarlyf og ónæmisbælandi lyf 30nóv GG – glæra 7
b. Lyfið cyklósporín veldur truflun á nýrnastarfsemi hjá meira en helmingi sjúklinga
Satt – er í það minnsta mjög algengt og getur verið alvarlegt Sá ekkert um þetta í bókinni.
Bls. 43 Condensed
Gigtarlyf og ónæmisbælandi lyf 30nóv GG – glærur 9 og 10
c. Lyfið cyklósporín er eingöngu gefið sjúklingum eftir líffæraflutninga
Ósatt – líka við Crohns og Colitis ulcerosa og við sjálfsofnæmissjúkdómum þar sem önnur lyf
hafa ekki dugað
Gigtarlyf og ónæmisbælandi lyf 30nóv GG – glæra 11
d. Risa stera skammtar (Pulse therapy) eru methyl prednisolon 15 mg í æð í 14 daga
e. Rhesus D immunoglóbulín þarf alltaf að gefa a.m.k. 3 dögum
fyrir fæðingu

Kynhormón
Læra utan að öll hormónin frá heiladingli
Leggja áherslu á sterana en ekki kynhormóna

Hypothalamus:
Somatostatin
Growth hormone releasing hormone (GHRH)
Thyrotropin releasing hormone (TRH)
Gonadotropin releasing hormone (GnRH)
Corticotropin releasing hormone (CRH)
Prolactin releasing hormone (PRH)
Dopamine (PIH)

Anterior pituitary gland:


Growth hormone (hGH)
Thyroid stimulating hormone (TSH)
Gonadotropins (FSH and LH)
Adrenocorticotropic hormone (ACTH)
Prolactin
Melanocyte stimulating hormone (MSH)

Magalyf
Er gott að nota salbút (h. Pylori lyf) við stress-sárum?
Tvær spurningar um meðferð við stress sárum
Meðferð felst í PPI lyfjum og sucralfat
PPI lyfin gefin í æð en sucralfat í magaslöngu
Sucralfat virkar eins og teppi á magann – mjög græðandi

Sýrubindandi lyf
Magalyf 7des BÞ – glæra 5
Silgel, Rennie, Balancid, Novalucid, Alninox

Súkralfat er oft notað í stress-sárum


Satt - Súkralfat verkar verndandi á slímhúð magans
Magalyf 7des BÞ – glæra 8 + glæra 40

Læra mjög vel nöfnin á magalyfjunum

Upptalning á magalyfjum
Þessi lyf eru notuð við svæsinni ógleði
Satt – Ógleðilyf 8des BÞ – glæra 6
Eru líka geðrofslyf

Upptalning á öðrum magalyfjum


Upptalning á lyfjum
Eitt þeirra sem er það ekki

Magnesíum hýdroxíð veldur niðurgangi


Rétt
MH – Massahægðir
Álhýdroxíð
AH – Anhægðir (hægðatregða)

Misopróstól ver slímhúð maga


Satt – örvar prostaglandín myndun sem draga úr sýrumyndun
það er gefið með ein öðru til að verja maga
Magalyf 7des BÞ – glæra 16

Notkun sýruhemjandi lyfja hefur tvöfaldast á 14 árum


Satt – Magalyf 7des BÞ – glæra 16

21. Eftirfarandi gildir um hægðalosandi lyf Rétt Rangt

a. Lactulósi bindur vatn og eykur fyllu í þörmum


RANGT ß er rangt því lactulosi eykur ekki fyllingu (er ekki bulk laxitive eins og trefjalyfin)
Hægðalyf 8des BÞ – glæra 7
b. Fjölsykrungar (pólýsakkaríð, hratefni) hraða tæmingu ristilsins
Satt – þetta meltist ekki en er brotið niður af bakteríum í ristli, eykur rúmmál og vökva í
hægðum
Vinnur gegn léttri hægðatregðu
c. Magnesíum súlfat verkar aðallega í ristli
Satt – meltist ekki og fer niður í ristil, safnar þar vatni, gerjast og skolar út ristil á 2-3 dögum
d. Vægt hægðalosandi lyf eru mest notuð við hreinsun fyrir meltingarvegarannsóknir
Ósatt – laxóberal notað mikið á elliheimilunum
e. Bísakódýl hamlar frásogi vatns og jóna
Satt – ásamt því að örva ristilhreyfingar
Hægðalyf 8des BÞ – glæra 12

Svæfingarlyf
Petitín og halothan og glaðloft getur aðeins valdið grunnri svæfingu
Petitín er bara morfínskylt verkjalyf
Glaðloft getur aðeins valdið grunnri svæfingu
Svæfingarlyf 5jan JK – glæra 6
Halothan veldur meiri svæfingu – oft notað saman með glaðlofti
Svæfingarlyf 5jan JK – glærur 7 og 12

