Nöfn Manna, Dýra Og Dauðra Hluta

You might also like

Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 21

02.03.

2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

(index.php)

Greina
Guðrún Kvaran
Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
1. Nafnfræði og viðfangsefni hennar
Með NAFNFRÆÐI er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið ge n og eru
sérheiti þeirra. Venja er að greina að HEITI og NÖFN innan fræðigreinarinnar. Með HEITI er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru öll
sérnöfn sem lifandi verur eða dauðir hlutir hafa fengið við nafngjöf.

Þar sem nafnfræðin spannar vítt svið er eðlilegt að hún þur að leita stuðnings í öðrum fræðigreinum, svo sem málfræði, einkum orðsifjafræði og
merkingarfræði, en einnig sagnfræði, bókmenntafræði, þjóðháttafræði og undirgreinum náttúruvísinda.

1.1 Nafngjöf
Allt, lifandi og dautt, á sér eitthvert heiti. Maður og hundur eru heiti á lifandi verum, reynir og rós eru heiti á tré og blómi, fjall, dalur og á eru heiti á
fyrirbærum í náttúrunni og hús, bíll, borð og stóll eru heiti á ýmsum dauðum hlutum. Þessi orð eru samnöfn og sameiginleg þeirri tegund sem við er
átt hverju sinni. Ekki er um NAFNGJÖF að ræða þegar slíkir hlutir fá heiti. Um leið og maðurinn er nefndur Jón, hundurinn Strútur, rósin Viktoría
drottning, fjallið Esja, dalurinn Mosfellsdalur og áin Hvítá hefur þeim verið ge ð nafn og þau eru sérnöfn og viðfangsefni nafnfræðinnar.

Fingurnir hafa heitin þumal ngur, vísi ngur, sem einnig er kallaður sleiki ngur eða bendi ngur, langatöng eða langastöng, baug ngur, sem sumir
nefna hring ngur eða græði ngur, og litli ngur. Þetta eru heiti á ákveðnum ngrum beggja handa og þau eru því samnöfn.

Algengustu ngraheitin eru ‘þumal ngur’, ‘vísi ngur’, sem einnig er kallaður ‘sleiki ngur’ eða ‘bendi ngur’, ‘langatöng’ eða ‘langastöng’ og
jafnvel 'langimann', ‘baug ngur’, sem sumir nefna ‘hring ngur’ eða ‘græði ngur’, og ‘litli ngur’. Vísi ngur hefur einnig verið nefndur 'heiðarmáni',
'lafakútur' og 'tilsagnar ngur', sem líklega er þýðing úr latínu (digitus index). Teikn.: Jón Óskar.

Þegar stóratá er nefnd Vigga og hinar í röð frá henni Háa-Þóra, Stutta-Píka, Litla-Gerður og Lilla hefur hverri tá verið ge ð nafn sem telst þá
sérnafn.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 1/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

Stóratá var oft nefnd ‘Vigga’ og hinar í röð frá henni ‘Háa-Þóra’, ‘Stutta-Píka’, ‘Litla-Gerður’ og ‘Lilla’. Þessar nafngja r á tánum þekkjast sums
staðar á landinu til dæmis í Skagafjarðar- og Dalasýslum. Í Eyja rði þekkjast nöfnin ‘Dyrgja’, ‘Bauga’, ‘Geira’, ‘Búdda’ og ‘Grýta’, talin frá stórutá,
og í sama landshluta nefna sumir tærnar ‘Stóru-Jóu’, ‘Nagla-Þóru’, ‘Löngu-Dóru’, ‘Stuttu-Jóru’ og ‘Litlu-Lóu’. Teikn. Jón Óskar.

Þessar nafngja r á tánum eru ekki algengar en þekkjast sums staðar á landinu, til dæmis í Skagafjarðar- og Dalasýslum. Í Eyja rði þekkjast nöfnin
Dyrgja, Bauga, Geira, Búdda og Grýta, talin frá stórutá, og í sama landshluta nefna sumir tærnar Stóru-Jóu, Nagla-Þóru, Löngu-Dóru, Stuttu-Jóru og
Litlu-Lóu.

Þegar börnum eru ge n nöfn er það y rleitt gert samtímis því að þau eru tekin í kristinna manna tölu með skírn, og er þá oftast talað um
SKÍRNARNAFN barnsins, en nafngjöf má einnig tilkynna beint til Hagstofu samkvæmt lögum um mannanöfn og kjósa þá margir að nota fremur orðið
EIGINNAFN.

1.2 Skipting sérnafna


Sérnöfn skiptast í okka eftir viðfangsefnum. Innan nafnfræði er algengast að skipta þeim í fjóra okka:

1. Mannanöfn
2. Dýranöfn
3. Örnefni
4. Önnur sérnöfn

Undir síðasta okkinn falla t.d. skipa- og ugvélanöfn, fyrirtækjanöfn og götunöfn.

2. Mannanöfn
Með orðinu MANNANÖFN er átt við öll þau nöfn sem fólk ber, skírnarnöfn/eiginnöfn, millinöfn, kenninöfn og ættarnöfn. Til mannanafna okkast
einnig gælunöfn, þar sem um eins konar nafngjöf er að ræða. Viðurnefni manna eru oft okkuð til mannanafna þótt ekki sé um eiginleg nöfn að
ræða heldur heiti sem mönnum eru ge n af margvíslegu tilefni.

2.1 Nafnberar
Hver sá maður sem ber ákveðið nafn kallast NAFNBERI. Samkvæmt manntalinu frá 1703 hétu t.d. 5363 karlar Jón og voru nafnberarnir því 5363.
Konur með nafninu Guðrún voru sama ár 5410 og nafnberar þar með 5410 (Ólafur Lárusson 1960). Orðið er oftast notað í tengslum við
tölfræðilegar upplýsingar, skrár og ýmsar skýrslur.

2.2 Nafnahefð
Á Íslandi hefur um aldir ríkt sterk hefð í nafngjöfum. Nöfn barna voru, og eru mjög oft enn, sótt í fjölskylduna, oftast fyrst til afa og ömmu, en einnig
til foreldra og nákominna ættingja.

Mörg dæmi voru um það áður fyrr, þegar barnadauði var algengur og foreldrar misstu stundum eiri en eitt barn, að barni væri ge ð nafn látins
systkinis. Þetta gerðu foreldrar jafnvel oftar en einu sinni í þeirri von að geta komið upp nafni náins ættingja.

Ef drengur fær nafn afa síns, sem er á lí , er sagt að hann HEITI Í HÖFUÐIÐ Á afa sínum eða HEITI UTAN Í afa sinn, en ef a nn er dáinn heitir drengurinn
EFTIR afa sínum. Hann er í báðum tilvikum NAFNI afa síns. Sama er að segja um stúlku sem fær nafn ömmu sinnar og eru þær þá NÖFNUR.

Sú hefð er rík að fara eftir fyrirmælum þegar nafns er vitjað í draumi og eru margar þjóðsögur því til staðfestingar. Stundum vitjar látinn ættingi eða
vinur nafns, stundum álfar og huldufólk en stundum ókunnugt fólk með skilaboð frá látnum ættingjum. Sú trú var rík áður fyrr að veikindi manns eða
önnur vandræði, sem hann lenti í, gætu átt rætur að rekja til þess að ekki hefði verið farið að ósk þess sem vitjaði nafns. Hann var þá sagður vera í
NAFNAKREPPU.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 2/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

2.3 Skírnarnöfn/eiginnöfn
Sá siður er ævaforn með þjóðum að gefa hverjum manni nafn. Þótt meginhlutverk nafngjafar sé að greina menn að liggja oft aðrar ástæður að baki.
Það var t.d. algengt meðal gyðinga að gefa alvarlega veikum sjúklingi nýtt nafn í von um að hann styrktist. Sem dæmi um slíkt nafn er Rafael sem
merkir ‘Guð læknar’. Skyldur siður hefur einnig þekkst hérlendis, og má víða sjá í manntölum og niðjatölum, að drengjum, sem vart var hugað líf, var
ge ð nafnið Ófeigur, þ.e. ‘sá sem á að lifa, sá sem er ekki feigur’ í þeirri von að nafnið veitti styrk.

Víða má sjá þess dæmi í bókum Gamla testamentisins að nöfnum væri breytt þannig að þau hæfðu betur breyttum aðstæðum. Í Fyrstu Mósebók
(7.15) segir t.d. frá því að Abraham fékk fyrirmæli um það frá Guði að breyta nafni konu sinnar úr Saraí ‘hin þrasgefna’ í Sara sem merkir ‘prinsessa’
eftir að Guð hafði ætlað henni það hlutskipti að ala Jóhannes skírara.

Meginþorri íslenskra eiginnafna er norrænn að uppruna og est bárust nöfnin hingað til lands með landnámsmönnum. Á liðnum öldum hefur
nafnaforðinn aukist jafnt og þétt og sé saga íslenskra mannanafna skoðuð sést að áhri n berast úr mörgum áttum. Þau nöfn sem Íslendingar hafa
ge ð börnum sínum eru vel á sjötta þúsund, svo vitað sé. Framan af öldum voru aðeins notuð einnefni, þ.e. börnum var aðeins ge ð eitt nafn, en
snemma á 18. öld komast tvínefni og eirnefni í tísku.

Helstu heimildir um fjölda eiginnafna eru manntölin.

Þetta súlurit sýnir að þörf fyrir fjölbreytni virðist vera meiri í nöfnum kvenna en karla. Árið 1703 voru Íslendingar nálægt 50.000 talsins og
karlmannsnöfn sem þá voru notuð voru 387 en kvennanöfnin 338. Árið 1983 hafði földi karla rí ega mmfaldast og nöfn þeirra voru líka
rúmlega 5 sinnum eiri en 1703. fjöldi kvenna hafði hins vegar rí ega fjórfaldast (þær voru talsvert eiri en karlar 1703) en nöfn kvenna voru 7,5
sinnum eiri en árið 1703.

Elsta íslenska manntalið var tekið 1703 og samkvæmt því voru í notkun 387 karlmannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn þegar manntalið var tekið.
Hálfri annarri öld síðar (1855) voru karlmannsnöfn 530 en kvenmannsnöfn 529. Þegar manntal var tekið 1910 voru karlmannsnöfn 1071 en
kvenmannsnöfnin 1279 og má skýra fjölgunina með nýrri tísku í myndun mannanafna. Árið 1983 voru karlmannsnöfn í þjóðskrá 1994 en
kvenmannsnöfn 2538. Af þessum tölum má sjá að nöfnum hefur verið að fjölga jafnt og þétt.

Algengasta fyrsta nafn Íslendinga árið 1998. Hér eru sýnd 20 algengustu karl- og kvennöfnin og upplýst um fjölda nafnbera þann daginn.
Heimild: Hagstofa Íslands.

Á síðustu áratugum hafa nafngja r tekið talsverðum breytingum. Margir foreldrar vildu í lok sjötta áratugarins brjótast út úr rótgrónum
fjölskylduhefðum og létu meðal annars reyna á frumleik og sjálfstæði í nafnavalai. Nöfnin voru sótt víða að, t.d. í jurta- og dýraríkið, svo sem Burkni,
Ösp, Þöll, Heiðlóa, Kría, í goðafræði, svo sem Bestla og Gná og til ýmissa hugtaka, svo sem Blíða, Blær, Birta, Gæfa. 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 3/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

2.4 Myndun mannanafna


Íslensk mannanöfn eru mynduð á fernan hátt:

1. af stofni orðs með beygingarendingu eða án hennar


2. af stofni orðs ásamt viðskeyti
3. af stofni orðs ásamt viðlið
4. samsett úr tveimur stofnum með beygingarendingu eða án hennar

Allmörg nöfn eru mynduð af stofni orða með beygingarendingu eða án hennar. Sem dæmi mætti nefna: Brá, Björk, Sól, Björn, Þór, Örn, Bera, Dalla,
Njörður, Reynir, Þórir.

Algengt er að mynda mannanöfn með því að nota viðskeyti. Sá siður er forn og barst hingað til lands með landnámsmönnum að mynda
kvenmannsnafn af karlmannsnafni með því að bæta ‘-a’ aftan við stofn karlmannsnafns. Sumir telja þetta ‘-a’ beygingarendingu, aðrir vilja nefna það
viðskeyti þar sem um nýja nafnmyndun sé að ræða. Dæmi um nöfn af þessu tagi eru Þóra (af Þór), Dóra (af Dór), Halla (af Hall-ur).

Þegar kom fram á 19. öld varð tíska að mynda kvenmannsnöfn af karlmannsnöfnum með notkun viðskeyta. Hana má rekja til danskra áhrifa.
Frjóustu viðskeytin voru -a, -ía, -ína, -lína og -sína. Miklu minna var um að karlmannsnöfn væru mynduð af kvenmannsnöfnum og ekkert þeirra
viðskeyta varð verulega frjótt. Mjög var amast við nafnmyndun af þessu tagi og hafði verulega dregið úr henni á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Myndun mannanafna með viðliðum er vel þekkt allt frá því í fornu máli. Með viðlið mannanafna er átt við síðari lið samsetts nafns sem verður frjór í
nýmyndun nafna. Oft er þá verið að mynda kvenmannsnafn af karlmannsnafni eða öfugt. Í öðrum tilvikum er verið að gera eitt nafn úr tveimur,
oftast karlmanns- og kvenmannsnafni, t.d. þegar gefa á barni bæði nafn afa og ömmu eða pabba og mömmu, eins og Feldís úr Felix og Herdís.
Allmargir viðliðir geta staðið sjálfstæðir sem mannanöfn.

Viðliðir kvenmannsnafna eru heldur færri en karlmannsnafna en eiri kvenmannsnöfn eru aftur á móti mynduð með hverjum lið. Helstu viðliðir í
myndun kvenmannsnafna eru -björg, -björk, -björt, -borg, -dís, -dögg, -ey, - nna, -fríður, -gerður, -gunnur, -heiður, -hildur, -katla, -laug, -leif, -lind, -
mey, -ný, -ríður, -rós, -rósa, -rún, -unn, -veig, -veldur, -vör, -þóra, -þrúður.

Helstu viðliðir í myndun karlmannsnafna eru: -berg, -bergur, -bert, -bjartur, -björn, -brandur, -dór, - nnur, -freð, -garður, -geir, -grímur, -hallur, -
harður, -hvatur, -jón, -kell, -laugur, -lákur, -leifur, -leikur, -liði, -ljótur, -mann, -mar, -mundur, -oddur, -ólfur, -ráður, -rekur, -ríkur, -steinn, -sveinn, -
týr, -úlfur, -valdur, -var, -varður, -vin, -þór.

Auk þess að mynda nöfn með viðskeytum eða viðliðum hefur tíðkast lengi að setja saman nöfn á annan hátt. Algengt er t.d. að nota forliðinn Sigur-
og skeyta aftan við hann ýmist kvenmanns- eða karlmannsnafni. Sigur- er þá oft sótt til nafns sem hefst á Sig- eins og Sigríður, Sigurður, eða
Sigur-, eins og Sigurjón, Sigurdís. Dæmi um nöfn af þessu tagi eru Sigurhelga, Sigurlilja, Sigurósk, Sigurpálína, Sigurhannes, Sigurhelgi, Sigurjens,
Sigurmagnús, Sigursteindór. Nöfn heiðinna goða mátti einnig nota sem forlið í mannanöfnum.

2.5 Beyging mannanafna


Meginreglan um mannanöfn er að þau fallbeygjast eins og önnur nafnorð. Á það jafnt við um einnefni eins og Sigríður og Einar og eirnefni, eins og
Sigríður Sif og Einar Gunnar.

Dæmi eru um að beyging sé ekki hin sama eftir því hvort um samnafn eða sérnafn er að ræða. Orðin björg, dís, laug og lind eru t.d. endingarlaus í
þolfalli og þágufalli en Þórdís og Guðlaug eru í þolfalli og þágufalli Þórdísi og Guðlaugu en nafnið Berglind er ýmist endingarlaust í þeim föllum eða
fær endinguna ‘-i’. Séu Dís og Lind notuð sem eiginnöfn beygjast þau eins og samnöfnin.

