Download as pdf or txt
Download as pdf or txt
You are on page 1of 2

stæf2jg05 – Fjármál Hálfdán Örnólfsson 2017

Verkefni 5. Jafngreiðsluraðir.
Nú taka við svokallaðar jafngreiðsluraðir. Hér getur verið um ýmist reglubundin sparnað eða
greiðslur af láni að ræða. Það síðarnefnda er nú algengara á íslenskum peningamarkaði. Taka
má sem dæmi lán hjá Îbúðalánasjóði.
Í jafngreiðsluröð eru allar greiðslur jafnar en vaxta- og afborgunarhluti greiðslunnar taka
breytingum. Vaxtahluti er mestur fyrst en fer svo lækkandi.
Hægt er að reikna þessar raðir út með hjálp venjulegrar framtíðarvirðisformúlu en það er ærin
vinna ef greiðslurnar eru margar og því grípum við til sérstakra formúlna til að létta
okkur verkið. Mikilvægt er að átta sig á eftirfarandi:
Í jafngreiðsluraðarformúlu táknar n fjölda greiðslna en ekki lengd tímabils í árum.
Framtíðarvirði jafngreiðsluraðar (S) er verðmæti raðarinnar um leið og síðasta greiðsla á sér
stað.
Núvirði (upphafsvirði) jafngreiðsluraðar (H) er verðmæti raðarinnar einu tímabili áður en fyrsta
greiðsla á sér stað.

a1 a2 a3 a4 a5
Afborgun

Vaxtahluti

0 1 2 3 4 5 n

H S
Formúlur:

a = verðmæti einnar greiðslu í jafngreiðsluröð, S = framtíðarvirði raðar, H = upphafsvirði raðar,


i = vaxtafótur (jafngildir p/100), n = fjöldi greiðslna.

Ef greiðslur eru ekki árlegar þarf að deila í vaxtafótinn með fjölda greiðslna á ári.

1. Formúla fyrir verðmæti einnar greiðslu í jafngreiðsluröð:

H⋅i
a= 1
1− n
1i
2. Formúla fyrir framtíðarvirði jafngreiðsluraðar:
n
a⋅1i −1
Sn =
i

3. Formúla fyrir upphafsvirði jafngreiðsluraðar:

1
a⋅1− n

H0 = 1i
i

4. Formúla fyrir afborgunarhluta jafngreiðslu:

afbn = a−i⋅H ⋅1in−1

Dæmi:

1. Ólafur lagði kr. 8,000 inn á sparireikning í upphafi hvers árs alls 12 sinnum.
Reikningurinn bar 4% vexti p.a. Hve mikið gat Ólafur tekið út af reikningnum ári eftir síðustu
innlögn?
Vísbending: Nota formúlu 2 og ávaxta svo útkomuna í eitt ár.
2. Guðmundur fékk 900.000 kr. að láni til 3 ára. Vextir eru 5% p.a. Lánið á að greiða með
jöfnum árlegum greiðslum. Setjið upp greiðsluskrá sem sýnir höfuðstól, greiðslu, afborgun og
vexti fyrir hvert greiðslutilfelli.

Greiðsla nr. Höfuðstóll (H) Greiðsla (a) Afborgun Vextir


1 900.000 a H*i
2 a
3 a
Vísbending: Nota formúlu 1 til að finna ársgreiðsluna (a) og fylla í greiðsludálkinn. Finna vextina sem hlutfall af
höfuðstól. Finna afborgun sem greiðsla -vextir. Finna nýjan höfuðstól sem eldri höfuðstóll – afborgun.
3. Páll tók kr. 400.000 að láni til 14 ára. Vextir eru 12% p.a. Lánið á að greiða með jöfnum
greiðslum. Hvað á Páll að borga á hverju ári? Hvað borgar Páll mikla vexti í ellefta skiptið sem
hann greiðir af láninu?
Vísbending: Nota formúlu 1 til að finna ársgreiðsluna (a). Nota formúlu 4 til að finna afborgunarhluta 11.greiðslu.
Finna svo vaxtahlutann sem a – afborgunarhluti.
4. Jóna er að spara fyrir utanlandsferð sem hún ætlar í eftir eitt ár. Ferðin kostar kr. 120,000.
Hve mikið þarf Jóna að leggja inn á reikning mánaðarlega, tólf sinnum, ef vextir eru 6% p.a.?
Vísbending: Nota formúlu 2 til að finna ársgreiðsluna (a) út frá framtíðarvirði (S). Athuga að vextir eru 6/12 =
0,5% á mánuði.
5. Ólafur lagði kr. 8000 inn á sparireikning í upphafi hvers árs alls 12 sinnum.
Reikningurinn bar 4% vexti p.a. Fimm árum eftir síðustu innlögn fór Ólafur að eyða af
reikningnum og tók hann út jafnstórar upphæðir í upphafi hvers árs alls níu sinnum en þá var
innistæðan uppurin. Hve há var hver úttekt Ólafs?
Vísbending: Nota formúlu 2 til að finna framtíðarvirði (S) sparnaðarraðarinnar. Ávaxta þá útkomu áfram í 4 ár.
Þá er komið núverði úttektarraðarinnar. Finna loks verðmæti hverrar úttektar (a) með formúlu 1.

You might also like