Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 3

Spurningaefni í ónæmisfræði - Dæmi

Ritgerðarspurningar: 20%, ca. 30- 40 mínútur hver á prófinu, tvær


spurningar, 40% samtals.

1. Gerið grein fyrir frumum ónæmiskerfisins, uppruna og þroskaferli


hverrar tegundar fyrir sig.

2. Lýsið vefjum og líffærum ónæmiskerfisins. Lýsið starfsvettvangi hverrar


frumutegundar og staðsetningu þeirra á mismunandi þroskastigum.

3. Gerið grein fyrir yfirborðsvörnum þekjuvefja, ósértækum og sértækum.

4. Átfrumur: Berið saman eiginleika kleyfkjarna (= granúlócýta,


neutrophila, polymorphonuclear) og einkjarna átfrumna (monocyta og
makrofaga) og gerið grein fyrir staðsetningu einkjarna átfrumna í
ýmsum vefjum og líffærum.

5. Berið saman náttúruleg/meðfædd viðbrögð og áunnin/sérhæf viðbrögð


við sýkingu: Greining á sýkli, hraði svörunar, sértæki svarsins,
aðlögunarhæfni.

6. Lýsið Nátturulega/Meðfædda og áunna/sérhæfða ónæmiskerfunum og


gerið grein fyrir mismuninnum á þessum kerfum.

7. Þroskaferill B- og T-eitilfrumna: Hvar fer þroskun þeirra fram, á hvaða


stigi er séð til þess að svörun þeirra sé “rétt” stillt og hvernig er komið í
veg fyrir svaranir gegn eigin líkama?

8. Lýsið ræsingu B-eitilfrumna. Hver er munurinn á T-frumuháðri og T-


frumuóháðri ræsingu?

9. Hver er tilgangurinn með bólusetningu og á hverju byggist hún? Hvaða


eiginleika þarf gott bóluefni að hafa?

10. Gerið grein fyrir tveimur gerðum (class) vefjaflokka, erfðum, byggingu,
fjölbreytileika og tjáningu á mismunandi frumum. Nefnið stuttlega
meginhlutverk vefjaflokkasameinda í ónæmissvörun og klíníska
þýðingu þeirra.

11. Gerið grein fyrir hvernig svörun og starfsemi T-eitilfrumna er háð


samskiptum þeirra við vefjaflokkasameindir.
12. Í hverju eru varnir gegn bakteríusýkingum fólgnar (sérhæfðar og
meðfæddar)?

13. Í hverju eru varnir gegn veirusýkingum fólgnar (sérhæfðar og


meðfæddar)?

14. Nefnið hin klassísku skilmerki bólgu og gerið grein fyrir hvað býr að
baki hverju þeirra.

15. Lýsið Kompliment kerfinu , hlutverki , ræsingu og virkni.

Stuttspurningar: 6% hver, 5 alls, þ.e. ca. 60 % alls á prófinu, 30 %


samtals.

1. Berið saman gagnleg, verndandi viðbrögð ónæmiskerfisins og


óæskilegar svaranir ónæmiskerfisins.

2. Hvaða tveir eiginleikar áreitis vekja svörun ónæmiskerfisins?

3. Nefnið a.m.k. 2 dæmi um smitsjúkdóma sem hefur verið útrýmt eða því
sem næst með bólusetningum.

4. Hvers vegna eru ungbörn bólusett?

5. Gerið grein fyrir hringsóli eitilfrumna. Hvaða tilgangi þjónar það?

6. Gerið grein fyrir slímhúðartengda ónæmiskerfinu.

7. Hvað eru bakteríudrepandi peptíð og hvernig virka þau?

8. Hvað er gröftur og hvernig myndast hann?

9. Hvaða frumuboðar (cytokine) valda almennum sjúkdómseinkennum og


hver eru þau?

10. Hvað gera NK-frumur?

11. Hvað er átt við með “pattern-recognition receptor”? Nefnið tvö dæmi.

12. Lýsið leið antigens frá innkomu í þekju að eitli og fyrstu skrefum
ræsingar á sértækri ónæmissvörun.

13. Sýnið með teikningu gerð immúnóglóbúlínsameinda og merkið inn


eiginleika og starfsemi hvers hluta.
14. Nefnið flokka immúnóglóbúlína og lýsið helstu eiginleikum og
hlutverkum hvers flokks.

15. Hvernig tryggir samröðun immúnglóbúlíngena að sértæki hvers svars


haldist þótt skipt sé úr IgM í IgG?

16. Sýnið með teikningu prímert og sekúndert mótefnasvar. Hvaða þýðingu


hefur þetta svörunarmynstur fyrir sjúkdómsgreiningar og
bólusetningar?

17. Hvernig vernda mótefni gegn sýklum og afurðum þeirra?

18. Á hvaða aldri eru mótefni ungbarns í lágmarki?

19. Hvaða breytingar verða í ónæmiskerfinu hjá öldruðum?

20. Lýsið starfsemi vefjaflokka af “class I”.

21. Lýsið starfsemi vefjaflokka af “class II”.

22. Nefnið dæmi um 3 sjálfsofnæmissjúkdóma sem eru algengari í fólki


með tiltekinn vefjaflokk.

23. Hvaða frumur geta gegnt hlutverki sýnifrumna fyrir T-eitilfrumur

24. Gerið grein fyrir hlutdeild komplementkerfisins í bráðri bólgusvörun.

Einkunnir fyrir skil úr verklegu og umræðutíma teljast 30 %.

You might also like