Í sumum nöfnum hafa lengi tíðkast tvímyndir í þágufalli eins og Áskatli/Áskeli, Þorkatli/Þorkeli, og í eignarfalli eins og Haralds/Haraldar,
Höskulds/Höskuldar. Fyrrtöldu myndirnar eru eldri.

Endingin ‘-i’ í þágufalli sumra karlmannsnafna er mjög á reiki, t.d. er ýmist notað Baldvin eða Baldvini, Eggert eða Eggerti, Friðrik eða Friðriki.

Dæmi eru um að beygingarmyndir nafna séu staðbundnar. Á það t.d. við um kvenmannsnöfnin Guðrún og Sigrún sem vanalega enda í þolfalli og
þágufalli á ‘-u’ og Margrét sem vanalega endar í sömu föllum á ‘-i’. Á landinu austanverðu hefur þekkst allt fram á þennan dag að tala um Guðrúni,
Sigrúni og Margrétu.

2.6 Tvínefni og eirnefni


Menn eru ekki á eitt sáttir um hversu gamall tvínefnasiðurinn er hérlendis. Þeir sem telja hann mjög gamlan vísa oft til ka a um fornan nafnasið í
Hauksbók, handriti sem kennt er við Hauk lögmann Erlendsson og skrifað var í uppha 14. aldar. Þar er frá því sagt að menn hefðu sér og sínum til
langlí s og heilla sett saman guðaheiti og algengt mannsnafn, t.d. Þór framan við Grímur svo úr varð Þorgrímur. „Menn höfðu þá mjög tvö nöfn,“
stendur þar. Líklegast er að álykta að með orðunum „tvö nöfn“ sé átt við nafn guðsins annars vegar og mannsnafnið hins vegar. Slíkt nafn telst
myndað með viðlið samkvæmt reglum um myndun mannanafna en er ekki tvínefni í nútímaskilningi.

Í fornum ritum nnast þó örfá dæmi um að maður ha borið tvö nöfn. Sagt er frá því í Heimskringlu að Ótta keisari af Saxlandi ha ge ð Sveini, syni
Haralds konungs af Danmörku, nafn sitt „og var hann svo skírður að hann hét Ótta Sveinn“. (Heimskringla 1941 I:262). Annað dæmi er úr Sturlungu
er þar kemur við sögu maður að nafni Magnús Agnar Andrésson. Þessi tvö dæmi gætu bent til þess að tvínefni hefðu þekkst til forna en frekari
vitneskju skortir.

Í fornbréfum og fornum skjölum virðast engin dæmi um að karlar og konur ha borið tvö nöfn. Eina undantekningin eru klausturnöfn eins og Þórunn
Agnes. Konan hét Þórunn en við það að ganga í klaustur fékk hún til viðbótar nafn Agnesar dýrlings svo að klausturnafn hennar varð Þórunn Agnes.

Í manntalinu, sem tekið var hérlendis 1703, eru nefnd systkinin Axel Friðrik og Sesselja Kristín Jónsbörn. Þau voru einu Íslendingarnir, svo vitað sé,
sem þá báru tvö nöfn. Þau áttu danska móður en tvínefnasiðurinn barst hingað til lands fyrir dönsk áhrif. 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 4/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Tvínefnum fjölgaði hægt framan af. Í manntalinu frá 1801 voru rétt rúmlega 50 skráðir með tvö nöfn, mun eiri konur en karlar, og var nokkuð
misjafnt eftir sýslum hversu hratt siðurinn breiddist út. Flest tvínefnin voru í Eyjafjarðarsýslu en fæst á Suður- og Suðvesturlandi. Þótt undarlegt sé
hét enginn Jón tveimur nöfnum og ekki heldur Guðrún á þeim tíma er fjórði hver karlmaður hét Jón og mmta hver kona Guðrún. Tvínefnin hafa því
ekki verið til aðgreiningar á fólki, sem hét algengum nöfnum, heldur koma þau fyrst og fremst til af því að hinn danski siður hefur höfðað til margra.
Það má meðal annars sjá af þeim nöfnum sem valin voru. Sum þeirra voru erlend að uppruna eins og Dorothea, Soffía, Hans og Jens eða voru
algeng tvínefni í Danmörku eins og Anna María, Anna Soffía, Hans Jakob.

Þegar á 19. öldina leið fjölgaði tvínefnum verulega og um miðja öldina hétu y r 1.000 manns tveimur nöfnum og 30 hétu þremur nöfnum. Enn voru
tvínefni langalgengust í Eyjafjarðarsýslu en minnst notuð á Suður- og Suðvesturlandi.

Fleirnefnum hélt áfram að fjölga. Í manntali frá 1910 hétu y r 20.000 Íslendingar tveimur eða þremur nöfnum og samkvæmt skírnarskýrslum frá
1990 fengu um 60% barna tvö nöfn við skírn eða nafngjöf. Óheimilt var samkvæmt lögum um mannanöfn frá 1925 að gefa eiri nöfn en tvö, þótt oft
ha það verið brotið, en samkvæmt lögum frá 1996 má gefa þrjú nöfn.

Algengustu tvínefni Íslendinga samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1998. Heimild: Hagstofa Íslands.

Af karlmannsnöfnum er Þór langalgengast sem síðara nafn af tveimur en næst koma Örn og Már. Af kvenmannsnöfnum eru algengust sem síðara
nafn Björk, María og Björg.

Algengasta annað nafn er ekki alltaf sama og fyrsta nafn. Hér sést staða mála fyrsta desember 1998. Heilmild: Hagstofa Íslands.

2.7 Millinöfn
Með millinafni er átt við nafn sem hvorki telst skírnarnafn/eiginnafn né kenninafn. Lög um mannanöfn frá 1925 heimiluðu ekki millinöfn en slík
heimild var ge n í lögum um mannanöfn frá 1996. Gefa má barni eitt millinafn auk eiginnafns þess eða eiginnafna. Millinafnið verður að vera dregið
af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli og það má ekki hafa nefnifallsendingu. Sama millinafnið má bæði gefa dreng og
stúlku. Nöfn, sem einungis hafa verið notuð sem skírnarnöfn/eiginnöfn karla eða kvenna, má ekki nota sem millinöfn. T.d. geta nöfnin Jón og
Guðrún aldrei talist millinöfn. Dæmi um millinöfn eru Vestfjörð, Bárðdal, Ísfjörð, Skaftfell þegar þau eru ekki notuð sem ættarnöfn. Nota má
eiginnafn foreldris í eignarfalli sem millinafn og maður, sem ekki ber ættarnafn en á rétt á því, getur borið það sem millinafn.

Dæmi um nafnbera sem bera þrjú nöfn, millinafn og kenninafn: 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 5/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

Jón Örn Marinó Vestfjörð Sigurðsson


Anna María Sigríður Guðrúnar Pétursdóttir
Sigurður Björn Már Péturs Guðrúnarson
Sigríður Eva Dögg Thorlacius Margrétardóttir

2.8 Kenninöfn
Kenninafn getur verið þrenns konar: föðurnafn, móðurnafn eða ættarnafn.

2.8.1 Föðurnafn
Sá siður hefur haldist á Íslandi allt frá landnámsöld að kenna barn til föður með því að bæta aftan við föðurnafnið -son, ef um dreng er að ræða, en -
dóttir ef barnið er stúlka. Þessi notkun er almenn venja á Íslandi.

2.8.2 Móðurnafn
Sá siður að kenna barn til móður þekkist allt frá landnámsöld. Hversu útbreiddur hann var er er tt að segja til um. Til dæmis eru í nafnaskrám
Landnámu karlar jafnt sem konur kenndir við móður en í textanum sjálfum eru est dæmin þess eðlis að annaðhvort er verið að rekja ættir, og feður
ekki nefndir ef um ætt móður er að ræða, eða verið er í stuttu máli að segja frá ábúendum einstakra bæja og skýra bæjaheiti.

Í Íslendingasögum eru mörg dæmi um móðurnöfn. Dæmi eru um að synir séu kenndir við móður ef hún missti snemma mann sinn. Þannig var um
Hárek og Hrærek Hildiríðarsyni í Egils sögu og Grím og Helga Droplaugarsyni í Droplaugarsona sögu. Einnig eru dæmi um að maður sé kenndur við
móður án skýringar þótt faðir sé kunnur. Þannig er um Þórð Ingunnarson í Laxdæla sögu.

Í Sturlunga sögu eru mörg dæmi þess að karlar og konur séu kennd við móður. Sem dæmi mætti nefna: Árni Borgnýjarson, Halldór Ragnheiðarson,
Snorri Arnþrúðarson, Þorsteinn Gyðuson, Helga Gyðudóttir, Védís Þorgerðardóttir. Sjaldnast er skýring á hvers vegna móðir var tekin fram y r föður.

Elsta manntal frá Íslandi er frá árinu 1703. Það er vel varðveitt og þar eru skráðir allir þeir sem búsettir voru í landinu. Ekki er að sjá að notast ha
verið við móðurnöfn heldur hefur fremur verið reynt að feðra fólk en skrá það eftir nafni móður.

Svo virðist sem dregið ha úr því að kenna börn við mæður því sárafá dæmi nnast um það í manntali frá 1910 og í skrá sem gerð var y r íslensk
kenninöfn, sem skráð voru á árunum 1921–1950, var enginn kenndur til móður, jafnvel þótt það ha verið heimilt samkvæmt lögum frá 1925.
(Þorsteinn Þorsteinsson 1961). Á áttunda áratugnum jókst notkun móðurnafna og fer þeim fjölgandi sem kenna sig til móður.

Í lögum um mannanöfn frá 1996 er föður- og móðurnöfnum gert jafn hátt undir höfði og bæði föður- og móðurnafn má nota sem millinafn ef
einhver vill kenna sig við báða foreldra sína. Við það hefur möguleikum um skráningu í Þjóðskrá fjölgað.

2.8.3 Ættarnöfn
Elstu heimildir um íslenskt ættarnafn eru frá 17. öld. Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) notaði nafnið Vídalín við stöku tækifæri og barnabörn
hans tóku það upp síðar. Nafnið er sótt til Víðidals í heimabyggð Arngríms. Litlu yngra er Thorlacius en að baki því liggur föðurnafnið Þorláksson.

Fram undir 19. öld fjölgaði ættarnöfnum hægt og sígandi og í manntalinu frá 1910 voru skráð nöfn orðin 297. Þá höfðu m.a. verið tekin upp
ættarnöfnin Briem, Gröndal, Hjaltalín, Stephensen og Thorarensen. Snemma á 19. öld hófust blaðaskrif um notkun ættarnafna, með og á móti, en
svo fór að frá 1913 voru ættarnöfn heimiluð með lögum. Þurfti að greiða fyrir skráningu ættarnafns. Á árunum 1915–1925 voru skráð 265 ný
ættarnöfn.

Nefnd var skipuð til að semja reglur um hvernig mynda skyldi ættarnöfn og sættu niðurstöðurnar mikilli gagnrýni. Raddir gegn ættarnöfnum urðu æ
háværari og svo fór að í lögum um mannanöfn frá 1925 var verulega dregið úr notkun ættarnafna og ný nöfn bönnuð. Banninu var þó lítið fylgt eftir.

Í lögum um mannanöfn frá 1996 er heimilað að sá sem þá ber ættarnafn megi bera það áfram, og sama gildir um niðja hans í karllegg og kvenlegg,
en óheimilt er að taka upp ný ættarnöfn.

2.9 Gælunöfn
Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um menn og eru þessi nöfn oftast kölluð GÆLUNÖFN en einnig STUTTNEFNI eða AFDRÁTTARNAFN.
STUTTNEFNI og AFDRÁTTARNAFN eru samheiti hjá estum, þ.e. nafn hefur verið stytt eða annað nafn dregið af því. Sem dæmi mætti nefna Geiri sem
gæti verið stytting á eða dregið af nafninu Þorgeir. GÆLUNAFN er bæði notað um styttingu á nafni en einnig um gælandi nafn sem verður oft til í
máli barna eða er notað um ungbörn og festist við þau eins og Lilli, Lilla, Systa, Brói, Diddi, Dadí. Til eru dæmi um að gælunafn sé lengra en
skírnarnafn/eiginnafn eins og Jonni, Jónsi, Nonni sem öll eru t.d. notuð um Jón. Flest íslensk gælunöfn eru tvíkvæð og beygjast veikt .

Gælunafna er sjaldan getið í fornum heimildum og eru rannsóknir á þeim því er ðar. Menn hafa getið sér til að nöfn eins og Grímur, Ketill, Gísl,
Steinn, Björn, sem öll koma fyrir í fornsögum, ha uppha ega verið styttingar á samsettum nöfnum með þessum liðum, eins og Þorgrímur, Þorkell,
Þorgísl, Þorsteinn, Þorbjörn, en er tt er að færa sönnur á það (Janzén 208). Þó koma stuttnefni fyrir öðru hverju í fornum heimildum.

Elstu heillega heimild um gælunöfn er að nna í handriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 432 fol. 339r) frá 18. öld. Flest nafnanna koma
kunnuglega fyrir sjónir og eru enn notuð (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni 1991:48–51).

Engin regla virðist fyrir því hvaða gælunafn er myndað af nafni karls eða konu. Sama gælunafnið getur átt við mörg nöfn. Bogga getur t.d. heitið
Björg, Elínborg, Sveinbjörg, Vilborg, Þorbjörg og Jonni heitið Guðjón, Sigurjón, Jón, Jónas, Jósteinn, Jónatan.

Á fjórða áratug 20. aldar fór að bera talsvert á gælunöfnum sem enduðu á -í eða -ó. Mörgum þótti þetta miður og Halldór Laxness skrifaði um þau
grein sem hann nefndi Ónöfn. Grein Halldórs hafði lítil áhrif og gælunöfn af þessari gerð lifa enn góðu lí . Endingin -í varð mun frjórri en -ó en
margir kusu að rita nafnið fremur með -ý, sennilega fyrir erlend áhrif. Gælunöfn af þessu tagi hafa mörg verið tekin upp sem skírnarnöfn/eiginnöfn,
t.d. Ellý, Gurrý, Haddý, Sirrý.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 6/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

2.10 Viðurnefni
Með VIÐURNEFNI er átt við viðbót við skírnarnafn/eiginnafn karls eða konu. Slíkt nafn er einnig kallað AUKNEFNI eða AUKNAFN. VIÐURNEFNI getur
bæði verið jákvætt og neikvætt. Sé um hið síðara að ræða er einnig notað orðið UPPNEFNI.

Viðurnefni voru mjög algeng til forna eins og sjá má t.d. í Íslendingasögum. Ástæður þeirra viðurnefna voru margvíslegar. Einkenni í útliti gat kallað
á VIÐURNEFNI, t.d. Haraldur hárfagri, Þórdís blómakinn. Klæðnaður og skraut varð tilefni nafns, t.d. Haraldur gráfeldur, Sighvatur sokki, Arnór
baugur (þ.e. ‘hringur’). Einnig gátu andlegir eiginleikar og framkoma kallað á nafn, t.d. Stjörnu-Oddi, Áli frækni, Þórður huglausi, Magnús góði.
Finnur Jónsson tók saman gott y rlit y r viðurnefni fornmanna (1907).

Í þjóðsögum nnast mörg dæmi um viðurnefni og bendir það til þess að þau ha verið talsvert algeng í daglegu tali. Fólk var t.d. kennt við bæi eða
átthaga eins og Sigríður Eyjafjarðarsól og Guðrún Fróðá, en útlit, andlegir eiginleikar og framkoma voru eins og áður vinsælt tilefni nafngiftar. Sem
dæmi mætti nefna: Jón glófaxi, Finna forvitra, Daði fróði, Jón drumbur, Einar durgur.

Rannsóknir á viðurnefnum eru er ðar viðfangs. Viðurnefnin eru ólík skírnarnöfnum að því leyti að fremur er um lýsandi heiti að ræða en eiginlegt
nafn. Oft er illmögulegt að ráða í það hvernig á viðurnefninu stendur og sjaldnast eru til skráðar sögur um uppruna nafns frá síðari áratugum. Þegar
tilefnið gleymist týnist merkingin með.