Sterk verkjalyf
29. Um sterk verkjalyf gildir Rétt Rangt

a. Morfín verkar mjög vel á neuropathiskan sársauka


Ósatt – það eru annars konar lyf sem gera það. Morfín og skyld lyf hafa ekki góða verkun á
taugaverki
Sterk verkjalyf 6jan GÞ – glæra 2
b. Morfín lyf sem eru blöndur agonista og antagonista eru sífellt meira notuð sem verkjalyf
Ósatt – Sterk verkjalyf 6jan GÞ – glæra 8 à þeir virka oft örvandi á K-viðtaka og muí-viðtaka.
K-viðtakar valda vanlíðan og þess vegna eru þessi lyf ekki notuð sem verkjalyf.
c. Morfín er kjörlyf við höfuðverk vegna heilabjúgs til dæmis eftir höfuðáverka
Ósatt – ekki gott lyf við bjúg
d. Þegar morfin gjöf er breytt úr gjöf um munn í gjöf í æð er rétt að minnka sólarhringsskammtinn um
25%
Ósatt – ætti að minnka frá 33% - 50%
Sterk verkjalyf 6jan GÞ – glæra 11
e. Morfín verkar slakandi á slétta vöðva í meltingarvegi og veldur þannig yfirleitt niðurgangi
Ósatt – ein aðalaukaverkunin er hægðatregða
Virkar á viðtæki í meltingarvegi og minnkar niðurgang, minnkar peristalsis
Sterk verkjalyf 6jan GÞ – glæra 12

Þunglyndislyf
Boðkerfi sem tengjast þunglyndi
Boðefni
Nituroxíð, dópamín, serótónín og noradrenalín
Rétt og rangt um hvert og eitt
Sertótónín og noradrenalín tengjast þunglyndi
Noradrenerg kerfið er mikilvirkt í heilastarfsemi
Tengist einbeitingu, vökustigi, geðslagi og blóðþrýstingi
Noradrenerg lyf eru notuð við þunglyndi
Miðtaugakerfislyf – flokkun 5jan JS – glæra 4
Serótónín kerfið verkar á svefn, geðslag, matarlyst, uppsölu og kynhvöt
Serótónín upptöku hindrar notaðir við þunglyndi
Miðtaugakerfislyf – flokkun 5jan JS – glæra 11

Ástæða fyrir því að SSRI lyf eru notuð meira heldur en TCA
Þunglyndi er greint meira
Notað meira á elliheimilum
Minni aukaverkanir
Glæra 16 - góð virkni 60-70%, minnkaðar andkólínvirkar aukaverkanir, breitt meðferðabil og einföld
lyfjagjöf

heil spurning um serótónín


hefur áhrif á geðslag
abstrakt hugsun
samhæfingu hreyfingu
kynhvöt
matarlyst
glæra 11 – serótónín hefur áhrif á svefn, geðslag, uppsölu og kynhvöt og
matarlyst

Alzheimer
Acetyllólin esterasa hemlar eru fyrstu lyfin sem hafa sýnt árangur í meðferð við
Satt – þetta er amk aðallyfin sem eru notuð, vilt lengja tímann sem þú hefur acetylkólín
Alzheimer 7jan JS – glæra 17

Acetýlkólín esterasahemlar
Einn liður er að þeir stytta þetta um fimm ár og annar liður um eitt ár
Eitt ár er satt – Alzheimer 7jan JS – glæra 11

Flogaveikilyf
18. Lyfhrif eftirfarandi flogaveikilyfja má að mestu leyti skýra með verkun þeirra á spennustýrð Na-
jónagöng: Rétt Rangt

a. Fenýtóíns
Satt
b. Fenóbarbitals
Ósatt
c. Karbamazepíns
Satt
d. Valpróínsýru
Satt
e. Vigabatríns
Ósatt
Lyf við flogaveiki 10jan JK – glæra 6

Ávana- og fíkniefni
Allur sami pakki með kannabis (og í prófinu á netinu?)
Kannabis veldur meiri aukaverkunum heldur en amfetamín
Þetta er rangt

1. Hverjar eftirtalinna fullyrðinga um nikótín eru réttar? Rétt Rangt

a.Veldur miklum ávana


Satt
b.Veldur alvarlegum lungnasjúkdómum
Ósatt
c.Gæti seinkað uppkomu Parkinsonsjúkdóms
Satt
d.Veldur vímu
Ósatt
e.Gæti gagnast við spennu og kvíða
Satt/ósatt

4. Hver eftirtalinna fyrirbæra gætu auðveldlega átt við vímu af völdum lyfja eða efna?
Rétt Rangt

a. Mikill sársauki
Ósatt
b. Niðurgangur og uppþemba
Ósatt
c. Trufluð dómgreind
Satt
d. Vellíðan
Satt
e. Afhömlun (trufluð hegðun)
Satt

36. Takið afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga um kannabis: Rétt Rangt

a. Kannabídíól er óvirkt umbrotsefni tetrahýdrókannabínóls í þvagi.


