Download as docx, pdf, or txt
Download as docx, pdf, or txt
You are on page 1of 3

1.

Félagið heitir Fjölleikhúsið


2. Félagið er áhugaleikfélag fyrir fatlað fólk og á að gefa fötluðum
tækifæri til að þjálfa sig í að leika bæði á leiksviði og eins í
kvikmyndum.
3. Tilgangur og markmið félagsins er að setja upp leiksýningar og búa
til stuttmyndir og bíó þar sem fatlaðir einstaklingar fá að leika og
líka að bjóða fötluðum upp á fjölbreytt leiklistarnámskeið til að geta
lært meira í leiklist.
4. Það er allir velkomnir í félagið sama hvort fólk sé með fötlun eða
ekki en það verður að vera orðið 18 ára.
5. Aðalfundur á að vera haldinn á tímabilinu mars – apríl. Það þarf að
bjóða félagsmönnum á aðalfundinn minnst 2 vikum áður en
fundurinn verður. Það þarf að vera hægt að sanna að
félagsmönnum hafi verið boðið að koma á fundinn. Ef það er rétt
gert þá er fundurinn löglegur. Á aðalfund mega bara þeir koma
sem eru félagsmenn og aðstoðarmenn þeirra. Hver félagsmaður
hefur 1 atkvæði og meirihluti ræður.
6. Dagskrá aðalfundar skal vera svona:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara : Kosinn einhver


til að stjórna fundinum og einhver til að skrifa niður það
sem gerist á fundinum

2. Skýrsla stjórnar lögð fram : Stjórnin segir frá því sem


félagið gerði á síðast ári

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar: Fundarmenn


þurfa að kjósa hvort þeir samþykkja hvernig
peningunum var eytt síðasta ár.
4. Lagabreytingar : Ef það þarf að breyta lögum félagsins
þá á að gera það með kosningu á aðalfundi

5. Ákvörðun félagsgjalds : Félagsmenn kjósa hvað þeir


vilja hafa í félagsgjöld

6. Kosning stjórnar : ef það þarf að kjósa nýja einstaklinga


í stjórn er það gert á aðalfundi

7. Önnur mál : Það má líka tala um allt mögulegt annað


sem kemur félaginu við ef maður lætur fundarstjóra vita
af því.

7. Í stjórn félagsins eru 3 manns. 2 formenn sem skipta verkefnum á


milli sín, formaður 1 og formaður 2. Formennirnir hafa sitthvort
atkvæðið og ritari 1 atkvæði. Ritari þarf ekki að hafa fötlun en
báðir formennirnir eiga alltaf að vera fatlaðir einstaklingar. Stjórnin
skal velja sér varamenn sem geta komið á stjórnarfundi í staðin
fyrir þá þegar þarf. Varamenn formannanna verða alltaf að vera
fatlaðir einstaklingar og eiga að vera félagsmenn í Fjölleikhúsinu.
Varamaður ritara þarf ekki að hafa fötlun en á að vera félagsmaður
í Fjölleikhúsinu. Þeir sem eru í stjórninni fá ekki laun fyrir að vera í
stjórn en þurfa ekki að borga félagsgjöld.
8. Stjórnin sér um allt sem þarf að taka ákvörðun um varðandi félagið
á milli aðalfundanna s.s. allt sem þarf að taka ákvörðun um vegna
leiksýninga, kvikmynda og námskeiða. Formenn ákveða hvenær
stjórnarfundir eru og þeir boða á fundina. Formennirnir verða báðir
að skrifa undir allt sem viðkemur félaginu svo að það sé löglegt
(Firmaritun)
9. Fyrsta stjórn félagsins eru stofnfélagar félagsins. Félagið á síðan
að vera með kosningu á aðalfundi til að velja þann sem á að vera
ritari í stjórn á 2ja ára fresti. Formenn eru venjulega kosnir á
aðalfundi af félaginu á 3 ára fresti. Undantekningin er sú að fyrsta
kosning formans 1 skal vera eftir 4 ár en formanns 2 eftir 3 ár.
10. Aðalfundur ákveður hvað á að borga í félagsgjöld.
Félagsgjöld fyrsta árið fyrir aðalfund eiga að vera 2.000 kr. á ári
fyrir fatlaða og 5000 kr. á ári ófatlaða.
11. Félagið á að sækja um styrki til að geta rekið félagið og til að
vinna að markmiðum þess. Félagið skal ráða verkefnastjóra til að
sinna fjármögnun og öllum daglegum rekstri. Verkefnastjóri ber
trúnað félagsins og skal koma fram við alla í félaginu af virðingu.
Verkefnastjórinn er ráðinn af stjórninni og hann þarf að vera á
stjórnarfundum til að láta stjórn vita hvernig verkefnin sem hann
sér um ganga og hvað við eigum mikið af peningum. ( hvernig
fjárhagsstaðan er). Verkefnastjóri verður að kunna að sinna sínum
verkefnum og þarf að hafa hreina sakaskrá.
12. Ef félagið á pening afgangs (hagnað) eftir árið þá á að
geyma þann pening og nota næsta ár. Félagið á að reyna að eiga
alltaf 500.000 í varasjóði. Félagið má ekki taka lán.
13. Ef ákveðið er að hætta að vera með félagið þá á að kjósa um
það á sérstökum fundi sem bara félagsmenn (og aðstoðarmenn
þeirra) mega koma á. Ef félagið á peninga eða eignir þegar það
hættir á það allt að fara í Átak – félag fólks með þroskahömlun.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi / aðalfundi (velja annað hvort)

Dagsetning: dd.mm.áááá.Annað mál

You might also like