3. Saga íslenskra mannanafna


Saga íslenskra mannanafna nær frá landnámsöld og fram á þennan dag. Nafnaforðinn hefur orðið fyrir margvíslegum áhrifum og segja má að lesa
megi úr honum íslenska menningarsögu.

3.1 Germanskur arfur


Forn norrænn nafnaforði er að miklum hluta germanskur arfur og sömu nafnliðir koma fyrir í estum vestur-germönskum málum. Til þeirra teljast
enska, þýska og hollenska, en er tt getur verið að greina forliðina nú þar sem málin hafa tekið margvíslegum breytingum.

Þegar í fornu máli koma fyrir nöfn sem tekin voru að láni úr vestur-germönsku. Þau eru Alfífa, Etilríður og Ljúfvina sem öll voru fengin úr fornensku
Ælgifa, Æðelþryð og Leofwine, og voru notuð fram eftir öldum þótt engin kona ha borið þau um 1990. Betur þekkt eru Vilborg, sem annaðhvort er
talið tökunafn úr fornensku Wilburh eða fornháþýsku Willapurc, Williburg og Angantýr, sem annaðhvort er tökunafn úr fornensku Ongenðéow eða
fornháþýsku Angandew.

3.2 Norræn nöfn


Mestur hluti þeirra nafna sem tíðkuðust á landnámsöld er norrænn að uppruna og germanskur arfur. Nafnaforðinn virðist hafa verið hinn sami í
austur- og vesturnorrænum málum, en til austurnorrænna mála teljast danska og sænska en til vesturnorrænna íslenska, færeyska og norska. Þó
virðist sem nokkur nöfn ha verið tíðari á öðru svæðinu en hinu. Þar má benda á að mannanöfnin Garðar og Uni eru fornsænsk að uppruna, og Vagn
er talið danskt.

3.3 Keltnesk nöfn


Samkvæmt fornum heimildum uttust hingað eða voru uttir á landnámsöld menn frá Bretlandseyjum og með þeim bárust nöfn sem talin eru
keltnesk að uppruna. Fá þeirra náðu að vinna sér sess í nafnaforðanum, en nokkur lifa í örnefnum og önnur hafa verið endurvakin á síðustu
áratugum. Til keltneskra nafna teljast m.a. Brjánn, Dufþakur, Eðna, Kalman, Kjartan, Melkorka og Njáll.

3.4 Biblíunöfn
Allt frá því að Íslendingar kynntust kristni hefur Biblían verið uppspretta nýrra nafngjafa. Þegar á 11. öld koma fyrir nöfnin Jón, sem uppha ega er
stytting á Jóhannes, Markús og Pétur sem öll eru vel þekkt úr Nýja testamentinu. Fjöldi nafna á rætur að rekja til Biblíunnar, annaðhvort beint eða
sem tökunöfn úr grannmálunum. Eru mörg þeirra grísk að uppruna, önnur hebresk, latnesk eða af enn öðrum toga. Á 19. öld virðast biblíunöfn hafa
komist í tísku og fengu þá margir nöfn sem þangað voru sótt en náðu ekki að festa rætur. Til þeirra teljast t.d. Manasses, Sakkeus, Jael og Mara. Til
algengra biblíunafna teljast t.d. karlmannsnöfnin Benjamín, Davíð, Elí, Páll, Samúel, Stefán, Elísabet, Hanna, María, Marta, Rut og Súsanna.

María er í lok 20. aldar meðal algengustu kvenmannsnafna sem ge n eru, en svo mikil helgi var á nafninu áður fyrr að það var ekki notað hérlendis
fyrr en líða tók á 18. öld. Í þess stað voru notaðar myndirnar Mario, Marion og Marjo.

Til kirkjulegra áhrifa telst einnig sá siður að bæta forliðnum Krist- framan við íslenska viðliði við myndun mannanafna, t.d. Kristbjörn, Kristbjörg og
Kristgerður. Elstu nöfn, sem þannig voru mynduð, eru Kriströður og Kristrún, bæði frá 13. öld.

3.5 Nöfn sótt til kirkjulegra bókmennta


Til kristinna áhrifa teljast biblíunöfn og nöfn sem sótt eru til sagna um píslarvotta, heilaga menn og konur. Sum eru sótt beint til ‘Heilagra manna
sagna’ eða ‘Postula sagna’, önnur eru tökunöfn frá Norðurlöndum eða Mið-Evrópu með rætur í slíkum bókmenntum. Til nafna af þessu tagi teljast
t.d. Alexíus, Benedikt, Georg, Ísidór, Nikulás, Agata, Agnes, Barbara, Sesselja og Soffía.

3.6 Áhrif þjóðfrelsisbaráttunnar


Sjálfstæðisbarátta Íslendinga á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar hafði töluverð áhrif á nafngiftir og voru nöfn sótt til fornbókmennta, goðafræði
og til þekktra persóna í Íslandssögunni. Sem dæmi má taka nafnið Ingólfur. Enginn karl hét því nafni í uppha 18. aldar samkvæmt manntalinu frá
1703, einn Ingólfur var skráður 1801 en tveir 1855. Við manntal 1910 reyndust Ingólfar orðnir 166 og estir fengu þeir nafn eftir þjóðhátíðina 1874.
Nafn landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar liggur án efa að baki.

Til forna tíðkaðist ekki að gefa mönnum nöfn ása og ásynja ein sér en samsetningar tíðkuðust. Nafnið Þór virðist hafa verið langmest notað og þá
sem fyrri liður samsetts nafns. Talið er að menn ha , sér og sínum til langlí s og heilla, sett saman guðaheiti og algengt mannsnafn, t.d. Þór og

Hallur svo úr varð Þórhallur en Þór virðist hafa verið blótaður mest allra goða á Íslandi. Ekki var farið að nota nafnið Þór sem skírnarnafn/eiginnafn,
ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 7/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
og þá sem einnefni eða hluta tvínefnis eða eirnefnis, fyrr en á 19. öld. Iðunn er talið elsta gyðjuheitið sem Íslendingar gáfu sem einnefni en það bar
stúlka samkvæmt manntali frá 1703. Heldur yngri eru nöfnin Baldur og Nanna, eða frá miðri 19. öld. En fyrir áhrif frá þjóðfrelsisbaráttunni og
fylgismönnum hennar fjölgaði þessum nöfnum mjög í lok 19. aldar og eru mörg þeirra orðin meðal þeirra algengustu við nafngja r.

3.7 Dönsk áhrif á nafngja r


Tengsl Íslands og Danmerkur hafa ávallt verið mikil og strax eftir að Ísland varð hluti Danaveldis fór að bera á auknum áhrifum á orðaforðann og þar
á meðal mannanöfn. Í manntalinu frá 1703, sem er elsta manntal sem tekið var á Íslandi, koma fyrir nöfn eins og Axel, Bent, Jens, Jóakim, Jóst,
Kláus, Karen, Lukka og Soffía sem öll voru mjög algeng í Danmörku. Í sama manntali báru þrír karlar nafnið Friðrik og níu nafnið Kristján, án efa
fyrir áhrif frá dönskum konunganöfnum.

Til danskra áhrifa telst einnig sú tíska í nafngjöfum að sleppa nefnifallsendingu í sumum karlmannsnöfnum og rita t.d. Vilberg fyrir Vilbergur,
Hallfreð fyrir Hallfreður, Erling fyrir Erlingur.

Enn einn sið má rekja til Danmerkur við myndun mannanafna, en hann er sá búa til kvenmannsnöfn af karlmannsnöfnum eða karlmannsnöfn af
kvenmannsnöfnum með notkun viðskeyta, t.d. Sigurða af Sigurður og Guðrúníus af Guðrún.

Sá siður að gefa tvínefni og eirnefni er rakinn til Danmerkur. Elstu öruggar heimildir um tvínefni eru úr manntalinu 1703 en þá báru tvö systkin tvö
nöfn, Axel Friðrik og Sesselja Kristín. Þau áttu danska móður.

3.8 Ensk áhrif á nafngja r


Á árunum 1931–1950 fór í vöxt að gefa nöfn af engilsaxneskum uppruna. Þá tísku má fyrst og fremst rekja til vaxandi breskra og bandarískra áhrifa
hernámsáranna og aukinna samskipta við enskumælandi þjóðir. Á þessum árum voru skráð hjá Hagstofu nöfn eins og Allan, Dennis, Henry, Marvin
og Bessý, Bettý, Thelma. Öll þessi nöfn eru notuð enn og eiri hafa bæst við.

3.9 Önnur erlend áhrif á nafngja r


Mjög mörg nöfn af erlendum toga hafa bæst við íslenskan nafnaforða frá því á landnámsöld. Áhrifanna er víða að leita. Fyrir utan dönsk og ensk
áhrif, biblíunöfn og keltnesk nöfn hafa t.d. verið ge n nöfn sem eru latnesk eða grísk að uppruna, og er oft er tt að segja til um hvernig þau eru
hingað komin, þótt sum séu biblíunöfn, eins og áður sagði. Sum eru sótt til þekktra persóna mannkynssögunnar eins og Nikódemus, Sókrates og
Viktoría, önnur hafa getað borist hingað með önnur lönd, Danmörku, Þýskaland, England, sem millilið. Þar má nefna Theodór, Úranus, Viktor, Dóris,
Regína, Stella.

Sum nöfn virðast frönsk, ítölsk eða spænsk að uppruna. Sennilega hafa est þeirra borist hingað frá Norðurlöndum eða Englandi. Sem dæmi má
nefna: Gilbert og Óliver, Angela, Karólína og Lovísa.

Fáein nöfn eru af slavneskum rótum, t.d. Natalía, Nína, Olga og Tanja, og nna má nöfn á þjóðskrá frá fjarlægari löndum, en nafnberar eru fáir.

3.10 Áhrif skáldsagna og ljóða á nafngja r


Áhrif skáldskapar á nafngja r eru talsverð, bæði jákvæð og neikvæð. Vinsæl saga getur hleypt nýju lí í nafn og óvinsæl sögupersóna eða
óhamingjusöm getur orðið þess valdandi að nafngjöfum fækkar.

Hallgerður og Bergþóra í Njáls sögu áttu sér lengi vel fáar nöfnur, enda þóttu þær svarkar miklir, og Hrefna í Laxdælu, sem sprakk úr harmi við
dauða manns síns, Kjartans Ólafssonar, átti ekki nöfnu fyrr en í lok 19. aldar fyrir áhrif þjóðfrelsisbaráttunnar. Víga-Hrappur í Laxdælu og Hrappur
og Mörður, sem þóttu mörgu spilla í Njáls sögu, hafa sjálfsagt verið þess valdandi að ekki var farið að nota þau nöfn fyrr en á 20. öld.

En skáldverk glæða nöfn einnig lí . Gott dæmi um slíkt er Erla sem sótt er í samnefnt kvæði eftir Stefán frá Hvítadal, Kolbrún, sem einnig varð
vinsælt nafn fyrir áhrif ljóðs, Viktoría úr sögu eftir Knut Hamsun, Friðþjófur úr Friðþjófs sögu frækna, sem varð mjög vinsæl þegar Matthías
Jochumsson þýddi ljóða okk Tegnérs um Friðþjófs sögu, Rúrik úr sögunni Valdimar munkur, að ógleymdri Kapítólu, sem Emma Southworth
skapaði laust fyrir lok 19. aldar í vinsælli skemmtisögu. Á síðustu áratugum 20. aldar urðu bækur Margit Sandemo um Ísfólkið mjög vinsælar og
bættu nöfnum í íslenska mannanafnasafnið.

4. Fjöldi, tíðni og drei ng nafna


Er tt er að segja til um fjölda þeirra nafna sem voru ge n áður en manntal var tekið í fyrsta sinn, 1703. Eftir það er hægt að fá allgóðar heimildir um
fjölda nafna, tíðni þeirra og drei ngu með því að vinna úr manntölum frá 1801, 1845, 1910 og 1950. Öll nöfn eru nú skráð hjá Þjóðskrá Hagstofu
Íslands og er hún víða aðgengileg í tölvutæku formi.

Um miðja 19. öld hét fjórði hver karlmaður Jón en mmta hver kona Guðrún. Þessi nöfn héldu enn fyrsta sæti í lok tuttugustu aldar sem einnefni
eða fyrra nafn af tveimur eða fyrsta nafn af þremur. Næst í röð karlmannsnafna eru Sigurður og Guðmundur en kvenmannsnafna Sigríður og
Kristín. Annað er uppi á teningnum þegar litið er á síðara nafn af tveimur eða annað nafn af þremur (1998). Þar eru þrjú algengustu
karlmannsnöfnin Þór, Örn og Már en kvenmannsnöfnin Björk, María og Björg.

Lítill munur er á nafngjöfum eftir landshlutum. Þó geta einstök nöfn verið misalgeng og ræðst það af því að sum nöfn ganga í ættum. T.d. er nafnið
Hólmfríður algengara á Norðurlandi en annars staðar og Guðmunda á Vestfjörðum.

5. Lög um mannanöfn
Lög um íslensk mannanöfn voru samþykkt á Alþingi 6. maí 1996 og eru skráð nr. 45/1996. Þar eru reglur um skírnarnöfn/eiginnöfn, millinöfn,
kenninöfn, nafnrétt manna af erlendum uppruna, nafnbreytingar, skráningu og notkun nafns og mannanafnanefnd.

5.1 Ágrip af sögu íslenskra nafnalaga


ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 8/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Elstu lög um íslensk mannanöfn eru frá árinu 1913. Ástæðan til þess að þau voru sett var einkum sú að á síðari hluta 19. aldar fór talsvert að bera á
því að Íslendingar skiptu um nöfn að eigin geðþótta, breyttu skírnarnafni sínu eða tækju upp ættarnöfn, ný eða gömul. Þessu undu margir illa og
töldu að þessi nýi siður færi í bág við fornan landssið. Spunnust deilur um málið, fyrst og fremst um notkun ættarnafna, sem færðust að lokum inn á
Alþingi. Lagt var fram frumvarp um nafnalög árið 1912 sem samþykkt var 1913 eftir miklar umræður. Ættarnöfn voru heimiluð og skyldi sérstök
nefnd semja reglur um hvernig þau skyldi mynda.

Ekki voru allir sáttir við nýju lögin og deilur hófust jótlega aftur. Tíu árum síðar var lagt fram frumvarp til laga um mannanöfn. Það náði ekki fram að
ganga en var lagt fram aftur 1925 og samþykkt sem lög frá Alþingi. Helsta breytingin var að ættarnöfn voru nú bönnuð. Þeir sem báru ættarnöfn
eldri en frá 1913 máttu halda sínum og þau erfðust einnig til barna og niðja. Þeir sem báru ættarnöfn sem tekin voru upp 1913–1925 máttu halda
sínum og þau erfðust til barna en ekki niðja. Með þessu var ekkert eftirlit og ættarnöfnin erfðust óhindrað í karllegg.

Einnig var tekið fram að menn mættu ekki bera önnur nöfn en þau sem rétt væru að lögum íslenskrar tungu. Heimspekideild Háskólans átti að gefa
út skrá y r bönnuð nöfn en sú skrá var aldrei samin. Skiptar skoðanir voru um hvað kallaðist rétt að lögum tungunnar og aldrei var skilgreint hvað
við væri átt. Litlir möguleikar voru því á eftirliti með að lögum væri framfylgt en þau voru þó í gildi til 1991.

Þrjár tilraunir voru gerðar til að endurskoða lögin frá 1925 sem ekki tókst að fylgja til loka. Hin fyrsta var gerð 1955, önnur 1971 og hin þriðja 1981.

Fjórða tilraun til nýrrar lagasetningar tókst 1991. Helstu nýmæli voru að gefa mátti þrjú nöfn í stað tveggja áður og skýrt var tekið á reglum um
skráningu nafns og nafnbreytingar (IV. ka i). Einnig skyldi skipa sérstaka nefnd, mannanafnanefnd, sem semdi skrá y r ley leg nöfn og úrskurðaði
um þau nöfn sem óskað var eftir en ekki voru á skránni. Ekki voru heimiluð millinöfn sem ýmsir sóttust eftir.