Ósatt – þetta er bara annar kannabínóíð
Kannabis 11jan JK – glæra 2
b. Aðgengi tetrahýdrókannabínóls er meira við reykingar en inntöku.
Satt – aðgengi er allt að 50% við reykingar en 5-10% við inntöku
Kannabis 11jan JK – glæra 4
c. Í miðtaugakerfinu eru viðtæki, sem eru sérhæf fyrir tetrahýdró- kannabínól
Satt – Kannabis 11jan JK – glæra 7
d. Tetrahýdrókannabínól hefur engin áhrif utan miðtaugakerfisins
Ósatt – hefur áhrif á hjarta- og æðakerfi og ónæmiskerfið
Kannabis 11jan JK – glæra 7
e. Fráhvarfseinkenni eftir kannabisneyslu eru meiri en eftir neyslu amfetamíns
Ósatt – varla, því tilhneiging til fíknar er lítil

Staðdeyfilyf
8. Um staðdeyfilyf gildir eftirfarandi: Rétt Rangt

a. Lídókaín hindrar spennuháða opnun Na-ganga í frumuhimnu


Satt – eins og öll staðdeyfilyf
Staðdeyfilyf 11jan MJ – bls. 1/4
b. Staðdeyfilyf minnka K-leiðni og valda þannig afskautun frumuhimnu
Ósatt – hafa áhrif á Na+ göng ßsum staðdeyfilyf geta haft þessi áhrif
c. Flest staðdeyfilyf hafa æðavíkkandi verkun
Satt – öll nema kókaín
Bls. 2/4 Staðdeyfilyf 11jan MJ
d. Lídókaín er stundum notað við hjartsláttartruflunum
Satt – er Na+ ganga blokkari og því Vogen-Williams flokkur IB
e. Kókaín er stundum notað til staðdeyfinga í nefi
Satt – notað fyrir æðaherpandi verkunina

Þvagræsilyf
Einn liður
Verkun tíazíð byggist á karboxýl-andhýdrasa hemla
Rétt (að hluta)
Þvagræsilyf valda auknum útskilnaði á kalsíum
Sem er rangt fyrir tíasíð en rétt fyrir fúrósemíð

Vasopressin virkar á
V1 viðtaka í nýrum
V2 viðtaka annars staðar
Rangt – það er rangt því að V2 er í nýrum, V2=2 nýru og V1 fyrir restina af líkamanum

Vasopressin er stutt peptíð


Það er satt

Magalyf

20. Hver eða hverjar eftirtalinna fullyrðinga um lyf við meltingarsári (ætisári) eru réttar?
Rétt Rangt

a. Ómeprazól verkar eingöngu í basísku umhverfi


Ósatt
b. Brjóstsviði er algeng aukaverkun
Ósatt
c. Sýrubindandi lyf, sem innihalda magnesíum hafa hægðalosandi
áhrif
Satt
d.Vismút jónar hafa sýkladrepandi áhrif
Satt
e. H2-blokkar hafa bein áhrif á prótónudælun (ATP-asa) í sýrufrumunni
Ósatt – hafa óbein áhrif, PPI hafa bein áhrif

Lyfjaprófanir
38. Eftirfarandi fullyrðingar eiga við um tvíloka tilraunir á lyfjum ("double blind tests")
Rétt Rangt

a. Þær hjálpa til að útiloka að geðþóttaverkanir hafi áhrif á tilraunina


Satt
b. Hvorki læknir né sjúklingur veit hvort gefið er virkt lyf eða lyfleysa
Satt
c. Mikilvægt er að lyfleysan líkist sem mest virka lyfinu hvað snertir útlit, bragð og því um líkt
Satt
d. Hrifning læknis á því lyfi sem verið er að reyna getur haft mikil áhrif á niðurstöður tvíloka tilrauna
Ósatt
e. Til að lyf fáist skráð þarf að hafa verið sýnt fram á virkni þess í tvíloka tilraun
Satt

D-vítamín og beinþynning
Á hvaða formi er D-vítamín
Spurt hvernig það er virkjað í lifur
25 hýdroxýleringing er í lifur
virka formið er 1,25 sem er gert í nýrum

Bisfosfanöt eru notuð fyrir bæði karla og konur


Satt – er fyrsta val fyrir bæði kyn, estrógen var vinsælt en tekið af notkun vegna
aukaverkana, brjóstakrabbi og blóðsegar í fótum
Beinþynning 11feb AJ – glæra 16
Bisfosfanöt hvetja til nýmyndunar á beinum?
Ósatt– þeir hindra bara niðurbrot
Beinþynning 11feb AJ – glæra 22

You might also like