Eftir að lögin voru samþykkt voru enn ýmsir óánægðir og lög um mannanöfn voru samþykkt í maí 1996.

5.2 Mannanafnanefnd
Mannanafnanefnd er skipuð af dómsmálaráðherra til fjögurra ára í senn. Í henni sitja þrír menn og jafnmargir til vara. Heimspekideild Háskóla
Íslands skipar einn, lagadeild Háskóla Íslands einn og Íslensk málnefnd einn.

Nefndin á að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn, gefa hana út og kynna. Hún á að vera prestum, forstöðumönnum skráðra trúfélaga, Hagstofu,
dómsmálaráðherra og forsjármönnum barna til ráðuneytis og skera úr um álita- og ágreiningsmál. Nefndin á að kveða upp úrskurði eins jótt og við
verður komið, en ekki síðar en fjórum vikum eftir að mál berst til hennar.

5.3 Mannanafnaskrá
Mannanafnanefnd tekur saman skrá um skírnarnöfn/eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil. Hana á að gefa út og hafa aðgengilega öllum
almenningi. Ef nafn, sem ætlunin er að gefa, er ekki á skránni geta foreldrar skrifað nefndinni og leitað álits. Fallist nefndin á nafnið er því bætt á
skrána ef ekki er óheimilt að gefa það. Hagstofan gefur skrána út og endurnýjar eftir þörfum.

6. Dýranöfn
Sá siður að gefa húsdýrum nöfn er ævaforn og þekkist hér á landi frá uppha byggðar. Langalgengast er að útlit, einkum litir, ráði miklu um
nafngja r en skapferli dýra kallar einnig á fjölda nafna. Fjölmörg nöfn eru einnig sótt í aðrar áttir, svo sem í sögur og atburði í lí fólks og dýra.
Litarheiti íslenskra húsdýra eru fjölmörg og oft ekki hin sömu milli dýrategunda þótt verið sé að lýsa sama litnum. Mjög algengt er að gefa dýrunum
nöfn eftir lit og hafa sömu nöfnin tíðkast um land allt um aldir. Litarheiti hunda eru mun færri en t.d. þau sem notuð eru um hesta og sauðfé og mjög
oft eru litarheiti hunda og kinda hin sömu.

Dýranöfn koma víða fyrir í fornum bókmenntum og hafa landnámsmenn án efa utt siðinn með sér til Íslands frá Noregi.

6.1 Dýranöfn í Eddunum


Í báðum Eddunum, Snorra-Eddu og Sæmundar-Eddu, má nna talsvert af dýraheitum. Y rgnæfandi eru nöfn hrossa, fyrst og fremst vegna þess að
Snorri Sturluson tekur upp í Skáldskaparmálum erindi úr „Þorgrímsþulu“ og „Kálfsvísu“ þar sem nefnd eru 36 hestanöfn og eru þau öll karlkyns
nema Vigg (hk.) sem notað var í fornu máli sem samheiti y r hest og skip.

Í Gylfaginningu eru taldir upp hestar ásanna. Þeir voru ellefu og nöfn þeirra skiptast í tvo merkingar okka. Annars vegar eru nöfnin sótt til útlits:
Gyllir ‘hinn gullni’, Glenur ‘hinn gljáandi’, Silfrintoppur ‘með silfurlitaðan topp’, Gísl ‘hinn bjarti’, Falhófnir ‘með fölbleika hófa’ og Gulltoppur ‘með
gulllitaðan topp’. Hins vegar eru þau sótt til kraftsins sem hesturinn bjó y r: Sleipnir ‘sá sem rennur hratt áfram’, Glaður, Skeiðbrimir ‘sá sem æðir
áfram eins og brimalda’, Sinir ‘hinn sinasterki’ og Léttfeti ‘sá sem er léttur á sér’. Af öðrum hestum mætti t.d. nefna Grana, hest Sigurðar Fáfnisbana,
og hest þann sem Gná, ein ásynjan, átti. Hann hét Hófvarpnir ‘sá sem kastar til hófunum’; móðir hans var Garðrofa ‘sú sem rífur garða’ og átti hann
með Hamskerpi ‘þeim sem hefur magra lend’.

Í Þorgrímsþulu má nna átta uxaheiti. Himinhrjóður er einnig nefndur í sögunni um Þór og Hymi jötun. Þór sleit hausinn af uxanum til að nota sem
beitu. Þá má nefna kúna Auðhumlu sem mjólkaði vel, sbr. ‘auður’, ‘ríkidæmi’, og líklegast hefur hún verið kollótt, sbr. humble ‘kollóttur’ í ensku, og
humlet ‘hornlaus’ og hummel ‘kollótt eða einhyrnd kýr’ í þýskum mállýskum.

Fáir hundar eru nefndir í Eddunum: Garmur, sem talinn er æðstur hunda, enda varð hlutskipti hans að berjast í ragnarökum við Tý, sem var einn af
ásum og sonur Óðins. Í eddukvæðinu „Fjölsvinnsmálum“ er spurt um nöfn á tveimur hundum og reyndust þeir heita Geri og Gífur. Öll þessi þrjú nöfn
eru í forníslensku einnig notuð sem samnöfn um hunda og merkingin er ‘sá sem er gráðugur, frekur’. Fjórði hundurinn, sem nefndur er í Eddu, hét
Saur. Sá komst á blað fyrir það eitt að skáld eitt orti til hans drápu, eiganda hans og konungi til háðungar, og lét líf sitt fyrir.

Af göltum er aðeins nefndur Gullinbursti sem dró vagn Freyju og hafði líka heitið Slíðrugtanni. Bæði nöfnin vísa til útlits. Hið fyrra jákvæðara og
segir til um litinn, hið síðara bendir til að gölturinn ha haft hættulegar tennur.

6.2 Dýranöfn í Íslendingasögum 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 9/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Í Íslendingasögum ásamt Landnámu eru dýr oft nefnd með nafni og eru hestanöfn í miklum meirihluta. Þar eru 27 hross nefnd með nafni og af þeim
eru aðeins mm merar: Brynja, Fluga og Skálm í Landnámu, en við þær eru sögð kennd örnefnin Brynjudalur, Flugumýri og Skálmarnes. Kengála,
einnig nefnd Bleikála, og Söðulkolla eru báðar þekktar úr Grettis sögu. Nafnið Kengála er sett saman af kengur ‘eitthvað bogið’ og áll ‘rák eftir miðju
hestbaki’ og lýsir e.t.v. hesti sem haft hefur hlykkjóttar rákir á skrokknum. Nafnið Bleikála er sett saman af lýsingarorðinu bleikur ‘ljósgulur’ og áll.
Hefur sú hryssa væntanlega verið bleik með sérkennilegum rákum.

Karldýrin bera í sögunum oftast nafn af lit svo sem Bleikur ‘ljósgulur’ og Brúnn í Víglundar sögu, Heiðarauður í Fljótsdælu, Hvítingur í Bjarnar sögu
Hítdælakappa og Inni-Krákur ‘svartur’ í Holta-Þóris sögu. Einu dæmin um að notaður sé viðskeyttur greinir á dýraheiti í Íslendingasögum eru í
Víglundar sögu. Hestarnir Bleikur og Brúnn eru þar einnig nefndir Bleikurinn og Brúnninn. Nöfn dregin af öðru í útliti hesta eru t.d. Faxi eða
Freysfaxi í Vatnsdæla sögu, einnig Freyfaxi í Hrafnkels sögu Freysgoða og Svartfaxi í Harðar sögu. Kinnskær í Þorsk rðinga sögu hefur hugsanlega
haft ljósa bletti í kinnum.

Næst est dýranöfn í Íslendingasögum eru á hundum eða sex. Hvergi er þess getið í sögunum hvað það var sem réði því hvað þeir voru nefndir.
Strútur í Hallfreðar sögu hefur líklegast fengið nafn af lit. Hann er í sögunni sagður grár en ‘strútóttur’ hundur er vanalega með hvítan háls en dökkur
að öðru leyti. Sámur í Njáls sögu hefur fengið nafn sitt af lit, því lo. sámur merkir ‘dökkleitur’ eða ‘grár’ og nafnið er síðar notað um svarta hunda.
Flóki er nefndur í Reykdæla sögu og er þess helst getið að hann ha sagt til mannaferða. Nafnið er hugsanlega sótt til útlitsins en óki er sama og
‘ ækja, eitthvað sem er ú ð’. Snati í Bárðar sögu var grár, spakur og ö ugur en orðið snati merkir í reynd ‘sá sem snuðrar’. Í sömu sögu er hundurinn
Vígi sem merkir ‘sá sem berst’. Er tt nafn er Lærir í Völsa þætti. Hundurinn er sagður ‘etjutík’, þ.e. hann er kvenkyns, en heitið sjálft, sé það
óbrenglað, hlýtur að vera karlkyns. Uppruni er því talinn óvís og merking einnig. Giskað hefur verið á að nafnið merki ‘gráðugur og fengsamur
hundur’.

Engir hundar eru nefndir í elstu annálum og aðeins einn í Sturlunga sögu, frásögn samtímaatburða á 12. og 13. öld. Þar er nefndur hundurinn Buski.
Merking nafnsins er ekki alveg ljós. Buski merkir ‘runni, smáskógur’, en einnig ‘band ækja’ og er m.a. skylt busk á dönsku. Nafnið gæti ef til vill
vísað til útlits, að feldurinn ha verið ú nn.

Nokkur naut eru nefnd með nafni í Íslendingasögum. Þekktust þeirra eru Harri í Laxdæla sögu, en nafnið merkir ‘konungur’, og Glæsir í Eyrbyggja
sögu. Harri var afar tígulegur og með fjögur horn. Samkvæmt sögunni eru örnefnin Harrastaðir og Harraból við hann kennd. Glæsir var öllum
nautum stærri og meiri en í honum reyndist búa illur kraftur. Við Garp í Þorsk rðinga sögu á Garparnes að vera nefnt og Músarnes við kvíguna Mús í
Kjalnesinga sögu.

Sauðfé er lítið nefnt í sögunum og aðeins þrisvar með nafni. Ærin Mókolla kemur fyrir í Grettis sögu og er hún sögð ‘mókollótt’, þ.e. brún eins og
mór, rauðbrún og án horna, og í sömu sögu er nefndur hrúturinn Hösmagi ‘sá sem hefur gráan maga’ af hös sem merkir ‘grár’ og magi.

Geltirnir Beigaður og Sölvi í Landnámu eru þar nefndir til að skýra örnefnin Beigaðarhóll og Sölvadalur. Annars er svína ekki getið með nafni í
íslenskum fornritum.

6.3 Dýranöfn í þjóðsögum


Þegar fornbókmenntum sleppir er nafna helst að leita í þjóðsögum, sögnum ýmiss konar, vísum og kvæðum. Í þjóðsögum er dýra mjög oft getið
með nafni.

Eins og í fornum bókmenntum eru hestarnir estir og fá oftast nafn af einhverju í útliti eða þá færni. Hryssuheiti eru mun færri og mynduð á þrjá
vegu: með viðskeytum: -a eins og Bleikála af ‘Bleikáll’, Litfara af ‘Litfari’ og Skjóna af ‘Skjóni’; með -ka: Brúnka af ‘Brúnn’, Rauðka af ‘Rauður’; eða
með hljóðvarpi eins og Jörp af ‘Jarpur’. Fá dæmi eru í þjóðsögum um mannanöfn í hestaheitum. Þó nefndi bóndi einn hesta sína Þórð og Bóthildi
eftir sýslumannshjónum og dæmi er um að hestur ha verið kallaður Galdra-Pétur en engin skýring var á því.

Öfugt við hestana er meira um kýr í þjóðsögum en naut. Þær bera nær allar nafn af lit. Eina undantekningin er Búkolla sem er algengasta íslenska
kýrheitið enda þekkja allir söguna af henni. Nafnið hefur verið skýrt ‘kollótt kýr á búi’ en hugsanlegt er að að baki liggi latneska orðið bucula í
merkingunni ‘kvíga’. Fá dæmi eru um að naut í þjóðsögum beri karlmannsnafn. Þó er sagt frá nauti sem hét Árni. Skýringin var sú að maður að nafni
Kálfur Árnason hafði gert samkomulag við kölska, sem hann vildi losna undan, því skrattinn átti að fá hann á tilteknum tíma. Sæmundur fróði
ráðlagði honum að nefna naut sitt Árna, kálf undan honum Kálf og láta síðan kölska fá Kálf Árnason.

Allmörg ær- og hundanöfn eru einnig nefnd í þjóðsögum. Sækýr og sæær eða kýr álfa bera venjuleg íslensk nöfn, t.d. sækýrin Dumba ‘hin gráa’,
álfakýrin Lappa og álfaærin Golta.

Hundanöfnum í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, sem eru þrettán, má aðallega skipta í tvo okka. Annars vegar eru nöfn sem tengjast útliti, einkum
lit, og hins vegar nöfn sem tengjast skapferli. Til fyrri okksins teljast nöfnin Grámúli ‘sá sem er grár um trýnið’, Kampur ‘sá sem hefur áberandi
skegg eða veiðihár’, Kópur sennilega ‘grár eins og selkópurinn’, Móri ‘mórauður’, en það er einnig algengt nafn á hrúti, Morsi ‘mórauður’, Skjambi ‘sá
sem er skjömbóttur’, þ.e. með dökka bletti á ljósari kjömmum, Svartur og Sörli ‘moldbrúnn’.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 10/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

Þessi hundur er bæði hosóttur og með bringublett en gæti vel staðið undir nafninu Móri vegna litarins.
Ljósm. Arna Rúnarsdóttir.

Í hinum okknum eru nöfn eins og Slóði ‘sá lati’, Snati ‘sá sem snuðrar’ og Ysja ‘sú sem fer hratt áfram’. Eftir standa þá nöfnin Garmur og
ævintýranafnið Gullintanni ‘sá sem hefur tennur úr gulli’.

6.4 Kýrnöfn
Hjá Bændasamtökum Íslands munu nú, í lok tuttugustu aldar, skráð um 3000 kýrnöfn og eru nöfn nauta þar ekki talin með. Litur ræður gjarnan nafni
kúa og eru algengastir þeirra ‘hvítur’, ‘svartur’, ‘grár’ og ‘rauður’.

Hvítar kýr heita gjarna Hvít eða Ljóma; sé kýrin gjöful mjólkurkýr sómir nafnið Ljómalind sér vel. Ljósm. Jón
Eiríksson.

Algengustu nöfn hvítra kúa eru Hvít, Ljóma, Lýsa, Mjöll og Drífa en svartra kúa Svört, Dimma, Tinna, Nótt, Gríma, Kola og Hrefna. Ekki er talað um
gulan lit á kúm og fá þær því engin hliðstæð nöfn við sauðfé. Gráar kýr heita Grána, Gráskinna og Grása eða Gráskinna en einnig Sæja eða Sæunn
eftir lit hafsins og Mugga ‘dimmviðri, þoka’. Ekki er talað um brúnar kýr og ekki er heldur notað orðið mórauður eins og um ær heldur eru kýr rauðar

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 11/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
og bera af því nöfnin Rauð, Rauða, Rauðka, Reyður eða Rós.

Færri lýsingarorð eru um lit kúa en áa, en þó nokkur. Algengust þeirra eru: ‘bröndóttur’, ‘skjöldóttur’, ‘skrámóttur’, ‘hryggjóttur’, ‘huppóttur’, ‘húfóttur’,
‘hálsóttur’.

Bröndóttar kýr eru rauðar með dekkri rákum og heita þær t.d. Branda, Rönd, Hæra eða Molda. Skjöldótt kýr hefur dökka bletti á ljósum grunni eða
öfugt og eru algengustu nöfnin Skjalda eða Skrauta. Sauðfé með þeim lit er sagt ‘ ekkótt’. ‘Skrámótt’ kýr er ljós, grá eða gulleit í andliti og heitir
Skráma eða Flikra. Sömu nöfn eru höfð um ær. ‘Hryggjótt’ kýr er með hrygg í öðrum lit en skrokkurinn og heitir slík kýr gjarnan Hryggja eða Lína.
‘Huppótt’ kýr er með hvítan kvið og er hvít upp á huppa en annars í öðrum lit. Slíkar kýr heita gjarnan Huppa, Nára eða Maga. Húfóttar kýr eru dökkar
með hvítt höfuð. Slíkar ær eru kallaðar ‘höttóttar’. Kýr og ær með dökkt höfuð og hvítan búk eru ‘hálsóttar’. Kýrnar heita þá Húfa, Hálsa og Hetta.

Miklu sjaldgæfara er að kýr fái nafn eftir hornalagi en ær. Bændum virðist heldur í nöp við hyrndar kýr. Algengasta nafn af þessu tagi er Hyrna en
einnig Stórhyrna eða Stutthyrna.

Skaplyndi getur ráðið nafni kúa eins og áa. Skapstyggar kýr eru t.d. nefndar Frenja, Skessa, Skrugga, Frekja en góðlyndar Góð, Gæfa, Blíð, Blíða og
Blíðrós.

Mannanöfn og örnefni koma oft fram í heitum nautgripa og er það þó algengara á nautum. Af kýrheitum má þó nefna: Gyða, Freyja, Frigg, Pálína og
nautaheitin Hannibal og Hermann sem báðir voru stjórnmálamenn, Tobías og Þráinn og örnefnin Gullfoss og Geysir. Nautgripir fá oft nöfn af þeim
bæjum sem þeir eru frá, t.d. voru Ása og Ásgerður frá Ásgarði, Geira frá Geirshlíð og Rebba frá Refsstöðum, en gælunafn refsins er rebbi, nautið
Klufti var frá bænum Kluftum og kýrin Kúla var frá Kúludalsá.

Góðar mjólkurkýr fá nöfnin Björg, Búbót, Lind, Ljómalind, Droplaug, Dropsöm og Auðhumla og eru þetta með algengustu kýrnöfnum um allt land á
eftir Búkollu.

Mörg kýrheiti tengjast einstökum atburðum. Kálfur nokkur sem var latur að eðlisfari en lá gjarnan í brekku við bæinn fékk nafnið Brekkusnigill sem
jótlega styttist í Brekkus. Góa og Harpa voru kenndar við fæðingarmánuði sína, Sunna fæddist á hvítasunnu, Flóra í órnum o.s.frv.

6.5 Hestanöfn
Nöfn íslenskra hesta eru afar mörg. Þótt hesturinn sé ekki notaður að sama skapi og áður á bæjum er hrossaeign Íslendinga mikil og vinsæl íþrótt
hjá bæjarbúum. Oftast eru valin gömul og góð íslensk nöfn á hestana.

Langsennilegast er að þessi hestur fái nafnið Gráni af litnum. Ljósm. Friðþjófur Þorkelsson.

Litur ræður miklu um nafn eins og hjá sauðfé og kúm. Sjaldan er talað um hvíta hesta nema þeir séu albínóar heldur eru þeir sagðir gráir. Þó eru til
hestar sem heita Hvítingur og Svanur eða Svani. Gráir hestar heita oftast Gráni eða Grána.

Dökkir hestar eru almennt ekki kallaðir svartir heldur brúnir og þá nefndir Brúnn, Brúnka, Blakkur, Blökk, Hrafn og Hrefna. Rauðir hestar heita oftast
Rauður eða Rauðka og Dreyri en rauðbrúnir Jarpur og Yrpa. Gulleitir hestar heita gjarnan Bleikur eða Fí ll eftir blóminu.

Litarheiti hesta eru fjölmörg eins og áa og kúa. Sum eru sameiginleg annaðhvort ám eða kúm en önnur eiga eingöngu við hesta. Sem dæmi mætti
taka: ‘leirljós’, ‘litföróttur’, ‘moldóttur’, ‘álóttur’, ‘vindóttur’.

Leirljósir hestar eru gulhvítir og oft nefndir Lýsingur og Lýsa, Leiri og Leira. ‘Litföróttur’ hestur er sá sem skiptir um lit eftir árstíðum og kallast Litfari
eða Litfara. ‘Moldóttur’ hestur er grár með dökkar yrjur og kallaður Moldi eða Molda. Ef hestur hefur rönd eftir bakinu endilöngu er hann sagður
‘móálóttur’ eða ‘bleikálóttur’ eftir ríkjandi lit. Þessir hestar eru nefndir Mósi, Mósa, Móalingur. ‘Vindóttur’ hestur er rauðgrár og kallast hann oftast
Vindur eða Vinda.

Ekki er sagt að hestur sé ‘ ekkóttur’ eða ‘skjöldóttur’ heldur eru hestar ‘skjóttir’ og heita Skjóni og Skjóna. Þá eru blettirnir fremur stórir en einnig
draga hestar nöfn af minni blettum. Stjarni og Stjarna hafa lítinn blett í enni, Blesi og Blesa a angan blett framan á höfði, hestar sem eru ljósir á
fótum heita oft Sokki eða Sokka o.s.frv. 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 12/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Skapferlið ákvarðar oft nöfn hesta. Þeir fá þá nöfn eins og Ljúfa, Blíða, Gáski, Glaður, Vinur, Kátína og Öðlingur ef þeir eru geðgóðir en Frekja, Ofsi,
Harka, Hrani eða Villingur ef þeir hafa er tt lundarfar. Skaplyndið ræður einnig nokkru um gang hesta og hrey ngar og eru nöfn eins og Léttir,
Léttfeti, Lipurtá, Þokki, Kvika og Háfeti fremur nöfn á reiðhestum en vinnuhestum.

Mjög algengt er að nafni eiganda eða bæjar sé skeytt framan við nafn hestsins eins og Villa-Rauður, Magga-Brúnn, Ragnars-Brúnka eða Dals-
Rauður, Grafar-Brúnka, Grundar-Jarpur, en stundum geta þetta verið nöfn þess sem hestur er keyptur af eða bæjarins sem hann er fenginn frá.

6.6 Nöfn á sauðfé


Algengast er að nefna sauðfé eftir lit, hornalagi eða skapferli en fjölmargt annað ræður nafni. Aðallitir kinda eru ‘hvítur,’ ‘svartur’, ‘grár’ og ‘mórauður’
en ekki er talað um ‘brúnar’ kindur. Ærheiti eru mun eiri en nöfn hrúta.

Um fallega hvítar ær eru algengust nöfnin: Hvít, Hvítkolla, ef hún hefur ekki horn, Hvíthyrna, ef hún er hyrnd, og samsett nöfn eins og Velhvít eða
Fölhvít. Önnur nöfn á hvítum ám eru t.d. Álft og Svana, sem fá nafn af svaninum, og Snjóka, Fönn, Jökla, Drífa sem öll minna á snjóinn. Ef hvíti
liturinn hefur á sér gulleitan blæ en er ekki hreinhvítur kallast ærnar t.d. Gul, Gylling, Gullöpp, Gulkolla og Gulhyrna.

Þessi kollótta ær stæði vel undir nafninu Surtla. Ljósm. Jón Eiríksson.

Sé ærin svört kallast hún t.d. Surtla, Svört, Svarthyrna, Svartkolla, Skugga, Nótt, Gríma, Tinna, en einnig Hrefna eftir hrafninum, Krumma eftir
gæluheiti hrafnsins og Kráka eftir svarta lit krákunnar, eins þótt engar krákur séu á Íslandi.

Gráar ær kallast Grána, Gráhyrna, Grákolla, Grása, Dökkgrá eða Ljósgrá en stundum einnig Vala eftir valnum (fálkanum) sem er grár á lit.

Mórauðar kindur eru brúnleitar og þær kallaðar Móa, Mókolla, Móhyrna, Mosa, Móra og Muska.

Mikill fjöldi lýsingarorða er til í málinu sem lýsir lit sauðfjár umfram þau sem nefnd hafa verið. Þau eru notuð á fé en ekki hesta eða kýr. Sum þeirra
þekkjast líka á hundum. Þau helstu eru: ‘kolóttur’, ‘golsóttur’ eða ‘goltóttur’, ‘botnóttur’, ‘arnhöfðóttur’, ‘bíldóttur’, ‘hálsóttur’, ‘ ekkóttur’.

‘Kolótt’ ær er hvít með gráleitt andlit og kallast Kolsa eða Kola, ‘golsótt’ ær er hvít með dökka snoppu og kallast Golsa, Gola, Golta; ‘botnótt’ ær er
dökk með hvíta bringu, kvið og rass, eða þá öfugt, hvít með dökka bringu, kvið og rass. Algengasta nafnið er Botna og samsetningarnar Móbotna,
Svartbotna, Grábotna; ‘arnhöfðótt’ ær er með hvítt höfuð á dökkum búk og dökkan lit í kringum augun. Hún kallast Arnhöfða eða Arna. ‘Bíldótt’ ær er
hvít með dökka bletti á höfði, einkum í kringum augun. Algengasta nafnið er Bílda. ‘Hálsótt’ er kind ef hún er dökk á hálsinn en ‘höttótt’ ef liturinn
nær aftur á bóga. Algengust nöfn eru Hálsa og Hetta. ‘Flekkótt’ ær hefur dökka bletti á ljósum grunni eða öfugt og er algengasta nafnið Flekka en
hrúturinn er kallaður Flekkur.

Mjög algengt er að ær fái nafn af hornalagi og á þriðja tug orða eru til um mismunandi gerð horna. Skeifa er t.d. ‘skeifhyrnd’, þ.e. hornin minna á
skeifu, á ‘Úthyrnu’ vísa hornin út á við. Ef hornin snúa aftur er það kallað ‘kúphyrnt’ fyrir norðan og ærin Kúpa en ‘kúðhyrnt’ fyrir sunnan og ærin
Kúða. Vaninhyrna heitir ær með horn sem menn hafa lagað til. ‘Hný a’ hefur lítil horn, Einhyrna eitt horn, Ferhyrna fjögur. Stutthyrna hefur stutt horn
en Langhyrna löng.

Skaplyndi ræður oft nafni eins og Stygg, Frenja, Skessa og Flenna, sem öll eru nöfn á skessum í þjóðsögum, en skapgóðar ær eru oft nefndar Blíða,
Gæfa, Spök og Kurteis.

Oft eru ær kenndar við eigendur sína og fá þá mannsnafn framan við heiti sitt, t.d. Dísuhyrna, Rósuhyrna, Sigguhyrna. Sjaldgæft er að þær séu
nefndar eftir fólki og á það þá fremur við hrúta en ær. Kilja hét þó eftir Halldóri Kiljan Laxness og Varða eftir manni sem hét Þorvarður.

Hrútar fá oftar nöfn goða og manna en ær, t.d. má nefna goðaheitin Freyr, Óðinn, Þór, Frigg, Freyja og Iðunn og mannsnöfnin Grettir, Njáll, Veturliði,
Kain og Abel, Plató og Sókrates. Nýrri gælunöfnum eins og Allý, Dídí, Ellý bregður fyrir sem ærheitum.

Stundum voru lömb kennd við mæður sínar eins og t.d. Goltudóttir, Botnudóttir, Gránusonur eða Hný usonur og eru þess dæmi að slík nöfn ha
fest við þau.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 13/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Oft eru ær einnig kenndar við örnefni, t.d. Gauta og Gauti eftir bænum Gautlöndum og Hri a eftir bænum Hri u í Þingeyjarsýslu. Höfðabrekkumóra
og Höfðahálsa voru báðar frá Höfðabrekku. Blanda synti y r ána Blöndu og fékk nafn af því.

Í raun getur svo margt ráðið nafni að ógerningur er að vita með vissu hvað liggur að baki nema fá upplýsingar um það hjá eigendum. Katla fékk t.d.
nafn af því að Kötlugos hófst sama dag og hún fæddist, Harpa var fædd á hörpu, þ.e. miðað við gamla íslenska tímatalið, Dæla fékk nafn af því að
hún fékkst í skiptum fyrir vatnsdælu o.s.frv.

6.7 Hundanöfn
Hundar fá mjög oft nafn af lit sínum. Algengustu hreinir litir hunda eru ‘svartur’, ‘hvítur’, ‘grár’, ‘gulur’ og ‘mórauður’.

Þessi hundur hefur að vísu hvítan bringublett en er nógu svartur á feldinn til þess að geta heitið Krummi eða
Hrafn. Ljósm. Arna Rúnarsdóttir.

Svartir hundar eru gjarnan nefndir Sámur, Skuggi, Krummi, Kolur og Dimma.

Engin sérstök heiti virðast tengd hvíta litnum en ‘gráir’ hundar eru gjarnan nefndir Valur eftir valnum og Haukur sem einnig er fuglsheiti. Kópur er
einnig algengt nafn á gráum hundi og allnokkur dæmi eru um nafnið Jökull á gráum hundi og minnir þá á gráan lit jökulsins.

Gulur litur er nokkuð algengur á hundum og algengustu nöfn hunda í þeim lit eru Gulur, Glói og Börkur. Svo virðist sem tíkur fái ekki nöfn af þessum
lit.

‘Mórauðir’ hundar eru nokkuð algengir en þessi litur er einnig mjög algengur á sauðfé. Nöfnin Móri, Mori og Mósi eru algengust á þessum hundum
ef nöfnin eru sótt til litarins en mórauðar tíkur fá nafnið Móra. Öll þessi nöfn eru þó algengari á sauðfé. Mórauðir hundar fá stundum nafnið Kaffon.
Það er gamalt heiti og kemur fyrir í rímum, en liturinn þykir minna á ka .

Fáir hundar hafa alveg hreinan lit. Flestir hafa einhverja bletti, mismikla og á mismunandi stöðum á skrokknum, og fara heiti oft eftir því. Algengust
eru ‘strútóttur’, ‘kolóttur’, ‘dílóttur’ og ‘ ekkóttur’.

Strútur er t.d. með hálsinn í öðrum lit en er á skrokknum, oft er hálsinn hvítur en skrokkurinn dökkur og er hann þá sagður ‘strútóttur’. Ef ‘gulur’
hundur hefur svart eða svargrátt trýni er hann sagður ‘gulkolóttur’ og fær þá gjarnan nafnið Kolur. Ha hundur bletti um skrokkinn er hann sagður
‘dílóttur’ ef blettirnir eru litlir en ‘ ekkóttur’ ef þeir eru stórir. Algengust nöfnin eru þá Depill og Flekkur. Kjói er líka ekkóttur og fær nafn af því að
hann minnir á fuglinn kjóa sem er grábrúnn með áberandi hvíta bringu.

Loppur hunda eru oft í öðrum lit en skrokkurinn og eru þeir þá kallaðir Lappi eða Löpp, Hosi eða Hosa. Ef tærnar einar eru í öðrum lit er hundurinn
oft kallaður Putti, Spori eða Spora.

Oft er ljós blettur í dökku skotti hunds og er bletturinn kallaður ‘tíra’ og hundarnir nefndirTíra, Tíri eða Tírus. Bletturinn er líka nefndur ‘þjófaljós’ því
það var trú manna áður fyrr að slíkur blettur gæti lýst þjófum í myrkri við iðju sína.

Til eru litarheiti sem nær eingöngu eru notuð um sauðfé en má þó sums staðar á landinu nna á hundum líka og kalla þau litareinkenni á nöfn.
Dæmi um slíkt er ‘botnóttur’ sem notað er um kind sem er dökk að lit með hvítan rass eða hvít með dökkan rass. Kindin heitir þá Botna en hundurinn
Bósi. Annað dæmi er orðið ‘snoppóttur’ sem bæði er notað um kindur og hunda. Þó er ekki talað um ‘snoppu’ á hundum heldur ‘trýni’. Ha hundur
trýni í dekkra lit en skrokk er hann þá sums staðar á landinu sagður ‘snoppóttur’ en kallaður Trýni eða Trýna.

Vel er þekkt að lundarfar hunda getur verið mismunandi og fjölmörg nöfn eru sprottin af hegðun þeirra. Lýsingarorð eru mjög oft valin sem
hundsnafn og eiga þau að lýsa hundinum um leið. Vaskur, Hvatur, Kátur, Frakkur og Tryggur eru dæmi um slíkt. En nöfn eins og Píla, Gribba,
Vargur, Glópur og Kjáni segja einnig töluvert um hegðun hundanna.

Hundum eru einnig ge n nöfn sem hvorki lýsa útliti né skapferli. Sum eru sótt til sögufrægra persóna, Napóleon, Tító, Sesar og Mússólíní, sum til
Biblíunnar, Sem, Kam, og sum eru leikir að orðum eins og Spurðann, Komdút og Semþú.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 14/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Könnun hefur sýnt að erlend nöfn hafa lítið stungið sér niður í sveitum landsins og gömul íslensk hundanöfn eru þar alls ráðandi. Í borg og bæjum er
þessu öfugt farið. Þar sækja erlend hundanöfn stöðugt á, t.d. Lassý, Daisy, Pollý, Lucy, Jumper, og mörg eiri.

Erlendis sækjast þeir sem eiga og rækta íslenska hundinn eftir því að gefa hundum sínum alíslensk nöfn eftir lit eða lunderni.

6.8 Kattanöfn
Köttum eru sjaldnar ge n nöfn eftir lit en hundum. Þó er Brandur mjög algengt nafn á bröndóttum ketti. Hvítur köttur kallast t.d. Albína eftir latneska
orðinu albinus sem merkir ‘hvítur’, en einnig Hvít, Hvítur, Drífa, Jökull, Mjallhvít eða Mjöll. Svartur köttur er t.d. kallaður Hrafn, Hrefna, Svartur,
Surtur, Surtla, Bláma, Bláskjár, Bláus. Gráir kettir kallast t.d. Gráni, Gámann, Grása.

Ef loppur eru í öðrum lit er t.d. talað um Hosu, Loppu, Hvíthosu, Gráhosu og séu deplar eða ekkir á skrokki eru oft ge n nöfnin Flekka, Flekkur,
Depill, Depla og Skotta.

Köttum eru oft ge n nöfn eftir lundarfari eins og Blíða, Keli, Kúra, Lúra, Brúsi eða Brúsa (uppstökkur köttur).

Íslensk kattaheiti eru annars mjög fjölbreytileg. Valin eru á ketti nöfn þekktra persóna eins og Pontíus Pílatus, Napóleon, Magnús berfætti, Maó,
Mólotoff og Þangbrandur (sem einnig lýsir lit), en einnig hvers kyns mannanöfn önnur eins og Pétur, Pési, Jón Páll, Björk og Kleópatra. Lítið virðist
um að köttum séu ge n erlend tískunöfn.

6.9 Geitanöfn
Geitur hafa aldrei verið margar á Íslandi. Helst voru geitur á bæjum í Þingeyjarsýslum en eru fáar nú. Geitum voru ge n sömu nöfn og sauðfé og
réðu litir og skapferli fyrst og fremst nafni. Áður fyrr, þegar geitur voru eiri, var þeirri huðnu sem sýndi forystuhæ leika og leiddi hjörðina ge ð
nafnið Drottning, og það nafn sem hún hafði fengið sem kiðlingur var fellt niður. Algengt var að nefna hafurinn Habba og eins mun Kibba hafa verið
algengt kiðlingsheiti.

6.10 Önnur dýranöfn


Flestir, sem eiga gæludýr, svo sem kanínur, naggrísi, hamstra, páfagauka eða einhver önnur, gefa þeim nöfn. Á sumum bæjum fá hænur nöfn, oftast
eftir lit eins og Dröfn, Grána, Hvít, Svört, Doppa, Rjúpa, og haninn fær líka sitt nafn eins og Hvítur, Rauður, Mórauður eða Illur og Frekur ef hann er
skapbráður.

7. Nafnavísur
Talsvert er til af nafnavísum, bæði mannanafnavísur og vísur með dýranöfnum, en fæstar hafa komist á prent.

7.1 Mannanafnavísur
Mannanafnavísur hafa tíðkast lengi og eru þekktar að minnsta kosti frá því á 17. öld. Þær virðast estar helst vera leikur að rími en ekki ortar af
sérstöku tilefni. Stundum voru nafnavísur eða þulur notaðar sem barnagælur. Hér má heyra Ásu Ketilsdóttur kveða gamla nafnaþulu (af
hljómdisknum RADDIR, útg. Stofnun Árna Magnússonar og Smekkleysa). Vm P

7.2 Dýranafnavísur
Vísur og þulur með dýranöfnum eru fjölmargar. Ólafur Davíðsson safnaði nokkrum dýraþulum (Jón Árnason og Ólafur Davíðsson 1898–1903:234–
242) og eru þær estar um kýr og upptalningar á kýrheitum. Þulur með m.a. hesta- og uxaheitum eru varðveittar í Snorra-Eddu en lítið virðist til á
prenti af yngri hestanafnavísum. Um ærnafnavísurnar er sagt að þær ha átt að hjálpa smalanum við að sjá hvort á vantaði í hópinn. Ef búin voru
stór gátu vísurnar orðið æði margar. 210 nafna vísur eru t.d. þekktar úr Beru rði, 100 nafna vísur úr Skaga rði og 178 nafna vísur úr Þingeyjarsýslu.

Algengt var að yrkja vísur með ærheitum og notuð svokölluð sléttubönd þegar mest var við haft.

8. Örnefni
Með orðinu ÖRNEFNI er átt við sérnafn sem einhverjum stað, t.d. bæ, fjalli, rði, dal eða á, hefur verið ge ð. Oftast eru þau nöfn gömul en sum þeirra,
einkum nöfn nýbýla, geta verið ung. Sá hluti nafnfræði sem fæst við örnefnarannsóknir er nefndur ÖRNEFNAFRÆÐI. Örnefnarannsóknir beinast oft að
því að kanna uppruna og upprunalega merkingu fornra örnefna. Til örnefnarannsókna teljast einnig athuganir á bæja- og þorpanöfnum og nöfnum
annarra þéttbýliskjarna, ásamt nöfnum sýslna-, kaupstaða- og hreppa, þótt þar sé sjaldan um fornar nafngiftir að ræða.

Saga íslenskra örnefnarannsókna er ekki löng og má í raun segja að fátt ha verið ritað um það efni fyrr en seint á 19. öld. Flestar greinar, sem
skrifaðar hafa verið, lúta að einstökum örnefnum en lítið er um heildary rlit nafngifta. Nokkrar y rlitsgreinar voru þó teknar saman um örnefni
snemma á þessari öld og eru estar þeirra eftir prófessor Finn Jónsson. Hann ritaði ítarlegar greinar um bæjanöfn á Íslandi (1911), árnöfn (1914),
fjarðanöfn (1916) og fjallanöfn (1932). Nöfnunum raðaði hann eftir merkingarsviðum með það í huga að varpa ljósi á hvað ráðið hefði
nafngiftunum.

8.1 Uppruni íslenskra örnefna


Flest íslensk örnefni eru gömul og bárust hingað með landnámsmönnum. Lang estir þeirra manna sem hingað uttust á landnámsöld komu frá
Noregi og af þeim eru estir taldir hafa komið úr héruðunum í Vestur-Noregi. Allnokkrir komu einnig frá norrænu víkingabyggðunum á Skotlandi,
Írlandi, Orkneyjum, Hjaltlandi og Suðureyjum. Þeir uttu með sér hingað til lands örnefni að heiman frá sér og eru þau því lang est norræn. Þegar
örnefni berast á þennan hátt frá einu landi til annars er talað um ÖRNEFNAFLUTNING. Fáein örnefni hafa lengi verið talin af keltneskum rótum, t.d.
Dímon sem nnst á nokkrum stöðum á landinu, en nánari rannsóknir hafa sýnt að ekki er tryggt að svo sé (Helgi Guðmundsson 1997:190–199).

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 15/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Oft getur verið er tt að rannsaka uppruna örnefna. Þau geta brenglast í tímanna rás og breyst í meðförum. Sem dæmi mætti nefna að nafnið
Mýlastaðir er talið afbakað úr Mýlaugsstaðir. Við skýringu örnefnis er mikilvægt að leita allra heimilda sem nnast. Að mestu gagni koma forn bréf
og skjöl, þar sem nafnsins er getið, en jarðabækur og landalýsingar eru einnig mikilvæg hjálpargögn. Þegar öllum heimildum hefur verið safnað
saman er hugsanlegt að nna megi hina upprunalegu mynd nafnsins.

Landnáma er afar mikilvæg heimild um nafngja r fornmanna. Hana verður þó í hverju tilviki að taka með varúð því að sýnt hefur verið fram á að í
sumum tilvikum ha sögur spunnist í kringum nöfn löngu eftir landnám. Fræðimenn skiptast einkum í tvo hópa í afstöðu sinni til efnis Landnámu.
Annar hafnar henni nær algjörlega sem heimild um 9. og 10. öld og telur að nöfn ha afbakast, t.d. séu mannanöfn í örnefnum að mestu
alþýðuskýringar (Þórhallur Vilmundarson 1978), en hinn hópurinn telur nokkuð víst að í henni sé sannsögulegur kjarni en vandinn sé að greina hann
frá síðari viðbótum (Helgi Þorláksson 1978). Frumgerð Landnámu er talin rituð á dögum Ara fróða (d. 1148) en hún er nú glötuð. Til eru mm gerðir
Landnámu, hin elsta rituð á 13. öld en hin yngsta á 17. öld. Bæjanöfn í elstu fornbréfum koma heim og saman við bæjanöfn í elstu gerðum
Landnámu.

8.2 Sagnir um nafngja r


Ýmsar sagnir um tilurð örnefna er að nna í Landnámu. Sumar eiga án efa rætur að rekja til landnámsaldar, aðrar eru yngri og samdar í kringum
örnefni sem þegar voru til. Ljóst er af gömlum heimildum að landsmenn trúðu lengi þeim sögnum sem þeir kunnu og efuðust ekki um sannleiksgildi
þeirra. Til er verk, sem ritað var á latínu af Oddi biskupi Einarssyni, líklegast á árunum 1588–89, þar sem lesa má ummæli sem styðja þetta.

8.3 Skipting örnefna


Sá siður hefur tíðkast frá ómunatíð að gefa fyrirbærum í náttúrunni nafn. Þegar land fór að byggjast fengu fjöll, dalir, ár, lækir, rðir, víkur, holt og
hæðir smám saman nöfn sem est hver hafa haldist allt til þessa dags. Landnámsmenn gáfu bæjum sínum og seljum nöfn, og síðar, þegar aðrir
bæir tóku að rísa, fengu þeir einnig sín nöfn. Frá 1953 kveða lög á um að örnefnanefnd þur að samþykkja nafn á nýbýli.

Engar öruggar tölur eru enn um hversu mörg örnefni eru til á Íslandi en gera má ráð fyrir þúsundum í hverri sveit. Stærstu okkar, sem hafa verið
skráðir og athugaðir, eru bæjanöfn, árnöfn, fjallanöfn, fjarðanöfn og búsetunöfn.

8.4 Bæjanöfn
Rækilegustu athugun á bæjanöfnum á Íslandi gerði Finnur Jónsson 1911. Hann safnaði saman um 7100 nöfnum og Ólafur Lárusson (1960:642)
bætti við um 770 nöfnum á kotum þannig að nöfnin eru nálægt 7870. Þeim má skipta nokkuð jafnt í tvo hluta eftir merkingu síðari
samsetningarliðar. Annars vegar eru um 3800 nöfn sem fela í sér bólfestu eða byggð en hins vegar er merking um 4000 nafna sótt til fyrirbrigða í
náttúrunni.

Flest bólfestunöfn falla í sex undir okka: -staðir, -kot, -gerði, -hús, -sel og -bær. Af þeim eru -kot, -gerði, -hús og -sel ásamt -búð og -tún
uppha ega nöfn á hjáleigum. Hjáleigunöfnin eru talin yngri en frá landnámsöld og koma tiltölulega seint fram í heimildum.

Rösklega 1160 bæjanöfn enda á -staðir og er liðurinn ávallt í eirtölu. Enginn samsetningarliður er nálægt því jafn algengur. Orðið er skylt sögninni
‘að standa’ og vísar líklegast til nokkurra húsa sem saman standa. Bæjanöfn af þessu tagi nnast um allt land. Lengst af hefur fyrri liður þeirra verið
skýrður sem mannsnafn og eru karlmannsnöfn talsvert eiri en kvenmannsnöfn. Dæmi um bæjanöfn sem enda á -staðir eru: Ásláksstaðir,
Bárðarstaðir, Grímsstaðir, Skeggjastaðir, Arndísarstaðir, Gunnlaugarstaðir og Þórustaðir. Ef síðari liðurinn -staður er notaður í eintölu er ávallt um
kirkjustað að ræða, t.d. Melstaður, Núpsstaður.

Næst est bæjanöfn enda á -kot, eða um 770. Um 60% þeirra eru í Árnessýslu, Kjósarsýslu og á Norðurlandi frá Hrútafjarðará að Vaðlaheiði en á
Vestfjörðum og á Austurlandi koma þau varla fyrir. Nöfn sem enda á -kot koma fyrst fyrir á 14. öld og voru sjaldgæf lengi framan af. Kotin voru
langoftast kölluð eftir þeim bæjum sem þau tilheyrðu, t.d. Akrakot eftir ‘Ökrum’ eða eftir afstöðu til annarra kota, svo sem Efrakot, Efstakot,
Neðrakot, Neðstakot.

Nöfn, sem enda á -gerði, eru 335 og er meira en helmingur þeirra á Norðurlandi frá Skaga rði til Suður-Þingeyjarsýslu og talsvert á Austurlandi.
Orðið merkir ‘girðing, girt svæði’. Bæjanöfn, sem enda á -gerði, eru ýmist dregin af þeim bæ sem þau tilheyrðu eða með náttúrunafn að fyrri lið, t.d.
Gíslastaðagerði, Eyvindarstaðagerði, Brekkugerði, Hlíðargerði.

Bæjarnöfn, sem enda á -hús, eru um 320 og bæirnir estir uppha ega hjáleigur. Nöfn af þessu tagi eru langalgengust í Gullbringu- og Kjósarsýslum
og á Vestfjörðum. Liðurinn -hús stendur nær alltaf í eirtölu þegar átt er við bæ. Bæirnir fá oft nöfn eftir legu, t.d. Eyrarhús, Smiðjuhús, Efrihús,
Neðrihús. Þeir fá einnig nöfn eftir þeim bæjum sem þeir tilheyrðu, t.d. Brekkugerðishús, Hrafnseyrarhús, eða eftir eigendum: Björnshús, Finnshús,
Jónshús.

Nöfn, sem enda á -sel, eru rétt tæp 200 og er um helmingur þeirra í Dala- og Strandasýslum, Þingeyjar- og Múlasýslum. Þau vísa uppha ega til þess
að fólk hafðist við í seljum á sumrin með skepnur og voru selin í eigu bóndans. Síðar urðu selin að hjáleigum og sjálfstæðum bæjum. Þau taka mjög
oft nöfn eftir bæjunum sem þau tilheyrðu uppha ega, t.d. Breiðabólsstaðarsel, Brettingsstaðasel, Leirulækjarsel, en önnur eftir mönnum, t.d.
Bjarnasel, Jónssel, eða eftir legu, t.d. Ferjusel, Fremrasel. Miðsel.

Nöfn, sem enda á -bær, eru um 175 og tiltölulega jafnt dreifð um allt land. Bæirnir fá estir nöfn eftir legu, t.d. Austurbær, Neðstibær, Útibær,
Uppibær. Nokkrir fá nöfn eftir eigendum, t.d. Arabær, Hallsbær, Sumarliðabær.

Bæjanöfn, sem sótt eru til fyrirbrigða í náttúrunni, skiptast í mjög marga okka og eru í sumum aðeins eitt nafn eða mjög fá. Algengustu liðirnir eru -
nes, -dalur, -brekka, -hóll, -fell og -holt.

Bæir með nöfnum, sem enda á -nes, standa oft á nesi er gengur út í sjó eða vatn en einnig þar sem bugður eru á ám og jótum. Nöfnin vísa oft til
legu, t.d. Árnes, Laxárnes, eða eru sótt til manna, t.d. Bjarnanes, Gvöndarnes. Í sumum má nna dýraheiti, t.d. Galtarnes, Selnes, Þernunes og enn
önnur vísa til gróðurs í grennd, t.d. Hrísnes, Víðines.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 16/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Bæjanöfn, sem enda á -dalur, eru allmörg. Mjög oft standa bæirnir í samnefndum dal. Dalsheitið er uppha egra og hefur færst y r á bæinn. Margt
getur ráðið nafninu. Sum nöfn ráðast af legu eða útliti, t.d. Eyrardalur, Hraundalur, Breiðadalur, Mjóidalur. Sum nöfnin eru sótt til gróðurs, t.d.
Mosdalur, Reynisdalur, önnur til mannanafna, t.d. Böðvarsdalur, Þormóðsdalur, Arnkötludalur.

Bæir, sem hafa nöfn sem enda á -brekka, standa oftast í einhverjum halla. Nöfnin ráðast oft af legu eða gróðri, t.d. Fossabrekka, Vaðbrekka,
Furubrekka, Skógarbrekkur. Mannanöfn koma sjaldan fyrir en nnast þó, t.d. Arnkelsbrekka, Geirsbrekka.

Nöfn, sem enda á -hóll, eru algeng um allt land. Sum eru sótt til legu, eins og Áshóll, Dyrhólar, Vatnsskarðshólar, önnur til mannanafna, t.d.
Birgishóll, Gíslahóll, Kötluhóll, Sólborgarhóll. Enn önnur eru sótt til dýraheita, t.d. Hrafnhólar, Valshóll, Hrúthóll og Nauthólar, eða gróðurs, t.d.
Bygghóll, Reynihólar, Hríshóll.

Bæir, sem enda á -fell, standa oftast undir samnefndu fjalli eða felli. Liðurinn -fjall kemur nær aldrei fyrir í bæjarnafni þar sem hann er áherslulaus
og er óklofnu myndarinnar -fell því að vænta. Nöfnin taka oft mið af útliti fjallanna/fellanna, t.d. Rauðafell, Þverfell, Tungufell, Lágafell. Nokkur
nafnanna eru sótt til dýraheita, t.d. Arnarfell, Geitafell, Svínafell, önnur til mannanafna, t.d. Eiríksfell, Úlfarsfell, Þorgeirsfell.

Upprunalega merkingin í holt er ‘skógur, skógivaxið land’ en nú er vanalegast átt við ávala, gróðurlausa eða gróðurlitla hæð. Bæjanöfn sem enda á -
holt eru fjölmörg og algengust í Árnes- og Rangárvallasýslum. Lega holtsins kemur víða fram í bæjanöfnum, t.d. Gljúfrárholt, Hraunholt, Keldnaholt.
Annars staðar má nna heiti á gróðri, t.d. Fí holt, Reynisholt, dýrum t.d. Galtarholt, Hrossholt, Kálfholt, og mönnum, t.d. Arnþórsholt,
Ingimundarholt, Önundarholt.

8.5 Árnöfn
Nöfn á ám hafa lítið verið rannsökuð hérlendis í samanburði við nágrannalöndin. Helsta samantektin er í grein eftir Finn Jónsson frá 1914. Helstu
heimildir um árnöfn eru fornar bókmenntir og landlýsingar.

Mjög lítið er um ósamsett árheiti en þeirra á meðal eru Blanda, Dimma, Lýsa og Sunna.

Mun algengara er að mynda samsett árheiti og eru síðari liðirnir - jót, -vötn og -á sem er langalgengastur þeirra.

Um tveir tugir árheita enda á - jót. Tvö þeirra eru dregin af nafni fjarðanna sem árnar falla í: Hornafjarðar jót og Skjálfanda jót. Aðrar ár fá nöfn
eftir því landslagi sem þær falla um, t.d. Eyjar jót, Markar jót, Tungu jót.

Ár, sem hafa síðari liðinn -vötn eru y rleitt vatnsmiklar, kvíslóttar og þenja sig y r mikið svæði og skýrir það hvers vegna notuð er eirtölumynd.
Nöfn með þessum síðari lið eru fá: Einholtsvötn, Heinabergsvötn, Héraðsvötn, Núpsvötn og Steina(dals)vötn. Aðeins eitt dæmi er um að -vatn sé
notað í eintölu og er það í nafninu Eldvatn.

Árnöfn, sem enda á -á skiptast í ýmsa okka. Flest nöfnin falla í okk þar sem forliðurinn er nafn á héraðinu sem áin rennur um eða stað sem áin
rennur um eða hjá, t.d. Árdalsá, Berjadalsá, Gilsá, Gljúfurá, Mógilsá, Sandeyrará, Lambastaðaá, Staðarhólsá.

Annar algengur okkur tekur nafn af manni eða viðurnefni, t.d. Eyvindará, Grímsá, Sleggjubeinsá, Apaá.

Dýraheiti eru oft í fyrri lið árheita, t.d. Álftá, Hrafná, Geitá, Músará, Laxá, Urriðaá.

Litarheiti eru algeng í árheitum, en einnig aðrir ytri eiginleikar, t.d. Bleiksá, Hvítá, Svartá, Mjólká, Ljósá, Rauðá; Breiðá, Djúpá, Kaldá, Varmá, Grjótá,
Slýjá.

Nokkur árheiti taka nöfn af fjalli því eða fjallasvæði þar sem áin á upptök, t.d. Jökulsá, Mælifellsá, Skaftafellsá, Afréttisá.

Nokkrar ár fá nöfn af rðinum, sem áin fellur í, t.d. Eyjafjarðará, Haffjarðará, Hrútafjarðará, Þorskafjarðará.

Þegar margar ár bera sama nafn, t.d. Laxá og Jökulsá, hafa nöfnin oft lengst og bætt við sig kennilið: Laxá á Ásum, Laxá í Aðaldal, Jökulsá á Brú
(sem reyndar heitir líka Jökulsá á Dal eða Jökla í máli heimamanna), Jölkulsá á Breiðamerkursandi o.s.frv.

8.6 Fjallanöfn
Engin y rlitsrannsókn hefur verið gerð á íslenskum fjallanöfnum ef frá er talin grein eftir Finn Jónsson frá 1932. Þau falla í svipaða okka og árnöfn
og eru ýmist ósamsett eða samsett. Ósamsett nöfn eru mun færri en samsettu nöfnin en hin síðarnefndu hafa nokkra sameiginlega síðari liði. Fyrri
liðurinn ræðst af ýmsum þáttum. Algengustu síðari liðir eru -fjall, -fell, -jökull. Upprunalega munu fell og fjall hafa verið samheiti en síðar var farið
að nota fell um stakt og ekki mjög hátt fjall. Til fjallanafna teljast einnig nöfn á tindum, múlum, ásum, hálsum og heiðum.

Ósamsett fjallsheiti eru til um allt land. Sem dæmi mætti nefna Hekla, Katla, Askja, Esja, Strútur, Ok, Þyrill og Kra a.

Nöfn, sem enda á -fjall eða -fjöll, skiptast í ýmsa okka eftir fyrri lið. Allmörg fá nafn eftir landsvæði sem þau standa á eða í nágrenni við, t.d.
Haukadalsfjall, Vatnsdalsfjall, Gæsadalsfjöll, Barnadalsfjöll. Önnur fá nafn af litnum, t.d. Bláfjöll, Grænafjall, Ljósufjöll, Svartahnúksfjöll. Enn önnur
fá nafn vegna jarðhita, t.d. Hverfjall, Reykjafjöll, Brennisteinsfjöll, eða eftir dýrum, t.d. Geitafjall, Svínafjall, Hrútafjöll. Í nokkrum má nna
mannanöfn, t.d. Pálsfjall, Eyvindarfjöll, Grímsfjall, og í öðrum nöfn á bæjum, t.d. Kolbeinsstaðafjall, Hvannstaðafjall, Valþjófsstaðafjall.

Nöfn, sem enda á -fell eru færri en þau sem hafa -fjall að síðari samsetningarlið en skipting í okka er að mestu hin sama. Nokkur fá nafn af næsta
nágrenni eins og Hraunfell, Tungufell, Sandfell, Mýrafell. Önnur eru nefnd eftir bæjum, t.d. Hurðarbaksfell, Hoffell. Enn önnur fá nafn af lögun eða
útliti, t.d. Hvassafell, Lágafell, Mjóafell, Kistufell, Rauðafell, Skriðufell. Í nokkrum felast dýraheiti, t.d. Hafrafell, Hrútafell, Kálfafell, Lambafell,
Sauðafell, og í öðrum nöfn á mönnum, t.d. Eiríksfell, Gvendarfell, Helgufell, Úlfarsfell.

Nöfn jökla skiptast að mestu í mm okka. Þeir eru nefndir eftir fjallinu sem þeir hvíla á, t.d. Arnarfellsjökull, Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull,
Tindfjallajökull. Þeir eru nefndir eftir einhverjum einkennum, t.d. Þrístapajökull, Súlujökull. Þeir fá nafn af næsta umhver eða bæ, t.d.
Breiðamerkurjökull, Geitlandsjökull, Sólheimajökull, Öræfajökull, Síðujökull. Tveir jöklar hafa fengið nafn af lögun og lit, Langjökull og Svartijökull,
og í nokkrum er mannsnafn að nna, t.d. Eiríksjökull, Torfajökull, Þrándarjökull. 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 17/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta

8.7 Fjarðanöfn
Þar sem Ísland er vogskorin eyja er við mörgum nöfnum að búast á fjörðum, víkum og vogum og öðrum slíkum náttúrufyrirbrigðum. Finnur Jónsson
(1916) safnaði saman um 450 nöfnum af þessu tagi. Af þeim hefur um mmti hluti síðari liðinn -fjörður. Lang estar eru víkurnar, eða rúmlega tvö
hundruð, og vogar reyndust rúmlega sextíu. Með öðrum liðum, eins og - ói, -kýll, -lón og -pollur, voru örfá nöfn.

Nöfn sem enda á -fjörður skiptast í nokkra okka eftir fyrri samsetningarlið. Algengt er að nna þar mannsnafn, t.d. Patreksfjörður,
Steingrímsfjörður, Önundarfjörður. Oft fá rðir einnig heiti eftir einhverju í nágrenninu, t.d. Hamarsfjörður, Hornafjörður, Lónafjörður,
Reykjarfjörður, eða eftir lögun, eyjum, skerjum eða öðru sem setur svip á fjörðinn, t.d. Mjóifjörður, Breiðafjörður, Eyjafjörður, Skerjafjörður. Nokkrir
hafa dýraheiti í fyrri lið, t.d. Álftafjörður, Hvalfjörður, Hestfjörður, Skötufjörður, Þorskafjörður.

Stærsti okkur þeirra nafna sem enda á -vík fær nafn af einhverju í nágrenninu, t.d. Naustavík, Hellnavík, Haganesvík, Höfðavík, Eiðisvík. Allnokkrar
víkur fá nafn af lögun eða öðrum eiginleikum, t.d. Breiðavík, Lönguvík, Djúpavík, Grunnavík, Fúlavík, Dritvík, Sandvík. Enn aðrar eru nefndar eftir dýri,
t.d. Selvík, Kópavík, Álftavík, Þernuvík, Geitavík, Galtarvík. Í nokkrum nöfnum má nna mannsnafn, t.d. Kolbeinsvík, Steingrímsvík, Eyvindarvík.

Flest nöfn á vogum hafa fyrri lið sem vísar til legu, og einhvers í nágrenninu, t.d. Álftanesvogur, Arnarnesvogur, Fossvogur, Kirkjuvogur, Leirárvogur.
Nokkrir fá nafn af dýrsheiti, t.d. Selvogur, Kópavogur, Álftavogur, Fýlavogur. Í örfáum nnst mannsnafn, t.d. Einarsvogur, Eiríksvogur,
Geirmundarvogur.

8.8 Búsetunöfn
Til búsetunafna teljast nöfn á sýslum, kaupstöðum, kauptúnum, þorpum, sveitum og hreppum. Sýslunöfnin eru 18 og okkast þau í nokkra okka
eftir því hvort fyrri liður vísar til bæjarnafna, vatna, fjarða, landsvæða eða fjalla. Kaupstaðanöfnin eru 23. Stundum hefur heiti á hrepp ust y r á þorp
sem síðar verður kaupstaður, t.d. Seltjarnarneskaupstaður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Vestmannaeyjakaupstaður, Grindavíkurkaupstaður. Í öðrum
tilvikum er nafngjöf þannig farið að hreppur heitir eftir sveit, þorp myndast og verður sérstakur hreppur sem síðar verður kaupstaður og fær aftur
gamla nafnið, t.d. Seyðisfjarðarkaupstaður. Í enn öðrum tilvikum heitir hreppur eftir bæ, þorp myndast og verður síðar kaupstaður, t.d.
Húsavíkurkaupstaður. Þorp gat einnig myndast í landi jarðar, það stækkaði og fékk kaupstaðarréttindi, t.d. Reykjavík sem nú er eini staður landsins
sem hefur hefur rétt til að kallast borg. Þorp gat einnig myndast á gömlum verslunarstað sem bar náttúrunafn, það varð síðar kaupstaður en hélt
gamla nafninu, t.d. Akureyrarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður.

Hreppar voru 200 til skamms tíma en þeim hefur verulega fækkað við sameiningu sveitarfélaga. Af þeim hétu um það bil 100 eftir bæjum eða
stöðum, t.d. Arnarneshreppur, Svínavatnshreppur, Glæsibæjarhreppur, og um 70 eftir sveitum eða byggð, t.d. Hafnahreppur,
Svalbarðsstrandarhreppur.

9. Lög um bæjanöfn o. .
Til eru lög um bæjanöfn eins og lög um mannanöfn. Bæjanafnalögin eru nr. 35/1953. Í þeim er m.a. kveðið á um að hver bær skuli hafa nafn og að í
kaupstöðum, kauptúnum eða þorpum skuli hús auðkennd með götunafni og númeri. Ekki má breyta nafni á bæ nema með ráðherraley og að
fengnum tillögum örnefnanefndar. Sömuleiðis má ekki velja nafn á nýbýli nema með ley sömu aðila. Ef einhver vill gefa húsi sínu nafn eða breyta
nafni á því þarf hann að láta þinglýsa y rlýsingu sinni um nafnið á húsinu og má neita honum um ley ð ef nafnið virðist að einhverju leyti óheppilegt
eða afkáralegt.

9.1 Örnefnanefnd
Menntamálaráðherra skipar mm manna nefnd sem kölluð er ÖRNEFNANEFND. Hún skal auk eftirlits og tillagna um bæjanöfn sjá um eftirlit með
nafnsetningu á landabréfum sem ge n eru út að tilhlutan ríkisins og vera ráðuneytinu til leiðbeiningar og aðstoðar um önnur málefni sem varða
hvers konar staðarnöfn á Íslandi. Hún á að senda ráðherra eins jótt og unnt er rökstuddar tillögur um þau mál sem henni berast.

10. Önnur sérnöfn


Öllum fyrirbrigðum í veröldinni eru ge n einhver heiti en aðeins hlutfallslega fáum eru ge n nöfn, sem eru skráð opinberlega, ef frá eru talin menn,
skepnur og fyrirbrigði í landslagi. Vissulega kalla margir bílinn sinn einhverju nafni, t.d. Mosi af því að bíllinn er mosagrænn, Sítrónan af því að bíllinn
er gulur eða af tegundinni Citroën o.s.frv. Sumir gefa eftirlætisstólnum sínum nafn, herberginu sínu, heimilistækjum og í raun hverju sem er.
Fyrirtæki verður að skrá undir nafni, skip og ugvélar eru skráð undir nafni og númeri og götum í þéttbýli verður að gefa nöfn.

10.1 Skipa- og ugvélanöfn


Lengi hefur tíðkast að gefa skipum nöfn og skipanöfn koma fyrir þegar í íslenskum fornbókmenntum. Eina skipið sem nefnt er að ha verið smíðað
hérlendis til forna úr íslenskum viði hlaut nafnið Íslendingur.

Öllum skipum, sem skráð eru og ley er fyrir, er ge ð eitthvert nafn. Langalgengast er að þeim séu ge n nöfn manna, kvenna eða karla, og hafa
karlanöfnin vinninginn. Stundum fá skip nöfn eigenda sinna eða náinna skyldmenna eins og Haraldur Böðvarsson, Friðrik Bergmann, Þórunn
Havsteen og Aðalbjörg Þorkelsdóttir. Öðrum eru ge n nöfn þekktra persóna eins og Ingólfur Arnarson, Theódór Friðriksson og Bjarni
Sæmundsson.

Sum skip fá mannsnafn ásamt frekari kenningu eins og Gísli á Bakka, Hallvarður á Horni og Una í Garði.

Oft eru valin mannanöfn sem fela í sér einhverja skírskotun til sjávarins, t.d. þau sem hafa forliðinn Haf-, Mar- og Sæ-: Hafbjörg, Hafrún, Hafþór,
Sæbjörg, Sædís, Sævar, Mardís, Mardöll, Maron.

Gælunöfn eru oft valin á báta en síður á stærri skip. Sem dæmi mætti nefna Alli Vill, Bensi, Júlli Dan, Mummi, Dísa, Hófí, Rúna, Stína. Einnig er
algengt að skip, sem opinberlega er skráð undir karlmanns- eða kvenmannsnafni, gangi undir gælunafni manna á meðal. Þannig er t.d. togarinn
Guðbjörg kallaður Guggan.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 18/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Dýraheiti eru oft valin á skip, einkum fuglaheiti, t.d. Geirfugl, Hafsúla, Haförn, Kría, Lómur, Súlan, Tjaldur. Af öðrum dýraheitum mætti nefna: Hlýri,
Hvalur, Höfrungur, Kópur, Síldin sem öll eiga það sameiginlegt að vera heiti á sjávardýrum.

Oft er skipi ge ð nafn eftir örnefni í landslaginu, t.d. Esja, Herðubreið, Hekla, Katla, sem öll eru nöfn á fjöllum, og fyrir kemur að nöfnin eru með
viðskeyttum greini, t.d. Akureyrin, Hjalteyrin, Oddeyrin.

Skipafélög, sem gera út nokkur skip, velja stundum sameiginlegan síðari lið á nöfn skipa sinna. Eimskipafélagið valdi fossaheiti á sín skip og gaf
þeim t.d. nöfnin Dettifoss, Fjallfoss, Goðafoss, Gullfoss, Reykjafoss, Selfoss, Tröllafoss, Jöklar hf. völdu jöklaheiti á sín skip: Drangajökull,
Hofsjökull, Langjökull, Vatnajökull, Samband íslenskra samvinnufélaga valdi heiti á fellum, Bláfell, Dísarfell, Hamrafell, Hvassafell, Helgafell,
Lágafell, Litlafell, og Hafskip hf. völdu árheiti, t.d. Langá, Laxá, Rangá, Selá.

Flugvélum eru ge n nöfn eins og skipum. Fyrstu íslensku sjó ugvélarnar, sem teknar voru í notkun hérlendis, fengu nöfn eftir sjófuglum og voru
nefndar Veiðibjallan og Súlan. Þegar Loftleiðir tóku til starfa eignaðist félagið tvær vélar sem það gaf nöfnin Hekla og Geysir eftir þekktustu
örnefnum landsins. Flugfélag Akureyrar gaf fyrstu vél sinni nafnið Örn eftir stærsta og tígulegasta fuglinum í íslenska dýraríkinu. Eftirlits ugvél
Landhelgisgæslunnar fékk nafnið Rán en Rán var ein af dætrum Ægis, þess guðs sem réði ríkjum í ha nu. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar fékk
nafnið Líf þar sem henni er ætlað að bjarga mannslífum.

Einnig þekkist að sami síðari liður samsetts orðs sé valinn á margar ugvélar sama ugfélagsins. Þannig gaf Flugfélag Íslands vélum sínum nöfn
sem enduðu á -faxi, t.d. Glitfaxi, Glófaxi, Gullfaxi, Hrímfaxi, Sólfaxi. Vélar Flugleiða hafa allar kvenmannsnöfn sem enda á -dís, t.d. Aldís, Ásdís,
Bryndís, Eydís, Freydís, Hafdís, Sóldís, Svandís.

Að frátöldum nöfnum sem enda á -dís eru ugvélum sjaldan ge n mannanöfn. Þó hétu vélar Loftleiða, sem einkum ugu vestur um haf, eftir
hjónunum Guðríði Þorbjarnardóttur og Þor nni karlsefni og syni þeirra Snorra Þor nnssyni, sem þekkt voru fyrir Grænlands- og Vínlandsferðir sínar
til forna.

10.2 Fyrirtækjanöfn
Öll fyrirtæki eru skráð undir einhverju nafni og má segja að hugmynda ug manna sé nær óþrjótandi. Mjög oft skírskota nöfnin til starfsviðs
fyrirtækisins, segja til um hvað fyrirtækið annast, eins og Rafvirkinn, Hjólbarðinn, Netasalan, Sólning, Kjöthöllin, Gallabuxnabúðin, Linsan, Hár og
snyrting. Eiginnöfn eru einnig mjög algeng og er þá oftast um nafn eiganda eða stofnanda að ræða, t.d. Marteinn Einarsson, Egill Jacobsen, Egill
Vilhjálmsson. Mjög oft eru aðeins notaðir upphafssta r eigin- og kenninafns, t.d. G J járnsmíði, G K heildverslun, J J vinnuvélar.

Tískusvei ur eru í nafngjöfum fyrirtækja sem öðrum. Á fyrri hluta 20. aldar var nokkrum verslunum í Reykjavík ge ð nafn eftir þekktum borgum, t.d.
Manchester, London, Edinborg, Hamborg, Parísarbúðin. Einnig voru fyrirtæki gjarnan nefnd eftir kenninöfnum eigendanna, t.d. O. Johnson og
Kaaber, I. Brynjólfsson og Kvaran, J. Þorláksson og Norðmann, Smith og Norland.

Á síðasta áratug 20. aldarinnar komust m.a. í tísku fyrirtækjanöfn sem sett eru saman úr tveimur orðum og hið fyrra er Gallerí. Oftast eru nöfnin á
fyrirtækjum sem selja listmuni af einhverju tagi, en einnig eru til nöfn eins og Gallerí neglur og Gallerý Kjöt. Nöfn á erlendum verslunarkeðjum voru
einnig tekin upp og sömuleiðis önnur nöfn að erlendri fyrirmynd, t.d. McDonalds, Body Shop, Benetton, Hard Rock, Jack and Jones, Polarn og Pyret,
Vero Moda; Cha Cha, Cosmo, Deres, Face, Krím. Þessi fyrirtækjanöfn eru þó í miklum minnihluta og estir gera sér far um að velja íslensk nöfn.

10.3 Götunöfn
Nöfn á götum í borgum, bæjum og þorpum eru jafn mikilvæg og nöfn á mönnum. Nauðsynlegt er vegna skipulags umferðar að leggja götur og skipa
húsum meðfram þeim. Götunum eru ge n nöfn og húsunum númer. Allt er þetta gert til að auðvelda skráningu íbúa og fyrirtækja, koma ker á
póstinn og auðvelda mönnum að komast á rétta staði.

Þegar fyrstu götur fóru að myndast í Reykjavík mynduðust nöfnin nær sjálfkrafa. Vesturgötuna fóru menn ef þeir ætluðu vestur í bæ, Austurstrætið
ef fara átti austur í bæ. Suðurgatan lá í suður frá bænum, Hafnarstræti var við höfnina, Laugavegur var vegurinn sem lá inn að Þvottalaugunum í
Laugardal, Lækjargatan var gatan meðfram læknum, sem rann þar áður fyrr, og Túngatan lá y r Landakotstúnið. Kirkjustræti liggur við Dómkirkjuna,
Bókhlöðustígur við bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík og Skólavörðustígur liggur upp á Skólavörðuholtið þar sem skólavarðan stóð.

Þegar bærinn tók að vaxa þurfti eiri nöfn og réð þá hugmynda ugið mestu um valið. Með eldri nöfnum eru þau sem valin voru úr Íslendingasögum
og úr goðafræði. Elstu nöfn úr sögunum eru Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata en síðar bættust við mörg eiri þegar Norðurmýrin tók að
byggjast, t.d. Gunnarsbraut eftir Gunnari á Hlíðarenda, Skarphéðinsgata eftir Skarphéðni Njálssyni, Kjartansgata, Hrefnugata, Bollagata og
Guðrúnargata eftir söguhetjum úr Laxdælu, Auðarstræti eftir Auði djúpúðgu, Egilsgata eftir Agli Skalla-Grímssyni og Þor nnsgata, Leifsgata og
Eiríksgata eftir íslensku landkönnuðunum.

Í Þingholtunum í Reykjavík bera estar götur nöfn úr norrænni goðafræði og voru þau ge n snemma á 20. öld. Þar mætti nefna Óðinsgötu, Þórsgötu,
Baldursgötu, Njarðargötu, Týsgötu, Freyjugötu, Nönnugötu og Lokastíg og nokkrar smágötur eins og Haðarstíg, Válastíg og Urðarstíg. Það vekur
athygli að Frigg, kona Óðins, fékk enga götu með sínu nafni.

Í vesturhluta Reykjavíkur eru götur nefndar eftir þeim hjónum Ægi og Rán sem réðu y r ha nu að trú fornmanna. Götur eru og nefndar eftir dætrum
þeirra, Bárugata, Öldugata og Drafnarstígur.

Landnámsmenn fá víða nöfn sín á götur. Í Reykjavík er t.d. Ingólfsstræti kennt við Ingólf Arnarson og Hallveigarstígur nefndur eftir konu hans,
‘Hallveigu Fróðadóttur’. Götum voru einnig ge n nöfn þræla Ingólfs, þeirra Karla og Ví ls, og heita þær Karlagata og Ví lsgata. Á Akureyri er
Helgamagrastræti, nefnt eftir þeim landnámsmanni er nam Eyjafjörð, og önnur gata er nefnd Þórunnarstræti eftir Þórunni hyrnu konu hans. Á Dalvík
er Svarfaðarbraut, nefnd eftir Þorsteini svörfuði sem nam Svarfaðardal, og Karlsrauða torg, nefnt eftir syni Þorsteins, Karli hinum rauða. Fleiri dæmi
má nna víðar um land.

Í nágrenni Háskóla Íslands eru nokkrar götur nefndar eftir þekktum fræðimönnum í Íslandssögunni. Aragata er nefnd eftir Ara fróða, Oddagata eftir
Stjörnu-Odda, Sturlugata eftir Sturlu Þórðarsyni, Eggertsgata eftir Eggerti Ólafssyni, Brynjólfsgata eftir Brynjól biskupi Sveinssyni, Guðbrandsgata
eftir Guðbrandi biskupi Þorlákssyni og Arngrímsgata eftir Arngrími lærða Jónssyni. 

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 19/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Algengt er um allt land að gefa heilu hver götunöfn sem enda á sama samsetningarlið, t.d. -bakki, -hagi, -hlíð, -holt, -land, -melur, -mói, -múli, -sel,
-smári, -stekkur, -tröð. Mun algengara virðist hérlendis en erlendis að nota þá samsetningarliði sem ekki merkja ‘gata’ heldur lýsa landslagi. Oft eru
götunum síðan ge n heiti í stafrófsröð þannig að auðveldara verði að rata í hver nu, t.d. Aðalland, Akraland, Áland, Álfaland, Ánaland, Árland
o.s.frv. í Fossvogi í Reykjavík eða Arnarsmári, Bakkasmári, Bergsmári, Bollasmári o.s.frv. í Kópavogi. Jafnvel eru þekkt dæmi um að reynt ha verið
að styðjast eingöngu við stafró ð til að gefa götum heiti.

Götuheitin sem hér var verið að breyta höfðu verið í notkun í þó nokkur ár í Þorlákshöfn.

Heimildaskrá
Grunnrit:
Christensen, Vibeke og Sørensen, John Kousgård. 1972–79. Stednavneforskning. 1–2. Universitetsforlaget i København, København.

Ellingsve, Eli Johanne. 1984. Islandsk navnebibliogra . Færøysk navnebibliogra . Universitetet i Oslo. Institutt for navnegranskning, Oslo.

Grímnir. Rit um nafnfræði. 1980–96. 1–3. Örnefnastofnun Þjóðminjasafns, Reykjavík.

Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991. Nöfn Íslendinga. Mál og menning, Reykjavík.

Höskuldur Þráinsson. 1995. Handbók um málfræði. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Ítarefni:
Finnur Jónsson. 1907. Tilnavne i den islandske oldlitteratur. Aarbøger for nordisk Oldkyndighed. 1–381.

Finnur Jónsson. 1911. Bæjanöfn á Íslandi. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju. IV: 410–584. Kaupmannahöfn og Reykjavík.

Finnur Jónsson. 1914. Islandske elvenavne. Namn och Bygd. 2:18–28.

Finnur Jónsson. 1916. Navne på fjorde, vige m.m. på Island. Namn och Bygd. 4:73–86.

Finnur Jónsson. 1932. Islandske fjældnavne. Namn och Bygd. 20:27–37.

Guðrún Kvaran. 1988. Lög um íslensk mannanöfn. Málfregnir. 2. árg., 2. tbl., október 1988:13–21.

Halldór Laxness. 1962. Vettvangur dagsins. Önnur útgáfa. Helgafell, Reykjavík.

Hauksbók. 1892–96. Utgiven efter de arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675 4to. I–II. Det kongelige nordiske oldskrift-selskab,
København.

Heimskringla. 1941. I.–III. bindi. Bjarni Aðalbjarnarson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.

Ólafur Lárusson. 1960. Nöfn Íslendinga 1703. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.

Helgi Guðmundsson. 1997. Um haf innan. Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Helgi Þorláksson. 1978. Sjö örnefni og Landnáma. Skírnir 152:114–161.

ÍF I = Íslendingabók. Landnámabók. 1968. Íslenzk fornrit. I. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.

Íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit, nafnaskrár. Reykjavík 1915.

Janzén, Assar (útg.). 1948. Personnamn. Nordisk kultur. VII. H. Aschehoug & Co.s Forlag, Stockholm-Oslo-København.

Jón Árnason og Ólafur Davíðsson. 1898–1903. Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. IV. Þulur og þjóðkvæði. S. L. Möller, Kaupmannahöfn.

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 20/21
02.03.2021 Nöfn manna, dýra og dauðra hluta
Oddur Einarsson. 1971. Íslandslýsing. Qualiscunque descriptio Islandiae. Sveinn Pálsson sneri á íslenzku. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.

Ólafur Lárusson. 1960. Gårdnavne. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. V. Dálkur 642–645. Bókaverzlun Ísafoldar, Reykjavík.

Svavar Sigmundsson. 1998. De isländska ortnamnen yttar till stan. – Fyrirlestur á norrænu örnefnaþingi. Helsingfors.

Þorsteinn Þorsteinsson. 1961. Íslenzk mannanöfn. Nafngja r þriggja áratuga 1921–1950. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.

Þórhallur Vilmundarson. 1978. Hugar ug og veruleiki í íslenzkum örnefnum. Namn och bygd 66:100–109.

Þórhallur Vilmundarson. 1997. Om islandske gadenavne. Byens navne. Stednavne i urbaniserede områder. Rapport fra NORNAs 24. symposium.
NORNA-FÖRLAGET, Uppsala.

Efnisy rlit greinar


1. NAFNFRÆÐI OG VIÐFANGSEFNI HENNAR

2. MANNANÖFN

3. SAGA ÍSLENSKRA MANNANAFNA

4. FJÖLDI, TÍÐNI OG DREIFING NAFNA

5. LÖG UM MANNANÖFN

6. DÝRANÖFN

7. NAFNAVÍSUR

8. ÖRNEFNI

9. LÖG UM BÆJANÖFN O.FL.

10. ÖNNUR SÉRNÖFN

HEIMILDASKRÁ

Leita í skilgreiningum

Sláðu inn sta ...

© 2017 Höfundar greina


Athugasemdir og ábendingar má senda á malsgreinar(hjá)gmail.com

ait.arnastofnun.is/grein.php?id=103 21/21

You might also like